Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 24
44
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001
DV-MYND HILMAR PÓR
Þau slógu í gegn í Grindavík
Öll lásu upp hluta af ævintýri, eitt Ijóö eftir Tómas og annaö aö eigin vali.
lenska lestrarfélaginu, Samtökum
móðurmálskennara og Heimili og
skóla. „Við ákváðum í upphafi að
velja eitt bæjarfélag og Hafnar-
íjörður varð fyrir valinu, kannski
vegna þess að ég vinn hér og svo
þótti okkur hann sveitarfélag af
heppilegri stærð. Þetta gekk svo
vel að ég held að engum skóla-
stjóra hér um slóðir dytti í hug að
skorast undan að vera með,“ segir
hún.
Hún segir mikla áherslu hafa
verið lagða á að undirbúa kennara
vel fyrir keppnina, bæði með nám-
skeiðum og fræðsluefni. „Þegar
kennari skráir sinn bekk til
keppni þá skuldbindur hann sig til
að þjálfa framsögn og tjáningu á
æfingatimabilinu frá hausti, fram í
mars,“ segir hún og bætir við að
keppnin komi inn í aðalnámskrá
grunnskólanna og hafi ótvíræð
áhrif til góðs, ekki aðeins á sjö-
unda bekkinn, heldur einnig á
aðra árganga.
Hafa blómstrað í keppninni
„í keppninni felst líka forvarn-
arstarf," segir Ingibjörg og heldur
áfram. „Nemendur styrkjast í trú á
sjálfa sig og sumir sem hafa átt við
verulega lestrarerfiðleika að stríða
hafa blómstrað í keppninni eftir að
hafa fengið þjálfun og stuðning.
Það skilar sér i mörgu.“ Nú hefur
hún fylgst með keppnum víða um
land og er að lokum spurð hvort
munur sé á framburði barna eftir
landshlutum? „Nei, það get ég ekki
merkt. Börn fyrir norðan hafa
reyndar harðari framburð en hér
syðra en það þýðir ekki endilega
að þau séu skýrmæltari." -Gun.
Fjölskyldumál
Stress - tími til aö taka í taumana
Ég rabbaði við konu i vikunni sem
hafði ekki góð sögu að segja af sjálfri
sér. Hún var óðamála og með djúpa
bauga undir augunum, „Já, ég er orð-
in alveg stif í hnakkanum og öxlunum
og með stöðugan verk fyrir brjósti,"
sagði hún. „Enda sef ég illa,“ bætir
hún við, „er andvaka allar nætur.“
„Er eitthvað sem ég get gert?“ heldur
hún áfram. „Ég þoli ekki pillur, búin
að taka allt of margar. Ég veit bara
varla hvað ég á að gera í þessu leng-
ur.“ „Um hvað ertu að hugsa á nótt-
unni þegar þú getur ekki sofið?“
spurði ég hana. „Allt og ekkert,"
sagði hún. Hugsanirnar þeytast
bara um, hring eftir hring. Ég
hugsa um allt það sem ég á eft-
ir að gera, börnin, vinnuna og
skuldirnar. Og þá fæ ég í mag-
ann. Ég og maðurinn minn eig-
um þrjú börn, átta, tólf og fjórt-
án ára. Þau eru á fullu í íþrótt-
um, skátunum, dansi og tón-
listarskóla. Ég verð stundum
svo þreytt á öllu veseninu í
kringum þetta. Og það er sko
margt sem við foreldrarnir
eigum að gera. Við eigum
að koma á alla foreldra-
fundi og svo þarf að mæta á
leiki og tónleika, baka kök-
ur og selja fyrir ferðasjóði
og safnanir. Svo búum við
líka þannig að börnin geta
ekki gengið í allt það sem
þau eru að taka þátt í. Það
þarf að skutlast með þau í
flest. Stundum líður mér
eins og ég sé að reka flutn-
ingafyrirtæki! „Ertu ein að standa í
þessu öllu?“ spurði ég. „Maðurinn
minn er svo upptekinn í vinnunni.
Hann þarf oft að vinna yfirvinnu og
þá fær hann að vita af því með mjög
stuttum fyrirvara. Börnin lenda því
að mestu á mér. Ég er líka að vinna
en bara 75%. Okkur veitir ekkert af
peningunum sem maðurinn minn
vinnur inn, yfirvinnunni, erum
að byggja og allt það.“
„Hvernig líður ykkur
þá saman núna?“
sagði ég. „Okkur
liðið betur. Mér flnnst ég vera svo
mikið ein, hann er svo lengi að heim-
an. Ég veit varla hvort okkur þykir
vænt um hvort annað lengur, tilfinn-
ingarnar eru að mestu horfnar. Ég er
orðin svo þreytt! Ég velti því oft fyrir
mér hvemig þetta muni nú allt saman
enda...“
Þessi frásögn er ekkert einsdæmi.
Það eru ótrúlega margar fjölskyldur
sem em undirlagðar af stressi.
Áhyggjur af fjölskyldunni, börn-
unum, peningunum og sambúð-
inni valda andvökunóttum sem
eru ekki beint til að bæta ástand-
ið. Eftir því sem stressið eykst
koma andleg og líkamleg einkenni
álagsins í ljós eins. Vöðvabólgur,
svefnleysi, verkir, öndunarerfiðleik-
ar, skapofsi, vonleysi og jafnvel þung-
lyndi em bara hluti af fórnarkostnað-
inum. Margir reyna að slæva sjúk-
dómseinkenni stressins með lyfjum
eða áfengi en til lengdar gerir slíkt
bara illt verra. Því verður ekki á móti
mælt að það er margt sem eykur álag-
ið og stressið á fiölskyldum lands-
ins. Langur vinnudagur,
skuldir, samskiptaleysi og
samfélag sem ekki er fiöl-
skylduvænt eru aðeins
hluti af orsökunum.
Ákveðinn skammtur af
stressi er vissulega stund-
um nauðsynlegur til að
koma hlutunum í verk.
En þegar stressið er farið
að brjóta okkur niður,
eins og konuna sem ég
spjallaði við, er kominn
Þórhallur
Heimisson
skrífar um
fjölskyldumál á
miövikudögum
Það eru ótrúlega margar
fjölskyldur sem eru und-
irlagðar af stressi.
Áhyggjur af fjölskyld-
unni, bömunum, pening-
unum og sambúðinni
valda andvökunóttum
sem eru ekki beint til að
bœta ústandið.
tími til að taka í taumana.
Það sem oft er nauðsynlegt að gera
i þessari stöðu, er að staldra við og
skoða líf sitt upp á nýtt. Hverju er
hægt að draga úr, hvar er hægt að
minnka við sig í vinnu, skuldasöfnun
og félagsstarfi? Til að byggja sig upp
þarf siðan fyrst að hugsa um að bæta
svefninn. Gott, hollt og reglulegt
mataræði, minnkuð neysla á kaffi, tó-
baki og áfengi og aukin hreyfing
gegna þar lykilhlutverki. Slökun,
íhugun og góð kyrrðarstund tvisvar á
dag gera líka kraftaverk. Stundum er
nauðsynlegt að leita aðstoðar fagfólks
ef allt er komið í óefni. En með
breyttu hugarfari og breyttu lífs-
mynstri getum við sjálf breytt ótrú-
lega mörgu til betri vegar fyrir okkur
og fiölskyldu okkar og dregið þannig
úr stressi og vanliðan.
Tilvera
■ BREAKBEAT.IS A 22 Líkt og ver-
ið hefur í allan vetur þá er fyrsta
miövikudagskvöldi þessa mánaðar
fagnaö af danstónlistarfíklum höfuð-
borgarsvæðisins með Breakbeat.is-
kvöldi á Café 22..
Klassík
■ GIRON I NORRÆNA HUSINU i
tengslum við hátíöina Aö brjóta ís í
Norræna húsinu veröur boðið upp á
tónleika þjóðlagasveitarinnar Girons
þar í dag. Leikin verður tónlist sem
er blanda af samískum þjóðlögum,
rokki og djassi. Aðgangseyrir er
1000 kr. en dæmið hefst klukkan
20.30.
Leikhús
■ GLÓRULAUS Leikfélag Mennta-
skólans í Kópavogi, Sauökindin,
hefur sett upp leikritiö Glórulaus
sem er byggt á skáldsögunni Emmu
eftir Jane Austin. Leikgerðin er í
anda kvil<myndarinnar Ciueless en
gerist á íslandi og er um íslenska
■ > unglinga í Verslunarskóla íslands.
Leikstjóri er Gunnar Hansson. Leik-
ritið verður sýnt klukkan 20 í kvöld.
Miöapantanir í sima 6963768 eða
8644762.
■ SNIGLAVEISLAN Sniglaveislan
eftir Olaf Jóhann verður sýnd í lönó
klukkan 20 í kvöld. Gunnar Eyjólfs-
son, Sigurþór Albert Heimisson,
Sunna Borg og Hrefna Hallgríms-
dóttir fara með helstu hlutverk og
leikstjóri er Siguröur Sigurjónsson.
Uppselt.
Myndlist
■ DRASL 2000 Skáldið og fjöllista-
maðurinn Sjón opnaði um helgina
sýninguna Þetta vil ég sjá - Drasl
2000 í Gerðubergi. Sjón velur verk
x eftir listamennina Erró, Magnús
Pálsson, Magnús Kjartansson,
Hrein Friöfinnsson, Braga Ásgeirs-
son, Sigurö Örlygsson, Sólveigu Að-
alsteinsdóttur og Friðrik Þór Friöriks-
son, Margréti Blóndal, Harald
Jónsson, Ingu Svölu Þórsdóttur,
Kristin G. Harðarson, Ásdísi Sif
Gunnarsdóttur, Helgu Óskarsdóttur,
Ómar Stefánsson, Þorra Hringsson.
Sýningin stendur til 29. april og er
opin daglega.
Bíó
■ KVIKAR MYNDIR I NYLO Kvik
myndahátíðin Kvikar myndir er nú
haldin í annað sinn, frá 29. mars til
\ 8. apríl, í Nýlistasafninu og í salar-
kynnum MÍR við Vatnsstíg og er yfir-
skrift þessarar hátíðar Pólitík. Eins
og yfirskriftin gefur til kynna er um-
fjollunarefni hátíðarinnar pólitík og
verða yfir 50 myndir sem því hugtaki
tengjast sýndar. Nýlistasafnið er
opið alla daga frá 14-18.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Stóru upplestrarkeppninni lokið í ár:
Heimsþekkt
málverk í Lista-
safni íslands
í Listasafni íslands stendur
nú yfir sýningin Náttúrusýnir. Á
sýningimni gefst gestum kostur á
að skoða heimsþekkt málverk
eftir meistara landslagsmál-
verksins í Frakklandi á 17., 18.
og 19. öld. Verkin á sýningunni
eru 74, eftir 45 listamenn, og
koma öll úr borgarlistasafningu
Petit Palais í París. Meðal lista-
> manna má nefna Gustave Cour-
bet, Claude Monet, Paul Cézanne,
Alfred Sisley o.fl. Safnið er opið
frá 11 til 17 og upplýsingar um
leiðsögn fást á skrifstofu.
Klúbbar
„Stemningin var mjög sérstök á
einni lokahátíð stóru upplestrar-
keppninnar sem ég var á þegar
drengur frá Kosovó og stúlka frá
Póllandi íluttu ljóð á sínum móður-
málum og hlustendur í salnum
voru beðnir að setja sig í spor
þeirra barna sem koma hér inn í
skóla án þess að skilja orð 1 ís-
lensku," segir Ingibjörg Einars-
dóttir, rekstrarstjóri Skólaskrif-
stofu Hafnarfiarðar, umbeðin að
rifia upp eitthvað sérstakt frá upp-
lestrarkeppnunum í ár. Ingibjörg
er ein þeirra sem hefur séð um
keppnina frá upphafi. Það var í
Hafnarfirði og Bessastaðahreppi
sem brautin var rudd fyrir fimm
árum og þá voru það 200 börn úr
fiórum skólum sem tóku þátt. í ár
hafa hins vegar fiögur þúsund sjö-
undu bekkingar lesið upp í keppn-
inni og 26. og síðasta lokahátíð
vetrarins var í gær á Raufarhöfn.
„Þetta er eins og jurt sem hefur
breitt úr sér og skotið rótum um
allt land og það er stórkostlegt að
verða vitni að þessum góða ár-
angri,“ segir Ingibjörg.
Hafnarfjörður reið á vaðið
Ingibjörg segir undirbúnings-
nefndina skipaða fulltrúum frá
Kennarháskólanum, Kennarasam-
bandinu, íslenskri málnefnd, ís-
DV-MYND HARI
Ingibjörg Einarsdóttir er ein þeirra sem hafa undirbúiö keppnina frá upphafi
„Nemendur styrkjast í trú á sjáifa sig og sumir sem hafa átt viö veruiega lestrarerfiðleika aö stríöa hafa blómstraö í
keppninni eftir aö hafa fengiö þjálfun og stuöning. Þaö skiiar sér / mörgu. “
Hefur skotið rótum um allt land