Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 46
54 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Tilvera I>V Rækjur íslensk úthafsrækja Ótrúlega lítiö notuð í matargerö hér á landi Rækjur eru krabbadýr af ætt sundfætla. Dýrin eru öll karlkyns í fyrstu en breytast í kvendýr með aldrinum. Rækjur eru til í ýmsum afbrigðum og stærðum. Flestar eru bláleitar þegar þær koma úr sjó en verða rauðbleikar við suðu. Rækjur hafa verið notaðar til matar i Austurlöndum um aldir en íslendingar komust ekki upp á bragðið fyrr en langt var liðið á 20. öld og þá var sem þeir hefðu himin höndum tekið því engin skeldýrategund hefur náð jafn al- mennri hylli lands- manna. Hún hentar afar vel í forrétti, pastarétti og súpur en mest hefur hún þó líklega verið borðuð hér á landi sem álegg og í salötum. Mörg austurlensk eldhús anga af megnri lykt af kryddi eða mauki sem unnið er úr saltaðri og sólþurrkaðri smárækju sem látin er gerjast. Bragðið er mildara og þykir henta vel í hrísgrjónarétti. m Utanbæjarmenn á Borg Þingmenn og þorpsbúar slæðast stundum í kvöldmat á Hótel Borg af inngrónum vana og búa kannski á hótelinu vegna nálægðar við Al- þingi og helztu skömmtunarstofur þjóðfélagsins. í hádeginu eru svo leifar kerlingafunda fyrri áratuga. Salurinn hefur losnaö við forljóta hringbarinn á miðju gólfi, sem stakk i stúf við virðulega endurnýj- að yfirbragð salarkynna millistríðs- áranna, svo að andrúmsloftið er með stuðningi kertaljósa aftur orðið notalega gamal-evrópskt. Tvísklnningur og tóbakskóf Veitingasalurinn heitir núna Brasserie Borg. Helmingur barsins er horfmn og hinn kominn út i horn. Áfram gildir tvískinnungur- inn milli ölvunarhávaða íslendinga í innra helmingi salarins og kvöld- verðarþjónustu i gluggahelmingn- um, þar sem afgreiddir eru ævin- týrafælnir hótelgestir erlendir, sem ekki þora úr húsi. Vegna lélegrar loftræstingar var tóbakskófið þó sameiginlegt óg hvergi sjáanlegt reyklaust afdrep í salnum. Fátækleg íslenzka Hvítt lín hefur bless- unarlega leyst gler- plötur af hólmi og kominn er tilboðsseð- ill, sem gefur færi á að borða þríréttað með kaffi fyrir 4400 krónur í stað 5700 króna, sem væri of hátt verð fyrir tilþrifalitla, en fag- mannslega matreiðslu og sérkennilega þjónustu, er hvorki talar skiljanlega íslenzku né skilur íslenzku. Skemmtilega skrítnir þjónar voru raunar löngum aðals- merki Hótels Borgar. Lambarif með sykursósu Bakaður saltfiskur var í þurrasta lagi, borinn fram með miklu gumsi, flókinn réttur, en hvorki fagur né góður. Skrautlega uppsett lambarif voru hins vegar ágæt, en því miður borin fram með væminni sykur- sósu. Forréttir voru betri en aðal- réttir, góðar risarækjur með flnu grænmeti innbökuðu og heitreyktur lax ofan á kúskús-grænmeti. Eftir- réttir voru þolanlegir, gamaldags súkkulaðiterta með vanillusósu og einföld ostaterta með kakódufti, kölluð tiramisú. (Brasserie Borg, Pósthússtræti 11, sími 551 1247) Þreytuleglr réttir Heitir réttir með skán í hitaköss- um voru hins vegar hvorki fallegir né góðir. Fiskur var ekki í hávegum hafður, en finna mátti frambærilega smálúðu í tómati. Tvær tegundir af ofelduðu og þurru kjöti voru sneidd- ar fyrir fólk, þegar búið var að finna skurðmeistarann. Ágætis gumsrétt- ur úr byggi bjargaði kvöldverðinum fyrir horn. (Lón, Loftleiðum, sími 505 0925) Jónas Kristjánsson Friðrik kokkur Sigurðsson kann vel með fisk að fara: Úthafsrækja er eðalhráefni BB Brauðréttur ; með rækjum Dós af sýrðum rjóma, 5 mat- skeiðar majones, 3 harðsoðin, niðurskorin egg, 3 matskeiðar I franskt sinnep og 2 teskeiðar ; karrí er hrært saman. Hluti af | hrærunni settur í botninn á formi eða fati. Skorpan skorin ■ af fimm franskbrauðssneiðum og þær lagðar ofan á. Kurlaður ; ananas úr hálfdós breiddur i yfir. Fjórar skinkusneiðar skornar niður og dreift yfir an- ; anansinn. Þar yfir kemur af- gangurinn af jafningnum og efst er raðað 200 grömmum af i fallegum rækjum. Skreytt með smátt skorinni grænni og rauðri papriku. Rækjur í kryddlegi Kryddlögurinn er búinn til þannig að 2 dl af ólífuolíu, 3/4 dl af sítrónusafa, 1 tesk. orega- no, 1 tesk. timjan og 1 fínsöx- uðu hvítlauksrifi er blandað saman. Leginum er hellt yfir rækjurnar og allt látið standa í að minnsta kosti klukkustund. Ofninn er settur á 250 gráður og rækjurnar glóðaðar í 5-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullnar. Borið fram með góðu brauði. Hlaðborð í Lónl Leiðigjarnt hlaðborð hefur lengi verið sérkenni Lónsins á Hótel Loft- leiðum og er enn, kostar 1590 krónur í hádeginu og 2600 krónur á kvöldin, þolanlegur kostur fyrir fanga Flugleiða í millilendingum, en tæpast nothæft fyrir aðra. Næstbezti hluti þess voru kald- ir sjávarréttir, svo sem rækjur og hörpudiskur, reykt- ur og grafinn lax, en aðaltrompið fólst í ferskum ávöxtum niður- sneiddum, jarðarberjum og vínberj- um með þeyttum rjóma. „Mér flnnst rækjur ekki skipa nógu virðulegan sess í íslenskri matargerð," segir Friðrik Sigurðs- son, matreiðslumeistari á Tveimur flskum. Hann bætir við að sú rækja sem veiðist hér á norð- urslóðum sé eðalhráefni því vegna kuldans í sjónum vaxi hún hægt og verði bragðmeiri og betri en rækja úr hlýrri sjó. „Fersk úthafsrækja í skel, sem við fáum í fiskbúðum, er allt önnur vara en sú rækja sem við kaupum frosna í pokum,“ segir hann og gefur okkur uppskrift að rétti úr íslenskri út- hafsrækju sem hann pillaði sjálfur og bankabyggi frá Vallanesi á Hér- aði. „Bankabygg vinnur móti kól- esterólinu í rækjunum og því fer þetta vel saman,“ segir meistarinn. Rækjur á bankabyggi meö grænmetisstrimlum og mangó- og marokkósalsa 250 g bankabygg (frá Vallanesi) 2 skalottlaukur 30 g sólþurrkaðir tómatar 11 vatn Bankabyggið er sett yfir til suðu í vatninu og látið sjóða í 45-50 mínút- ur. Laukurinn og tómatamir skorn- ir i litla teninga og steiktir við væg- an hita á pönnu i ólífuolíu. Bygginu bætt út í og allt ristað létt á pönn- unni. 400 g rækjur Gljáðar í olíu á heitri pönnu, mjög stutt á hvorri hlið. 1/4 haus selleri 2 gulrætur, meðalstórar 1/2 súkkíni grænt ólífuolía Grænmetið skolað, skrælt, skorið í litla strimla og létt- steikt í olíu á pönnu uns það er orðið sæmilega meyrt. 1 mangóávöxtur 1 papaja (lítil) safi úr 1/2 sitrónu 1/2 matsk. eplaedik 1 tesk. salt 1 msk. ólífuolía Allt sett í matvinnsluvél og mauk- að. Hitað við vægan hita og borið fram ylvolgt. 3 skalottlaukar 1 rauð paprika, stór 1/2 ferskt chili 1/2 búnt kóríander (saxað) 2 rif hvítlaukur 1 tesk. tandoorikrydd 1 dl ólífuolía salt og pipar eftir smekk Paprikan, laukurinn, hvitlaukur- inn og chilíið saxað í mjög smáa teninga. Sett í pott ásamt restinni af uppskriftinni og hitað við vægan hita í nokkrar mínútur. Gott er að bjóða upp á gott hvítvín með þessum rétti. -Gun. Rækjur á bankabyggi Marokkósalsa er sett á miöjan diskinn, þar ofan á bankabyggið sem er formaö í hringform. Græn- metisstrimlarnir koma næst og rækjurnar á toppinn. Mangósalsanu er dreift hringinn í kring og diskurinn skreyttur. Hrísgrjónaréttur með rækjum DV-MYND HARI Hitið ólífuolíu á pönnu. Setj- iðl stóran lauk sem skorinn hefur verið í sneiðar og 2 nið- urskorin hvítlauksrif á pönn- una og hrærið í meðan á steik- ingu stendur þannig að laukur- inn verði gullinn en brúnist ekki. Bætið 2,5 dl af hrísgrjón- um á pönnuna og hrærið vel í um stund. Þrír dl soð, (fisksoð, kjúklingasoð eða ann- að, e.t.v. blandað hvítvíni), 2 matsk. tómat- mauk, ásamt ör- litlu af saffrani, nýmöluð- um pipar og grófu salti á hnífsoddi. Látið hrísgrjónin malla við hægan hita, án þess að hræra i og bætið í soði eftir þörfum. Tvær grænar paprikur eru skornar niður og bætt á pönnuna og rétt áður en réttur- inn er borinn fram er 300 g af rækjum bætt út í. Friörik Sigurðsson matreiðslu- meistari „Rækjur og bankabygg er vara sem á vel sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.