Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 23
43 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 I>V Tilvera Maya Angelou 73 ára Rithöfundurinn, ljóð- skáldið og mannrétt- indabaráttukonan Maya Angelou fæddist i St. Louis. Hún hefur á löng- um ferli ekki aðeins skrifað verðlaimabækur heldur einnig fengist við að syngja, leika og semja tónlist. Hún átti ömurlega æsku, var nauðgað þegar hún var átta ára og orðin ógift móðir sextán ára gömul. Af mikilli atorku komst hún til metorða, fyrst i tónlistinni en síðan sem rithöfundur. Með fram skrifum og öðru ferðast hún um allan heim og heldur fyrirlestra um mannréttindi. Gildir Vatnsberinn (20. ian.-18. fehr.l: Þér miðar hægt við ákveðið verkefni sem þú hefúr tekið að þér. Þetta er ekki hentugur gera miklar breytingar. timi til að fyrir fimmtudaginn 5. apríi Rskarnir (19 fshr.-?Q. marsl: BM| Þú verður upptekinn ^^^^ifyrri hluta dagsms og igjftyF*' missir þar að leiðandi af einhverju sem þú hefur beðið eftir. Ekki örvænta því þú færð annað tækifæri innan tiðar. Hrúturlnn (21. mars-19. apríl): . Dagurinn verður ' skemmtilegur að mörgu leyti. Þú kynn- ist einhverju nýju og færð áhugaverða áskorun. Nautið (20. aaril-20. maíl: Þú finnur fyrir breyt- ingum í einkalífinu. Þú þarft á athygli vina þinna að halda á næst- unni. Happatölur eru 4, 22 og 34. Tviburarnir i? Tvíburarnir (21. maí-2.t. iúní): Þú ættir að hafa vak- * andi auga fyrir smáat- riðum í dag. Taktu vel eftir fyrrimælum sem þú færð. Happatölur þínar eru 1, 12 og 15. Krabbinn (22. iúní-22. iúii): Þú þarft að huga þig | vel um áður en ákvörðun er tekin í _____mikilvægu máli. Breyt- ingar í féíagslifinu eru nauðsyn- legar. ■Llónið (23. iúlí- 22. áeúsú: Þér finnst þér ef til vill ekki miða vel í vinn- unni en þú leggur mik- ilvægan grunn fyrir starf næstu vikna. Mevian (23. áeúst-22. seou: Þú heyrir óvænta gagnrýni í þinn garð ^^^S.og átt erfitt með að ^ f sætta þig við hana. Ekki láta annað fólk koma þér úr jafnvægi. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Vinnan gengur hægt en þú færð hrós fyrir \f vel unnið starf. Kvöld- r f ið verður rólegt en ef til vill áttu von á gestum. Sporðdrekl (24. okt.-2i. nóv.i: - Félagslifiö tekur ein- hverjum breytingum. pÞú færð nýjar hug- myndir og það gæti verið upphafið að breytingmn. Bogamaður (22. nóv.-2l, des.l: ,Það er jákvætt and- ' rúmsloft í kringum þig þessa dagana. Nýr kunningjahópur kem- ur mikið við sögu í kvöld. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Viðkvæmt mál sem tengist fortiðinni kem- ur upp og þú átt á hættu að leiða hugann stöðugt að þvi þó að þú ættir að einbeita þér aö öðru. DV MYNDIR GUÐFINNUR RNNBOGASON Stuð á Ströndum Skemmtikröftum var vel tekiö í Sævangi, þar skemmtu menn sér hiö besta eins og títt er i því húsi. Á sviöinu eru ýmsir áberandi íbúar Hólmavíkur og nágrennis og fréttamaöur DV er miöpunkturinn í hversdagsbúningi sínum, bláa gallanum. Ærsl og gleði á vetrarskemmtun: Brottræk súlu- mær í Sævangi Geri vill selja sveitarsetrid sitt Kryddpían Geri Halliwell hefur ákveðið að selja glæsilegt sveitarset- ur sitt vegna þess að það minnir hana um of á liðna kryddpíudaga. Kunnugir telja að Geri muni græða eina milljón punda á sölu hússins sem hún borgaði tvær milljónir punda fyrir. Geri hefur ekki stigið fæti inn fyrir dyr glæsihússins í tvo mánuði. Henni finnst hallærislegt af popp- stjörnu að eiga sveitasetur. Stúlkan c vill bara búa í London, enda er fjör- " ið þar. „Geri skammast sin hálfpartinn fyrir flottræfilsháttinn á húsinu. Það er minnismerki um allt óhófið frá þeim tíma er hún var í hljóm- sveitinni," segir náinn vinur Geri. DV, HÖLMAVÍK: Með hliðsjón af breytingum á við- horfum landsmanna og tíðarandan- um síðustu áratugina hafa létt- klæddar dansmeyjar af erlendum uppruna tekið við af frásagnarglöð- um förumönnum í lopasokkum upp að hnjám á vetrarskemmtunum landsmanna, sé mið tekiö af því áhugaverðasta á árlegri vetrar- skemmtun sveitarfélaganna sunnan Hólmavíkur sem hafa haft samstarf Tælandi dansmey Aldur skiptir ekki máli þegar tælandi Austuriandameyjar bjóöa upp á atlot blíö. Sá heppni dansmaöur á myndinni er Einar bóndi Magnússon frá Hvítuhlíö. um skemmtanahald í Sævangi í nær því fjóra áratugi. Nægur efniviður var til íjörlegrar skemmtunar enda margt á daga Strandamanna drifið síðustu mán- uðina; galdrasýning, heimsókn þjóð- höfðingja auk margs annars. Ekki síst þótti lífshlaup blaðamanns DV hafa verið með fjölskrúðugra móti á árinu og voru því gerð verðug skil. Þegar hann opnaði munninn mátti nánast heyra hvern staf hvers orðs sem hann sagði salinn á enda. Boldangskvenmaður, sannkölluð súlumær, hafði verið gerð útræk af skemmtistöðum syðra og brá sér á Strandir með flutningabíl. Hafði hún viðkomu í Sævangi þetta kvöld. Fór þá fiðringur um margan karl- peninginn þegar fatnaður sem hylur jafnan viðkvæmustu líkamsparta allra hefðarmeyja þaut eins og skæðadrífa um salinn og féll á and- lit virðulegra samkomugesta. Gestir skemmtu sér flestir konunglega og í troðfullu húsinu var stemningin einstök eins og hún hefur veriö aHa tíð. Ný kynslóð kann ekki síður en sú eldri að sýna af sér ærsl og gleði eina kvöld- og næturstund. -GF Nicole Kidman: Missti fóstur eftir skilnað Kvikmyndaleikkonan Nicole Kidman missti fóstur skömmu eft- ir að eiginmaöur hennar til tíu ára, stórleikarinn Tom Cruise, sótti um skUnað í febrúar. Bandariska æsifréttablaðið The Star greindi frá því í síðustu viku að Kidman hefði verið komin þrjá mánuði á leið þegar þau Tom skUdu og að hún hefði misst fóstrið um miðjan síðasta mánuð. Blaðið sagði jafnframt að Kidman hefði ekki einu sinni þorað að segja Tom frá gruni sínum um að hún væri ólétt fyrr en eftir að hann sagði henni að hjónabandinu væri lokið. „Hún er alveg eyðilögð," sagði vinkona Nicole við blaðið New York DaUy News. Þau Tom og Nicole áttu tvö ætt- leidd böm, átta ára og sex ára, þeg- ar leiðir þeirra skUdu. Eftir að hún missti fóstrið hringdi Nicole í fyrrum eiginmann sinn en fékk víst litla huggun þar. Leikkonan hefur haft hægt um sig síðan þau Tom skildu og þurfti meðal annars að hætta við að leika í spennumynd vegna meiðsla á hné. Puffy ekki laus þótt sýkn sé Rappkóngurinn Puffy er hreint ekki laus aUra mála, þótt hann hafi verið sýknaður af ákæru um byssu- eign og mútutilraunir fyrir rétti í New York um helgina. Fyrrum unnusta hans og bamsmóöir ætlar nefnUega að höfða mál á hendur honum tU að fá sem svarar tæpum fimm hundruð miUjónum króna til framfærslu sinnar og þriggja ára sonar þeirra, Christians. Unnustan fyrrverandi heitir Kim Porter og er bæði leikkona og fyrirsæta. Fyrir peningana, ef hún fær þá, ætlar Kim að kaupa glæsiíbúð viö hæfi, standa straum af daglegmn rekstri fjölskyldunnar og greiða læknis- og skólakostnað fyrir son- inn. Puífy borgar þegar meðlag með syninum. Smáauglýsingar byssur, feröalög, feröaþjónusta, fyrir feröamenn, fyrir veiöimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir Nfcole Kidman Stórstjarnan og fyrrum eiginkona Toms Cruises missti fóstur snemma í síöasta mánuöf. Hún var þá komin rúma þrjá mánuöi á leiö. DV Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS 550 5000 *rr c < M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.