Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001
11
TJtlönd
Fyrrum Júgóslavíuforseti tilbúinn að svipta sig lífi í umsátrinu:
Bretar þrýsta á að Milo-
sevic verði framseldur
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, heldur til Belgrad í dag
þar sem hann mun þrýsta á að
Slobodan Milosevic, fyrrum
Júgóslavíuforseti, verði framseldur
til alþjóðlega stríðsglæpadómstóls-
ins í Haag í Hollandi.
Búist er við að Cook geri framsal
Milosevics að skilyrði fyrir því að
Bretar aðstoði Júgóslavíu við að
tengjast Evrópusamstarfinu nánari
böndum.
Dómstóll í Belgrad hafnaði í gær
beiðni lögmanna forsetans fyrrver-
andi um að honum yrði sleppt úr
gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn
á ákærum fyrir spillingu og mis-
notkun valds fer fram. Milosevic
var handtekinn á heimili sínu á
sunnudag eftir rúmlega eins sólar-
hrings umsátur lögreglu og fluttur í
aðalfangelsið í Belgrad.
Vojislav Kostunica, eftirmaður
Milosevics á forsetastóli í
Júgóslavíu, útilokaði í gær að
Milosevic yrði framseldur til Haag í
bráð. „Dómstóllinn í Haag er mér
ekki ofarlega í huga. Við erum ekki
að hugsa um framsal núna,“ sagði
Stund milli stríða
Fangavörður /' aðalfangelsinu í Belgrad, þar sem Slobodan Milosevic, fyrrum
Júgóslavíuforseti, er í haldi, gefur sér tíma til að staka aðeins á við hliðið.
Kostunica í gær.
Forsetinn gagnrýndi umsátur lög-
reglunnar um helgina og kallaði að-
gerðir hennar klaufalegar. Hann
hélt hins vegar uppi vörnum fyrir
þátt hersins í aðgerðunum en marg-
ir halda því hins vegar fram að
menn innan hersins hafi reynt að
koma í veg fyrir handtökuna.
Kostunica sagði að umbótasinnar
sem hröktu Milosevic frá völdum í
október í fyrra viðurkenndu að þeir
þyrftu að vinna með stríðsglæpa-
dómstólnum, sem hefur ákært
Milosevic fyrir glæpi gegn mann-
kyninu sem framdir voru í Kosovo.
Það þýddi þó ekki að stjórnin í
Belgrad myndi bara láta undan al-
þjóðlegum þrýstingi og framselja
Milosevic.
Forystumenn stríðsglæpadóm-
stólsins segjast reiðubúnir að veita
stjómvöldum í Belgrad tima til að
rétta yfir Milosevic heima fyrir.
Samningamaður stjórnvalda sem
taldi Milosevic á að gefast upp sagði
í gær að forsetinn fyrrverandi hefði
verið tilbúinn að svipta sig lífi frem-
ur en að fara í fangelsi.
Lýðveldissinnar
vilja Hákon prins
í forsetaembætti
Thomas Hylland-Eriksen, prófess-
or viö Óslóarháskóla, telur að kon-
ungdæmið sé tákn liðinnar tíðar og
timi sé kominn til að gera Noreg að
lýðveldi. Hann segir í viðtali við
norska blaðið VG að Norðmenn
haldi i konungdæmið vegna fortíð-
arþrár og til að vikublöðin hafi eitt-
hvað til að skrifa um. Hákon krón-
prins hafi hins vegar fært konung-
dæmið inn í nútíðina með róttæk-
um og frjálslyndum skoðunum.
Gamall kennari Hákonar, lýð-
veldissinninn Trond Nordby, segir
við fréttastofuna NTB að Hákon sé
einn margra góðra manna sem gæti
gegnt forsetaembættinu.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
hefur fylgi Norðmanna við konung-
dæmið farið dalandi.
Þröng á þingi
Ferjur voru yfírfullar í Bangladesh í gær vegna verkfalla sem lömuðu samgöngur á landi. Stjórnarandstaðan haföi
boðaö þriggja daga verkfall til þess aö þrýsta á Hasina forsætisráöherra til að segja af sér og boða kosningar.
VIII yfirráð yfir fjolmiölum
Pútín Rússlandsforseti er sakaður
um að standa á bak við yfírtöku
gagnrýninnar sjónvarpsstöðvar.
Ríkisgasrisi tek-
ur yfir óháða
sjónvarpsstöð
Ríkisgasrisinn Gazprom í Rúss-
landi tók í gær við yfhráðum yflr
síðustu óháðu sjónvarpsstöð lands-
ins, NTV, með því að reka stjórn
stöðvarinnar. Gazprom hefur ráðið
bandaríska bankamanninn Borís
Jordan í embætti sjónvarpsstjóra.
Vladimir Kulistikov, sem áður var
yfirmaður rikisfréttastofunnar RIA
Vesti, var gerður að fréttastjóra.
Jordan gegndi mikilvægu hlutverki
þegar Borís Jeltsín, fyrrverandi
Rússlandsforseti, deildi út millj-
arðaverðmætum til vina sinna og
stuðningsmanna við einkavæðingu
ríkisfyrirtækja á tíunda áratugnum.
Bæði fyrrverandi stjórn NTV og
fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar
eru æfir. Segja þeir að um valdarán
sé að ræða sem Vladimir Pútín for-
seti sé á bak við. Hann vUji fá alger
yfirráð yfir rússneskum fjölmiölum.
Það var Vladimir Gúsínskí sem
stofnaði NTV-sjónvarpsstöðina.
Hann er nú á Spáni og óttast að
verða framseldur til Rússlands.
Gazprom tryggði sér stóran hlut í
NTV eftir að hafa ábyrgst marga
tugi milljarða króna af skuld Gúsín-
skís í heimalandinu.
Tilvalin
fermingargjöf
Verð kr. 3.990
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
www.mitre.com
Bretar verða að grafa upp hræ eftir fjöldaslátrun:
Menguðu grunnvatnið
Grafa verður upp þúsundir dýra
sem fargað var vegna hættu á smiti
af gin- og klaufaveiki. Dýrin voru
urðuð á röngum stöðum og hætta er
á að þau mengi grunnvatnið, að því
er fram kemur í dagblaðinu The
Times.
Mengunar hefur þegar orðið vart
í einu vatnsbóli eftir að 900 hræ,
sem sótthreinsunarvökva hafði ver-
ið sprautað á, voru urðuð í rúmlega
10 kílómetra íjarlægð frá bólinu.
Talið er að virtur vísindamaður í
Bretlandi, David King, muni í dag
greina Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, frá því að fjöldaslátrunin
sé farin að hefta útbreiðslu gin- og
Uröuö á röngum staö
Mengunar hefur orðið vart í vatnsbóli
nálægt urðunarstað.
klaufaveikinnar. Iskýrslu sinni í
síðasta mánuði var King svartsýnni
því þá útilokaði hann ekki að Bret-
ar kynnu að missa helming bú-
stofns síns sem er rúmlega 60
milljónir dýra.
Fyrstu rannsóknir í Þýskalandi
hafa leitt í ljós að dýr á svínabúi í
Þýskalandi séu ekki smituð eins
og óttast var.
Talsmenn ættflokks í Kenýa
hafa boðist til að hjálpa Bretum í
baráttunni gegn gin- og klaufa-
veikinni. Safna eigi þvagi frá allri
kúahjörðinni sem síðan eigi aö
smyrja á höfuð og klaufir sýktu
dýranna. Virki þetta ekki eigi að
bera salt á blöðrurnar og sárin á
dýrunum.
DAEWOO LANOS SX, 4/98, 1600cc, 5 gíra,
5 dyra, rafdr. rúður, samlæsingar, álfelgur,
ekinn 45.000 km.
Ásett listaverð 850.000 - tilboð 690.000 stgr.
Fæst á góðum kjörum, t.d. Visa/Euro-
raðgreiðslum.
Til sölu og sýnis á JR Bílasölu,
Bíldshöfða 3,
567-0333, 897-2444.
Opið til kl. 21 til páska.
J. R. BILASALAN
www.jrbilar.is
Visa/Euro radgreiðslur.