Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Helgarblað________________ Munaður og meinlæti - páskasiðir og páskavenjur og uppruni þeirra DV Kristur dó á krossi Fyrir harin höldum viö páskana hátíölega og minnumst dauöa og pínu frelsarans. Páskarnir eru ein meginhátíð krist- inna manna. Á páskunum lét Jesús Kristur líf sitt á krossi fyrir mannsins syndir. Páskamir skiptast í þrjá meg- inhátíðisdaga: skírdag, sem er í dag, fóstudaginn langa og svo sjálfan páskadag. Á skírdag eiga menn að minnast heilagrar kvöldmáltíðar og þess aö Kristur þvoði fætur lærisveina sinna. Á þessum degi tíðkaðist í kaþólskum sið að þvo altari í kirkjum og vígja nýja olíu til smumingar. Skírdags- heitið er þannig vísun í hreinsun eða aflausn og á skírdag lauk svo fóstunni og tíðkaðist til foma að elda sérstakan grjónagraut eða skirdagsgraut. Á miðöldum fékk skírdagur nýtt hlutverk þegar fótþvotturinn fékk aukið vægi og tóku þá páfar og kirkju- höfðingjar upp þann sið að þvo fætur 12 ölmusumanna á þessum degi. Eitt af hinum latnesku heitum dagsins er dies pedilavii eða „fótþvottadagur". Þannig varð skírdagur smátt og smátt í tímans rás sérstakur afláts- dagur syndara og þá voru þeir leystir úr banni sem fengið höfðu iðrunar- klæði í upphafl fóstunnar á öskudag og töldust hafa fengið sanna iðran. Nafngiftin skíriþórsdagur þekktist á þessum degi í íslensku og er sennilega töluvert eldri en núverandi heiti hans. Ekki var allt athæfi á skírdag í stíl iðrandi syndara því í Sögu daganna eftir Áma Björnsson þjóöháttafræð- ing er frásögn Ólafs nokkurs Ketils- sonar af sjómannalífi í Höfnum í kringum 1880 og segir hann svo frá: „Var mörgum ekki svefnsamt á skirdagsnótt en þó var það samt sjálf- ur skírdagur sem setti met allra ann- arra hátíðisdaga í Hafnahreppi í þá daga í algleymisfylliríi, áflogum, kjaftshöggum og kinnhestum, glóðar- augum og gauðrifnum flíkum. Er mér ennþá minnisstæður skírdagsmorg- unn 1874, er ég ásamt fleiri strákum komum að einni sjóbúðinni sem var einstætt hús úr timbri og nefnt Guðnabúð, bjuggu í þeirri sjóbúð há- setar Gunnars Halldórssonar sem áður er nefndur. Löngu áður en við vorum komnir að húsinu heyrðum við hávaðann, brakið og brestina svo þilin, veggirnir og gaflar gengu í bylgjum út og inn. Var nú meiri en minni hugur í okkur strákum að komsta sem næst kösinni, en ægilegt var að heyra og sjá allt sem þar fór fram innan veggja, því þama höfðu safnast saman milli 30 og 40 risar, sitt frá hverju heimili, allir blindfullir og allir í einni áflogabendu." Hýðingar á föstudaginn langa Á föstudaginn langa er minnst pínu og dauða Jesú Krists á krossinum. Dagurinn er óumdeilt mesti sorgar- dagur ársins og meðal kaþólskra er ströng fasta á þessum degi. Fyrir því eru ýmsar heimildir að það hafi öld- um saman tíðkast að hýða bæði börn og vinnuhjú á föstudaginn langa. Það var gert í yflrbótarskyni og var nokk- urs konar refsing fyrir uppsöfnuð af- brot alls ársins. íslenskt heiti yfir þennan sorgumprýdda dag hafi verið langifrjádagur, fyrir utan hið hefð- bundna heiti. Saga daganna segir að heiti dagsins vísi til langdreginna þjáninga Krists á krossinum og á það reyndu menn að minna með lang- dregnum helgiathöfnum. í kirkjuskipan Kristjáns 3. frá 1537 átti til dæmis að lesa píningarhistorí- una orð fyrir orð úr öllum íjórum guð- spjöllunum og hlýtur sú athöfn að hafa verið býsna langdregin. Menn áttu að syrgja hinn krossdauða líkt og postularnir og náttúran sjálf varö harmi lostin á Golgata þegar myrkur varð um miðjan dag. Þannig áttu menn að þjást líka. Þetta er ástæðan fyrir því að hýð- ingar tíðkuðust á föstudaginn langa og finnast leifar um slíkar hýðingar í heimildum frá 18. öld þar sem bisk- upar tala um þær sem þaulsætnar leif- ar úr kaþólskum sið. Ýmsar heimildir benda til þess að slíkar hýðingar hafi tíðkast allt fram á 19. öld og þótti góð- ur siður að hefja föstudaginn langa með því að hýða öll börn sín. I Ingólfsfirði á Ströndum bjó á síð- ustu öld bóndi nokkur sem tók að sér tökudrengi og sá um að koma þeim til manns. Hann hafði sína eigin útgáfu á refsingu föstudagsins langa því hann tók pörupilta og krossfesti á kross- trjám úr rekatré sem hann reisti á fjörukambinum. Rétt er að taka fram að hann batt þá á krossana en notaði ekki nagla. Svo gekk karl fram og til baka á kambinum og ef strákar æmtu óhóflega sussaði hann og sagði: „Þetta mátti nú blessaður frelsarinn þola.“ Hvernig er spáin Föstudagurinn langi hefur ekki að- eins trúarlegt hlutverk því hann gegn- ir ákveðnu hlutverki í íslenskri þjóð- trú. Hann var talinn merkilegur spá- dagur um veðurfar vorsins og sagt að gott veður á föstudaginn langa boðaði góðan sauöburð. Hann var og talinn sérstaklega kynngimagnaður dagur til að hafa í frammi ýmiss konar kukl. Það þótti nefnilega gefa aukinn kraft í kuklið ef heilögum hlutum var snúið upp í andhverfu sína á svo mögnuð- um degi. Á föstudaginn langa skyldi maður sækja hrafnsegg nýorpið úr hreiðri, bera heim og sjóða og setja aftur í hreiðrið. Þá tekur hrafninn það og grefur það niður í hreiðrið þar sem hann getur ekki klakið því út og verður það þá að hulinhjálmssteini sem víst getur verið gagnlegt að hafa. Sögustein er hægt að taka úr hrafnshreiðri ef sumar kemur i páskaviku og krummi liggur á eggjum á föstudaginn langa. Um messutíma skal ganga til hreiðurs og meðan pínutextinn er lesinn liggur hrafninn eins og dauður á eggjunum. Þá dettur steinn af hrafnshöfðinu ofan í hreiðr- ið og skal bera hann næst sér og leggja undir tungurætur og skilur maður þá hrafnamál. Hagnýtt gildi þess er reyndar vandséð nema maður hafi mjög mikla trú á gáfnafari hrafna. Hræranlegar hátíðir Páskadagur skal vera fyrsti sunnu- dagur eftir fullt tungl að loknum vor- jafndægrum, þó ekki fyrr en 22. mars og ekki síðar en 25. apríl. Allar aðrar hræranlegar hátíðir kirkjuársins mið- ast við páskana. Páskadagur er aðal- hátíð kristinnar kirkju og þá er minnst upprisu Krists frá dauðum. í kaþólskum sið voru gengnar skrúðgöngur til kirkju á páskadag og kveiktur og vígður nýr eldur. Tfl nýrrar eldkveikingar var notað safn- gler eða slíkisteinn en enginn veit ná- kvæmlega hvernig slikur steinn var. Gott þykir að leita óskasteins á páskamorgun og forn þjóðtrú íslensk segir að sólin dansi á páskamorgun og eru til heimildir um slíkt frá 19. öld. Margt bendir til þess að rétt eins og jólin eru forn hátíð til fagnaðar, þvi að sólin fer að hækka á lofti á ný eft- ir langt myrkur, þá er líklegt að pásk- arnir séu eldforn hátíð hirðingja, haldin til þess að fagna sauðburði fyrstu lamba og kiðlinga þegar rétt stóð á tungli. Þá var aftur leyft að borða kjöt eft- ir langan banntíma meðan ærnar og geiturnar voru með lambi. Þarna er komin í ljós sú hagnýta rót sem ýms- ar kristilegar og andlegar hátíðir eru sprottnar af. Orðið páskar sést fyrst í íslenskum handritum frá því um 1200 og er þá ávallt notað í kvenkyni. Sums staðar var talað um litla og stóra páskinn og átt við páskadag og annan í páskum. Stundum var fyrsti sunnudagur eftir páska nefndur páskabróðir. Fátt er talið frábrugðið í páska- messum á íslandi til forna og síðar, samanborið við aðrar messur ársins. Á miðöldum var prestum leyft að gera að gamni sínu úr prédikunarstóli á páskadag og var þetta fyrirbæri þekkt undir latneska heitinu: risus paschal- is eða páskahlátur. Þessi venja hvarf með siðaskiptum en þekktist sums staðar fram undir 1700. Það þótti eðli- legt að gleðjast yfir upprisu frelsarans og sumir prestar höfðu uppi slík gam- anmál að undir tók í kirkjunni af hlátri og skemmtan kirkjugesta. Eldvígslan þegar eldur var kveikt- ur að nýju við sérstaka athöfn í kirkj- unni lagðist einnig af um siðaskipti en fram til þessa var þetta hátíðleg at- höfn sem táknaði þá ljós og von mann- kyns sem Kristur tendraði með upp- risu sinni og kenningu. Á páskum máttu menn neyta kjöts að nýju eftir sjö eða níu vikna föstu og er ekki aö efa að það hefur verið mörgum langþráð. Sagnir lifa um að sumir hafi geymt sér kjötbita allt frá sprengidegi og var slíkur biti nefndur páskahákall því kjöt mátti ekki nefna á föstunni. Einnig var eldaður sér- stakur páskagrautur svo augljóst er að sú gleði sem menn skyldu sýna vegna upprisu frelsarans var sýnd með þvi að taka hraustlega til matar síns þótt ekki væri leyft að hlæja í kirkjunni. Hvar er eggið mitt? Uppruni páskaeggja er sá að um þetta leyti taka hænsni og aðrir slíkir fuglar að verpa aftur eftir nokkurt hlé yfir háveturinn. Snemma komst sá siður á að tæma egg, mála skurnina í skærum litum og gefa börnum í páskagjöf. Sú hugmynd að páskahér- inn færi börnum páskaegg kemur fyrst fram í Evrópu á 17. öld og varð það fljótlega gert að nokkurs konar leik þar sem börn fóru um og leituðu að eggjunum. Þetta er enn mjög vin- sælt víða um heim þótt þessi siður hafi aldrei náð tfl íslands. Það var um miðja 19. öld sem sæl- gætisframleiðendur fóru að nýta sér þennan sið og framleiða egglaga öskj- ur, fuilar af sælgæti, fyrir börn til páskagjafa. Fyrst sést minnst á páska- egg á íslandi í blaðafrétt frá 1893, þar sem fjallað er um páskaegg í Rúss- landi, en fyrst verður vart við páska- egg hérlendis um 1920 í líkingu við þau sem nú tíðkast. íslendingar voru óvanir hænsna- rækt og eggjaáti og því tóku þeir þess- um sið fálega fyrst en nú á dögum borðar hvert barn nokkur páskaegg og fullorðnir eru ekki hafnir yfir að grípa bita og allir vflja fá málshátt í egginu sínu. Þannig eru páskamir skemmtilegt sambland af grafalvarlegri trúarhátíð sem á rætur i grárri forneskju, með tilheyrandi meinlætum og hýðingum, og uppskeru- og gleðihátíð vegna upp- risu frelsarans. Páskar eru nefnilega bæði hátið meinlæta og munaðar. -PÁÁ (HeimUdir: Saga daganna eftir Árna Björns- son og Árbók Ferðafclags íslands 1994.) Hafðu þetta, krakki Þaö tíökaöist fram á 18. öld að hýöa börn og vinnufólk á föstudaginn langa fyrir drýgöar og ódrýgöar syndir alls ársins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.