Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 30
30 _____________________________FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________ dv Eiginkonan beið bana á járnbrautarteinunum: Marion var refsað fyrir að vilja skilja Klukkan var 4.53 að morgni. Lest- in var nýfarin fram hjá Sondelf- ingen-stöðinni á leið sinni til Stutt- gart. Lestin var á leiðinni út úr beygju og morgunþokan hvíldi enn yflr járnbrautarteinunum. Það var ástæðan fyrir því að lestarstjórinn, Wolfgang Schönleb, sá manneskj- una á brautarteinunum allt of seint. Hún lá með fæturna í sundur og höfuðið sneri í þá átt sem lestin ók. Þegar Schönleb greip í neyðar- hemilinn flugu lestarfarþegamir, sem verið höfðu hálfsofandi, upp úr sætum sínum. „En ég gat ekki stöövað lestina. Hún rann áfram 400 metra til viðbótar og ég óttaðist þá sjón sem myndi blasa við mér þegar mér hefði loks tekist að stöðva lest- ina,“ greindi lestarstjórinn frá. Hann fékk áfall þegar hann sá limlest líkið. Fyrsti sjúkrabíllinn sem kom á vettvang ók með lestar- stjórann beint á sjúkrahús. Áður en Wolfgang steig út úr lest- inni hafði hann hringt úr farsíma í lögregluna. Læknir, sem kom á staðinn, gat i fyrstu einungis stað- fest að um væri að ræða líkamsleif- ar konu. En hver var hún? Og var þetta sjálfsmorð eða morð? Það eina sem Wolfgang Schönleb gat greint frá var að hún hafði legið grafkyrr þegar hann kom auga á hana. Hringdi í tengdamömmu og tilkynnti henni um hvarfið Krufning líkamsleifanna leiddi heldur ekkert sérstakt í ljós. Það var reyndar svo mikið áfengismagn í blóði hinnar látnu að hún hefði getað látist af völdum þess. Auk þess fundust leifar af svefnlyfjum í líkamsleifum konunnar. Sjálfsmorð eða morð? Spurning- unni hafði ekki verið svarað. Það var ekki fyrr en tilkynnt var um hvarf konu að lögreglan varð ein- hvers vísari. Peter Winkler, sem var 45 ára, hringdi til tengdamóður sinnar sama dag sem hin óþekkta kona varð fyrir lestinni. Hann sagði við tengdamóður sína: „Dóttir þín er horfin og ég ætla að fara að leita að henni. Viltu gæta bamanna á með- an?“ Amman gat vel hugsað sér það. Henni þótti afar vænt um barna- börnin sín, Nicole, sem var 3 ára, og Stefanie sem var 5 ára. Hún sá ekki tengdason sinn aftur fyrr en við réttarhöldin við lands- réttinn í Túbingen. Hann sat þá á sakamannabekk, ákærður fyrir morð á dóttur hennar. Sjálf sat hún í vitnastúku. Sjálfsmorð útilokað Eftir að hafa hringt í tengdamóð- ur sína til að fullvissa sig um að bamanna yrði gætt ók Peter Winkler í bankann, tók út 150 þús- und krónur og ók síðan til Spánar. í millitíðinni hafði lögreglan komist að því hver hin látna var. Hún hét Marion Winkler og var 34 ára. Lög- reglan hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að ekki gæti veriö um sjálfsmorð að ræða. Kvöldiö fyrir andlát sitt hafði Marion háttað Lige efter et sving fik lokomolivforeron oje p«i skikkelsen pn skinnerne, da v,m det for sent. Stöðvaðist of seint Vegna þoku sá lestarstjórinn konuna á teinunum of seint. Lestarstjórinn Wolfgang Schönleb fékk áfall þegar hann steig út úr lestinni. bömin sin ofan í rúm. En þar sem hún hafði síðan drukkið mikið magn áfengis og tekið inn svefnlyf þótti útilokað að hún hefði sjálf get- að gengið að heiman þá fjóra kíló- metra sem voru að jámbrautartein- unum. Hún hlaut að hafa verið flutt þangað og lögð á teinana. En hver hafði gert það? Engar vísbendingar í íbúö hinnar látnu Lögreglan fann engar vísbending- ar i íbúð hinnar látnu. Þar var vel til tekið og snyrtilegt. Eiginmaður- inn, Peter Winkler, var auðvitað sá sem helst lá undir grun en hann hafði horfið sporlaust. Lýst var eftir honum í gegnum alþjóðalögregluna Interpol en það bar engan árangur. Lögreglan var ráðþrota og hún hefði ef til vill aldrei getað leyst málið hefði maður Marion ekki gefið sig fram sjálfur. Þegar hann kom heim eftir vikudvöl á Spáni hafði hann samband við lögfræðinginn sinn. Lögfræðingurinn taldi hann á að fara til lögreglunnar. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að bera ábyrgð á dauða konu sinnar. „En ég er ekki morðingi," fullyrti hann. „Hvernig á að skilja það?“ spuröi dómarinn. „Hún átti bara að fá refsingu af því að hún vildi skilja. Eftir margra ára hjónaband vildi hún allt í einu fara og taka börnin með. Það getur enginn sætt sig við slíkt og látið eins og ekkert sé.“ „Og þá átti hún sem sagt að hljóta refsingu?" „Lögreglan fann eng- ar vísbendingar í íbúð hinnar látnu. Þar var vel til tekið og snyrti- legt. Eiginmaðurinn, Peter Winkler, var auðvitað sá sem helst lá undir grun en hann hafði sporlaust. Lýst var eftir honum gegnum alþjóðlög- regluna Interpol en það bar engan árang- ur.“ „Já, það var nú það minnsta en málin þróuðust ekki eins og ég hafði reiknað með. Ég missti víst stjóm á mér.“ „Veitti hún ekki mótspymu?" „Jú, hún var með læti. Hún lá í rúminu og ég sat ofan á henni og reyndi að hella blöndunni ofan í hana. En hún vildi ekki drekka hana svo það tók svolítinn tíma að koma henni ofan í hana. Þegar hún byrjaði að slá mig og æpa tók ég um háls hennar og þrýsti aö. Allt í einu hætti hún að slá og handleggir hennar féllu máttlausir niður. Ég sagði við sjálfan mig að nú væri ég í slæmum málum og hugsaði um það eitt að koma henni út úr íbúð- inni og frá bömunum. Ég vildi ekki að þau sæju hana svona.“ Marion meö eldri dóttur sinni, Stefanie Marion var enn á lífi þegar hún var lögö á járnbrautarteinana skammt frá Sondelfingen-lestarstööinni í Þýskalandi. Lestarstjórinn gat ekki stöövaö iestina í tæka tíö. Moröinginn í handjárnum Peter Winkler hélt því statt og stööugt fram aö hann væri ekki moröingi. Hann heföi bara veriö svolítið óheppinn. Stakk af til Spánar Peter Winkler klæddi meðvitund- arlausa konu sína í föt og flutti hana að járnbrautarteinunum þar sem hann lagði hana niður. Hann vissi að von var á morgunlest. Rétt- arlæknar greindu frá því að Marion Winkler hefði verið lifandi en með- vitundarlaus þegar hún var lögð á teinana. Peter hélt síðan heim, tók til í íbúðinni og hringdi svo í tengda- móður sína síðar um morguninn. Því næst stakk hann af til Spánar. „Hvað gerðir þú á Spáni?" spurði dómarinn. „Ég lá allan daginn á ströndinni og hugsaði um hvað ég hefði eigin- lega gert. Ég velti þvi fyrir mér hvort ég ætti að gefa mig fram. Það var varla nokkurt sólskin. Ég varð ekki einu sinni brúnn. Þessum pen- ingum var ifla varið. Þetta var erfið- ur tími fyrir mig.“ Hann hélt því statt og stöðugt fram að hann væri ekki morðingi. Hann hefði bara verið svolítið óheppinn. Dómarinn var á annarri skoðun. Peter Winkler var dæmdur í lífstíö- arfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði. Berserksganj'ur stríðshetju Ástarsambandi læknisins lauk á skelfilegan hátt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.