Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 34
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________PV Ekki hægt að keppa um séra Hallgrím - Sigurður Arnarson, prestur í Grafarvogi, talar við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um Passíusálmana, ættarveldi innan kirkjunnar og starf prestsins Kristur sótti ekki eftir félagsskap yfirstéttar heldur fór á meðal fólks- ins og predikaði. Það segir svo margt. Hann vafði ekki boðskap sinn í orðavaðal, hann talaði umbúðalaust, eins og sá sem valdið hefur. Hann er ekki af þessum heimi en lifði hér sem maður og var líflátinn vegna þess sem hann kenndi og sagði, en reis upp til eilífs lífs. Hann sigraði dauðann Lestur á Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar hefur verið ár- viss atburður á föstudaginn langa í Hallgrímskirkju, en nú fer lest- urinn einnig fram í stærstu sókn landsins, í Grafarvogskirkju þar sem sóknarböm eru um 17.500, en þeim fjölgar að jafnaði um 1200 manns á ári. Fjórtán landsþekktir leikarar og einn leiklistarnemi munu skiptast á að lesa sálmana. Leikaramir eru Gunnar Eyjólfs- son, Jón Símon Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Þóra Friðriks- dóttir, Guðrún Stephensen, Bryn- dís Pétursdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Helga Bachmann, Kjart- an Guðjónsson, Sigurður Skúla- son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir og leiklist- arneminn er Guðjón Davíð Karls- son, sonur Karls Sigurbjörnsson- ar biskups. Sálmalesturinn hefst klukkan 13.30 i Grafarvogskirkju og er áætlað að honum ljúki um klukk- an 19. „Þaö er ekki hægt að fara í sam- keppni um séra Hallgrím Péturs- son,“ segir séra Siguröur Arnar- son, sem hefur umsjón með lestr- inum, þegar hann er spurður hvort Grafarvogskirkja sé komin í samkeppni við Hallgrímskirkju. „Passiusálmamir eiga að heyrast sem víðast því aldrei er góður sálmur of oft lesinn, hvað þá góð- ur Passíusálmur. Passíusálmarn- ir hafa í rúm þrjú hundruð ár ver- ið hluti af þjóðararfinum. Þeir eru lesnir í úvarpinu ár hvert og það þykir upphefð að fá að lesa þá og það er ekki að ástæðulausu. Mér er minnisstæð gömul kona sem ég jarðsetti fyrir nokkrum árum. Hún var meö alzheimer- sjúkdóm, vissi ekki nafnið sitt og þekkti ekki bömin sín, en þegar hún heyrði Passíusálmana lesna þá fylgdi hún mörgum erindum eftir orðrétt og fipaðist ekki.“ Sr. Sigurður segir það sér mik- ið hjartans mál, eins og öðrum prestum Grafarvogskirkju, séra Vigfúsi Þór Árnasyni og séra Önnu Sigríði Pálsdóttur, að Passíusálmarnir séu lesnir þar upp og segir að þau vilji helst gera þetta að árlegum sið. Hann vitnar einnig i orð Gunnars Eyjólfssonar leikara, sem tekur þátt í upplestrinum, en hann sagði að skylda ætti hvern einasta leiklistarnemanda til að lesa Passíusálmana i náminu og leyfa þeim að komast að hjarta sínu. lýsa prestsstarfinu sem afar gef- andi starfi, og mun meira gefandi en hægt er að koma í orð og ekki spillir að hafa í veganesti auk Biblíunnar perlur eins og Passíu- sálmana." Ættarveldi Sigurbjarnar Sr. Sigurður er tengdasonur Karls Sigurbjörnssonar biskups sem er, eins og alkunna er, sonur Sigurbjarnar Einarssonar bisk- ups. Sigurður brosir þegar hann spurður hvort ekki megi tala um ættarveldi Sigurbjarnar Einars- sonar innan kirkjunnar. „Það er efalaust eitthvað talað um slíkt, en maður heyrir minnst af því sjálfúr," segir hann. „Fjórir synir hans og Magneu Þorkels- dóttur eru vígðir, einn tengdason- ur, ein tengdadóttir og svo er ég giftur barnabarni þeirra hjóna og eitt barnabarnanna er með BA- próf í guðfræði, eins er eitt barna- barnið trúlofað presti. Þetta er fjölskylda sem dýrmætt er að eiga að. Hjá þessu góða fólki er hlýja, hógværð og dýrmæt trúrækni ásamt heiöarleika og sjálfsaga. Það eru þessi einkenni sem koma fyrst í huga minn þegar ég lýsi þessari fjölskyldu." Séra Sigurður og kona hans eiga ungan son. Vex honum ekki í augum að ala upp barn í heimi þar sem rætt er um í fullri alvöru að klóna menn? „Þú meinar, heimur versnandi fer,“ segir hann og bætir við: „Að eiga barn er kraftaverk. Það er mikil áskorun að rækta það og veita því allt það besta sem mað- ur getur veitt. Það er metnaður allra foreldra að skOa góðum ein- staklingum út í þjóöfélagið." Guð sér um slna Ýmis hneykslismál hafa dunið á þjóðkirkjunni undanfarin ár og þegar Sigurður er spurður hvort kirkjan geti borið sitt barr eftir slík áföll segir hann: „Kirkjan verður fyrir áföllum eins og aðrar stofnanir þjóðfélags- ins, „þar eru misjafnar skoðanir og áherslur, en lykilatriðið er að fólk þar sem annars staðar virði hvert annaö og vinni saman, hlið við hlið, þó það taki efalaust á. En gleðin á líka að vera með trúnni, voninni og kærleikanum. Svo er það nú einu sinni svo að kirkjan er fólkiö sem í henni er og Guð sér um sína.“ - Heldurðu að Kristur hafi ver- ið róttæklingur? „Hvað er róttæklingur? Kristur umgekkst meðal annars fólk sem var ekki hátt skrifað í þjóðfélag- inu, eins og við sjáum af frásögn- um af hórseku konunni og toll- heimtumanninum og víðar. Krist- ur sótti ekki eftir félagsskap yfir- stéttar heldur fór á meðal fólksins og predikaði. Það segir svo margt. Hann vafði ekki boðskap sinn í orðavaðal, hann talaði umbúða- laust, eins og sá sem valdið hefur. Hann er ekki af þessum heimi en lifði hér sem maður og var líflát- inn vegna þess sem hann kenndi og sagði, en reis upp til eilífs lífs. Hann sigraði dauðann." - Finnst þér að prestar eigi að skipta sér af þjóðfélagsmálum? „Þá varðar allt mannlegt." Tímalaus tónn Sr. Sigurður segir breytilegt hvaða Passíusálmur sé í mestu uppáhaldi hjá sér, en segist þó vilja nefna 44. sálm, sem geymir erindi eins og: „Vertu Guð faðir, faðir minn“, og 27. sálm: „Víst ertu, Jesú, kóngur klár.“ Hann segir sammannlegan og tímalaus- an tón í Passíusálmunum. „Þar er fjallað um þjáninguna, kvölina og sorgina á þann veg að það dýpkar skilning þess sem les Passíusálmana eða iilustar á þá.“ í starfi sínu sem prestur hefur sr. Sigurður orðið vitni að mikilli sorg fólks við ástvinamissi og önnur áföll. „Þegar fólk mætir sorginni þá getur það átt sér stað að fólk fjar- lægist Guð eöa nálgast. Sorgin getur breytt sambandinu við Guð. Passíusálmarnir færa mann þó nær Guði. Ég hef fundiö að reiðin getur látið á sér kræla þegar áföll dynja yfir, en þetta getur veriö falin reiði sem fólk viðurkennir ef til vill ekki fyrir sjálfu sér. Prests- starfið tekur oft á en maður finn- ur líka fyrir miklu þakklæti því það er eins og það styrki fólk þeg- ar til þess kemur boöberi krist- innar trúar. Þannig er hægt að Siguröur Arnarson er prestur í Grafarvogi „Passíusálmarnir hafa í rúm þrjú hundruö ár veriö hluti af þjóöararfmum. Þeir eru lesnir í úvarpinu ár hvert og þaö þykir upphefö aö fá að lesa þá og þaö er ekki aö ástæöulausu. Mér er minnisstæð gömul kona sem ég jarðsetti fyrir nokkrum árum. Hún var með alzheimer-sjúkdóm, vissi ekki nafniö sitt og þekkti ekki börnin sín, en þegar hún heyröi Passíusálmana lesna þá fytgdi hún mörgum erindum eftir orörétt og fipaöist ekki."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.