Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 32
32 Helgarblað FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 DV Charles Lindbergh er frægasti flugkappi sögunnar. Hann flaug fyrstur manna einn yfir Atlantshafið. Lindbergh kæröi sig aldrei um frægöina sem varö honum dýrkeypt. Fjölmiðlafælin flughetja Charles Lindbergh, sem var af sænskum ættum, fæddist í Banda- rikjunum árið 1902. Hann var allt frá barnæsku einrænn og feiminn og mikill náttúruunnandi. Hann fékk snemma áhuga á flugi og brást skjótt viö þegar milljónamæringur nokkur hét hverjum þeim sem flygi í einni lotu frá París til New York 25 þúsund dollurum. Nóttina áður en Lindbergh lagöi af stað kom honum ekki dúr á auga og hann átti tveggja sólarhringa vöku fyrir höndum. 1 flugið haföi hann meö sér vatn og flmm samlokur en það var ekki fyrr en hann átti eftir sex tíma flug til Parísar sem hann borðaði fyrstu samlokuna. Þegar Lindbergh lenti örmagna á flugvelli í Paris eftir þrjátíu og þriggja tíma flug höfðu 150.000 áhorfendur komið sér fyrir til að fagna honum sem nú var orð- inn frægasti maður heims, 25 ára gamall. Barnsrán Lindbergh kvæntist eftir stutt kynni Önnu Morrow, dóttur banda- ríska sendiherrans. Fyrir henni lá aö verða þekktur rithöfundur og meðal bóka hennar er Gjöf hafsins sem varð metsölubók víða um heim. Anna var feimin og hlédræg og þráði einveru jafnmikið og Lind- bergh. Brátt fæddist þeim hjónum sonur. Þegar drengurinn var átján mánaða var honum rænt úr herbergi sínu. Mannræninginn skildi eftir bréf þar sem hann fór fram á 50.000 dollara lausnargjald og var sagt að frekara samband myndi verða haft síðar. Við lögreglurannsókn fannst tré- stigi skammt frá húsinu í tveimur hlutum. Þriðji hlutinn fannst nokkru fjær. Mannræninginn hafði reist stiga við gluggann, klifrað upp og náð í barnið en þegar hann fór niður varð þunginn of mikill. Stig- inn brotnaði og það virtist augljóst að mannræninginn hafði fallið með barnið. Umfangsmikil leit hófst að barna- ræningjanum og innan sólarhrings höfðu eitt hundrað þúsund manns tekið þátt í henni. Samúðarskeyti bárust til Lindberghs-hjónanna víðs vegar að, þar á meðal frá jafnólíkum mönnum og forseta Bandaríkjanna og A1 Capone. Hjónin brugðust mjög ólíkt við ráninu á syni sínum. Anna, sem var barnshafandi, grét í einrúmi en Lindbergh sýndi furðulega stillingu og sjálfsstjórn og neitaði að gefa upp alla von. Hann sást aldrei gráta. Mannræninginn hafði samband við Lindbergh, hann greiddi lausnar- gjaldið og ræninginn gaf upp stað sem hann sagði barnið vera á en þar var engan að finna. Réttarhöld aldarinnar Sjötíu og tveimur dögum eftir barnsránið fundu tveir menn, ekki ýkja langt frá bústað Lindberghs- hjónanna, barnslik við litla hæð. Vinstri fótinn vantaöi á líkið, einnig hægri handlegginn. Dýr höfðu sennilega lagt sér þá líkams- hluta til munns. En enginn vafi lék á því að þetta var sonur Lindberghs- hjónanna og bamfóstra drengsins og Lindbergh sjálfur báru kennsl á líkið. Anna Morrow tók fréttunum af stillingu. „Hann var svo glaður og sjálfsöruggur litill drengur sem hafði ætíð verið elskaður og var konungur í hjarta okkar. Ég hefði ekki þolað að hann hefði verið meiddur af einhverjum ókunnug- um. Ég vona að hann hafi dáið sam- stundis og ekki barist um og hrópað á hjálp,“ sagði Anna Morrow. Likið var með áverka á höfði og líklegt er að þegar stiginn lét undan þunga mannræningjans hafi hann fallið til jaröar með barnið og höggið sem barnið hlaut í fallinu hafi orðið því að bana. Lindbergh-hjónin létu brenna lík bams sins og Lindbergh dreifði ösk- unni yfir Atlantshafið. Sömu nótt fæddi Anna "annan son sem þau gáfu nafnið John og næstu árin fjölgaði ört í barnahópnum en systk- inin urðu alls fimm. Þremur árum eftir barnsránið voru merktir seðlar sem Lindbergh hafði greitt mannræningjanum komnir í umferð. Loks tókst að hafa uppi á eigandanum, Bruno Richard Hauptmann, sem var handtekinn. Hann var þýskur, ólöglegur innflytj- andi og hafði á sínum tima setið í fangelsi í Þýsklandi fyrir vopnað rán. Réttarhöldin yfir Hauptmann hafa verið kölluð réttarhöld aldar- innar. Rithandarsérfræðingar voru nær allir sammála um að Haupt- mann hefði skrifað bréfið sem mannræninginn skildi eftir sig og hann hafði ekki óyggjandi fjarvist- arsönnum. Flest virtist benda til sektar hans en þó voru hlutir hon- um í hag eins og það aö fingrafor hans fundust ekki á stiganum en fjöldi annarra fingrafara. Mörgum sem voru vitni að réttarhöldunum fannst Hauptmann aumkunarverð- ur. í hvert sinn sem orðið „barn“ var nefnt í réttarsalnum skulfu hendur hans og varimar titruðu. Hann neitaði sekt sinni en var dæmdur til dauða og náfölnaði þeg- ar hann heyrði dóminn og brast í óstöðvandi grát. í áratugi hafa alls kyns kenning- ar verið á kreiki um sakleysi Haupt- manns en svo margt bendir til sekt- ar hans að vart er hægt að gera ráð fyrir sakleysi hans, þótt ólíklegt sýnist að hann hafi getað verið einn að verki. Daður við nasisma Á árinum 1936 til 1938 fór Lind- bergh sex sinnum til Þýskalands Hitlers en hitti þó aldrei Hitler. Hann hitti hins vega Göring sem sæmdi hann orðu og varö það til aö vekja ólgu meðal margra andstæö- inga nasista víða um heim. Anna skrifaði móður sinni að henni þætti Hitler vera mikilmenni, „eins og innblásinn trúarleiðtogi - og nokk- uð öfgafullur, en ekki slægur, ekki sjálfselskur, ekki valdaþyrstur, heldur eins konar trúarleiðtogi sem vill þjóð sinni það besta og er þegar á heildina er litið fremur víðsýnn.“ Anna sagði seinna að þau hjón hefðu gerst sek um dómgreindar- leysi í mati sinu á Hitler. Árið 1939 gerðist Lindbergh ráð- gjafi ríkisstjórnarinnar í flugmál- um. Hann beitti sér vasklega i bar- áttu fyrir því að Bandaríkjamenn skiptu sér ekki af styrjöldinni sem geisaði i Evrópu og hélt hverja ræð- una á fætur annarri í útvarpi og á fundum þar sem hann varaði við af- skiptum. Málflutningur hans var umdeildur og enn tóku hótunarbréf að berast á heimili hans. „Það er þokkalegt ástand í landi sem telur sig siðmenntað" ritaöi Lindbergh í dagbók sína, „fólk hefur andúð á því sem maður gerir og hótar þess vegna að drepa börnin manns.“ Lindbergh var alla tíð einstaklega fjölmiðlafælinn. Fjölmiðlar hund- eltu hann alla tíö en hann veitti ekki viðtöl og mætti nær aldrei í samkvæmi. Þegar honum var boðið í Hvíta húsið neitaði hann í fyrstu að mæta og kona hans varð að draga hann þangað. Á sjöunda áratugnum ferðaðist Lindbergh um allan heim og hafði sérstakt dálæti á Afríku, Indónesíu og Hawaii þar sem hann keypti sér hús. Hann bjó í þorpum og skógum við erflðar aðstæður, oft hjá frum- stæðum þjóðflokkum, og naut þess mjög. Árið 1972 greindist hann með krabbamein og þegar ljóst var að hann var að deyja sagðist hann vilja fara til Hawaii og eyða þar síðustu dögum sínum. Læknar töldu líkur á að hann myndi deyja á leiðinni en Lindbergh lifði ferðina af og síðustu daga sina skipulagði hann útför sina eins og hann væri að fara í enn einn leiðangurinn. Hann var graf- inn að sið innfæddra nokkrum klukkustundum eftir andlátið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.