Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 15
14
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001
35
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoéarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Augiýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ávísun á spillingu
Smátt og smátt er verið að sveigja af þeirri frelsis-
braut sem mörkuð hefur verið fyrir íslenskan fjár-
málamarkað allt frá árinu 1984 þegar bankar og spari-
sjóðir fengu takmarkað frelsi til að ákvarða vexti.
Aukið frelsi á fjármálamarkaði hefur markað þátta-
skil í þróun íslensks viðskiptalífs. Framfarirnar hafa
verið örar og engum dettur í hug að hverfa aftur til
þess tíma þegar fjármagn var skammtað af stjórnmála-
mönnum og vextir ákveðnir eftir pólitískum hentug-
leika í stjórnarráðinu - með tilheyrandi eignaupptöku
þegar milljarðar króna voru fluttir frá einstaklingum
og fyrirtækjum til ríkisins og fyrirtækja sem annars
hefðu orðið gjaldþrota.
Því miður virðist sem stjórnvöld séu aftur farin að
beisla þann kraft sem leystur hefur verið úr læðingi á
fjármálamarkaði undanfarin ár. Eftirlit og reglur með
starfsemi fjármálafyrirtækj a hafa ekki aðeins verið
hertar heldur hefur embættismönnum verið afhent
stórkostlegt vald til að hafa afskipti af frjálsum við-
skiptum - allt undir merkjum þess að nauðsynlegt sé
að tryggja eðlilega samkeppni.
Nýjasta tilraunin til að binda fjármálamarkaðinn
niður er frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á
lagaákvæðum um eftirlit með eigendum virkra eignar-
hluta í fj ármálafyrirtækj um. Frumvarpið tekur til
bankastofnana, verðbréfafyrirtækja og tryggingafé-
laga. Líklega fær ekkert komið í veg fyrir að frum-
varpið verði að lögum, enda frumvarp ríkisstjórnar
með styrkan meirihluta. Þó er þetta frumvarp stór-
hættulegt og gengur gegn öllum hugmyndum um frjáls
viðskipti. Óskiljanlegt er hvernig ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar tókst að samfæra sjálfa sig um að frum-
varpið væri í fullkomnu samræmi við pólitískar hug-
myndir þeirra um jafnræði manna og frjálsræði í við-
skiptum.
Með frumvarpinu er lagt til að öllum þeim sem
hyggjast eignast virkan eignarhlut í lánastofnunum,
fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu eða vátryggingafélög-
um verði gert að sækja um sérstakt leyfi til þess til
Fjármálaeftirlitsins. Og Fj ármálaeftirlitið á að gera ít-
arlega úttekt á umsækjendum og taka „afstöðu til þess
hvort eignarhald þeirra sé heilbrigðum rekstri við-
komandi fyrirtækis til framdráttar", eins og segir orð-
rétt í greinargerð. Ekki er látið þar við sitja heldur á
Fjármálaeftirlitið að hafa stöðugt eftirlit með hæfi um-
sækjenda og getur óskað eftir upplýsingum um þá þeg-
ar ástæða þykir til.
Forráðamenn ríkisstjórnarinnar hafa áður látið í
ljós þá skoðun að rétt sé að setja hámark á hlut ein-
stakra aðila í fjármálastofnunum. Þeir hafa fallið frá
þeirri hugmyndafræði en þess í stað komið fram með
frumvarp að lögum sem er í öllu miklu hættulegra og
skaðlegra en einföld regla um hámarkshlut í fjármála-
fyrirtæki. Einföld regla - með öllum sínum göllum -
nær til allra en frumvarpið gerir ráð fyrir að nokkrir
embættismenn geti kveðið á um það hverjir taldir séu
æskilegir eigendur fjármálafyrirtækja og hverjir ekki.
Og hvert halda menn að slíkar leikreglur leiði. Alveg
örugglega ekki til heilbrigðrar samkeppni heldur til
pólitískrar spillingar af versta tagi.
Óli Björn Kárason
I>V
Á fyrsta farrými í gjaldþrotið
„í raun eru mörg þúsund íslenskir einstaklingar á fullri
ferð í gjaldþrot sitjandi á fyrsta farrými í góðærisbylgj-
unni.“- Nema staðið sé ískilum með skattgreiðslur...
6000 aðilar í árangurs-
lausum gjaldþrotum, 4000 í
Reykjavík, 2000 á lands-
byggðinni. Þessir aðilar
eru i raun eign kröfuhafa,
hvort sem það eru trygg-
ingafélög, bankar eða aðrir
lánveitendur. í raun eru
mörg þúsund íslenskir ein-
staklingar á fullri ferð i
gjaldþrot sitjandi á fyrsta
farrými í góðærisbylgj-
unni.
Á sama tíma lýsir höfuð-
paur ríkisstjórnarinnar
því yfir að nú sé allt annað
og betra ástand heldur en þegar
hann þurfti að bíða í röð í rigningu
eftir viðtali við bankastjóra sem svo
skar lánsbeiðni niður um helming
þegar unnt var að ná af honum tali.
- Ólíku sé til að jafna nú. Aðeins
þurfi að lyfta síma, þá fáist sú fyrir-
greiðsla sem menn óski eftir og góð-
ærið blasi við hvert sem litið er.
Skuldasúpa
Heimilin í landinu eru með skuldir
sem nema hundrað sextíu og fimm
milljörðum og eitt hundrað fjörutiu og
sjö milljónum króna - í tölum 165.147
milljónir. Fyrirtækin skulda
401.962 milljónir. Áætla má að
aðilar séu með tuttugu og átta
milljarða á yfirdrætti. Það er
mikið flot í vöxtum sem þarf
að borga af slíku. Einhverjir
fitna vel af því floti.
Á okkur samfylkingar-
mönnum dynur að við séum
með svartagallsraus. Ég full-
yrði að við erum ekki siður
bjartsýnir en aðrir en við
viljum horfast í augu við
þann vanda sem við blasir og
leysa hann. Það er enn ekki
of seint að grípa til aðgerða
án þess að um kollsteypu verði að
ræða en ljóst er að átök verða við
peningaöflin í landinu þegar þar að
kemur, því enn eru ýmsir að græða
mikla peninga á ríkjandi efnahagsá-
standi.
Sá sem þetta skrifar er ekki á móti
því að menn græði á rekstri, það er
grundvöllurinn aö velmegun. En það
verður að gæta að velferð þjóðfélags-
ins.
Jafnvægi
Með vísan til þess sem áður er sagt
um að standa í rigningu þá má velta
því fyrir sér hvort ekki sé betra að
taka á sig svolitla rigningu og að
símasamband sé ekki svo gott sem
sagt er að það sé og nauðsynlegt er
að mjög nákvæmt mat liggi á bak við
lánveitingar, hvort sem um er að
ræða yfirdrátt, skuldabréf, víxla eða
hvaða aðra lánstegund sem notuð er.
í mínum orðum felst ekki ásökun á
einn eða neinn. En er ekki eðlilegt að
velta fyrir sér því sem Sjóvá-Almenn-
ar segja og reikna má með að svo sé
hjá fleiri slíkum. Þeir upplýsa að það
sé alvarlegt tap á tryggingum en á
annarri starfsemi, svo sem fjármála-
starfsemi (lánastarfsemi o.fl.), er stór-
gróði. Þetta veldur undirrituðum um-
hugsun um hvort allt sé með felldu.
Sparnaður
Þetta orð er nánast lítilsvirt.
Gleymdur er geymdur eyrir á betur
við í dag. Ekki þarf að líta á annað
en bifreiða-, ferða- og risnukostnað
ríkisins til að geta fullyrt að það er
mikill möguleiki á spamaði. Þessi
kostnaður var 1998 og 1999 yfir 5
milljarðar króna. Það hlýtur að
verða að setja fót- og handbremsu á.
Kostnaður umfram áætlanir nemur
tugum prósenta í hverju verkinu á
fætur öðru og menn reyna ekki að
fara eftir fyrirmælum laga í því sam-
bandi og á það eftir að koma í ljós
enn betur nú á næstu vikum hvern-
ig lög eru brotin.
Gísli S Einarsson
Gísli S
Einarsson
þingmaöur
Samfylkingarinnar
skal þó látið liggja milli
hluti.
Hitt er verra að hjónaefn-
um skal í framtíðinni mis-
munað eftir þjóðemi. Prest-
ur nýhúa hefur í ágætri
grein (Mbl. 24/2) bent á
hversu mjög frumvarpið
stappar nærri mannrétt-
indabroti og hversu hætt sé
við að það ali á fordómum
gagnvart erlendum ríkis-
borgurum. Skal tekið undir
orð hans en jafnframt bent
á annan annmarka.
Sameiginleg stefna
Líkt og ríkið hefur undirgengist
marga fjölþjóðlega samninga hefur
þjóðkirkjan undirritað samkirkju-
lega sáttmála sem binda hendur
hennar í samskiptum við aðrar
kirkjur. Sáttmálar af þessu tagi eru
mjög sundurleitir. Sumir nálgast
innantómt snakk sem enginn meinar
í raun neitt með. Aðrir taka til guð-
fræðilegra álitamála sem snerta lifað
líf lítið sem ekkert. Örsjaldan gerist
það þó að nokkrar kirkjur á tak-
mörkuðu svæði ryðja afmörkuðum
ágreiningsmálum úr vegi og skuld-
binda sig til að takast á við mjög
hagnýt vandamál í því augnamiði að
auka samstöðu sína og samstarf.
Fyrir örfáum árum undirritaði
þjóðkirkjan slíkan samning ásamt
öðrum lútherskum kirkjum á Norð-
urlöndum (að þeirri dönsku frá tal-
inni) og við Eystrasalt við anglík-
önsku kirkjuna á Bretlandseyjum.
Með samkomulaginu mörkuðu kirkj-
urnar sér sameiginlega stefnu í tíu
punktum þar sem þær skuldbinda
sig m.a. til að bjóða félögum sér-
hverrar kirkju í sínum hópi
til að þiggja sakramenti og
aðra þjónustu hjá hverri
kirknanna sem er (að sjálf-
sögðu á sömu forsendum),
sem og að líta á skírða fé-
laga allra kirknanna sem
(fullgilda) félaga í eigin
kirkju.
Hvorugur kosturinn
góður
Þeim sem sömdu sáttmál-
ann sem kenndur er við
borgina Porwo í Finnlandi
var ljðst að til að hrinda þessari
stefnu i framkvæmd varð að endur-
skoða ýmis lög í öllum löndunum.
Sums staðar, t.d. í Finnlandi, hefur
kirkjan átt frumkvæði að slíkri end-
urskoðun og rutt mörgum hindrunum
úr vegi. Hér hefur lítið farið fyrir
sams konar efndum sáttmálans. Verði
hið nýja frumvarp að lögum er auk
þess stigið stórt skref aftur á bak í
samskiptum íslensku þjóðkirkjunnar
við hinar „Porvoo-kirkjurnar". Sætti
kirkjan sig við breytinguna virðist
hún heldur ekki eiga neman tveggja
kosta völ: Að draga lappimar líkt og
íslenska ríkið gerir oft í hliðstæðum
málum þar til kæra um samnings- eða
mannréttindabrot vofir yfir eða segja
sig úr Porvoo-bandalaginu. Virðist
hvorugur kosturinn góður.
Hægur vandi virðist þó að leysa
þá stöðu sem upp er komin. Felst
hún í því að kirkjulegir vígslumenn
haldi núverandi umboði til að kanna
hjónavígsluskilyrði en beri á hinn
bóginn lagaleg skylda til að vísa
vafamálum (hver sem í hlut á) til lög-
lærðs könnunarmanns.
Hjalti Hugason
Kjallari
Hjjalti Hugason
prófessor
Hjúskapur og
Fram er komið á Alþingi dapur-
legt frumvarp um breytingu á hjú-
skaparlögum. Felur það i sér að í
framtíðinni skuli sýslumenn eða lög-
lærðir fulltrúar þeirra ávallt annast
könnun á hjónavígsluskilyrðum ef
annað hjónaefna eða bæði eru er-
lendir ríkisborgarar. Könnun hjóna-
vígsluskilyrða er nauðsynlegur und-
anfari brúðkaups og skal leiða í ljós
að engir meinbugir séu á að stofnað
sé til hjúskaparins. Hingað til hefur
öllum löggildum hjónavígslumönn-
um verið heimilt að annast þessa
könnun, hver sem í hlut hefur átt.
Samkvæmt frumvarpinu skal umboð
kirkjuiegra vígslumanna (presta og
forstöðumanna skráðra trúfélaga)
skert miðað við þá verslegu. Er það í
sjálfu sér umhugsunarefni sem hér
„Könnun hjónavígsluskilyrða er nauðsynlegur undan-
fari brúðkaups og skal leiða í Ijós að engir meinbugir
séu á að stofnað sé til hjúskaparins. Hingað til hefur
öllum löggildum hjónavígslumönnum verið heimilt að
annast þessa könnun, hver sem í hlut hefur átt. “
mannréttindi
Ummæli
Ekki nýjan bústofn
„Við eigum ekki að flytja inn nýj-
an bústofn til landsins. Við eigum
hér ómengaða stofna og getum boðið
uppá góða og heilnæma landbúnað-
arvöru sem neytendur geta treyst.
Þetta er dýrmætara en allt annað á
þeim ótrygga markaði, sem neytend-
ur á hnettinum mega búa við.“
Jóhanna Harðardóttir í Vikunni.
Borgarstjóri ber
ábyrgðina
„Borgarstjóri er
ekki einungis póli-
tískur oddviti
meirihlutans,
hann er einnig
æðsti embættis-
maður borgarbúa,
sem ber öðrum
fremur ábyrgð á
þvi að fjármál borgarinnar séu í
góðu horfi. Hann ber ábyrgð á því
að bókhald borgarinnar gefi sem
réttasta mynd af fjármálum hennar,
sé sett fram á eins skýran hátt og
kostur er og hafið yfir allan grun
um blekkingar.“
Kjartan Magnússon í Mbl. sl. laugardag.
Síðdegisspjallið
„Frjálst og opið
þjóðfélag elur
miklu síður af sér
ofbeldi og mann-
fyrirlitningu, en
þjóðfélag ófrelsis
og kúgunar. Það
er líka áreiðan-
lega miklu
skemmtilegra að vera síðdegisspjall-
ari í frjálsu þjóðfélagi en ófrjálsu."
Jón Steinar Gunnlaugsson
í Mbl. sl. laugardag.
Spurt og svarað____Verður bjór og léttvín selt í matvöruverslunum - fyrr en síðar?
Þröstur Emilsson
ritstjóri:
„í það er
styttra en
margan
grunar. Ég
hef raunar
aldrei skilið
þessa for-
sjárhyggju;
að leyfa okk-
ur að fara inn um einar dyr en
ekki aðrar til að kaupa okkur
áfengi. Ef menn þurfa yfirleitt
að hafa vit fyrir okkur væri
miklu nær að taka tóbakið úr
hillum matvöruverslana, að ég
tali nú ekki um hið eitur-
sterka og bleksvarta kaffi. Að
visu hefur verið bent á að með
þessu væri aðgengi unglinga
að áfengi stórum auðveldara
en er í dag. En viðurlögin
gætu í sjálfu sér verið ákaflega
einfóld; ef þú brytir af þér
einu sinni yrði hart á því tek-
ið og ef brotunum færi að
fjölga væri myndi viðkomandi
kaupmaður þurfa að greiða
háar sektir og leita sér að
annarri vinnu enda hefði það
sýnt sig að hann væri ekki
traustsins verður. Menn
myndu einfaldlega haga sér í
samræmi við viðurlögin."
Sigmundur Sigfússon,
geðlœknir á Akureyri:
„Yfirleitt
hafa alþing-
ismenn ekki
tekið ílokks-
lega afstöðu
til áfengis-
málanna og
mér virðist
að þekkingu
manna til þeirra heilsufars-
vandamála sem áfengið skapar
sé heldur að hraka. Að þing-
menn sem hafa starfað m.a.
innan íþróttahreyfingarinnar
og á heilbrigðisstofnunum
skuli flytja svona frumvarp
þykir mér benda til aö sú sé
raunin. Ég skil vel peninga-
lega hagsmuni verslunareig-
enda í þessu máli en sakna
hins vegar andófs frá uppeldis-
og heilbrigðisstéttum. Mér
finnst það í raun skylda þeirra
og okkar sem þekkjum til þess
tjóns á þroska og heilsu sem
áfengi getur valdið að láta í
okkur heyra. Boðskapur minn
er að sala létts áfengis og bjórs
í smásöluverslunum auki
heildarneyslu landsmanna á
áfengi - og þar með heilsutjón,
rétt eins og alþjóðlegar rann-
sóknir benda til“
Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingar:
„Ég á von
á því að svo
verði fyrr en
síðar. Þó er
ekki skyn-
samlegt að
gera slíka
breytingu á
einni nóttu. í
tillögum sem nokkrir þing-
menn Samfylkingarinnar
lögðu fram á sínum er lagt til
að könnuð verði áhrif slíkra
breytinga, þá meðal annars á
neysluvenjur þjóðarinnar. Öll
skref í þessum efnum verður
að taka varlega en ég persónu-
lega er þess þó fullviss að
svona breyting myndi almennt
talað hafa jákvæð áhrif á
áfengisvenjur okkar. Með
bættu aðgengi að léttum vín-
um og bjór er þó ekki verið að
segja að eftirlit með sölunni
eigi að vera minna, enda er á
sumum stöðum úti á landi ver-
ið að selja bæði létt og sterk
vín - auk bjórsins - innan um
barnaföt, byggingarvörur,
veiðidót og svo framvegis. Og
engar kvartanir vegna þess
fyrirkomulags hafa borist, það
ég veit.“
@ Meirihluti landsmanna er fylgjandl sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum skv. könnun PricewaterhouseCoopers. 40% eru andvíg.
Skoðun
Eru Jpetta gróður-
húsaáhrifin?
Asamt með Hvíta
húss áhrifunum
Mannorðsnauðgun
úr ólíkum áttum
Dómsmálaráðuneytið og
fólk sem hefur atvinnu af
því að laða ferðamenn til
landsins keppast við að gefa
kvenþjóðinni einkunnir.
Ráðuneytið kynnir skýrslu
um yfirþyrmandi vændi i
landinu þar sem fram kemur
að böm og gamalmenni og
allir aldursflokkar þar á
milli stundi saurugt ástalíf í
ábataskyni. Og erlendir
blaðamenn, sem einatt eru á
ferð á vegum áróðursstofn-
ana ferðamála, eru seinþreyttir að
lýsa hve lausgyrtar og girnilegar ís-
lensku stúlkurnar eru.
Útlendu körlunum og ráðuneyti
Sólveigar Pétursdóttur ber saman
um að hér sé stundað fjörugt kynlíf
utan hjónabanda en greinir á um
mikilvægt atriði. Erlendu karlamir
fá það gratís hjá fongulegum stúlk-
um á eftirsóknarverðum aldri en
skýrsla dómsmálaráðherra hermir
að allir aldursflokkar fósturlandsins
Freyju selji aðganginn að þeim un-
aðssemdum sem falboðnar eru.
Heilsíðugrein um erlenda ferða-
menn og lauslæti íslenskra stúlkna
birtist í síðasta tölublaði Time. Þar
er Reykjavík lýst sem allsherjar
svallstað og toppurinn á tilverunni
eru allar glæsilegu stúlkurnar sem
kæra sig ekkert um að giftast en eru
síður en svo frábitnar kynlífi og
guma útlendu karlamir af því hví-
líkrar kvenhylli þeir
njóta við heimskauts-
bauginn. Ferðamála-
frömuðir eru svo látnir
vitna um dásemdir nátt-
úru og þjóðar.
Svíþjóð við föðurlands-
svik, þar sem hann meinar
Svíum að kynna sér hvað
ísland hefur best upp á að
bjóða, og það ókeypis.
Vændisskýrsla meyj-
anna í dómsmálaráðuneyt-
inu snýr aftur á móti að ís-
lenskum karlmönnum sem
sýnast til að greiða fúsir
fyrir það sem erlendu
strákarnir fá fyrir ekki
neitt. Það eru meira að
segja fluttar inn lauslætis-
drósir fyrir íslenska karla að glápa á
og jafnvel koma við, samkvæmt því
sem umbar dóms- og kirkjumálaráð-
herra setja í skýrslu. Og margt fleira
miður siölegt er skrifað í þá merku
úttekt, sem loksins kemur upp um
stórfelldari vændislifnað á okkar sið-
prúða landi, en nokkurn gleðimann
hefur látið sig dreyma um.
Kynferðisleg áreitni
Margir erlendir fjölmiðlamenn og
nú síðast víðlesið tímarit, sem vill
láta taka mark á sér, þrástaglast á
heimsfrægu lauslæti íslenska
kvennablómans. Nú bætir dóms-
málaráðuneytið um betur og opin-
berar skýrslu umba sinna sem virð-
ist vera samin undir einkunnarorð-
unum „ólyginn sagði mér“, sem vel
eru þekkt úr snjöllum skáldskap.
Flestum þykir upphefð að því þeg-
ar kynþokki og einstök greiðasemi
Oddur Olafsson
skrifar:
íslenskra stúlkna er kynnt vítt um
heimsbyggðina, enda kvað það koma ■*
ferðabransanum til góða. En um
undirstöðuatvinnuveginn vændi er
öðru máli að gegna. Fjölmiðlar draga
nú fram hverja vændiskonuna af
annarri til að færa sönnur á skýrslu
umha Sólveigar Pétursdóttur. Settir
eru á þær hauspokar til að gera
framburðinn spennandi og trúverð-
ugan og sviphreinir siðgæðisverðir
leggja fyrir þær nærgöngular og
dónalegar spurningar.
Stjórnmálafólk hneykslast óskap-
lega og heimtar að eitthvað verði
gert í málinu. Framsókn mun ekki
bregða vana sínum og bjóða fram
nokkra milljarða til að stöðva vænd-
ið fyrir árslok 2000 eða í síðasta lagi
um mitt ár 2001. ■*.
Vændisskýrslan er greinilega upp-
haf á nýju og miður geðslegu hey-
steríiskasti sem verða æ tíðari með-
al þjóðarinnar. Velta má fyrir sér
hvort íslenska kvenþjóðin á þaö skil-
ið að vera úthrópuð sem aflragagn á
heimsmælikvarða og stunda vændis-
lifnað í stærri stíl en nokkurn hafði
órað fyrir.
í raun og veru er þessi áburður,
hálfsannur eða loginn, ekkert annað
en gróf kynferðisleg áreitni, hvaðan
sem hann kemur. Að minnsta kosti
er hann stórfelld mannorðsnauðgun
íslensku kvenþjóðarinnar.
Og enginn þarf að svara til saka.
Vaxtarbroddurinn
Sendiherra vor í Svi-
þjóð neitar að dreifa
glæsilegu landkynning-
arriti um ísland, þar sem
opinbert kynlíf er kynnt
í máli og myndum. Lík-
lega mun Ferðamálaráð
mótmæla slíku ofstæki,
þar sem íslensku stúlk-
urnar hafa löngum verið
eitt helsta aðdráttaraflið
til að teyma ferðalanga
til Islands.
Móttaka ferðamanna
er sagður merkilegasti
vaxtarbroddurinn í ís-
lenskum fjáröflunarleið-
um og atvinnulífi og jaðr-
ar háttsemi sendiherrans í
íslenska kvenþjóðin verður fyrir kynferðislegri áreitni
heima og heiman.