Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 45
53 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001__________________________________ I>V Tilvera Stóri bróðir á hót- elherberginu Þegar hótelgestur skoðar sjálfan sig i spegiinum, horftr á sjónvarpið úr rúm- inu eða ja&vel athugar hvað tímanum líður á vekjaraklukkunni á hann tæpast von á því að einhver sé að horfa til baka. Eða hvað? Sú gæti því miður ver- ið raunin á fjölda hótela í Bandaríkjun- um en samkvæmt könnun ferðablaðsins National Geographic Traveler færist mjög í vöxt að hótel komi sér upp fóld- um myndavélum á herbergjum. Ekki mun gægiþörf hótelstjóranna vera um að kenna heldur er ástæðan sú að þá er hægt að fylgjast með starfsfólki og koma í veg íyrir þjófnaði. Eitt stærsta fyrir- tækið í New York sem selur eftirlits- myndavélar seldi um 250 þúsund stykki í fyrra og þar af megnið til hótela. Myndavélamar er víst hægt að fela víða; svo sem í reykskynjara, lömpum, vekjaraklukkunni og svo mætti lengi telja. í flestum rikjum Bandaríkjanna er leyfilegt að koma upp myndavélum inn- an veggja hótela og því kannski betra að hafa varann á sér þegar dvalið er á hót- eli vestanhafs. Stalín fyrir ferðamenn Stalín með sígarettu í munnvikinu heilsar gestum í nýjasta skemmigarði Litháens. Garðurinn, sem ber heitið Heimur Stalins, var nýverið opnaður í borginni Grutas. Þegar gengið er um garðinn geta gestir upplifað sovéska gúlagið; varðtumar eru á hverju strái auk gaddavírsgirðinga og ef lengra er haldið má svo sjá Lenín sitja við ár- bakka og draga fyrir fisk. Andstæðingar garðsins em margir og segja þeir hugmyndafræðina sem býr að baki ósmekklega og hreina móðgun við þær þúsundir Litháa sem ýmist vora teknir höndum eða líflátnir af sovéther- mönnum. Tuminn klifinn Nú styttist í að ferðamönnum verði hleypt inn í Skakka tuminn í Pisa eftir rúmlega tíu ára lokun. Formleg opnun hef- ur nú verið ákveð- inn þann 16. júní næstkomandi og fyrst um sinn verð- ur fólki einvörð- ungu hleypt í sér- stökum hópum undir leiðsögn. í nóvember á þessu ári er svo gert ráð fyrir að um almenn- ari opnun verði að ræða. Það verður langt frá því ókeypis að klífa tuminn og þykir sumum dýrt en áætlað er að að- gangseyrir verði um 1000 krónur fyrir fúilorðna. Viðgerðir á tuminum hafa staðið yftr árum saman og mun hallinn á honum nú vera svipaður og fyrir 300 árum en mannsaugað mun vart greina breytingu á hallanum frá þvi sem var fyrir endur- bætumar. Tuminn sjálfur er orðinn fjörgamall en byrjað var að reisa hann árið 1173. Nokkrir góðir dag- ar í Rússíá Á þriðja hundrað íslendingar dvöldu um mánaðamótin í fjóra daga í Moskvu á vegum Úrvals Út- sýnar og VISA. Beint flug var á milli landanna og flugtíminn tæp- lega 5 klukkustundir. Almenn ánægja var með ferðina, hún var vel skipulögð og boðið upp á áhuga- verðar skoðunarferðir. Ferðalang- arnir, margir hverjir fóru í Bolshoj- leikhúsið að sjá ballettinn Svana- vatnið við tónlist Tchaikovskys. Ekki voru þó allir jafnheppnir með sæti. Sumir sáu aðeins fjórðung af sviðinu, aðrir hálft sviðið en þeir forsjálu sátu i góðum sætum og nutu sýningarinnar. Miðaverð var líka misjafnt, frá 6.000 upp í 17.000 íslenskar krónur. Nokkrir keyptu miða af bröskurum utan dyra en al- gengt er að þessir náungar, sem vilja kalla sig bisnessmenn, kaupi mikið af miðum og selji þá svo á uppsprengdu verði. Bolshoj-leikhús- ið, sem fagnar 225. starfsári sínu, verður nú lokað um sinn vegna end- urbóta og gætu þær tekið 2 til 3 ár. Moskva Sagt er að Moskva hafi tekið meiri breytingum á síðasta áratug en allri síðustu öld og siglir borgin hraðbyri inn í 21. öldina. Hjarta borgarinnar er Kreml og Rauða torgið sem skartar hinni stórkost- legu dómkirkju Heilags Basils. Á Gömlu Arbat, sem er skemmtileg göngugata, úir og grúir af fólki, listamönnum, fornverslunum og skartgripabúðum. 1 borginni er blómlegt menningarlíf, stór leikhús og óperur jafnt sem smærri áhuga- mannaleikhópar. Moskva hefur á tæpum 9 öldum vaxið úr litlum smábæ á bökkum Moskvuár í stórborg með 8 til 12 milljónir íbúa. íbúatala er nokkuð á reiki. Borgin var stofnuö árið 1147 af prins Yuri Dolgoruky og var höf- uðborg Rússlands til ársins 1712 en þá gerði Pétur mikli St. Pétursborg að höfuðborg. Moskva endurheimti höfuðborgartitilinn aftur árið 1918. Gullhúðaðir austurlenskir turnar merkra bygginga og óteljandi kirkna speglast í nútímalegum gler- hýsum borgarinnar. Fjölbýlishús frá tímum kommúnismans eru að lifna við eftir mikla uppbyggingu á 850 ára afmæli borgarinnar sem haldið var hátíðlegt árið 1997. Mótmæli á Rauða torginu Sunnudagurinn 1. apríl bauð upp á endalausa útivist. Vorið kom til Moskvu þennan dag og Rauða torgið var fullt af fólki eftir að það var opnað almenningi. Rauða torgið er nefnilega lokað á meðan graíhýsi Leníns er opið þannig að rauðliðamir á torginu geti haft fúlla stjórn á öllu sem fram fer. Lenin karlinn hvílir þama í grafhýs- inu alveg eins útlits og fyrir áratugum, sumir vilja meina að það sem sé í kist- unni sé úr plasti, en óneitanlega var það svolítil upplifun að sjá hann. Þennan dag fór nokkur hópur rúss- neskra ellilifeyrisþega um Rauða torg- ið með rauða fána að sjálfsögðu og með kröfuspjöld og höfðu uppi myndir af fé- laga Stalin og karl og kona stóðu á kössum og héldu uppi áróðri. Með listmuni úr landi Daglega var boðið upp á skoðun- arferðir sem voru vel sóttar. Meðal annars var farið í Kreml og á Is- Og Staiin lifir enn. Ellilífeyrisþegar vilja aftur „gömlu góöu dagana “ Beðið eftir VISA á tröppum sendiráðsins Moskva er dýr borg, sú önnur dýrasta í heimi, en sagan er í hverju skrefi. Rússnesku leiðsögumennirn- ir, sem allir voru kvenkyns, kunnu sitt fag og þeir íslensku líka. Fólkið er vingjarnlegt en því miður tala fæstir annað tungumál en sitt eigið. Til að fara til Rússlands þarf vegabréfsáritun. Sú fæst í sendiráð- inu við Garðastræti sem er í raun andlit Rússlands á Islandi. Með það í huga ætti það að bjóða betri að- komu en er í dag. Það nær ekki nokkurri átt, á 21. öldinni, að bjóða fólki að hanga á tröppum sendiráðs- ins í kulda og roki, hleypa einum hmailovo-markaðinn þar sem marg- ir gerðu góð kaup en aðrir voru plataðir. íkonakaupin urðu sumum til trafala þegar farið var af stað heim en stranglega er bannað að fara með listmuni úr landi. Allar töskur voru gegnumlýstar og ef birt- ist ferköntuð mynd á tölvuskjánum var eigandi töskunnar kallaður á vettvang og látinn svara fyrir lista- verkaútflutninginn. Hlaust af þessu talsverð töf á afgreiðslu og lista- verkafræðingur var kallaður á vett- vang. Þó þeim sem hlut áttu að máli hafi svo sannarlega ekki verið skemmt var þessi uppákoma í raun svolítið hlægileg. „Listaverkin", sem flest voru keypt á áðurnefndum markaði, voru flest fjöldaframleidd. Á þau var borið efni sem gerði þau gömul i útliti og verðmæti margra þeirra var um 20 dollarar! Verð raunverulegra íkona, sem teljast til listaverka, hleypur á tugum ef ekki „Listmunlr" / glerbúrinu voru „listmunirnir" skoöaðir vandlega. Fólkiö á myndinni var grandskoöaö en tengist á engan hátt „listaverkasmyglinu". DV-MYNDIR ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR Við Rauðatorgið Basilskirkjan í hjarta Moskvu. hundruðum þúsunda en því var ekki þarna til að dreifa. Ekki veit sá sem þetta skrifar eftirmála „lista- verkaútílutningsins" en einhverjir urðu að skilja „listmunina" eftir. Skíragull / garöi hinna verklegu framfara eru styttur úr skíragulli. eða tveimur inn í einu, hvort sem verið var að sækja um áritunina eða ná í hana. Þessu þarf sendiráð- ið að breyta, þvi það er deginum ljósara að ferðum þangað mun fjölga frekar en hitt. -Elma Kaupmannahöfn Góð gisting, á besta staö. ^WULY f/Or^ Valberg Sími +45 33252519 fsl. símabókanlr milli kl. 8 og 14.00 Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tllboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.