Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 2001 Viðskipti I>V Umsjón: Vidskiptablaðiö Hrein eign lífeyrissjóð- anna 570 milljarðar - sjóðirnir hafa ekki vaxið eins hægt í 20 ár Hrein eign islenskra lífeyrissjóða nam í árslok 2000 570 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgðatöl- um, en það samsvarar 84% vergrar þjóðarframleiðslu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðlabankans og frá þessu er greint á heimasíða Landssambands lífeyr- issjóða. Þar segir að árið 2000 hafi verið lífeyrissjóðunum mun óhag- stæðara en árið 1999 og jókst hrein eign þeirra hægar en um 20 ára skeið. í lok ársins áttu lífeyrissjóðir 168 ma. kr. í hlutabréfum og hlutabréfa- sjóðum, bæði innlendum og erlend- um, eða sem svarar tæpum 30% af hreinni eign sjóðanna. Óhagstæð þróun hlutabréfaverðs á árinu er án efa meginorsök lakari ávöxtunar sjóðanna á árinu 2000 en mörg und- anfarin ár. Á siðasta ári var meiri aukning í eign sjóðanna í hlutabréf- um og hlutabréfasjóðum, eða 20,4%, en í skuldabréfum 6,7%. Sambæri- legar tölur ársins 1999 voru 106,5% fyrir hlutabréf og hlutabréfasjóði en 11,7% fyrir skuldabréf. Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóð- anna var tæpir 127 ma.kr. í árslok 2000, samanborið við rúma 98 ma.kr. árið áður. Verulega hægði á vexti þessarar eignar, úr 97,5% á ár- inu 1999 í 29,3% árið 2000. Verðþró- un ræður miklu um þessar breyt- ingartölur. Útlán til sjóðfélaga jukust mjög á árinu, um 12 ma.kr. eða sem svarar 26,9%, og stóðu í 56,4 ma.kr. í lok árs. Þarf að fara allt aftur til ársins 1985 til að finna meiri ársaukningu þeirra. Til að mynda jukust sjóðfé- lagalánin um 12,9% árið 1999 og 3,1% 1998 en árið 1997 var lítils hátt- ar samdráttur á þeim. Tap Kaupfé- lags Héraðs- búa 56 millj- ónir króna Kaupfélag Héraðsbúa var rekið með 56 milljóna króna tapi á síöasta ári en 28 milljóna króna tap varð af rekstri KHB árið 1999. Hagnaður KHB fyrir afskriftir var 53 milljónir króna á síðasta ári í stað 56 milljóna árið áður. Velta KHB var á síöasta ári 2.157 milljónir króna sem er svipuð velta og árið 1999. Rekstrargjöld námu 2.103 milljónum króna í stað 2.040 milljóna árið á undan. Afskriftir voru 47 milljónir í stað 49 milljóna 1999. Fjármagnskostnað- ur jókst verulega og nam 69 milljón- um króna árið 2000 en var 14 millj- ónir árið á undan. Veltufé frá rekstri var neikvætt um átta millj- ónir króna á síðasta ári en það var jákvætt um 15 milljónir árið 1999. Heildareignir KHB námu í árslok 2000 1.639 milljónum króna og var eiginljárhlutfaÚ 22,5%. í tilkynningu frá félaginu segir að reksturinn hafi verið þungur á síð- asta ári. Talverðar breytingar urðu á rekstrinum sem m.a. kristallast i því að meðalfjöldi starfsmanna mið- að við heilsársstörf var 120 árið 2000 en 168 manns heilsársstörf voru unnin hjá félaginu 1999. Helstu breytingar á rekstrinum á síðasta ári voru þær að sláturhús KHB voru seld til Goða hf. þann 1. júlí 2000 og hætti félagið slátrun frá þeim tíma, brauðgerð KHB var leigð til starfs- manna og tóku þeir við henni þann 1. apríl 2000, KHB tók á leigu verslun Kf. Fáskrúösfirðinga og samdi við Sam- kaup hf. um keðjusamstarf og rekur nú 5 Sparkaupsverslanir og 1 Sam- kaupsverslun á Austurlandi. Einn milljaröur evra lánaður til íslands Á stjórnarfundi Norræna fjárfest- ingarbankans (NIB) í gær voru sam- þykkt ný lán til íslenskra aðila að fjárhæð 40 milljónir evra. Samþykkt eða útborguð lán NIB til íslenskra aðila frá stofnun bank- ans hafa þar með náð einum millj- arði evra samanlagt. Fyrsta lán sem NIB veitti eftir að bankinn var stofnaður árið 1976 var til íslenska jámblendifélagsins. Lán NIB til íslands nema um 8% af heildarlánum bankans á Norður- löndum. NIB hefur um langt skeið verið stærsti erlendi lánveitandinn á íslandi. NIB nýtur besta mögulega vitnis- burðar alþjóðlegu matsfyrirtækj- anna Standard & Poors og Moody’s (AAA/Aaa). NIB er ein örfárra fjár- málastofnana sem hefur þessa láns- hæfiseinkunn á alþjóðlegum fjár- málamarkaði. Þennan styrk getur NIB nýtt sér til þess að efla upp- byggingu innviða á Norðurlöndun- um og samstarf norrænna fyrir- tækja yfir landamæri. NIB hefur tekið þátt í fjármögnun flestra stærstu fjárfestinga á sviðum inn- viða hérlendis. Þá hefur bankinn tekið þátt í mörgum útrásarverkefn- um íslenskra fyrirtækja og verkefn- um sem fela í sér samstarf íslenskra og norrænna fyrir- tækja. NIB leggur sér- staka áherslu á marg- víslegt samstarf við fjármálastofnanir og sjóði á Norðurlönd- um. NIB hefur m.a. samið um lánara- mma við flesta við- skipta- og fjárfesting- arbanka á Islandi til endurlána til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Um 60% Qármuna i lánarömmum á íslandi hafa verið endurlánaðir til sjávarútvegsfyrirtækja, 20% til minni sveitarfélaga, 10% til iðnað- ar- og þjónustufyrirtækja, 5% til ferðaþjónustufyrirtækja og 5% til annarra. Þá hafa nær 60% lánanna runnið til fyrirtækja utan höfuð- borgarsvæðisins. Fjármálafyrirtæki spá 0,5%-0,6% verðbólgu í apríl Íslandsbanki-FBA, Kaupþing og Búnaðarbankinn spá 0,5%-0,6% verðbólgu í apríl. Greining Íslandsbanka-FBA spá- ir því að vísitala neysluverðs mið- að við verðlag í aprílbyrjun 2001 verði 205,3 stig og hækki um 0,6% frá fyrra mánuði. Gert er ráð fyrir því að verð á Eigum allar stærðir á lager!!! Einnig hestakerrur og bilakerrur. Minnst: 110 sm x 90 sm borðhæö 38 sm Burður 350 kg. Verð kr. 33.500 Stærst: 230 sm x 135 sm borðhæð 45 sm. Burður. 1.000 kg. Verð: 167.700,- FRABÆRAR KERRUR /' öllum stærðum! EWRO Grensásvegi 3 (Skeifumegin) Reykjavfk • s: 533 1414 fötum og skóm hafi hækkað í mánuðin- um um 6,5% með lokum vetrarút- salna. Gengið er út frá því að verð á húsnæði haíl staðið í stað. Áhrifin af gengis- lækkun krónunnar mátti greina í hækkun bensín- verðs um mánaða- mótin en verð á lítra hækkaði um 0,40 krónur. Gert er ráð fyrir því að áhrifa af lækkun krónunnar gæti einnig í verðþró- un matar og drykkjarvöru sem og öðrum innfluttum vörum og inn- lendri framleiðslu. Rætist spáin mun verðbólga síðastliðna tólf mánuði hafa verið 3,9%. Kaupþing spáir 0,5% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mán- aða sem samsvarar 6,5% verð- bólgu á ársgrundvelli. í frétt frá Kaupþingi kemur fram að helstu forsendur spárinn- ar eru að verð á bensíni hækkaði um mánaðamótin, 95 oktana bens- ín hækkaði um 0,42% og 98 oktana bensín hækkaði um 0,4%. Skýring olíufélaganna á þessari hækkun er gengisþróun síðustu vikna. Þá er gert er ráð fyrir að mat- vara hækki um 0,3%. Þá er og gert ráð fyrir nokkurri hækkun á inn- fluttum vörum vegna veikingar krónunnar á síðustu mánuöum. Ætla má að gengisþróun á síðustu dögum ýti enn frekar undir það að gengisáhrifa taki að gæta í ríkari mæli í almennu verðlagi. Kaupþing gerir ekki ráð fyrir mikilli breytingu á húsnæðislið vísitölunnar. Greiningadeild Búnaðarbank- ans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,5-0,6% á milli mars og apríl. Gangi spáin eftir verður vísitalan í aprU 205,0 tU 205,2 stig og tólf mánaöa verð- bólga um 3,8%. Helstu orsakavald- ar eru hækkun grænmetisverðs vegna GATT-toUaáhrifa um miðj- an mars (0,10%) og hækkun á föt- um og skóm vegna útsöluloka (0,32%). Bensínverð hækkaði um mánaðamótin og veldur 0,025% hækkun vísitölunnar. Auk þessa er gert ráð fyrir áhrifum af gengis- lækkun krónunnar og launahækk- unum. Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 1200 m.kr. - Hlutabréf 370 m.kr. - Húsbréf 230 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Delta 69 m.kr. 3 Íslandsbanki-FBA 49 m.kr. ) Tslenskir aðalverktakar 31 m.kr. MESTA HÆKKUN O Bakkavör Group 2% ©SH 1,1% o MESTA LÆKKUN Q Delta 8,8% 0Opin kerfi 3,2% ©íslenskir aðalverktakar 3,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1157 stig - Breyting i Q -0,56% IMF hvetur til vaxta- lækkunar í Evrópu Þrýstingur á Seðlabanka Evr- ópu að lækka vexti jókst enn þegar Horst Kohler, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, IMF, hvatti bankann til að lækka vexti. í ræðu, sem Kohler hélt aðeins þremur dögum eftir að Seðlabanki Evrópu gaf til kynna að þar á bæ hölluðust menn ekki að vaxtalækk- un, sagði hann að vaxtalækkun myndi styrkja efnahagslíf Evrópu. Kohler sagði þó að ekki væri síður mikilvægt að halda áfram að vinna af krafti að umbótum í efnahags- kerfum Evrópuríkja. Þá kom fram hjá Kohler að IMF mundi að líkind- um lækka hagvaxtarspá sína fyrir evrusvæðið niður í 2,5% í ár en fyrri spá hljóðaði upp á 3,4%. Tiltrúin minnkar í evrulandi Tiltrú stjórnenda og neytenda í evrulandi féll í mars þriðja mánuðinn í röð. Þetta setur aukinn þrýsting á Seðlabankann evrópska að lækka hjá sér vexti. Vísitalan, sem er byggð á könnun hjá 25000 neytendum og 50000 fyrirtækjum, féU úr 102,8 í 102,2 stig í febrúar en er núna 102 stig. Evrópski seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum eftir vaxtaákvörðunarfund bankans í síðustu viku og bíður meiri merkja að verðbólgan hafi náð hámarki áður en bankinn lækkar hjá sér vexti. Til- trúin féll i öllum löndum myntsam- starfsins nema tveimur. Tiltrúin minnkaði mest í Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Austurríki var eina land- ið þar sem tiltrúin jókst. Hún var óbreytt á Spáni. KAUP SALA |Kl]Do<laf 91,510 91,980 §f*§Pund 131,200 131,870 |*|Kan. dollar 58,020 58,380 r~ Dönsk kr. 10,9850 11,0450 j BQNorsk kr 10,0490 10,1050 Sænsk kr. 8,8870 8,9360 I-Hfí- mark 13,7878 13,8706 Fra. franki 12,4975 12,5726 1 Belg. franki 2,0322 2,0444 r Sviss. franki 53,7500 54,0400 . , Holl. gyllini 37,2001 37,4236 r Þýskt mark 41,9148 42,1667 it. líra 0,04234 0,04259 QQAust. sch. 5,9576 5,9934 Port. oscudo 0,4089 0,4114 ( * |Spá. peseti 0,4927 0,4957 [ * |Jap. yen 0,72650 0,73080 E irskt pund 104,090 104,716 SDR 115,6200 116,3200 aEcu 81,9782 82,4709 |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.