Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py DV-MYNDIR E. Diddú „okkar“ Hann þarf ekki að taka neinar svona áhættur, “ segir hún um Carreras. „Auövitaö getur hann valið úr söngvurum um allan heim. Aö hann skyldi velja mig sýnir bara hversu góöhjartaöur hann er.' Nú er ég „strákarnir okkarcc Stórviðburður í sögu tónleikahalds á íslandi. í september mun risatenórinn José Carreras heiðra okkur með nœrveru sinni og halda tónleika í Laugardalshöll. Þá verður áreiðanlega ekki fátt í Höllinni, jafnvel þó að miðaverðið sé með því hæsta sem gerist hérlendis. Miðinn kostar á bilinu 5.500-25.000 krónur, eftir því hvar setið er. Með Carreras stígur á svið næturdrottning íslensks tónlistarlífs: Sigrún Hjálmtýsdóttir. „Ég er 45 ára og núna hef ég reynslu og þroska til þess aö standa með svona mikilhæfum söngvara á sviði. Ég lít á þetta sem nýjan kafla í lífi mínu. Mörg- um þætti kannski fint að staldra aðeins þama við,“ segir Diddú hlæjandi og virðist vera hálfhissa á upphefðinni. Heimsókn José Carreras til Is- lands á sér tveggja ára aðdrag- anda. Hann ætlaði upphaflega að koma einn með píanóleikara, en að sögn Diddúar vildu tónleika- haldararnir gera tónleikana meira „grand“ enda er miklu áhrifameira að hlusta á svo hæf- an söngvara með hljómsveit. Car- reras ákvað þá sjálfur að koma með hljómsveit og söngkonu með sér, þar sem hann vissi náttúrlega ekkert um Sinfóníuhljómsveit ís- lands né nokkra söngvara hér, og hann kemur aldrei fram með neinum sem hann veit ekkert um. Nema hvað. Umsjónarmenn tónleikanna sendu til Carreras upptökur með Diddú og fleiri söngvurum, auk sýnishorns af leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Svarið kom um hæl og það fyrsta sem hann sagði var að hann ætl- aði að syngja með þessari Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, áður en hann gaf nokkuð út á það hvort Sinfónían kæmi til greina eða ekki. María Callas tenóranna „Hann þarf ekki að taka neinar svona áhættur. Auðvitað getur hann valið úr söngvurum um all- an heim. Að hann skyldi velja mig sýnir bara hversu góðhjartað- ur hann er. Og reyndar hef ég fengið staðfestingu á því hjá fólki sem þekkir hann persónulega. Ég hef verið að spyrjast fyrir um hann og þetta er allt á sömu bók- ina lært. Ég þarf ekkert að óttast hann, þvert á móti,“ segir Diddú og hlær. José Carreras er einn af „tenór- unum þremur“. Það tríó skipa ásamt honum stórtenórarnir Placido Domingo og Luciano Pavarotti. Þeir hafa komið fram saman víða um heim og hvar- vetna vakið mikinn fögnuð, sem heldur er i ætt við þá athygli sem poppstjörnur fá en klassískir söngvarar. Mikil sorg greip um sig í söng- heiminum þegar Carreras veiktist hastarlega af hvítblæði fyrir nokkrum árum en þá héldu allir að ferill hans væri á enda. Hann kom á óvart með því að risa á fæt- ur og endurheimta titil sinn sem einn af þremur bestu tenórum í heimi. „Það er eitthvað við söng hans sem er svo áhrifamikið," segir Diddú. „Fyrir utan þann ótrúlega sviössjarma sem hann hefur, þá syngur hann líka svo djúpt. Hann syngur dýpst úr sínum sálar- fylgsnum. Ef hægt er að líkja hon- um við einhvern, þá væri það helst María Callas, sem var ótrú- legur túlkandi. Hann er María Callas tenóranna." Diddú segir að hans stærsti kostur sé að hann syngi með hjartanu og það hafi hann alltaf haft fram yfir hina tenórana. Hann sé líka mjög vel gefinn - fyr- ir utan það að vera sætastur. - Það hlýtur að vera mikið til- hlökkunarefni að hitta þennan mann og syngja með honum? „Þegar maður vinnur með góðu fólki er það alltaf góð blanda af örvun og metnaði. Ég býst við því að það verði líka þannig núna. Ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.