Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 I>V 27 Helgarblað getur ekki orðið leiðinlegt. Ráðlegt er samt að láta renna af sér aðfaranótt mánudags og hvíla lifrina í einn dag eða svo. Ekki er sniðugt að mæta mjög fullur í páskaboð Qölskyldunnar. Finndu frekar einhverja afsökun fyrir að fara ekki. Páskar menningarvitans Það er ekki um auðugan garð að gresja í menningarlíflnu yfir pásk- ana. Leikhúsin sýna stopult eða alls ekki og sýningarsalir eru sumir lok- aðir á föstudag og sunnudag. Fyrir menningarvita sem logar af áhuga er ekki um margt að ræða. Þess vegna grípa margir áhugasamir menningarneytendur til þess ráðs að fara í stutt fri til útlanda meðan þessir daufu dagar vara. I stórborg- um nágrannalandanna heldur lífið að mestu leyti sínu striki, þar með talið menningarlífið. Gleðitíðindi fyrir listaspírur eru að Kjarvalsstaðir, Listasafn Reykja- víkur í Hafnarhúsi og Ásmundar- safn hafa opið alla páskahelgina og því er hægt að meðtaka list kitsmál- arans dónalega, Odds Nerdrums, skoða stytturnar hans Ásmundar og líta á myndir hins heimsfræga Johns Baldessari í stað þess að láta sér leiðast heima hjá sér. Líffæra- málarinn John Isaac er líka skemmtilegur. Af tónleikum má nefna að kam- merkórinn Schola cantorum syngur kl. 21 í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir ítalska endurreisnartón- skáldið Carlo Gesualdo. Gesualdo þykir einn af stórbrotnustu tilrauna- mönnum í sígildri tónlist. Frægð hans byggist þó ekki aðeins á leikni hans með tónmálið heldur því að árið 1590 myrti hann eiginkonu sína og elskhuga hennar og hlaut enga refs- ingu fyrir þótt hann gengist fúslega við verknaðinum. Páskar útivistarmannsins Útivistarmenn og hreyfiflklar af öllum gerðum eru í essinu sínu yfir páskana. Ef veður leyfír er skemmtilegt að fara út að ganga - í lengri eða skemmri gönguferðir - og njóta náttúrunnar. Af einhverjum ástæðum er ekkert amast við starf- semi skíðasvæða sem hafa opið eins Guðaveigar Á páskum gefst frábært tækifæri til að skemmta sér taumlaust í nokkra daga í röö en mæta samt tiitölulega óbrotinn aftur til vinnu. ■ . v* ■ -Æ; A skíðum skemmti ég mér... Útivistarmenn og hreyfifíklar af öllum geröum eru í essinu sínu yfir páskana. Þá er bara að vona aö þaö veröi ekki rigning. Honor, með Robert De Niro og Cuba Gooding Jr. sem sýnd verður í Regnboganum. Góðar myndir er einnig að finna á leigunum og Helg- arblaðið hafði af því spurnir að Bónusvideóleigurnar hefðu opið alla heilögu dagana. Hægt er að birgja sig upp af spólum og fyrir þá sem vilja fylgja tískustraumum skal sagt að íslenski draumurinn er vin- sælasta myndin í dag. Sófakartaflan hlýtur líka að gleðj- ast yfir því að á páskum er beinlín- is æskilegt að leggjast í sófa og borða páskaegg. Maður borðar sig á hliðina af konfekti, kúlum og kara- mellum og svo fær maður einhvern fyndinn málshátt eins og til dæmis „Það kostar klof að ríða röftum“ og getur hneggjað að honum. Leiðir til þess að ná súkkulaði- blettum úr fötum og sófaáklæðum er hægt að verða sér úti um hjá vön- um sófakartöflum eða hreinlega hringja í Leiðbeiningastöð hús- mæðra. Gleðilega páska! -þhs/-PÁÁ Frelsarinn krossfestur Tilhlýöilegt er aö vera meö hugann viö þaö yfir páskahátíöina. Margt geta líka trúaöir fundiö sér til dundurs. lengi og þau geta yfir hátíðirnar. Margir fara á jeppum eða vélsleðum inn til fjalla og í öllum hálendisskál- um sitja menn kinn við kinn og skála fyrir páskunum og kneyfa bjór og kjamsa á súkkulaði. Að mörgu leyti eru páskarnir eins og sniðnir fyrir skíðamenn rétt eins og þeir njóti sérlegrar velvildar almættisins. Síðustu spár hóta að vísu rigningu en þeir alhörðustu láta það ekkert á sig fá. Skíöamönn- um sem herja á Bláfjöll skal bent á að sýna forsjálni og taka með sér nesti - því dýrtíðin þar er skelfileg. Kókómjólk kostar 150 krónur! Ef allt bregst á heimavelli er hara hægt að flýja til skárri landshluta. Þeir hjá íslandsflugi hafa ákveðið að fljúga á föstudaginn langa til allra áfangastaða nema Ísaíjarðar. Ferðist um páskana - en ekki til ísa- flarðar. Páskar sófakartöflunnar Gleðitíðindi fyrir alla sem nenna lítið að hreyfa sig: Bíóhúsin verða opin alla dagana og má þar sjá margt meistarastykkið. Það er hægt að lufsast inn í bíó og sitja þar ein- ar þrjár, fjórar sýningar ef maður vill losna við leiðindin fyrir utan. Popp, kók og nammi - og maður þarf ekki einu sinni á sjoppunum að halda. Sérstaklega skal mælt með stórmyndinni Traffic, með Michael Douglas og Katherine Zetu Jones, þar sem allt flæðir í eiturlyflum og lítt páskalegum hlutum. Sama er uppi á teningnum í myndinni hans Toffa um Lalla Johns. Hana verða allir samfélagslega meðvitaðir Is- lendingar að sjá. Margar frumsýningar eru líka í bíóhúsunum. Nefna má Man of Megas er aödáandi Passíusálmanna Og hann flytur þá í Skálholti á föstudaginn langa. Ómissandi páskaskemmtun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.