Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 Skoðun I>V Til hvers voru öll okkar landhelgisstríð? Nú allt á silfurfati? í Evrópusambandinu Ertu komin/n í sumarskap? Henný Kristinsdóttir nemi: Já, og sólin hjálpar til. Auðunn Gestsson blaðasali: Já, að sjálfsögðu, fuglarnir syngja og ég er með vor í hjarta. Kristján Haukur Magnússon nemi: Já, sól og blíða. Hilmar Valur Jensson sjómaður: Já, auðvitað, búinn að setja upp sólgleraugun og allt. Björn Stefánsson tónlistarmaður: Nei, því miður, ég var að hitta algjöran símadóna áðan sem eyðilagði fyrir mér daginn. Hekla pabbadóttir, 3 ára: Já, ég ætla að hjóla rosalega mikiö í sumar og heimsækja ömmu í Danmörku. Kálfurinn inngöngu okkar í hið alltumlykj- andi Evrópusam- band skriffmnsk- unnar og miðstýr- ingarinnar skýtur alltaf öðru hvoru upp kollinum og fylgi við aðild er greinilega til stað- ar víða í samfé- laginu, þó ég efist ekki um að meg- inþorri íslensku þjóðarinnar sé andsnúinn því afsali á fullveldi sem óumdeilanlega fylgir aðildinni. Hryggilegt er að hlýða á ungt, vel menntað fólk mæra þessa aðild á þeim forsendum að það sjálft geti hugsanlega grætt á Evrópusam- bandsaðild í formi þeirra snapa þar sem styrkir sambandsins eru. Ekki er síður dapurlegt að hlýða á mál- stað þeirra fylgjenda sem aldrei geta nógsamlega hneykslast á miðstýr- ingu og ofanvaldstilskipunum en vilja ólmir aðild að mesta skrif- fmnsku- og miðstýringarbákni sem fyrirfmnst. Eiríkur Jóhannesson skrifar: Samfylkingin hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum að undanförnu og orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Og nú virðist sem þetta litla stjórnmálaafl sé aö gefast upp. Einhver hugvitsmaðurinn í fylk- ingunni virðist hafa rambað á þá hugmynd að stunda atkvæðaveiðar meðal útlendinga í landinu. Þar gæti verið um að ræða nokkur at- kvæði og dugað litlum flokki eins Samfylkingin er orðin samkvæmt könnunum. Nú keppast talsmenn Samfylking- „Hryggilegt er að hlýða á ungt, vel menntað fólk mœra Evrópusambandsað- ild á þeim forsendum að það sjálft geti hugsanlega grœtt á aðildinni í formi þeirra snapa þar sem styrk- ir sambandsins eru. “ - Þetta fólk gleymir gjarnan því meginatriði að með aðild erum við að selja í hendur útlendra valdhafa auðlindir okkar og þar með yfirráð yfir arði þeirra í hendur alþjóðlegu valdi. Ég heyrði um daginn einstaklega uppörvandi sögu af einum vesælum kálfi í þessu alræðisriki skriffmnsk- unnar sem ég hélt fyrst að væri gamansaga en reyndist svo sann- leikanum samkvæm- Kona ein í Svíþjóð var að fara til íslands frá búgarði sínum úti og vildi selja ná- granna sínum kálf einn. Hún vissi um tilkynningaskyldu á slíku sam- „Samfylkingin œtti nú að draga hausinn upp úr sand- inum og berjast fyrir rétt- indum og hagsmunum ís- lendinga og þá kannski vænkaðist hagur hennar í skoðanakönnunum. “ ar við að koma fram í fjölmíðlum og biðla til þessa hóps og vilja nánast stofna embætti talsmanns útlend- inga á íslandi! En hvers vegna þetta smjaður fyrir útlendingum? Af kvæmt tilskipunum EB og fyllti út eyðublað um sölu kálfsins. Hún fékk ströng fyrirmæli til baka um að hún þyrfti að sækja um leyfl til að selja kálfinn og kaupandinn þyrfti einnig að sækja um leyfi til hlutanna og með fylgdi tilheyrandi eyðublaðaflóð. Eftir miklar útfyll- ingar fékkst loks leyfi fyrir þessum viðskiptum nágrannanna, þó ekki fyrr en hinu almáttuga réttlæti EB hafði verið fullnægt. Sagt hefur verið að fáránleiki of- urskriffinnsku sé mikill, en fyrr má nú rota en dauðrota. Er annars nokkur hissa á því að sumir sjái draumaríki framtíðarinnar í þess- ari kálfsmynd? En í fullri alvöru tal- að: Til hvers voru öll okkar land- helgisstrið ef þeir sem smánuðu rétt okkar þá eiga nú að fá þessa dýr- mætu auðlind á silfurfati? Má vera að þeim sem halda að verðmætin verði til í kauphöllunum standi á sama. En 'enn þá mun meginþorra þjóðar vera ljóst hvílík afglöp fælust i slíku afsali. Og vel skulu menn halda vöku sinni til að svo megi aldrei verða. hverju er ekki búið að stofna emb- ætti talsmanns samkynhneigðra, talsmanns fatlaðra? Getur verið að landsmenn séu að missa trúna á þessu framboði vegna hins augljósa smjaðurs fyrir útlendingum? - inn- anlands sem utan (sbr. Evrópusam- bandið). Á íslandi er til fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar og ég vil að skatt- peningurinn minn sé frekar notað- ur til að hugsa um mitt eigið fólk. Samfylkingin ætti nú að draga hausinn upp úr sandinum og berj- ast fyrir réttindum og hagsmunum íslendinga og þá kannski vænkaðist hagur hennar í skoðanakönnunum. Umræðan um Helgi Seljan, fyrrv. alþm., skrifar: Útlendingadekur Samfylkingarinnar Aftur fjör í bíó Garri man þá tíma þegar fjör var að fara í bíó. Þetta voru þrjúsýningar sem hófust undantekn- ingarlaust á því að áhorfendur gengu af göflun- um þegar tjaldið var dregið frá og æptu og skríktu eins og þeir ættu lífið að leysa. Var yfir- leitt æpt og blístrað langt fram að hléi. Voru áhorfendur vel undirbúnir og kunnu þá list að brjóta saman bíómiða þannig að úr varð púka- blístra í ætt við ílustrá. Þessir gömlu góðu dagar hurfu þó eins og aðrir með tímanum og síðan hefur Garra ekki þótt jafn gaman að fara í bíó. Martíni með Bond En viti menn. Nú fer landið að rísa! Garri sér að Jón Ólafsson og félagar hans í Skífunni hyggi á kvikmyndahúsarekstur i ætt við þennan gamla ærslagang í nýju risaverslunarmiðstöðinni í Smáranum. Munurinn er sá að nú á að gera allt brjálað í bíó fyrir fullorðna - og það með stæl. Þeir ætla að selja bjór og léttvín með tilheyrandi steikum á kvikmyndasýningum í salarkynnum sem helst minna á borðsalinn í Titanic skömmu áður en skipið sökk sem þegar er frægt úr kvik- myndasögunni. Einnig verður boðið upp á kaffi og koníak eftir hlé. Nú verður hægt að blístra á ný í bíó og þá sérstaklega þegar að líður á mynd- ina. Hvað er dásamlegra en að sitja í hæginda- stól í verslunarmiðstöð og drekka þurran Mar- tíni með James Bond eða skvetta i sig tvöföldum Búrbon með John Wayne. Svo ekki sé talað um aö fá sér marijúanavindil með Brad Pitt eða þá að skvetta ærlega í sig með Söndru Bullock. Svo verður hægt að blístra og æpa eins og á þrjúbíói í gamla daga. Vfdeósull leysist upp Garri var ekki fyrr búinn að lesa fréttirnar um þessar nýjustu hugmyndir Jóns Ólafssonar í Skífunni á afþreyingarsviöinu en hann prófaði hugmyndins á sjálfum sér og vinum sínum heima í stofu. Fyrst raðaði hann stólum upp fyr- ir framan sjónvarpsskjáinn; einar þrjár raðir til að skapa réttu stemninguna, slökkti ljósin og lét videospólu í tækið. Hófst nú sýningin og eigin- konan gekk um beina með bjór, léttvín og kjúklingasamlokur. Þetta byrjaði rólega og um tíma átti áfengisvíman og bíómyndin samleið í órofa heild þar sem einn leiddi annan í algleymi. En leikurinn æstist er á leið og frammíköll og háreysti alls konar urðu áberandi. Biógestirnir í stofunni heima hjá Garra fóru að láta illa og tala ofan í myndina þannig að brátt varð hún að aukaatriði í þessu vídeósulli sem var að leysast upp. Skömmu eftir að myndin var hálfnuð var stofan heima hjá Garra eins og orustuvöllur. Snakk og dósir út um allt og í sjónvarpsbláman- um grillti ekki í einn einasta gest. Þeir voru all- ir komnir á diskótek með Garra í fararbroddi sem dansaði þar stríðsdans með ílumiðann í* annari hendi og bjórglas í hinni. Daginn eftir var Garri heldur niðurlútur og reyndi að taka til í stofunni heima hjá sér eftir kvikmyndasýningu kvöldsins. Hann mundi ekk- ert um hvað myndin hafði fjallað og langaði síst af öllu til að rifja það upp. Hann er ekkert viss um að hann fari í bjórbíóið í Smáranum þegar það ve rður opnað. Garri telur einsýnt að bjór og bíó fari ekki saman. Hvort tveggja þarfnast ein- beitingar - sem er ekki á sama plani. En lengi má manninn reyna. Garri I Húsdýragarðinum Hefði mátt gantast með fólk að meinalausu. RÚV-gabbið eyðilagt Svandís hringdi: í hádegisfrétt RÚV hinn l.apríl sl. var lesin afar sannferðug frétt um að kýr í húsdýragarðinum ásamt bolan- um Guttormi hefðu sloppið og væru í hinum töluðu orðum á ferð og flugi, komin yfir Suðurlandsbrautina og slökkvilið og lögregla væru á þönum að safna nautpeningnum saman. Gott og vel. Ég reikna fastlega með að margir, jafnvel flestir, hafi trúað þessu eins og fréttin hljómaði, enda trúverðug við fyrstu hlushm. En hvað skeður? Farið er að röfla við umsjón- armann í Húsdýragarðinum og jafn- vel fLeiri og smám saman breyttist þetta fyrirtaks aprílgabb i rugl og vit- leysu. Aprílgabbið þar með eyðilagt eins og oftar en ekki gerist þegar fréttamenn kunna sér ekki hóf. Uppsögn viðkvæm Garðar Jónsson skrifar: Það skal alltaf vera viss passi að þegar hreyfa á til - að maður tali nú ekki um að segja upp - i embættum hins opinbera þá fyrtast menn óskap- lega. Jafnvel þótt menn séu komnir á aldur vilja þeir oft sitja lengur og verður oft að finna þeim einhver sér- verkefni sem þeir geti unaö sér við. Þetta er auðvitað alveg út úr kortinu. Það sama á við þegar reynt er að leggja af hin og þessi embætti sem ekki eru í takt við tímann og sést vel þessa dagana þegar reynt er að koma Þjóðhagsstofnun út af Qárlögum. Halda þarf sérstaka fundi með liðinu til að þerra tárin. Ég spyr; er þessu fólki einhver vorkunn? Það er búið að lofa því vinnu annars staðar i kerfinu og við það ætti starfsfólkið að sætta sig. - Og svo er laust í einkageiranum. A flugvellinum á Egilsstoöum Fyrir sjávarútveginn á Austfjörðum? Tengja við Keflavík Ólafur Einarsson skrifar: Fréttin (eða „ekki fréttin") í DV sl. mánudag um að Samherjamenn hefðu boðið í flugvöllinn í Aðaldal tel ég vera góða hugmynd og aðeins byrjun- ina á þvi að landsbyggðin tengist aðal- flugvelli landsins á Miðnesheiði. Sá kostur að opna flugvelli landsins fyrir betri samgöngum við Keflavíkurflug- völl, sem er og verður stærsti og eini millilandaflugvöllur okkar bæði fyrir farþega og fragt, er vel þeginn af landsbyggðarbúum. Með einhverri lít- ils háttar breytingum á öðrum flug- völlum á landsbyggðinni mætti gera útflytjendum í sjávarútvegi fært að senda afurðir sínar beint í flugi til Keflavíkurflugvallar þar sem fragtvél- ar biðu farmsins. Skattaskýrsla netvædd Þ.K. hringdi: Eitt mesta og besta hagræði sem ég hef orðið vitni að í samskiptum við báknið mikla er án efa netvæðing skattskýrslunnar. Þetta er mikið hag- ræði fyrir alla þá sem eiga tölvu og geta eitthvað notað hana að ráði. Venjulegur skattborgari eins og ég og heimilisfaðir fagna þessu framtaki Ríkisskattstjóraembættisins eða hvers þess annars sem kom þessu endanlega í kring. Frábært hjá ykkur, skattmenn nútímans! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.