Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Síða 72
Sjómannaverkfallið: Um 30 meintir verkfallsbrjótar „Það hafa verið allt að 30 bátar á ólöglegum veiðum á degi hverj- um að undanförnu, menn að fremja verkfallsbrot og þetta eru sömu bátarnir dag eftir dag. Það eru í gangi einhverjir ólöglegir verktakasamningar eða einhverjir málamyndapappírar sem ekki hafa neitt gildi,“ segir Kristinn Pálsson hjá verkfallsvakt Sjó- mannasambands íslands. Kristinn segir að mest hafi ver- ið um verkfallsbrotin í Vest- mannaeyjum, í Þorlákshöfn, Grindavík og á stöðunum á Snæ- fellsnesi. „Við höfum engin ráð til að taka á þessu önnur en tala við Karpaö hjá sáttasemjara Ekki vilja allir sjómenn samþykkja aö þeir séu í verkfalli. Hér eru forystu- menn sjómanna aö funda í Karphús- inu. Viðbúiö er að þeir sekti á þriöja tug útgeröa fyrir verkfallsbrot. mennina og gera þeim grein fyrir afleiðingunum en þeir eru að kalla yfir sig sektir sem eru um 900 þúsund krónur á dag fyrir hvern túr. Það er svo til nóg af lögfræðingum sem vilja gjarnan taka að sér að innheimta þessar greiðslur, enda er um klár verk- faUsbrot að ræða. Þettá verður bara sett í innheimtu og við erum t.d. að innheimta núna vegna verkfallsbrota sem voru framin í fyrra verkfallinu, það er áður en lögin voru sett á sem frestuðu verkfallinu í síðasta mánuði," sagði Kristinn. -gk brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ Lampar til fermingargjafa ~ Rafkaup acdc oonn® Ármúla 24 • sími 585 2800 Fyrrum stofnendur: Hyggjast endurreisa Thermo Plus "P - viðræður hafnar Ragnar Sigurðsson og Einar Ingi Sigurbergsson, fyrrum stofn- endur Thermo Plus á íslandi, eru nú að gera tilraun til að endur- reisa fyrirtækið sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrradag. Þeim var bolað út úr fyrirtækinu á sin- um tíma vegna ágreinings um fjár- mál fyrirtækisins við erlendan samstarsfaðila, Tom Roseingrave. Hann gerðist síðar forstjóri fyrir- tækisins. í viðræöur við hluthafa „Við Einar Ingi Sigurbergsson erum búnir að vera í stöðugu sam- —^ bandi við samstarfsaðila fyrirtæk- isins í Kanada og í Englandi þar sem Thermo Plus var lika með umsvif," segir Ragnar Sigurðsson. „Þá erum við búnir að vera í sambandi við hluthafa hér heima sem lýst hafa yflr áhuga sínum um að vera með. Við höfum boöið mönnum upp á að koma inn aftur og þá á okkar forsendum." Skiptastjóri var skipaður yfir þrotabúinu í gær en það er Stefán Bj. Gunnlaugsson, lögfræðingur í Hafnarfirði. - —Fram hefur komið að gjaldþrot- iö nemi hundruöum milljóna króna. Því tengjast fjöldi fyrir- tækja og einstaklinga hérlendis ásamt opinberum aðilum á Suður- nesjum. -HKr. Smáauglýsingadeild DV er lok- uð á skírdag, fostudaginn langa, laugardaginn 14. apríl og páskadag. Opið verður mánudaginn 16. apr- íl frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin frá ^ kl. 6-10 í dag. Lokað verður föstu- daginn langa, laugardaginn 14. apr- íl, páskadag og annan í páskum. Opið verður þriðjudaginn 17. apr- íl frá kl. 6-20. Þjónustuver DV er opiö frá kl. 8-14 í dag. Lokaö verður föstudag- inn langa, laugardaginn 14. apríl, páskadag og annan í páskum. Opið verður þriðjudaginn 17. apr- íl frá kl. 8-20. Ritstjórn DV verður með vakt frá kl. 16-24 annan í páskum. Vísir.is verður með fréttavakt yf- ir páskana. Sími fréttaskots DV er 550 5555. Fyrsta blað eftir páska kemur út eldsnemma að morgni þriðjudags- r- ins 17. apríl. Gleðilega páskal í GÓÐIR FLUG-^ IpÓLGAR...! 1 - einnig dæmdur fyrir að beinbrjóta konu í andliti eftir rifrildi um ryksugu á bensínstöð Árbæingur hefur verið dæmdur fyrir að hafa valdið bensínaf- greiðslumanni Selectverslunar Skeljungs svo miklum ótta að sá síðarnefndi hafi séð sig knúinn til að stökkva út úr bifreið sem sá fyrrnefndi ók. Afleiðingarnar urðu þær að fætur mannsins urðu und- ir bifreiöinni og hlutust af talsverð meiðsl. Sami Árbæingur hefur einnig verið dæmdur fyrir líkams- árás með því að slá konu svo þungum höggum í andlit á bensín- stöð Esso við Ártúnshöfða aö hún hlaut m.a. brot á gagnaugabeini og ýmis önnur meiðsl. Niðurstaöa Héraðsdóms Reykjavíkur er að ákærði skuli sæta 3ja mánaða fangelsi skilorðsbundið. Ástæður þessara atburða eru annars vegar sú að maðurinn var að rifast við konuna um notkun á ryksugu á bensínstöðinni en í fyrrnefnda atvikinu hafði hann haldið því fram að bensínaf- greiðslufólkið hefði afgreitt hann með rangt bensín á brúsa fyrir mótorhjól hans. Taldi hann bens- ínið hafa skemmt hjólið þannig að það færi ekki í gang. Hringt á lögreglu Stöðvarstjóri Select í Hraunbæ hringdi á lögreglu þegar maðurinn hafði verið með hótanir og læti í versluninni. Þegar annar af- greiðslumaður fór i bíl með ákærða á stað þar sem átti að taka sýni af bensíninu hafði sá síðar- nefndi í slíkum hótunum á leið- inni að hann átti sér ekki annars úrkosti en að kasta sér út úr bíln- um á ferð. Hafði ákærði, sam- kvæmt framburði afgreiðslu- mannsins, m.a. sagt á leiðinni að hann ætlaði að „ganga frá honum“ og að nýtt Geirfinnsmál væri í uppsiglingu. Er bensínafgreiöslu- maðurinn féll i götuna fóru aftur- hjólin yfir báða fótleggi hans. Tognun á ökklum, mar og aðrir áverkar urðu afleiðingar þessa. Stöðvarstjóri Select bar í málinu að ákærði hefði verið mjög æstur og titrandi og heföi froðufellt - út- lit hans hefði bent til að ekki væri allt í lagi með hann. dæmdur fyrir að slá harkalega konu í andlitið á plani Esso við Ártúnshöfða. Konan hafði talið sig hafa lagt bil sínum upp við ryksugu og gekk aftur fyrir bil sinn áður en hún kom að ákærða sem þá var byrjaður að nota Sló konu í andlitið í síðara málinu er maöurinn ryksuguna við sinn bíl. Við það kippti konan í ryksugubarkann úr höndum ákærða. Brást hann þá svo við að slá konuna m.a. í andlit. Dómurinn tekur fram að vissulega hafi það ekki verið rétt samskipta- aðferð hjá konunni að kippa í barkann. Hins vegar ætti neyðar- vörn ekki við í þessu tilviki eins og maðurinn hafði haldið fram - að slá konuna harkalega og bein- brjóta hana hafi verið líkamsárás. -Ótt FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 12. APRIL 2001 Uppreisn æru: Tannlæknir til Mallorka „Ég talaði við Hörð, forstjóra hjá Úrvali-Útsýn, og í kjölfarið hringdi fjármálastjóri feröaskrifstofunnar í mig og sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að ég fengi að fara í ferðina," sagði Ómar Konráðsson tannlæknir sem vakti landsathygli þegar honum og þremur öðrum far- þegum var vísað úr Mexíkóflugi Omar Konráösson. DV-MYND HARI Margir á faraldsfæti Mikill erill var hjé Flugfélagi íslands á Reykjavíkurflugvelli í gær enda fjöldi fólks á faraldsfæti nú um páskana. Flugfé- lagið áætlaöi aö flytja um 2.500 manns á helstu áætlunarstaöi sína úti á landi og höföu nokkrar aukaferöir veriö bókaöar. Á páskadag liggur flug niöri en strax annan í páskum hefjast aö nýju þjóöflutningar suöur á bóginn. Þessi mynd var tekin á flugvellinum í gær þar sem margir voru að tygja sig til brottfarar. Flugleiða vegna ölæðis í fyrra. Síðan þá hefur Ómar verið í flugbanni hjá Flugleiðum og þurft að skipuleggja ferðalög sín með farþegarferjunni Norrænu. Ómar hefur þegar greitt 16 þúsund krónur inn á þriggja vikna ferð til Mallorka og leggur í hann 23. apríl næstkomandi. Hann hlakkar mikið til ferðarinnar og þykir gott að hafa fengið uppreisn æru eftir sneypuför- ina til Mexíkó. „Flugleiðir eru ekki með neinn svartan lista og Mexíkófararnir eru því ekki á honum frekar en aðrir,“ sagði Guðjón Amgrímsson, blaðafull- trúi Flugleiða, um fyrirhugaða Mall- orkaferð Ómars tannlæknis. -EIR Maður dæmdur fyrir að hafa í hótunum við bensínafgreiðslumann í bíl á ferð: Var hótað og sig knúinn að stökkva út i * *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.