Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 52
'^60 Lífið eftir vinnu FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 DV Jóhannesarpassían BWV 245 eftir Jóhann Sebastían Bach verður flutt í Langhoitskirkju á föstudaginn langa. Margt róm- að söngfólk syngur með kórnum sem er nú sem endranær undir stjórn Jóns Stefánssonar. Bergþór er Krístur Jóhannesarguðspjallið er grunn- urinn að Jóhannesarpassiu Jóhanns Sebastíans Bach og er einkar viðeig- andi að flytja það um páska því frá- sögnin hefst á síðustu kvöldmáltíð- inni að kvöldi skirdags. Raktir eru atburðir síðasta sólarhrings í lifl Jesú sem endar með því að hann er krossfestur og líkami hans lagður 1 gröfina. Bach hefur stundum verið nefnd- ur fimmti guöspjallamaðurinn vegna þessa verks þar sem frásögnin er undirstrikuð og dýpkuð með stór- kostlegri tónlist. Verkinu má líkja við óperu vegna þess hve hröð fram- vindan er. Kór Langholtskirkju svið- setti verkið síðast þegar það var flutt og vakti sá flutningur mikla athygli. Það er guðspjallamaðurinn sjálfur sem segir söguna en í Þorbjörn Rún- arsson fer með hlutverk hans. Aðrir einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir sópran, Nanna María Cortes alt, Eiríkur Hreinn Helgason sem Pilatus auk þess sem hann syngur aríur og Bergþór Pálsson sem syngur aríur auk þess sem hann er Jesús Kristur. Það er Kammersveit Lang- holtskirkju sem leikur með og konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. Leiðtogi kórsins og stjórnandi er sem fyrr Jón Stefáns- son. Glæsileg kirkjutónverk Fyrir tónlistarunnendur eru passí- urnar tvær eftir Bach einhver glæsi- legustu kirkjutónverk sögunnar og er sorglegt til þess að hugsa að talið er að þrjár passíur um frelsarann hafi eyðilagst. Afrit þeirrar þriðju, Markúsarpassíunnar, eyðilagðist í seinni heimsstyrjöldinni eins og fleiri ómetanleg menningarverð- mæti. Jóhannesarpassían er fyrsta pass- íuverk Bachs. Textinn er að mestu eftir Barthold Heinrich Brockes sem lifði frá 1680-1747. Frægustu verk hans voru notuð af mörgum tón- skáldum. Texti Brockes er að mestu leyti úr 18. og 19. kafla guðspjallsins. Fjallar hann um handtöku, yfir- heyrslu og krossfestingu Krists. Tónleikarnir verða í Langholts- kirkju föstudaginn langa sem að þessu sinni ber upp á þrettánda dag mánaðarins. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og 20. Miðasala er í Lang- holtskirkju og í síma 520 1300 og er miðaverð 2.500 kr. Sunnudagur •Klúbbar ■ PÁSKAPJAMM Á THOMSEN Opiö frá miö- nætti fram á morgun! Margeir hjálpar þér aö hrista páskaspikiö af þér alla nóttina á Kaffi Thomsen. Lifandi ásláttur og páskaleynigest- ur. Nánari uppl. Á www.thomsen.is þegar nær dregur. ■ SKUGOINN í PÁSKAHAM Nökkvl dj í búr- inu á Skuggabarnum. Rautt og hvitt í byrjun, 500 kall inn eftir miönætti, 22 ára aldurstak- mark, chill í gyllta salnum, kynlíf og vesen í loftinu. •Krár ■ ÍRAFÁR Á GAUKNUM Stuösveitin írafár, meö Birgittu fléttu innanborös, feykir páskasleninu af gestum Gauks á Stöng. ■ HÉTTIR SPRETTiR Á KRINGLUKRÁNNI Gleðisveitin Léttlr sprettlr heldur uppi fjörinu á Kringlukránni fram eftir nóttu. ■ MAGGI LEOO Á VEGAMÓTUM Gussguss- ___ ray PÁSKATILBOÐ 40% AFSLÁTTUR AF EGGJUM AILT AÐ 70% AFSLÁTTUR AF ÖÐRUM VÖRUM Barónsstíg 27 - S: 562 7400 arinn Maggi Lego sér um tónaflóö á Vega- mótum. ■ NASISTAMELLUR Á DUBUNER Hinn feiki lega hressi dúett, Naslstamellurnar, flytur þaulæföa og vandaöa skemmtidagskrá á hinu sívinsæla öldurhúsi, Dubliner. Nasistamell- urnar eru þeir Ingvar Valgeirsson, söngmaöur og gítarleikari, og Stefán Örn Gunnlaugsson, söngmaöur og píanisti, og samanstendur prógrammiö af skemmtilegum lögum og bráö- skemmtilegum lögum. ■ RÚNI JÚLL Á PLAYERVS Eilfíöarrokkhund- urinn Rúni Júll mætir ásamt á hljómsveit sinni á Player'sí Kópavogi og tjúttar feitt. ■ STUÐ Á KAFFI REYKJAVÍK Stuðbandiö Hálft í hvoru sér um fjöriö á Kaffi Reykjavík frá miðnætti. ■ SÆLUSVEITIN Á GULLÖLDINNI Hljóm sveitin Sælusveitin leikur á Gullöldinnl i kvöld. ■ TÚKALL Á SKÚLA FÓGETA Dúóiö Túkall í banastuði, eins og þeim einum er lagiö, á Skúla fógeta •Klassík ■ DAGSKRÁ í ÞORGEIRSKIRKJU Hátíðar guöþjónusta veröur haldin í Þorgeirskirkju aö Ljósavatni I tilefni loka kristnihátíöar kl. 14. Kór prestakallsins undir stjórn Dagnýjar Pét- ursdóttur syngur. Einsöngvari er Elma Atla- dóttir. Marika og Jaan Alavere leika á fiölur. Sóknarpresturinn, sr. Arnaldur Báröarson, prédikar en sr. Pétur Þórarinsson og sr. Sig- hvatur Karlsson þjóna fyrir altari. í lok messu flytur Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ávarp. ■ HÁTÍÐARTÓNLEIKAR í HÚSAVÍKUR- KIRKJU í framhaldi af hátíðarmessu í Þor- geirskirkju eru haldnir hátíöartónleikar í Húsavíkurklrkju kl. 17 í tilefni loka kristnihá- tíöar og er dagskráin mjög fjölbreytt. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judlt György við undirleik Aldár Rácz. Einnig leikur Adrienne D. Davlsá þverflautu. Gospelkór Húsavíkur syngur undir stjórn Fjalars Freys Einarssonar viö undirleik Kaldo Kiis. Auk þess sem margt annað eyrnakonfekt verður í boöi. •Sveitin ■ GREIFARNIR Á ÍSAFIRÐI Hinir langlífu Grelfar mæta með rísandi sól á ísafjörö og skemmta Vestfirðingum í Sjallanum. ■ KARMA Á VIÐ POLUNN Hljómsveitin Karma meö eilífarrokkarann Labba í broddi fylkingar sér um fjörið á Viö pollinn. ■ LAND OG SYNIR í STAPANUM Hreimur sæti og félagar í Landi og sonum heilia Suö- urnesjadísir upp úr skónum á Stapanum, Reykjanesbæ. ■ EÁSKABALL í. EGILSBÚÐ Stuöboltarnir I Buttercup sjá um feikna fjör é páskaballl í Eg- llsbúö i Neskaupstað. ■ SKUGGABALDUR Á AKRANESI Diskórokk- tekiö og plötusnúöurinn Dj. Skuggabaldur þeytir skífum á H-Barnum á Akranesi frá miö- nætti í kvöld. Tónlist Skugga er fjölbreytt Brit- ney Spears, Rammstein og allt þar á milli. Þaö kostar 500 kall inn. ■ SÁLARDANSLEIKUR Á HÓTEL SELFOSSI Þaö eru naglarnir í bandinu Sálln hans Jóns míns sem sjá um stuöiö á dansleik á Hótel Selfossl i kvöld. ■ SÓLDÓGG Á HÚSAVÍK Stuögrúppan Sól- dögg sér um fjöriö á Hótel Húsavík. Leikhús ■ KRAAK OG POCKET OCEAN íslenskl dansflokkurinn sýnir í kvöld, klukkan 20, verk- in Kraak een og Kraak twee eftir Jo Strömgren og Pocket Ocean eftir Rui Horta á Stóra sviöi Borgarleikhússins. •Kabarett ■ HERRA BREAKBEAT.IS Á 22 Úrslitakvöld Herra Breakbeat.is er haldiö á Café 22 þar sem 29 karlmenn keppa um þennan eftir- sótta titil og hefst fjöriö kl. 0.30. Hægt er aö taka þátt í vali á Herra Breakbeat.is á www.breakbeat.ls til 14. apríl. Kynnir á kvöld- inu verður rödd guös sjálf, Jón Atli. í eftirpar- tíinu sér breski plötusnúöurinn dj. Panik um skífusteikingar ásamt bestu plötusnúðum ís- lands. Aðgangseyrir er 500 kall og aldurstak- mark er 20 ár. Mánudagur J 16/4 •Klassík ■ TÓNLEIKAR í GLERÁRKIRKJU Kór Dalvík- urklrkju og Kirkjukór Ólafsfjaröar veröa meö tónleika í Glerárklrkju á Akureyri og hefjast þeir klukkan 17. Einsóngvari meö kórunum er Marta G. Halldórsdóttir sópran. Hljóöfæra- ieikarar eru þau Anna Podhajska og Marcin Lazarz fiöluleikarar, Pawel Panasluk sellóleik- ari og Pétur Ingólfsson kontrabassaleikari. Dóróthea Dagný Tómasdóttlr leikur á orgel og Lidia Kolosowska á píanó. Stjórnendur kór- anna eru þau Hlín Torfadóttlr og Jakub Kolosowski. Á efnisskrá er meöal annars Missa brevis (lítil orgeimessa) eftir Joseph Haydn, Laudate domlnum eftir W.A Mozart, Panis angelicus eftir César Franck og Ave María eftir Hans Nyberg. ©Leikhús ■ BALL í GÚTTÓ Sýning á leikritinu Ball i Gúttó eftir Maju Árdal hjá Leikfélagi Akureyr- ar kl. 20. Kanadísk/íslensk sýn á ástandsár- in hér á landi. Miöasala opin alla virka daga nema mánudaga frá 13-17 og fram aö sýn- ingu sýningardaga. Sími 462-1400. ■ VÍST VAR INGJALDUR í RAUÐUM SKÓM Áhugamannaleikhúsiö Hugleikur sýnir í Tjarn- arbíói verkiö Víst var Ingjaldur á rauðum skóm eftir þær Hjördísi Hjartardóttir, Ingi- björgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdótt- ur í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Miöa- pantanir í síma 551 2525 og sýningin hefst klukkan 20. •Fyrir börnin ■ ÁRBÆJARSAFN OPH) í tilefni af 40 ára vígsluafmæli safnklrkjunnar í Árbæjarsafnl veröur messa klukkan 14. Prestur er séra Þór Hauksson sóknarprestur i Árbæjarkirkju. Jafn- framt veröanokkur safnhúsanna opin og munu leiösögumenn taka á móti gestum í Árbæ, Suöurgötu 7 og Lækjargötu 4 en þar er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býll til borgar. Einnig veröur Dlllonshús opiö og veröur þar boöið upp á Ijúffengar veitingar. Safnhúsin verða opin frá klukkan 13 til 17 og veröuraö- gangur aö safninu ókeypis þennan dag. •Feröir ■ DAGSFERÐ ÚTIVISTAR Feröafélaglö Útl- vlst stendur fyrir dagsferö um gömlu þjóöleiö- ina Skógfellavegur-Grindavík. Þriðjudagur •Krár ■ STEFNUMÓT A GAUKNUM Enn eitt flotta stefnumótakvöldiö á Gauki á Stöng. Nánari Uþplýsingar á www.undirtonar.is. K1 assik ■ LIÓÐAHÁTÍÐ Fyrsti Ijóöaupplestur af þrem sem haldnir eru tilefni útkomu Ijóðabókarinn- ar Lif í Ijóðum er í Þjóðmenningarhúsinu og hefst kl. 20.30. Höfundarnir Sigurður Páls- son, Þorstelnn frá Hamri, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Kristján Þóröur Hrafnsson og Sigur- björg Þrastardóttir lesa verk sin. Hjalti Rögn- valdsson les Ijóö Kristjáns Karlssonar og Matthiasar Johannessens. •Siöustu forvöð ■ KRISTINN OG JÓNAS í LISTASAFNINU Á AKUREYRI í dag kl. 16 lýkur sýningum á verk- um KristinsG. Jóhannssonar og Jónasar Viö- ars i Listasafninu á Akureyri. Sýning Kristins ber yfirskriftina „Garöljóö" en sýning Jónas- ar „Portrait of lceland". Kristinn (f. 1936) nam myndlist á Akureyri, í Reykjavík og Ed- inborg og hélt sína fyrstu málverkasýningu 1954, aöeins sautján ára aö aldri. Allar göt- ur siöan hefur Kristinn veriö virkur á sýning- arvettvangi jafnframt því aö hafa starfaö sem skólastjóri, ritstjóri og pistlahöfundur. Hann leitar fanga í fingeröar lífæöar náttúr- unnar milli þess sem hann dregur upp svip- miklar myndir af mannlifinu og húsunum í bænum. Landslagsmálarinn Jónas Viöar (f. 1962) tilheyrir þeirri kynslóö islenskra myndlistarmanna sem tekiö hefur tölvu- tæknina í sina þjónustu. Jafnframt þvi aö reyna á þanþol heföarinnar sækist hann eft- ir aö beisla þær samfélagslegu aöstæöur sem viö.búum viö. í öörum klefa vestursal- arins er aö finna vinnustofu Jónasar eins og hún leggur sig og geta áhorfendur spjallaö viö listamanninn um leiö og þeir viröa fyrir Miðvikuda^ur, sér verk hans. •Krár ■ FORSOM Á GAUKNUM Hljómsveitin For- som heldur uppi næturlöngu stuöi á Gauki á Stöng. f/Bö 1 1 ■ ANNA VILHJÁLMS í VORSVEIFLU Anna Vilhjámsdóttir og hljómsveit hennar veröa meö dansleik í Danshúsinu Glæsibæ í s ö f n Sögusveitin Árbæjarsafn er opin annan í páskum vegna vígsluafmælis kirkjunnar Þeir sem eiga erfitt með að leggja mikið land undir fót geta skellt sér upp í Árbæjarsafn og skoðað uppruna sinn án þess að þurfa að borga krónu. Messað á Árbæjarsafni Um helgina veröa liðin 40 ár frá vígslu safnkirkjunnar í Árbæjar- safni. Af því tilefni verður messað þar annan í páskum, þann 16. apr- íl næstkomandi, klukkan tvö. Prestur er séra Þór Hauksson sem er sóknarprestur í Árþæjarkirkju. Nokkur safnhús verða einnig opin og taka leiðsögumenn á móti gestum i Árbæ, Suðurgötu 7 og Lækjargötu 4 en þar er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. í Dillonshúsi verður opið og boðið upp á ljúffengar veitingar. Þessi hús verða opin frá klukkan eitt til fimm. Aðgangur að safninu er ókeypis þennan dag. Kirkjan á uppruna sinn á Silfra- stöðum í Skagafirði en þar var reist torfkirkja árið 1842. Smiður var hinn frægi Jón Samsonarson sem einnig smíðaöi Víðimýrar- kirkju. Árin 1960-61 var kirkjan á Árbæjarsafni reist úr viðum gömlu Silfrastaðarkirkjunnar. Þá gegndi kirkkjan hlutverki sóknar- kirkju fyrir Árbæjarsókn en á þessum árum var Árbæjarhverfið að rísa. Messur eru í kirkjunni á sumrin og á aðventu en kirkjan hefur auk þess verið vinsæl fyrir athafnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.