Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Enn ein tengdadóttirin kemur bresku konungsfjölskyldunni í vandræði: Tásog og framhjáhald rifjast upp fyrir Betu Himnasending sem átti að bjarga konungsfjölskyldunni Sophie Rhys-Jones, greifynja af Wessex, sem kveöst hiröa lítt um titla og kallar sig Sophie Wessex, gekk í gildru blaöamanns sem þóttist vera arabískur fursti. Sophie, sem talin var himnasending á sínum tíma, hefur nú eins og aörar tengdadætur Englandsdrottningar valdiö konungsfjölskyldunni vandræöum. Ekki batnaöi ástandiö þegar hún lýsti því yfir óumbeöin í viötali aö maöurinn hennar, Játvaröur prins, væri ekki hommi. Enn einu sinni hefur tengdadóttir Elisabetar Englandsdrottningar orð- ið miðpunktur hneykslismáls. Það fór hrollur um bresku hirðina þegar birtur var í pressunni útdráttur úr símtali Díönu prinsessu við ástfang- inn aðdáanda. Ekki leið konungs- fjölskyldunni betur þegar birtar voru myndir af „fjármálaráðgjafa" Fergie sjúga á henni tærnar þar sem hún lá berbrjósta við sundlaug- arbarm. Nú er það Sophie Rhys-Jo- nes, eiginkona Játvarðar prins, sem hefur valdið hækkuðum blóðþrýst- ingi. í viðtali við breskan blaða- mann, sem þóttist vera arabískur fursti, sagði Sophie ýmislegt um breska stjórnmálamenn og kon- ungsfjölskylduna sem hún hefði lát- ið ógert hefði hún vitað við hvern hún var að tala. Sophie sagði meðai annars Tony Blair forsætisráðherra, sem stendur í ströngu vegna gin- og klaufaveik- innar, ekki hafa vit á landsbyggðar- málum. Eiginkonu Blairs, Cherie, sagði Sophie algeran hrylling. Fjár- lög Gordons Browns fjármálaráö- herra sagði hún dellu. Sophie sagði William Hague stjórnarandstöðu- leiðtoga hljóma eins og strengja- brúðu og bætti við að almenningi geðjaðist ekki að honum. Það væri vegna andlitsins sem væri einhvern veginn afmyndaö. Ráðherrar bresku stjómarinnar hafa gagnrýnt um- mæli tengdadóttur drottningarinn- ar. Engan skyldi undra þótt ýmislegt annað miður skemmtilegt hefði rifj- ast upp fyrir Elísabetu drottningu undanfarna daga. Það hrikti í stoð- um konungdæmisins þegar Díana prinsessa, sem varpað hafði ljóma á konungsfjölskylduna, tók upp ástar- samband við riddaraliðsforingja. Díana aðstoðaði 1992 við gerð ævi- sögu sinnar þar sem hún var sögð i Klekkjum í ástlausu hjónabandi. Dagblöð birtu útdrátt úr samtölum Díönu og aðdáanda hennar, James Gilby, sem ítrekað lýsti yfir ást sinni á prinsessunni. Vildi vera túrtappi í nærbux- um Camillu Ekki ieið konungsfjölskyldunni betur þegar birtur var útdráttur úr meintu samtali Karls prins og ást- konu hans, Camillu Parker Bowles, 1993. ísamtalinu kvaðst Karl vilja endurfæðast sem túrtappi og búa í nærbuxunum hennar Camillu. Þjónn prinsins til langs tíma greindi frá því í blaðaviðtali hvern- ig hann hefði hreinsað mold af nátt- fótum hans hátignar eftir að hann hafði læðst út til að njóta ásta með Camillu á lóð sveitaseturs síns á meðan Diana svaf uppi á lofti. Díana sjokkeraði Breta 1995 þeg- ar hún játaði opinberlega hjúskap- arbrot. Það var ári áður en hún og Karl skildu að lögum og tveimur ár- um áður en hún lést í bílslysi í Par- is ásamt ástmanni sínum, Dodi A1 Fayed. Misheppnað hjónaband Andrésar prins og Söru Ferguson, hertogaynj- unnar af Jórvík, sem kölluð er Fergie, olli konungsflölskyldunni jafnvel enn meiri kinnroða en hjú- skaparbrot Díönu og Karls. Árið 1992 birtust myndir í fjölmiðlum af Fergie berbrjósta. Á myndunum sást „fjármálaráðgjafi" hennar, John Bryan frá Texas, sjúga á henni tærnar fyrir framan litlu prinsess- urnar, Eugenie og Beatrice Ándrés- dætur. Fergie sagði síðar frá því að hún hefði verið í fríi með konungs- fjölskyldunni i Skotlandi þegar myndirnar birtust í fjölmiðlum. Eig- inmaður hennar og aðrir í konungs- fjölskyldunni sáu þær viö morgun- verðarborðið. „Það er rétt að geta þess að hafragrauturinn kólnaði á meðan fuUorðna fólkið fletti æsifréttablöð- unum með uppglennt augu og galop- inn munn,“ skrifaði Fergie í sjálfsævisögu sinni. Fergie og Andr- és skildu 1996. Þau er samt enn bestu vinir og búa bæði í húsi Andr- ésar skammt frá London. Fergie er enn í ónáð hjá öðrum í konungsfjöl- skyldunni. Ný fengdadóttir sending af himni ofan Sophie Rhys-Jones, sem nú hefur einnig orðið bráð fjölmiðlahákarl- anna sem synda í kringum höllina, kom eins og himnasending kon- ungsfjölskyldunni til bjargar. Um leið og hún og Játvarður opinber- uðu trúlofun sína 1999 gleymdist all- ur hryllingurinn. Fjölmiðlar fögn- uðu og þjóðin fagnaði, að vissu marki þó. Sennilega var drottningin glöðust allra. Loksins var yngsti sonurinn á leið í hnapphelduna. Allt i einu tóku menn eftir því að Játvarður var bara þó nokkuð myndarlegur. Hann hafði alltaf verið í skugga hinna þannig að menn höfðu varla tekið eftir honum. Og Sophie þótti áberandi lík Dfönu. Hún var auðvit- að þroskaðri og eldri en Díana þeg- ar sú síðarnefnda sýndi fjölmiölum trúlofunarhringinn sinn árið 1981. Díana var svo feimin að hún þoröi varla að opna munninn og Karl hafði alltof lítinn áhuga á unnustu sinni til að fullyrða með sannfær- ingarkrafti að þau væru ástfangin. Hann bætti við „hvað svo sem ást er nú.“ Breska þjóðin beið spennt eftir því hvernig Játvarði og Sophie tæk- ist að opinbera trúlofun sína. Sophie starfaði í almannatengslafyr- irtæki þannig að hún var í góðri æf- ingu og trúlofunin þótti takast ágæt- lega. Þau lýstu því auðvitað yfir að þau væru ákaflega góðir vinir. Síð- an var þögn. „Og auk þess elskum við hvort annað ofur heitt,“ bætti prinsinn við. Þannig á þetta auðvit- að að hljóma. Og þjóðin varpaði öndinni léttar. Bretar þóttust bara vera ánægðir með að ekki skyldi vera einn einasti blár blóðdropi í Sophie. En eftir að turtildúfumar, sem báðar voru komnar á fertugsaldur- inn, höfðu komið fram í sjónvarps- viðtali hjá BBC nokkrum dögum fyrir brúðkaupið sumarið 1999 fóru Bretar að velta ýmsu fyrir sér. Það sem vakti mesta athygli í viðtalinu var yfirlýsing þeirra um að þau ætl- uðu ekki að flýta sér að eignast börn. Fréttamaðurinn, Sue Parker, sem ræddi við þau, hafði þekkt þau frá því að þau kynntust sex árum áður. Sue hafði þurft aö hætta við auglýsingaverkefni með prinsinum og fékk Sophie til að taka að sér verkefnið í staðinn. Þannig kynnt- ust þau Sophie og Játvarður þá komin fast að þrítugu. BBC hafði beðið lengi eftir svari við beiðni um viðtal. Svarið kom ekki fyrr en æsifréttablaðið Sun hafði birt gamlar myndir af Sophie þar sem hún var berbrjósta í sólar- fríi með starfsfélögum. BBC fékk já- kvætt svara sama dag og myndirnar birtust. Og það fylgdi engin krafa um að fá að sjá spurningarnar fyrir- fram eins og venja er hjá konungs- fjölskyldunni. í viðtalinu lýstu þau bæði yfir að þau ætluðu að halda áfram störfum sínum, hún í almannatengslafyrir- tækinu sinu og hann í sínu fyrir- tæki sem framleiðir sjónvarpsþætti. Sophie gat þess að hún væri nú tilbúin að ganga í hjónaband og gaf þar með í skyn að það hefði ekki bara verið Játvarður sem hikaði. Játvarður hafði auðvitað misheppn- uð hjónabönd systkina sinna fyrir augunum. Anna prinsessa skildi einnig þótt hún hefði svo orðið ham- ingjusöm í nýju hjónabandi. En orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að Játvarður hefði ekki bara áhuga á konum heldur einnig á körlum og hafi menn slíkan áhuga er ekki undarlegt að þeir hiki svolít- ið við tilhugsunina um að ganga í hjónaband. Niðurbrotin eftir að hafa gengið í gildru Drottningin var ánægð með að fá tengdadóttur sem hafði meiri áhuga á að ríða út og skokka heldur en að fara í tískuverslanir og gráta við öxl einhvers heilara þegar eitthvað bjátaði á. Nú hefur svo sannarlega verið ástæða fyrir Sophie að fara í útreið- artúr. Hún er niðurbrotin yfir því að hafa látið Mahmood frá Wapping í London, rannsóknarblaðamann News of the World, gabba sig. Mahmood hefur oft áður leikið það bragð að þykjast vera arabískur fursti og tekist það vel. Á fundi með Sophie þóttist hann vera frá Dubai og hafa áhuga á samningi við al- mannatengslafyrirtæki hennar. Mahmood bauð Sophie og starfsfé- laga hennar, Murray Harkins, upp á kampavín. Við kampavínsdrykkuna losnaði um málbeinið á þeim og Mahmood setti segulbandið sitt, sem hann var með í felum, í gang. Þegar Sophie varð ljóst að hún hafði gengið í gildru urðu hún og blaðafulltrúinn í Buckinghamhöll, Simon Walker, skelfingu lostin. Walker, sem fengið hefur það hlut- verk að skapa nýja ímynd fyrir kon- ungsfjölskylduna, hafði samband við lögmenn og bauð samtímis News of the World viðtal við Sophie gegn loforði um að leynilega segul- bandsupptakan yrði ekki gerð opin- ber. Maðurinn minn er ekki hommi í viðtalinu við News of the World tók Sophie það fram, án þess að vera spurð, að orðrómur um að eig- inmaður hennar væri hommi væri ekki á rökum reistur. En á meðan News of the World prentaði 4 millj- ónir eintaka með fyrirsögninni: „Maðurinn minn er ekki hommi“ lak innihald segulbandsupptökunn- ar til tveggja annarra stórra sunnu- dagsblaða, Mail on Sunday og Sunday Mirror. Þess vegna sá News of the World sig knúið til að svíkja loforð sitt við Sophie og höllina og birti viðtal „furstans" við hana um síðustu helgi. Flestir breskir stjómmála- skýrendur eru sammála um að um- mæli Sophie hafi ekki verið neitt öðruvísi en annarra yfirstéttar- kvenna. Það þykir hins vegar alvar- legra að tengdadóttir drottningar- innar skyldi hafa viðurkennt i sam- ræðum sínum við „furstann" að hún notfærði sér tengslin við kon- ungsfjölskylduna fyrirtæki sínu til framdráttar. Drottningin lýsti þvi yfir að hún styddi þá fjölskyldumeð- limi sem vildu reka eigin fyrirtæki en skipaði samtímis Sophie að segja af sér stjómarformennsku í al- mannatengslafyrirtækinu sem hún á hlut í. Þungun getur bjargað Vist þykir að dagar Murrays Harkins sem starfsfélaga Sophie séu taldir. Hann lýsti því yfir í viðtali við „arabíska furstann" að orðróm- urinn um samkynhneigð Játvarðar væri ekki alveg byggður á sandi. Harkins lýsti því einnig yfir að sér þætti gott að fá sér kókaín. Það væri hins vegar alger „martröð“ að finna seljendur i London. Auk þess bætti hann því við að hann vildi gjarnan útvega viðskiptavinum sín- um fylgdardrengi. Breska blaðið The Daily Tel- egraph, sem sýnir konungsfjölskyld- unni hollustu, hafði það síðastliðinn sunnudag eftir heimildarmönnum sínum innan hirðarinnar að þung- un myndi geta bjargað Sophie, sem ber titilinn greifynjan af Wessex, og Játvarði prinsi, jarlinum af Wessex, út úr vandræðum þeirra. Byggt á Reuter, BBC o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.