Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 33 Helgarblað Augu þín sáu mig kemur út á norsku og gagnrýnendur stynja af hamingju: Súrrealísk skáldsaga um ást „Óskarsstyttan gekk honum úr greipum svo að nú stefnir íslendingurinn Sjón (38) í staðinn á nóhelsverðlaunin í bókmenntum, “ segir Dag- hladet í Noregi í tilefni af útgáfu skáldsögunnar Augu þín sáu mig í norskri þýð- ingu Tone Myklebost. Skáldsagan kom út á móð- urmáli höfundar árið 1994 og hlaut Menningarverð- laun DV í bókmenntum 1995. í viðtalinu við Dag- bladet segir Sjón að Augu þín sáu mig sé „meló- drama“: „Allir reyna að vera álvarlegir og írónískir nú til dags,“ segir hann, „en það er nauðsynlegt að muna að okkur langar Uka til að hlœja og gráta. “ Þegar blaðamaðurinn stingur upp á því að íslensk list séfram- úrstefnuleg og fomaldarleg í senn og spyr Sjón álits á þeirri skoðun sinni svarar Sjón: „Hmm ... éggœti glat- að sakleysi mínu ef ég færi að velta því fyrir mér!“ „Æðisleg ástarsaga með afar frumlegri sögumannsrödd," segir gagnrýnandi Dagbladets. „Draum- ar og ímyndun leika stórt hlut- verk í frásögninni; maður getur aldrei verið viss um hvað sé veru- leiki og hvað fantasía. Hvað eftir annað gerast óskiljanlegir atburö- ir sem gera söguna býsna óvenju- lega lestrarreynslu. Sögunni er stillt upp gegn heimsslitastraum- um sem voru ráðandi á stríðsár- unum siðari og þannig verður sag- an klassísk og myrk dæmisaga um manneskjuna og fund hennar með tortímingunni. En sagan er líka bjartsýn... Augu þín sáu mig er nægtahorn af sögum innan í sögum, hugdettum, ævintýrum og draumum, en hún virkar skínandi vel vegna takmarkalauss ímynd- unarafls höfundarins og sögu- mannsgáfu hans." ... Hér leikur enginn vafi á: Með þessari skáld- sögu er nýr mikilvægur norrænn höfundur kynntur fyrir norskum lesendum." Undarleg blanda Aftenposten birtir greinina „Kaótískt ævintýri fyrir full- orðna“ og fullyrðir að sagan end- urnýi ævintýraformið. Höfundur rýninnar minnist þess að hafa hlýtt á Sjón á Ljóðahátíð í Stokk- hólmi 1997 og segir: „Ef hugtakið fjöílistamaður hefur enn þá já- kvæða merkingu þá á það tví- mælalaust við Sigurjón Birgi Sig- urðsson." Hann lítur á söguna sem umfjöllun um bókmenntalega sköpun þar sem sögumaðurinn, ég frásagnarinnar, geti einfaldlega verið sögumaðurinn en hann geti líka verið sagan sjálf. „Titillinn er vísun i Sálm 139 og bendir til þess að „faðirinn" (Löwe) hafi stöðu Guðs - eða rithöfundarins." Svo bendir hann á að lesandinn sé líka persóna i verkinu. Rýnir Dagsavisen segir að Augu þín sáu mig kippi lesandanum upp úr sínu vanabundna sæti og sig hafi svimað af öllum einkenni- legu myndunum sem bókin hafi kallað fram í hugann, „og maður spyr sig hvers konar undarlega blöndu af martröð, hitasóttarór- um og ástarævintýri maður hafi gengið í gegnum"! Ekki upplifir hann söguna sem tómt gaman: „Hér eru sagðar óhugnanlegar sögur af barnsmorðum og ofbeldi. Og það er dimmt. Öll bókin er mettuð rökkri og kæfandi lofti sem þrengir sér undir húð lesand- ans og skapar yfirþyrmandi upp- lifun af tilvistarlegri einsemd." Einmitt þessi hæfileiki til að hafa áhrif á hugarástand lesanda síns finnst honum meginkosturinn við sagnalist Sjóns. „Það er eins og öllum sögunum í bókinni sé hald- ið saman af ósýnilegum samnefn- ara sem hræri við einhverju djúpt í mannssálinni, hvísli að okkur einhverju um frumkvíðann en líka um gleöi sköpunarinnar." Augljóst er að þýðing Tone Myklebost hefur tekist með mikl- um ágætum og hefur þó ekki ver- ið létt verk. Gagnrýnendur hæla henni líka fyrir verkið en fyrst og fremst kemur fram í umsögnun- um að sagan hefur skilað sér til lesenda með öllum sínum galdri og það þarf góðan þýöanda til að koma honum óbrjáluðum á leiöar- enda. DV-MYND HARI Rithöfundurinn Sjón „Öll bókin er mettuö rökkri og kæfandi lofti sem þrengir sér undir húð lesandans og skapar yfirþyrmandi upplif- un af tilvistarlegri einsemd," segja Norömenn m.a. um sögu hans, Augu þín sáu mig. Æfingar að morgni keppnisdags kl. 10 Kynning keppenda kl. 13 -14 Keppnin hefst kl. 14 Aðgangseyrir kr. 500.- Upplýsíngar gefa Marinó 894 2967 og Gunnar 898 2099
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.