Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 I>V Fréttir Davíö Oddsson ræöir viö forráðamenn í Evrópusambandinu og telur EES-samninginn traustan: Orð Davíðs breyta ekki okkar afstöðu - segir Jón Kristjánsson um Evrópustefnu Framsóknarflokksins „Það kemur ekki á óvart að þeir Chirac og Prodi séu ekki að sækjast eftir okkur Islendingum um þessar mundir enda stendur hugur þeirra annað þessa dagana," segir Jón Krist- jánsson, Framsóknarflokki, varafor- maður utanríkismálanefndar, í sam- tali við DV. „Hins vegar höfum við talið þörf á því að skoða þessi mál í okkar flokki ef þessar breytingar, sem verið hafa í umræðunni, gengju allar eftir og við yrðum einir eftir í EFTA með Lichtenstein og yrðum þannig að framkvæma EES-samninginn. Þessi orð Davíðs breyta því ekki,“ sagði Jón, aðspurður um þau viðbrögð sem Dav- íð Oddsson hefur fengið á ferð sinni í Frakklandi og Brussel á EES-samning- inn. Jón sagði það ekki hafa komið sér á óvart þótt þeir Chirac og Prodi hafl staðfest að EES-samningurinn stæði - enda ekki annað verið uppi á teningn- um - og það hefði verið sérkennilegt ef þeir hefðu farið að blása samninginn af í viðræðum sem þessum. „Auðvitað er það mikilvægt að Frakkar, sem eru stórt og valdamikið ríki í Evrópusám- bandinu, lýsa því yflr að þeir séu til- búnir til að framkvæma EES-samning- inn og muna eftir honum,“ segir Jón Kristjánsson. Bæði Jacques Chirac Frakklandsfor- seti og Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambandsins, lýstu því yfir í samræðum við Davíð Oddsson að hagsmunum íslands innan ESB væri vel borgið og að EES-samn- ingurinn væri ekki í hættu vegna stækkunar ESB eða annarra þátta. Davíð hefur túlkað ummæli þessara ráðamanna þannig að EES-samningur- in standi traustum fótum og virki vel. Raunar segir Davíð í samtali við þá fjölmiðla sem fylgdu honum úti að báð- ir þessir menn hafi að vísu tekið fram að samningurinn tæki ekki til allra þátta enda hafi hann ekki átt að gera það. Varar forsætisráðherra við því að menn mgli því saman við það, að í samningnum sem slíkum séu einhverj- ir veikleikar. Jón Kristjánsson. Davíð Oddsson. Þessi túlkun og þessar upplýsingar em nokkuð á skjön við það sem fram- sóknarmenn hafa talað um en þeir ótt- Jacques Chirac. Romano Prodi. ast að EES-samningurinn muni vegna breytinga ekki verða fullnægjandi fyr- ir íslendinga i framtíðinni. „Afstaða mín hefur verið sú að mál- ið sé svo stórt að við getum ekki leyft okkur að tala ekki um það og vera ekki viðbúnir ef þróunin í Evrópu er á þann veg að það mundi útheimta breytingar á samningnum. Ef það era óþarfa áhyggjur þá er það ágætt. En eins og ég segi er málið það stórt að við getum ekki leyft okkur annað en að vera viðbúin öllu og kanna málið á eig- in forsendum," sagði Jón Kristjánsson þegar hann var spurður um áherslur framsóknarmanna í ljósi ummæla og yfirlýsinga forsætisráðherra. -BG DV-MYND HILMAR ÞÖR Sippað I sólinni / góðviörinu undanfarna daga hafa börnin i höfuðborginni brugðið á leik. Hér eru krakkar við Rimaskóla að sippa og er ekki annað að sjá en þau skemmti sér vel við leik sem kynslóðir á undan þeim hafa einnig skemmt sér við. Hópur fjárfesta kaupir hlut í DV Hópur fjárfesta undir forystu Óla Bjamar Kárasonar ritstjóra hefur fest kaup á 40% hlut í Útgáfufélaginu DV ehf. en Frjáls fjölmiðlun á 60% síðan rekstur og útgáfa DV voru færð í sjálf- stætt hlutafélag. Með þessu er verið að styrkja enn frekar útgáfu blaðsins á tímum breytinga á fjölmiðlamarkaði en eins og kunnugt er starfa önnur fyr- irtæki í eigu Frjálsrar íjölmiðlunar í sjálfstæðum hlutafélögum. „Markmiðið er að efla DV og styrkja stöðu útgáfufélagsins sem leiðandi fyr- irtækis á sviði fjölmiðlunar. Við höfum mikla trú á framtíð blaðsins enda hef- ur staða þess verið að styrkjast á und- anfómum misserum. Á þeirri braut verður haldið áfram og blásið til frek- ari sóknar,“ segir Óli Bjöm um kaupin en með honum standa m.a. frændumir Ágúst Einarsson og Einar Sigurðsson og Hjörtur Nielsen. „Um leið er mynd- aður samstarfsvettvangur fyrir nýja hluthafa og Frjálsrar Qölmiðlunar sem við ætlum okkur að þróa og útvíkka eftir því sem tilefni gefst.“ -rt Háskólastúdentar og verkfall: Segjast tapa hálfum milljarði Frestun prófa í Há- skóla íslands vegna yf- irvofandi verkfalls há- skólakennara á eftir að kosta stúdenta rúman hálfan milljarð sam- kvæmt útreikningum sem Stúdentaráð hefur látið gera. Fyrirsjáan- legur fjárhagsskaði helgast af vinnutapi yfir sumartimann ef próf verða færð aftur vegna verkfallsins: „Tapið gæti orðið enn meira því í þessum útreikningum er miðað við allægstu taxta Alþýðusambands- Háskóli Islands. ins,“ sagði Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs. Verkfall háskóla- kennara hefur verið boðað 2. maí og kem- ur til með að setja strik í reikninginn hjá tæplega sjö þús- und háskólanemum. Forsvarsmenn stúdenta hafa átt fundi með stjóm- endum Háskólans, svo og mennta- málaráðherra til að knýja á um svör varðandi próf í vor en engin fengið. -EIR Starfshópur um grænmeti Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur ákveðið í samráði við aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtök ís- lands að skipa starfshóp um fram- leiðslu og markaðs- mál gróðurhúsaafurða og garðá- vaxta. Verkefni hópsins er m.a. að meta verðmyndun heildsölu og smá- sölu og tolla. Aukin verkefni í Noregi Frá áramótum hefur Skipatækni ehf. tekið þátt í hönnun 5 nótaskipa fyrir Norðmenn. Auk fleiri verkefna í Noregi er þarna um er að ræða 65 til 70 metra nóta- og flottrollsveiði- skip þar sem skrokkarnir eru smíð- aðir í Rússlandi og Rúmeníu en síð- an dregnir til Noregs þar sem þeir eru fullkláraðir. InterSeafood.com greindi frá. Enn flótti til borgarinnar Á fyrsta ársfiórðungi þessa árs fluttust 609 einstaklingar til höfuð- borgarsvæðisins umfram brott- flutta. Þar af voru 300 manns af landsbyggðinni. Flestir fluttu frá Vestmannaeyjum, eða 45 manns. Tíu þúsund tonn til Japan Heildarframleiðsla á frystri loðnu fyrir Japansmarkaðinn nam um 4300 tonnum á vertíðinni. Fram- leiösla á frystum hrognum var nokkru meiri eða um 5700 tonn. Skattalækkun á fyrirtæki? Skrifstofustjóri efnahagsskrif- stofu fiármálaráðuneytisins segir tímabært aö huga að lækkun skatta á fyrirtæki. Aðalhagfræðingur Seðlabankans og Þjóðhagsstofu- stjóri segja að réttar aðstæður verði fyrst að vera til staðar. - RÚV greindi frá. Vilja frændur vora út Forsvarsmenn og skipstjórar línubáta, sem gerðir eru út með beitningarvél- um fara þess á leit við sjávarútvegsráð- herra, Árna M. Mathiesen, að dreg- ið verði úr línuveið- um færeyskra og norskra skipa á keilu og löngu í íslensku landhelg- inni. InterSeafood.com greindi frá. Mesta hækkun í 8 ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,2% frá mars til apríl. Þetta er tvö- falt meiri hækkun en búist var við og sú mesta sem hefur orðið á ein- um mánuði í átta ár. Grænmeti hækkaði um tæp 15%. Jafngildir þetta 15,7% verðbólgu framreiknað til eins árs. Milljóna vinningur í fyrrakvöld var dregið hjá Happ- drætti Háskólans. Aðalvinnings- númer kvöldsins var 28945 og tvær konur áttu miða með því númeri. Önnur konan, sem búsett er í Breið- holti átti tvo miða, og fékk því 6 milljónir króna í sinn hlut. Hin er búsett á Seltjarnarnesi og fékk þrjár milljónir. Haliar á íslendinga Neytendasamtök- in hafa látið bera saman matvæla- verð í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Jóhannes Gunnars- son, formaður sam- takanna, segir að mesta athygli veki gríðarlegur munur á verði landbún- aðarvara, sérlega grænmeti og ávöxtum. Munur á banönum er 61,5%. RÚV greindi frá. -HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.