Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Monica Lewinsky Monica hneykslaöi áheyrendur nýlega þegar hún sagöist vita hvernig gyðingum í Þýskalandi Hitlers hefði liöiö því hún heföi þolaö svipaöar ofsóknir. Monica Lewinsky: Líður eins og gyðingi Monica Lewinsky var ákaflega fræg stúlka um það leyti sem dóm- stólar og fjölmiðlar í Ameríku fjöll- uðu ítarlega um það sem hún og Clinton forseti gerðu saman þegar þau voru aö vinna fram eftir. Eftir að það fjaðrafok gekk yfir hefur Monica aðallega viðhaldið frægð sinni með því að auglýsa megrunar- kúra. Fljótlega varð mönnum þó ljóst að hún var ekki rétt heppilegt megr- unarmódel því hún át jafnharðan á sig aftur öll aukakíló sem henni tókst að skrúfa af sér með ærinni fyrirhöfn. Monica gekk fram af áheyrendum sínum á dögunum þegar hún var að halda ræðu um lífsreynslu sína og likti sjálfri sér við fórnarlömb út- rýmingarherferðar þeirrar sem Hitler fór gegn gyðingum á sinum tíma. Þetta þótti mörgum of langt gengið þvi þótt Monica litla hafi ef til vill sætt ofsóknum þá var líf hennar aldrei í hættu. Góði hirðirinn hirðir allt Það er vel við hæfi að heimsækja verslun sem ber nafnið Góði hirðirinn þegar páskamir nálgast. Jesús sagði að góði hirðirinn legði líf sitt í sölumar íyrir! sauðina og mér þótti sem Kristur sjálfur stæði við dyrnar þegar ég gekk inn í þennan nyfjamarkað Sorpu við Hátún 12 í Reykjavík. Ég spyr Sólrúnu afgreiðslu- stúlku um nathið á versluninni en hún kannast ekki við að það sé nokkuð kristilegt þó að orðaleikurinn sé augljós. „Við hirðum svo margt,“ segir hún og brosir. Ekki er samlíking- in þó alveg út í bláinn vegna þess að líknarfélögin njóta ágóðans af þeim Qölmörgu hlutum sem stoppa hjá Sorpu. Siðasta ár fékk Félag dauf- blindra fjárstuðning frá Góða hirðin- um. Sólrún segir mér að Sorpa hafl stofnað verslunina vegna þess hve margt féll til af heillegum hlutum. Nú er svo komið að margir koma beint i Góða hirðinn með dót sem þeir ekki að nota lengur en halda að gagnast öðrum. „Af einhveijum ástæð um er mest komið með af stólum," seg ir Sólrún. „Og það er líka heilmikil eft irspum eftir þeim,“ segir hún lög að mæla: í stöílum eru þama hæg indastólar, skriíborðsstólar, eldhús- stólar og kollar. Hverjir sitja i öllum þessum stólum? er ekki úr vegi að hugsa. bjórglös og styttur. Ein styttan er af brúðhjónum að kyssast. Ég hendi mér í háan bókastafla og gramsa i honum nokkra hríð. Hér era bækumar ekki verðlagðar eft- ir titlum heldur kosta þær ýmist 200 eða 400 krónur. Þama é ég samtöl Matthíasar Jo- hannessens í tveimur bind- um. Matthías notaði víst aldrei upptöku- tæki í viðtölum - ekki einu sinni þegar hann skrifaði í kompaníi við allífið. Hann er öfunds- verður af stálminni sinu. Matthías og mánaðarstellin t Góða hirðinum ægir öllu saman. Þama eru ísskápar og þvottavélar sem maður efast einhvem veginn um að þjóni enn tilgangi sínum og þama er líka flnasta antik. Mér verður starsýnt á æðisgengna ritvél sem áreiðanlega var notuð um aldamótin næstsíðustu - og dauðlangar að kaupa hana - en hún kostar 7000 kall og ég tími því ekki. Borðbúnaður ýmiss konar virðist vera í stöðugri endumýjun. Má sjá glitta í mánaðarstellin vinsælu, sem sumar húsmæður era enn að safna, Stæður af drasli Boröbúnaöur er eitt af því marga sem neysluþjóöfélagiö losar sig viö. „Fólk vill þæöi losna viö stóla og kaupa stóla, “ segir Sólrún afgreiðslustúlka. Ókeypis hamborgarapressa Maður kemur inn og hefur augastað á gríðarstóra skrifborði. „Þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur,“ segir afgreiðslumaður og bisar við aö losa skrifborðið sem er fast undir DV-MYNDIR BRINR Fyrir safnara Hjá Góöa hiröinum ægir öllu saman alls konar drasli. Þeir koma því varla út um dymar. Ég sé stórmerkilega hamborgara- pressu sem mér þykir tilhlýðilegt að færa vinnufélaga mínum þegar ég kem til baka úr leiðangrinum. Hamborgara- pressan er nauðsynlegt tæki vilji mað- ur búa til hamborgara heima. Ég spyr afgreiðslustúlku hvað hún kosti og hún svarar mér til undranar að ein hamborgarapressa kosti tíkall en ef ég kaupi tvær séu þær ókeypis. Hún bæt- ir við að regla númer eitt í Góða hirð- inum sé að hlutina dagi þar ekki uppi. „Svona viðskiptahættir mættu tíðkast víðar," hugsa ég glöð og geng út með tvær hamborgarapressur, bók, tvo bolla og undirskálar, sæta kanínu til að hengja í bíl. Þetta kostaði innan við fimm hundruð krónur. Góði hirðirinn er sannanlega góður við öreigana. -þhs Hallgrímur Helgason Guðni Ágústsson sagði í Kastljósi að hann hefði kynnst grænmeti seint á ævinni. Hann var orðinn sautján ára þegar hann sá rauða papriku í fyrsta sinn. Hann varð strax mjög hrifmn. Það var í KÁ á Selfossi. Hann keypti eina og gaf mömmu sinni í afmælisgjöf. Það urðu allir voða hissa þegar nýja flna styttan í gluggakistunni fór að skreppa saman og mygla eftir nokkra daga. Þetta sem var svo glansandi fínt í búðinni og hafði kostað 2.700 krónur. Þegar Guðni sá þetta sagði hann strax: „Abbababb, bíðiði nú við“ Fjölskyldunni fannst hann komast vel að orði og þama fóru menn fyrst að segja Guðna að hann ætti kannski að fara útí póli- tík. Nú eru í undirbúningi í landbún- aðarráðuneytinu svokallaðir neyslustyrkir. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem ráðherra hef- ur sjálfur nefnt „Það borgar sig að borða“. 60 fjölskyldur munu taka þátt í verkefninu sem er ætlað að koma til mótvægis við andstöðu neytenda við framleiðslustyrki og vemdartolla. Hver fjölskylda fær 16.000 króna styrk á mánuði til kaupa á grænmeti. Á blaðamannafundi til kynning- ar á verkefninu sagði landbúnaðar- ráðherra meðal annars: „íslending- ar eru hraust og fallegt fólk vegna þess að þeir borða mikinn fisk“ og fiskurinn „borðar mikið grænmeti, en með þessari áætlun ætlum við að stytta leiðina „Úr haga í maga“, sleppa þeirri krókaleið sem ég kýs að kalla „Úr sjó í þjó“.“ Á íslandi er mikið rok. Hér er ir ætti að kyssa íslenska fangann, venja undir hann kvenmann og segja svo við hann „farvel Frans“. Þá mætti fylla Litla Hraun af pappa- föngum. Það góða við pappafanga er það að þeir brjóta ekki af sér þegar þeir koma aftur út. Þeir eru bara brotnir saman. Þetta myndi spara pappírskostnað hjá lögreglunni vegna þess að ekki þarf eins margar pappalöggur til að hafa eftirlit með pappakrimmum eins og með alvöru krimmum. Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna, er æðislegur. Hann lítur út fyrir að vera algjör neytandi. Hann lítur út fyrir að vera í botnlausri neyslu. Það er eins og hann verði að smakka allar vafasömustu vörur landsins. Þetta er örugglega erfitt starf. Það er eins og hann sé stöðugt þjakaður af kam- fýlóbakter og salmonellu. Kannski þess vegna sem hann er alltaf svona neikvæður. Ég hélt alltaf að það væri prentvilla hjá starfsmönnum sjónvarps að skrifa neitendasamtök- in með ufsiloni. Árni Johnsen vill láta lýsa Hell- isheiðina. Af þvi hann kemur stund- um keyrandi frá Þorlákshöfn seint á kvöldin. Það mætti samt alveg segja honum að það sé styttra að fara Þrengslin. Það var Eggert Haukdal sem upp- haflega átti hugmyndina að því að lýsa Hellisheiðina. Það mætti kannski splæsa lýsingu á Eggert í leiðinni. Það myndi örugglega ekki draga úr ferðamannastraumi á Njáluslóðir að bæta þar við einni mannlýsingu. Mér flnnst að Jón Steinar Gunn- laugsson ætti að bjóða Illuga Jökuls- Guönagrín ekki hægt að rækta neitt nema i skjóli. Þess vegna verða vemdartoll- arnir að vera mjög háir. íslenskir grænmetisbændur eru mjög nauðsynlegir. Eða hverjir aðr- ir eiga þá aö halda uppi verðinu I þessu landi? Staðreyndin er bara sú að íslend- ingar vilja helst ekki borða ódýran mat. Ekki frekar en þeir vilji borða ósoðinn mat. Samt hefur nú heyrst að nokkrir garðyrkjubændur hyggist söðla um og láta af garðyrkju í ljósi nei- kvæðrar umfjöllunar síðustu daga. Þeir hyggjast þess í stað einbeita sér alfariö að rányrkju. Guðni Ágústsson kemst oft vel að orði. Hann er svo vel varaformaður. Það eru einmitt svona varir sem maður gæti hugsað sér að Keikó sé hrifinn af. Maður hefur samt áhyggjur af þvi að Guðni ætli að kyssa Keikó, af því hann er búinn aö kyssa íslensku kúna. En kannski smitast gin- og klaufaveiki ekki með kossum. Mér finnst samt fallegt til þess að hugsa að landbúnaðarráð- herra vilji kyssa dýrin. Það gæti líka orðiö ágæt aukabúgrein, það er að segja ef ráðherrann væri til i að kyssa fleiri tegundir en kýr og hval. Ég er viss um að „kysstur hákarl" myndi slá í gegn. Allavega ef hann er kysstur af ráðherra. Mér finnst að fleiri ráðherrar ættu að kyssa þaö sem heyrir undir þá. Sif mætti kyssa íslensku rjúp- una. Páll Pétursson ætti að kyssa ís- lenska nýbúann. Sólveig Pétursdótt- Hailgrímur Helgason skrifar syni með sér í siglingu um Karab- íska hafið. Þá myndum við vera laus við þá í nokkrar vikur og svo myndu þeir líka kannski fara á trúnó inní káetu sem gæti kannski endað með því að Jón Steinar myndi lána Illuga gemsann sinn svo hann gæti bara hringt í Sigga Svarta og talað út um öll þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Á bakaleiðinni gæti svo Jón Steinar kannski dress- að Illuga upp í fríhöfninni i Or- lando. Alveg er ég viss um að Odd- ur Þórisson á Skjá einum yrði því feginn. Við erum allavega öll dauðslif- andi fegin þvi að Davíð hafl ákveð- ið að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Hver þarf svoleiðis apparat á góðær- istímum? Hún var orðin eins og Veðurstofan á Kanarí. Algjörlega óþörf. Davíð gekk samt kannski full- langt þegar hann hitti Jaques Chirac og Frakklandsforseti fór að býsnast yfir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og sagði að það kæmi ekki annað til greina en að ísland tæki þar sæti. Davíð tók undir það: „Yes, if it will be a problem, I will just put it down.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.