Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 25
45
Tilvera
Vísitasía biskups í Hveragerði:
Biskupinn kátastur allra
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001
DV
Bettina sagdi
Friðriki upp
Ástarsambandi Friðriks krónprins
af Danmörku og Bettinu 0dum er lok-
ið. „Ég kaus sjálf að binda enda á sam-
bandið en ég er ekkert óhamingjusöm
vegna þess. Þessar málalyktir eru þær
bestu fyrir okkur bæði,“ segir Bettina
I viðtali við danskt vikublað.
Bettina og Friðrik hittust í febrúar
1999 á kaffihúsi í París þegar krón-
prinsinn var starfsmaður danska
sendiráðsins þar. Bettina hafði þá bú-
ið í París í mörg ár, meðal annars við
nám í hönnun í bandarískum skóla í
heimsborginni.
Friðrik og Bettina voru saman um
áramótin á Lálandi hjá vinum prins-
ins en síðan hafa þau sjaldan hist.
„Við vorum sammála um þetta en það
var ég sem tók lokaskrefið. Og það var
ekki auövelt," greinir Bettina frá.
Mel B neyðist
til að selja hús
Nú er af sem áður var. Kryddpían
okkar, hún Mel B, er ekki jafnfjáð og
hér um árið og því ekki um annað en
að draga saman seglin. Hún hefur því
ákveðið að selja lúxushús sitt í Buck-
inghamskíri þar sem hún hefur ein-
faldlega ekki efni á að halda því.
Ástæðan fyrir þessum „blankheitum"
stúlkunnar eru margvíslegar. Fyrir
það fyrsta hefur sólóferill hennar
reynst fullkomlega mislukkaður. í
annan stað hafa vinsældir Kryddpí-
anna dalað og í þriðja lagi þurfti hún
að reiða fram um eitt hundrað milljón-
ir króna til að losna við fyrrum eigin-
mann sinn, göslarann Jimmy Gulzar.
„Mel B hefur áhyggjur af framtíð-
inni og hún sér fram á að geta ekki
eytt fé eins og áður,“ segir vinur henn-
ar við æsifréttablaðið The Sun.
Streisand ekki
hrifin af Bush
Söngkonan Barbra Streisand hefur
skrifað minnisblað til leiðtoga
demókrata í Washington þar sem hún
lýsir yfir vanþóknun sinni á George
W. Bush forseta. Söngkonan hvetur
demókrata til að standa upp í hárinu
á forsetanum sem hún kallar
eyðileggingarsegg.
Streisand, sem kunn er fyrir
andstööu sína við repúblikana, segir
meðal annars í minnisblaðinu að nú
sé ekki timi til að vera með neina
linkind.
Limru hvíslað
Guöjón Sigurösson, skólastjóri
grunnskólans, hvíslar limru í eyra
biskups.
Söng- og leikdagskrá eftir Jónas
og Jón Múla Árnasyni hefur verið
flutt við mikla aðsókn að undan-
förnu í félagsheimilinu að Varma-
landi í Borgarfiröi. Þar eru þættir
úr leikritunum Dandalaveður eftir
Jónas og Allra meina bót, Járn-
hausnum og Deleríum Búbónis eftir
þá bræður báða. Milli leikþáttanna
er söngur viö tónlist Jóns Múla
DV, HVERAGERDI:_____________________
Eftirvæntingin skein úr svip
ungra Hvergerðinga þegar von var
á biskupi íslands í heimsókn í síð-
ustu viku. Börnin höfðu undirbúið
athöfnina með söngæfingum og
margir bekkir útbúið skreytingar
við hæfi í hverri stofu. Athöfnin
hófst með því að Sara Dögg, einn
nemandi skólans, sem Karl biskup
hafði skírt á sínum tíma, færði hon-
um blómvönd. Guðjón Sigurðsson
skólastjóri fór stuttlega yflr sögu
grunnskólans áður en biskupinn
ásamt fjölda vinsælla írskra laga
við texta Jónasar. Leikdeild Ung-
mennafélags Stafholtstungna stend-
ur að sýningunnni, leikstjóri er Jón
Júlíusson og söngstjóri Viðar Guð-
mundsson. Aukasýning á dag-
skránni verður fimmtudaginn 5.
apríl og verður það allra síðasta
sýningin.
ávarpaði skólabörnin en síðan
hlýddi hann á söng og spil nem-
enda.
Áður en haldið var í skoðunar-
ferð í skólastofurnar gat Guðjón
skólastjóri ekki stillt sig um að
hvísla vísu Gunnars Baldurssonar,
kennara við skólann, sem sá hafði
ort 1 tilefni fyrirsagnar í einhverju
blaði, þegar biskupinn heimsótti
Drangey - og var þar sagt að biskup
hefði þar verið kátastur allra. Á
svip Karls mátti ráða að hann væri
ekki síður kátur innan um unga
fólkið I Hveragerði.
Varðandi limruna sagði höfundur
síðar við fréttaritara að hér væri
um smátengsl við skáklist að ræða
en limran, sem fréttaritari hleraði,
var svona:
Égfinn nú sárt til saknaóar,
því messur söng hann magnaóar.
Nú er skarö fyrir skildi,
því biskupinn vildi
veróa hrókur (alls fagnaöar).
-eh
DV-MYNDIR EVA HREINSDÓTTIR
Skemmti sér vel
Biskupinn skemmti sér konungiega viö söng nema grunnskóians í Hverageröi.
Ur Deleríum Búbónis
„ Viö frestum bara jólunum. “
M fji
yrf
Fram undan er mjög líflegur tími brúðkaupa
og af þvítilefni munDVgefa út veglegt sérblað
um brúðkaup miðvikudaginn 18. apríl.
Lögð verður áhersla á nýtilegt blað þar
sem fallegar myndir, létt viðtöl og
skemmtilegir fróðleiksmolar skipa
veglegan sess.
Þar má telja:
umfjöllun um tísku í
vali brúðarkjóla og
fylgihluta, undirföt,
hár og forðun, blóm,
boðskort, ljósmyndun,
brúðkaupsferðir,
veislusali, mat og
kökur o.m.fl.
Auglýsendum er bent á að hafa
samband við
Ösp Kristjánsdóttur,
sími 550 5728,
netfang: osp@ff.is
Ath. Síðasti skiladagur er mánudagurinn 9. apríl.
Óþreyjufullir
Nemendur Grunnskóla Hverageröis bíöa óþreyjufullir enda er biskupinn vænt-
anlegur.
Vinsæl dagskrá að Varmalandi:
Deleríum og
Dandalaveður