Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Helgarblað I>V Toppurinn aö leika með mömmu - mæðgurnar Þórunn Lárusdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir leika saman í söngleiknum Syngjandi í rigningu í Þjóðleikhúsinu DV-MYND E.ÓL. eltu dætur hennar hana og voru mikið í eftir því því það er einstakt tækifæri til að leika á móti mömmu og með henni og það fannst mér of gott tilboð til þess að ég gæti sagt annað en já.“ Þriggja mánaða á svið Hér minnir Sigríður dóttur sína á hið raunverulega upphaf hennar sem þátttakanda í söngleik og þær hlæja óskaplega að þessu. En hvernig er sag- an? „Ég kom fyrst fram í söngleik þeg- ar ég var þriggja mánaða fóstur," seg- ir Þórunn. „Þetta var árið 1972, þegar ég lék í Oklahoma og var þrjá mánuði gengin með hana,“ segir Sigríður. „Á seinustu sýningunni stökk ég upp í fangið á Bessa Bjarnasyni og var næstum búin að missa fóstrið og varð að liggja í rúminu í tvær vikur.“ Hlutverk Þórunnar í Syngjandi í rigningunni er hlutverk Linu Lamott sem er kvikmyndastjarna í þöglum myndum og á í erfiðleikum þegar upp- götvast að hún hefur afleita rödd og á þess vegna erfitt þegar talið kemur til sögunnar. í því atriði sem þær mæðg- ur leika saman fer Sigríður móðir hennar með hlutverk sérstaks radd- þjálfara sem er sendur á vettvang en hefur ekki erindi sem erfiði. Þórunn þarf í þessari sýningu að syngja eitt lag eins og laglaus leikkona myndi syngja það. Er það ekki snúið fyrir þig sem hefur lært tónlist frá blautu barnsbeini? „Það er vissulega snúið því ef mað- ur syngur bara illa þá er það ekkert fyndið. Þetta þarf að vera skemmtilegt svo það þarf að syngja illa mjög vel. Ég reyni að hanga utan í tóninum eins og ég get.“ Listrænt uppeldi Þórunn er í miðið af þremur dætr- um Sigríðar og Lárusar og tónlistar- um: Hvað sem þú gerir, Þórunn mín, ekki verða listamaður!. Ég var stödd í Mílanó að starfa sem fyrirsæta þegar ég viðurkenndi það loksins fyrir sjálfri mér að þetta væri það eina sem ég vildi helst af öllu gera. Fram að því hafði ég um stund ætl- að mér að verða læknir og fór á raun- greinabraut í menntaskóla til að búa Þegar ég geng inn í hið umdeilda kaffihús, Hús Málarans, á horninu á Bankastræti og Ingólfsstræti verður mér starsýnt á öll litlu börnin. í sjón- hending tel ég átta eða níu smábörn á kaffihúsinu. Ýmist er þeim haldið uppi til sýningar og aðdáunar eða þau dorma í fangi móður sinnar eða rorra i vagni við borðið. Það getur verið til- viljun en þetta lítur út eins og aðal- fundur Mæðrafélagsins. Það er slefað, hjalað og grátið á næstum öllum borð- um. Þetta er vinsælt kaffihús og ekki eru allir í reifum þarna inni því þarna sitja bæði Johnny National og Dagur B. Eggertsson. Ekki við sama borð samt. Dagur er að taía við mann, og kannski er verið að undirbúa ævisögu viðkomandi, en Johnny er í fylgd með konu sem ég veit að skrifar í blöðin. Kannski verður úr þessu viðtal, hvur veit. Hér er greinilega vinsælt að skrá hlutina hjá sér. Mamma kemur fyrst Allt er þetta þó að vissu leyti skemmtileg tilviljun því ég á einmitt að hitta móður og dóttur saman á þessu kaffihúsi. Móðirin er Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona og dóttirin er Þórunn Lárusdóttir sem er líka leik- kona. Þær mæðgur fara saman á kost- um í sýningu Þjóðleikhússins á Syngj- andi í rigningu, sem var frumsýnd síðasta föstudag og fékk frábæra dóma. Stemningin í húsinu var mögn- uð og sérstaklega var klappað af miklu afli þegar Sigríður Þorvalds- dóttir steppaði eins og sá sem valdið hefur svo ungir og liðugir leikarar áttu fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Sigríður kemur á undan og fær sér kakó en mig langar til að vita hvern- ig henni datt í hug að verða leikkona og hvernig það vildi til allt saman. „Ég ákvað þetta þegar ég var krakki," segir Sigríður. „Svo fór ég og spurði foreldra mína hvort ég mætti fara í leiklistarskóla Þjóðleikhússins sem þá var tekinn til starfa. Mamma mín rak hárgreiðslu- stofu hérna í Ingólfsstræti 6 og hún sagði að það væri allt í lagi en ég skyldi líka læra hárgreiðslu svo ég hefði einhverja trygga atvinnu. Það gerði ég og það hefur oft komið sér vel.“ Er hún svona ung? Sigríður lærði hárgreiðslu hjá móð- ur sinni og fór sfðan í tíma hjá Ævari heitnum Kvaran leikara sem undirbjó hana fyrir inntökuprófið í skólann. Hún komst inn með glæsibrag en það urðu smávegis eftirmál þegar menn áttuðu sig á aldri hennar. „Ég var aldrei spurð nákvæmlega hvað ég væri gömul því ég sagðist vera búin að læra hárgreiðslu og sjálf- sagt hafa allir haldið að ég væri eldri en ég var.“ Staðreyndin var sú að Sigríður var aðeins 15 ára gömul þegar þetta gerð- ist og því varð nokkurt fjaðrafok og vildu sumir að henni yrði ekki hleypt inn í skólann. Þá mun það hafa verið Haraldur Björnsson leikari sem setti hnefann í borðið og heimtaði að stúlk- an fengi að stunda námið fyrst hún hefði staðist prófið. Leikið í Ameríku Sigríður útskrifaðist vorið 1958 og fyrsta hlutverkið sem hún fékk í söng- leik var í Kiss Me Kate eða Kysstu mig, Kata á fjölum Þjóðleikhússins, en hún hefur leikiö í mýmörgum söngleikjum síðan, þar á meðal þeim fyrsta sem Ken Oldfield setti upp á ís- landi sem var Gæjar og píur sem margir muna eftir. Sigríður lét sér ekki nægja að út- skrifast úr leiklistarskóla á íslandi heldur hleypti heimdraganum og fór til framhaldsnáms i Ameríku og var síðan á samningi hjá Dallas Theatre Center í tvö ár sem leikkona en alls dvaldist hún fimm ár i Ameríku. „Ég kom heim þegar ég var ákveð- in í að eignast mann og börn og vildi að það væri á íslandi." í þessum svifum kemur Þórunn dóttir hennar brunandi inn úr heim- sókn til ömmu sinnar og alnöfnu sem hún viðurkennir að vera nokkuð lík. Hún ákvað ung að verða leikari. En hvernig var sú ákvörðun tekin? „Þegar ég var lítil þá má segja að foreldrar mínir hafi „varað mig við“ þessari starfsgrein. Pabbi sagði stund- Þórunn Lárusdóttir og Sigríöur Þorvaldsdóttir saman í söngieik Þær mæögur voru myndaöar skömmu fyrir aöra sýningu á Syngjandi í rigningu í Þjóðleikhúsinu. Þær segja báöar aö það sé algerlega einstætt tækifæri fyrir þær að fá aö leika í sömu sýningu. Sigríöur og Þórunn Þær hafa alltaf veriö samrýndar og þegar Sigriöur var að leika og leikstýra þá leikhúsinu þegar þær voru litlar. mig undir það. En það fór á annan veg.“ Hér er rétt að staldra við og rifja upp að faðir Þórunnar var Lárus Sveinsson trompetleikari, kórstjóri og lífskúnstner sem féll frá langt um ald- ur fram fyrir um ári. Örlögin grípa inn í Þórunn kom heim til íslands og gerði eina tilraun til að komast inn í Leiklistarskólann og komst í hinn eft- irsótta 16 manna hóp en var hafnað á lokaspretti. Var það erfitt? „Já og nei. Ég var náttúrlega fúl en er afskaplega fegin í dag því ég ákvað að fara til London og komst inn í frá- bæran skóla sem heitir Webber Dou- glas Academy og hentaði mér mjög vel. Þar kynntist ég kærastanum mín- um, James Healey, sem er leikari svo þetta hefur allt átt að vera svona eftir örlaganna skipan." Þórunn kom til íslands fyrir um tveimur árum og lék þá eitt aðalhlut- verkið í Litlu hryllingsbúðinni sem færð var upp við miklar vinsældir. Það teygðist úr dvöl hennar hér á landi og það var ekki fyrr en í nóvem- ber sl. sem hún fór aftur til Bretlands. „Þetta var erfitt fyrir okkur James en ég var svo heppin að Flugleiðir buðu mér að vera andlit þeirra erlend- is og þannig gat ég farið miklu oftar utan en ella. Það má segja að þetta samband sé í boði Flugleiða en ástin er sterk og þess vegna hefur þetta gengið vel.“ Þórunn var nýbúin að kaupa íbúð í London og var að vinna við aö gera hana upp þegar Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri hringdi og bauð henni hlutverkið í Syngjandi í rign- ingu. „Ég hugsaði mig vel og lengi um en á endanum gat ég ekki sagt nei og kom heim aftur og sé náttúrlega ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.