Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Side 37
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 DV 45 Helgarblað w I I „Þegar maður vinnur með góðu fólki er það alltaf góð blanda af örvun og metnaði. Ég býst við því að það verði líka þannig núna. Ég hef ver- ið að undirbúa mig og ég cetla virkilega að standa undir væntingum þjóðarinnar. íslendingar líta nefnilega alltaf á svona hluti eins og kappleiki. “ hef verið að undirbúa mig og ég ætla virkilega að standa undir væntingum þjóðarinnar. íslend- ingar líta nefnilega alltaf á svona hluti eins og kappleiki," segir Diddú og hlær. „Nú er ég eins og „strákarnir okkar““. Elvis höföaði aldrei til mín Og Diddú hefur lengi verið „okkar manneskja". Nítján ára var hún orðin landsfræg söng- kona með Spilverki þjóðanna, en hún byrjaði miklu fyrr að láta frá sér heyra, eins og títt er um söngvara. „Þó að ég muni ekki ljóst eftir því þá var ég ung að árum farin að þenja raddböndin. Ég kem af mjög söngelsku heimili og var snemma uppnefnd nöfnum óperu- söngkvenna," segir Diddú. „Elvis höfðaði til dæmis aldrei til mín, heldur var það klassíkin sem ég fékk beint í æð þó að djassinn þætti mér líka heillandi og góð dægurmúsík. Uppáhaldssöngkon- urnar strax í æsku voru Nana Mouskouri, Mahaelia Jackson og ekki síst söngkonurnar okkar, dívurnar Gunna Sím, María Markan og Ellý Vilhjálms. Söng- konur af því tagi sem gengu beint inn í hjartað.“ Hún kynntist svo Spilverks- drengjunum i leiklistarskóla S.Á.L. þar sem þeir voru nokkurs konar hirðskáld. Á þessum árum segist Diddú mjög mikið hafa ver- ið að þreifa fyrir sér. Hún hætti í MR áður en hún lauk stúdents- prófi - en atburðirnir leiddu hver af öðrum. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég ætlaði mér aldrei að fara út í það að vera söngkona. Ég vann á Kleppsspítala í sex sumur og var alveg staðráðin í að velja mér starf í heilbrigðisgeiranum - verða lyfjafræðingur eða hjúkka," segir Diddú og það er ekki erfitt að sjá hana fyrir sér sem líknandi hjúkrunarkonu á borð við Flor- ence Nightingale. Missti röddina í miðri upp- töku Það kvað við nýjan tón með til- komu Spilverksins á þessum árum og Diddú segir að samstarf- ið hafi verið frjótt og hún búi að því alla ævi. „Ómeðvitað notaði ég röddina rétt og þetta lá allt frekar eðlilega fyrir en fólk fór að pikka í mig og hvetja mig til þess að reyna fyrir mér í klassísku söngnámi. Mér fannst það lengi vel svo fjarri mér, en ákvað samt að slá til.“ í söngnáminu gekk á ýmsu. Þegar söngvarar byrja að beita röddinni í söngnámi þá eru þeir að nota vöðva sem þeir hafa ekki notað áður og við það myndast togstreita í líkamanum og rödd- inni. Diddú rifjar upp vonda minn- ingu sem tengist martröð hvers söngvara. „Ég var að syngja inn á barna- plötuna Emil í Kattholti og missti röddina í miðri upptöku. Platan varð að klárast í hvelli vegna þess að hún varð að koma út fyrir jól- in en ég var raddlaus. Þetta leyst- ist á þann veg að systur mínar fóru í prufu og sú þeirra sem hafði tón sem var líkastur mínum var valin til þess að klára að syngja." Svaf á sinfóníutónleikum „Á þessum tíma réðust örlög mín,“ segir Diddú. „Ég kynntist núverandi eiginmanni mínum, Þorkeli, sem var í tónlistarnámi og fór skömmu síðar í framhalds- nám til London. Ég ákvað að fara með honum til að elda ofan í hann og kynna mér músíklífið í London en ég var á báðum áttum hvort ég ætti að halda áfram söngnáminu. Það var alltaf eitthvert vesen með röddina og það þótti mér óskap- lega pirrandi." Diddú lýsir því hvernig hún notaði tímann í London til þess að læra að njóta hljómsveitartón- leika, en þeir höfðu verið henni eins og lokuð bók. „Ég man hvað ég svaf alltaf vært á öllum sinfón- íutónleikum til að byrja með,“ segir hún hlæjandi. „Það var slök- un út af fyrir sig.“ Sem betur fer ákvað hún að láta til skarar skríða og hóf söngnám í „Fyrir utan þann ótrúlega sviðssjarma sem hann hefur, þá syngur hann líka svo djúpt. Hann syngur dýpst úr sínum sálar- fylgsnum. Ef hœgt er að líkja honum við einhvern, þá væri það helst María Callas. “ London 25 ára gömul, elst byrj- endanna, og var þar sjö ár sam- fleytt. „Það er ekkert verra að vera seinþroska," segir Diddú. „Maður á þá alltaf meira eftir í ellinni. En samt sem áður hafði ég heitið mér því að þrítug yrði ég komin með eitthvað í hendurnar fyrir lífið. Og það stóðst. Ég var bæði komin með prófskírteini og tvíbura í magann." Get brugöið mér í allra kvikinda líki „Við vissum það báöar, ég og kennarinn í London, að ég hafði mun hærra raddsvið en við gátum unnið með. En hún sagði mér að það væri kona á Ítalíu sem gæti hjálpað mér að opna fyrir hæstu tónana, sem eru tónar eins og næt- urdrottningin syngur í Töfraflaut- unni. Eftir að ég átti stelpurnar fór ég í framhaldsnám til Ítalíu i eitt ár og það ár skipti sköpum," segir Diddú með áherslu. „Það var þar sem ég setti punktinn yfir i-ið og allt fór að blómstra.“ - Það hlýtur að hafa verið góð til- finning. „Já, mér var líka orðið svo mik- ið mál að vinna í þessu. Og það hrökk allt í gír. Þegar ég kom heim bauðst mér fyrsta óperu- hlutverkið hér heima. Það eru ekki svo mörg ár síðan - þannig að ég er tiltölulega ung sem klass- ísk söngkona," segir Diddú og við ræðum um glæstan feril hennar i íslensku óperunni þar sem hvert stórhlutverkið á fætur öðru hefur fallið henni í skaut. „Minn ferill hefur raunar stað- ið sleitulaust í 25 ár og hann hef- ur verið síbreytilegur. Ég hef líka getað sýnt svolítinn sveigjanleika og fjölbreytni í faginu og ég held að fólk fái síður leiða á manni þegar maður getur brugðið sér í allra kvikinda líki,“ segir Diddú og hlær. Enn bregður hún fyrir sig dægurlagasöng, eins og aðdá- endur hennar þekkja. Nýjasta geislaplatan hennar er t.a.m. söngleikjadiskur með dægurívafi. „Ég hætti að syngja um leið og ég finn að mér fer ekki fram. Með- an maður getur ennþá unnið og bætt hljóðfærið þá er þetta mikils virði. Um leið og ég finn að það gerist ekkert og ég stend í stað sný ég mér að einhverju öðru.“ Ættgeng kölkun í eyra Það hefur ekki allt gengið snurðulaust hjá Diddú þrátt fyrir velgengni. Hún hefur átt við heyrnarörðugleika að stríða, líkt og herja á marga tónlistarmenn, en hennar kvilli, kölkun í mið- eyra, er ættgengur. Nú er svo komið að hún hefur algerlega tap- að heyrn á öðru eyranu. - Er það ekki erfitt fyrir söngkonu? „Það var farið að örla á þessu strax þegar ég var fimm ára. Þá tóku mamma og pabbi eftir því að ég heyrði illa og fóru strax með mig til læknis. Á fullorðinsárum fór ég í aðgerð sem misheppnaðist algerlega og ég varð heyrnarlaus á öðru eyranu. Það varð vitaskuld Að vera söngvari á íslandi þýðir að maður þarf að vera tilbúinn að syngja nánast hvaða tegund tóniist- ar sem er, á ótrúlegustu tímum og augnablikum. mikið áfall fyrir mig, þar sem ég var að byrja í söngnámi, en ég hef lært að lifa með þessu. Nú nota ég heyrnartæki og mér finnst ég geta allt sem aðrir geta,“ segir Diddú og brosir furðu létt. Læt smyrja mig Diddú hefur fengið mörg tæki- færi til að fara út fyrir landstein- ana að syngja. Hún segir það dýr- mæta reynslu. En hún segist hafa tekið þá ákvörðun snemma að helga fólkinu hér heima krafta sína og geta verið i faðmi fjöl- skyldunnar. „Þetta snýst ekki allt um heims- frægð og peninga. Ég hef líka alltaf verið svo ánægð hér heima því hér hef ég fengið ómetanleg tækifæri og fæ enn.“ - Og nú er það stærsta tækifær- ið. Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona stóran viðburð? „Ég fer út til Ítalíu í endurhæf- ingu. Fer og læt smyrja mig hjá gamla kennaranum mínum,“ seg- ir Diddú og hlær. „Ég ætla að leggja allt í þetta og allar æfingar eru af hinu góða.“ - Tónleikarnir eru 17. septem- ber en Carreras kemur þann 15. og þá getið þið æft. Eru tveir dag- ar nóg? „Þegar maður kann það sem maður er að fara að gera þá er ein æfing nóg. Þetta er náttúrlega allt hefðbundið og hann tekur enga áhættu. Ég sendi honum vel úti- látinn lista af lögum sem ég gæti hugsað mér að syngja á svona tón- leikum og hann setur saman tón- leikaskrána þannig að það verði flott stígandi á tónleikunum." 7-9-13 - Þú verður vel undirbúin. En hvernig verðu þig fyrir kvefi og þess háttar óáran? Verðuröu í bómull fram að tónleikunum? „Nei, maður á ekki að vera of taugaveiklaður. Ég lifi lifinu eins og hver annar íslenskur þjóð- félagsþegn. Heilbrigða skynsemi er alltaf best að hafa að leiðar- ljósi.“ Við ræðum áfram um þessa martröð söngvarans og Diddú seg- ir að nú kunni hún betur á hljóð- færi sitt en fyrstu árin. „Að vera söngvari á íslandi þýðir að maður þarf að vera tilbú- inn að syngja nánast hvaða teg- und tónlistar sem er, á ótrúleg- ustu tímum og augnablikum. Kröfurnar eru þannig til mín að ég verð að standa mig hundrað prósent við hinar ótrúlegustu að- stæður. Það gerir mann færan í flestan sjó. Maður lærir líka með tímanum að spara hljóðfærið, til dæmis á æfingum, og láta það blómstra á réttum augnablikum, ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir söngkonan, en bankar samt í boröið, 7-9-13, til öryggis. -þhs Hjúkkan Diddú „Ég ætlaöi mér aldrei að vera söngkona. Ég vann á Kleppsspítala í sex sumur og var alveg staöráðin í aö velja mér starf í heilbrigöisgeiranum - veröa lyfjafræöingur eöa hjúkka. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.