Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 DV Skoðun Grænlendingurinn virtist hissa á spurningunni og hann benti meö tilburöum í áttina sem þeir komu úr. „Þaö er þarna, “ sagöi hann meö sveiflu sem væntanlega táknaöi aö langt væri þangað. Þorpið sem týndist „Ég er búinn að týna helvítis þorp- inu,“ sagði annar farþeginn brostinni röddu og það leyndi sér ekki á rödd hans að hann taldi líf sitt hanga á blá- þræði. Tímunum saman hafði hann starað fram fyrir bátinn og hann hafði aðeins það eina hlutverk að missa ekki sjónar á þorpinu sem fóstrað hafði þá undanfarna daga. Dagurinn hafði svo sem byrjað nógu sakleysislega. Sól skein í heiði og geislar hennar merluðu í snævi þöktu grænlensku landslaginu. Borg- arísjakar og lagnaðarís mynduðu skemmtOegt samspO við snjóhvít fjöll- in. Ferðamennirnir fjórir höfðu um morguninn ákveðið að skipta liði. Annar helmingurinn hélt á vélsleðum yfir í næsta fjörð en hinn helmingur- inn ákvað að skreppa sjóleiðina til að kíkja á borgarísjaka og njóta þess frelsis sem bátur á hafi úti gefur. Mennirnir tveir áttu að baki nokkra reynslu af sjómennsku. Annar var sérfræðingur í öllu sem sneri að vél- um en hinn átti að baki einstaklega farsælan feril sem skipstjórnarmaður um áratugaskeið. Á tyUistundum hafði sá gjarnan orð á því að hafa aldrei lent í skakkafóOum á starfsferli sínum. Hann vissi varla hvað var að lenda í hafvOlum og hafði oftlega stýrt skipum miUi landa án þess að þau bæri af fyrir fram ákveðinni leið. Þar sem félagarnn- fjórir áttu saman sögu- stund kvöldið fyrir sjóferðina ásamt gestgjafa þeirra lýsti ferðamaðurinn því fyrir hinum að hann hefði ótak- mörkuð réttindi á fiskiskip og gerði nokkra grein fyrir farsældinni sem fylgt hefði honum. Það var því auðsótt mál að fá triUubát gestgjafans að láni til að skreppa örfáar sjómílur. „Það er nú annaðhvort að maður treysti slík- um mönnum," sagði gestgjafinn sem sökum áræðis og kjarks var gjarnan kaUaður ísmaðurinn. Olíulausir Viö brottförina um morguninn var bjart yfir ferðafélögunum. Sá vél- reyndi var búinn að lima á sig sjó- veikiplástur, auk þess að taka inn töUu til að tryggja að hann héldist heUbrigður. Báturinn öslaði á 7 sjó- mílna ferð frá þorpinu og fyrir næsta nes. Félagamir tóku andköf af hrifn- ingu þar sem þeir komu inn í sund þar sem borgarísjakar höfðu komið sér makindalega fyrir. Grænland sýndi sínar bestu hliðar þar sem bát- urinn öslaði inn spegUsléttan fjörð- inn. Þá kom babb i bátinn og vélin sló feilpúst. Síðan drapst alveg á henni og báturinn stöðvaðist. Vélamaðurinn feUdi umsvifalaust úrskurð sinn. „Við erum olíulausir," sagði hann og áhyggjusvipur færðist yfir stór- skorið andlit hans. Eftirgrennslan á þilfari bátsins leiddi í ljós að engar varabirgðir var að finna. Hið ægifagra landslag, sem áður hafði létt þeim lund, birtist þeim nú sem ógnun. Bát- inn rak hratt miUi eyjar og borgarís- jaka og þeir ræddu í hálfum hljóðum sín í milli hvað hægt væri að gera í stöðunni. Báðir voru smeykir enda staðan ekki vænleg. Skipstjórnarmað- urinn ákvað að kynna sér tækjakost- inn í stýrishúsinu og fljótlega datt hann niður á talstöð sem hann ákvað að hagnýta sér. Honum tO nokkurrar undrunar barst strax svar við neyðar- kaUi hans og íslenskur vélstjóri í frystihúsi þorpsins kvaðst myndu senda út bát með olíuleka til að koma þeim til hafnar. Á meðan samtalið átti sér stað hafði vélamaðurinn fundið lausn. Olíutankur sem tilheyrði kab- yssu bátsins var hálffuUur og hann sagðist gera losað hann frá og heUt á eldsneytistank bátshis. Eftir örfáar mínútur var aðgerðin afstaðin og vél- in hrökk að nýju I gang. í ofsakæti var aUt sett á fuUa ferð og stefnan tek- in til baka eins og þeir mundu ferða- lagið best. Um hálftíma síðar sáu þeir hraðbát koma í kjölfarið og Græn- lendingur renndi upp að hlið þeirra. Þarna var mættur bjargvættur með olíu en félagarnir voru stoltir af því að geta staðið á eigin fótum og þurfa ekki á utanaðkomandi hjálp að halda. Grænlendingurinn rétti þeim olíu- brúsa sem þeir tóku við til að sýna kurteisi. Þeir ræddu sín í miUi hvers vegna sá grænlenski hefði komið aft- an að þeim þegar eðlilegra hefði verið að hann kæmi á móti þeim ef marka mætti siglingaleiðina til þorpsins. „Hann hefur viUst fram hjá okkur,“ sagði maðurinn með skipstjóraprófið og hló, vitandi það að aðkomumaður- inn skildi ekki íslensku. Undrunar- svipur var á andliti Grænlendingsins og loks stóðst hann ekki mátið og spurði hvort þeir ætluðu að sigla „út“. Skipstjórinn hló og sagðist ætla að sigla „út að þorpinu". Grænlendingur- inn hristi höfuðið i sömu svifum og hann kvaddi og sigldi sömu leið tU baka. Uggur í brjósti Félagarnir settu á fuUa ferð í gagn- stæða átt við veiðimanninn og héldu sínu striki. Þegar þeir höfðu siglt í um tvo tima Skipstjórinn rœskti sig og reyndi að kyngja óttan- um. Hann hugsaði til konu sinnar sem beið heima á íslandi með börnin. Hann viknaði við þar sem lífshlaup hans rann sem filma í gegnum huga hans. Hann herti upp hugann og sendi neyðarkall. án þess að bólaði neitt á þorpinu runnu á þá tvær grímur. „Ertu viss um að við séum á réttri leið?“ spurði vélarmaðurinn og það var uggur í brjósti hans. Úti við sjóndeildarhring- inn glitti í stórísinn og aUar líkur til þess að þeir nálguðust opið haf með tilheyrandi ógnunum. Skipstjórinn ákvað nú að kanna tækjabúnaðinn nánar. GPS-tæki var í brúnni og hann kveikti á því. Eftir nokkra stund komu á skjáinn tölur sem sýndu lengd og breidd. Þrautþjálfaður skipstjórinn bar tölurnar saman við sjókort og honum féUust hendur. Samkvæmt þessu voru þeir 15 sjómílur frá þorp- inu. „Tækið hlýtur að vera bUað. Við getum ekki verið komnir svona langt í burtu," sagði hann hugsi. Tekið var að húma að kveldi og hnípnir félag- arnir voru nú vissir um að þeir væru í hreinum háska. Enn stefndu þeir til hafs, enda óvarlegt að skipta oft um skoðun á hafi úti. „Hvað verður nú um börnin mín?“ sagði vélamaðurinn í hálfum hljóðum við félaga sinn þar sem þeir ösluðu í gegnum ís og krap til móts við óvissuna. Skipstjórinn ræskti sig og hann reyndi að kyngja óttanum. Hann hugsaði til konu sinn- ar sem beið heima á Islandi með börn- in. Hann viknaði örlitið við þar sem lífshlaup hans rann sem filma í gegn- um huga hans. Hann herti upp hug- ann og sendi út neyðarkall í talstöð- ina en ekkert svar 1)arst.''Vélamaður- inn rýndi fram fyrir bátinn og skyndi- lega kallaði hann ákafur: „Bátur á bakborða." Björgun og enn háski Þeir renndu báti sínum upp að jull- unni og stöðvuðu hann við hlið henn- ar. Góðlegur veiðimaður brosti til þeirra og skipstjórinn spurði um þorpið. Grænlendingurinn virtist hissa á spurningunni og hann til- greindi tvö þorp í grenndinni sem hvorugt var hið týnda þorp. Þegar honum skildist hvaða byggðarlag þeir áttu við benti hann með tilburðum í áttina sem þeir komu úr. „Það er þarna,“ sagði hann með sveiflu sem væntanlega táknaði að langt væri þangað. Skipstjórinn náði í kortið og niðurstaðan var ljós. GPS-staðsetning- artækið sagði satt og þá hafði borið tæpar 17 sjómilur af leið. Veiðimaður- inn virtist vorkenna félögunum og bauðst til að sigla með þeim spölkorn til baka þar til þeir sæju húsin í þorp- inu. Félögunum var óskaplega létt og þeir léku á als oddi. Á meðan Græn- lendingurinn lóðsaði þá í gegnum ís- inn í áttina að þorpinu ræddu þeir um hið örstutta bil sem er í millum lífs og dauða. Eftir um hálftíma siglingu benti Grænlendingurinn þeim á þorp- ið sem var í mikill fjarlægð. Hann gaf til kynna að hann vildi komast um borð í sinn bát og halda áfram selveið- um. Það var auðsótt mál og skipstjór- inn gaf vélamanninum skipun um að fylgjast með þorpinu svo það týndist ekki aftur. Sjálfur einbeitti hann sér að því að sigla fleyinu í gegnum ísinn. Skyndilega æpti vélamaðurinn skelf- ingu lostinn: „Ég er búinn að týna hel- vítis þorpinu." Skömmu síðar kallaði hann aftur: „Ég er búinn að finna það.“ Enn eitt áfall Félagarnir sigldu sem leið lá eftir forskrift Grænlendingsins og allt gekk að óskum. Talstöðvarsamband komst á við þorpið og þeir heyrðu að eigand- inn var að forvitnast um bát sinn hjá öðrum sjófarendum. Skipstjórinn kall- aði i hann og sagði allt vera með eðli- legum hætti um borð. „Við fórum í útsýnisferð hérna í grenndinni, skipti,“ kallaði hann. Þá dundi enn eitt áfallið yfir og vélin sló feilpúst og drap á sér. „Við erum olíu- lausir," sagði vélamaðurinn með þeirri raddtegund að ljóst mátti vera að honum var nóg boðið. Ekki var um annað að ræða en senda út neyðarkall öðru sinni sama daginn. ísmaðurinn svaraði og þeir gerðu honum grein fyrir staðsetning- unni. Tæpum tveimur tímum síðar barst hjálpin í formi olíubrúsa og þeir sigldu síðasta spölinn til lands fyrir eigin vélarafli. Fullt tungl var á heið- skírum himni og ljósin í þorpinu spegluðust í hafíletinum. Ferðamóðir félagarnir voru gersamlega sneyddir fegurðarskyni þar sem þeir, kaldir, hraktir og hungraðir, sigldu báti sín- um seinasta spölinn til hafnar. Þegar þangað kom stóðu skellihlæjandi ferðafélagar uppi á skafli ásamt flestöllum þorpsbúum sem fylgst höfðu með ferðinni um talstöðinni sem var í hverju húsi. „Sagðist þú ekki vera með full rétt- indi á öll skip,“ hóstaði annar ferðafélaganna á skaflinum út úr sér með andköfum. Skipstjórinn hugsaði sig um eitt andartak áður en hann svaraði. „Jú, hvers vegna heldur þú að ég hafi hætt á sjónum?" Afturhaldið Bush „Tillögur Bush um miklar skatta- lækkanir sem nú eru á leið gegn um þingið, eru ekki aðeins íhaldssam- ar. Þær eru arg- asta afturhald. Um þaö bil helmingur- inn af ávinningnum mun falla í skaut því eina prósenti Bandaríkja- manna sem ríkast er. Og tillagan um að afnema alveg erfðafjárskatt- inn hefur jafnvel orðið til þess að fjöldi margmilljarðamæringa hefur mótmælt því sem andfélagslegt er I henni. Maður getur einnig sagt með stakri ró að Bush sé góður vinur orkugeirans. Olíu- og kolafyrirtæk- in fá ívilnanir, opna á náttúru- verndarsvæði fyrir nýjum borun- um, víða er slakað á kröfum í um- hverfismálum. Hvað innanríkis- stefnu sína áhrærir er Bush, sem eins og alkunna er hefur ekki meiri- hluta Bandaríkjamanna á bak við sig, óravegu ekki bara frá mið- og vinstristjórnunum sem eru í meiri- hluta innan ESB, heldur einnig frá höfuðlinunum í evrópskri pólitík." Úr forystugrein Politiken 8. apríl Meiri róttækni „Það er vísu reynt að taka við- ræður upp að nýju. En í herbúðum beggja hafa skoðanir almennings orðið róttækari. Tilhneiging er til að gera andstæðinginn að djöfli. Margir Palestinumenn hafa flykkt sér að baki Yassers Arafats vegna árása með þungavopnum á palest- ínsku heimastjórnina. Tilræðin inn- an ísraels hafa þjappað meirihlutan- um að baki Sharons. Hann segir að ekkert verði af samningaviðræöum á meðan ofbeldisverk eru enn fram- in á heimastjórnarsvæðunum. Palestínumenn hafa þegar sýnt fram á getu sína til að veita mót- spyrnu. Enginn mun gefa eftir. Þetta leiðir bara af sér óhamingju, aðeins meiri óhamingju.“ Úr forystugrein Le Monde 9. apríl. Konungdæmi Breta „Þar til ekki fyrir löngu var það óumdeilanleg- ur sannleikur að Bretar myndu halda konung- dæminu hvernig sem þróunin yrði í öðrum löndum. Átíunda áratugn- um var þó farið að hrikta í stoðun- um. Hneykslismál á færibandi urðu til þess að konungsfjölskyldan var ekki lengur fyrirmynd. Síðasta kafl- ann hefur tengdadóttir Elísabetar drottningar, Sophie, skrifað. Hún lét dulbúinn blaðamann gabba sig til að segja ýmislegt sem hún hefði ekki átt aðs segja, um bæði kon- ungsfjölskylduna og helstu stjóm- málamenn Bretlands. Upplýsingarn- ar, sem blaðamaðurinn aflaði, voru ekki mikilvægar fyrir þjóðfélagið og þess vegna verður að gagnrýna að- ferðina. En meðlimur konungsfjöl- skyldunnar á að vita að hann á ekki að tjá sig eins og greifynjan gerði.“ Úr forystugrein Aftenposten 9. apríl. Ómöguleg stefna „Óformlegur ESB-fundur er einnig ESB-fundur. En skemmtitúr landbúnaðarráðherranna í Jámtland varð sannarlega heldur óformlegur. Það ríkir kreppa á öll- um sviðum landbúnaðar í Evrópu. Dýrin eru veik, bændurnir undir þrýstingi, neytendur tortryggnir, skattgreiðendur reiðir, framleiðend- ur þriðja heimsins úti í kuldanum og stækkun ESB í austur í gíslingu. Nú er tækifæri til frumkvæðis og athafna en í staðinn fóru landbún- aðarráðherrarnir í tveggja daga ferð til fjalla áður en þeir hófu varfærn- islegar umræður sem ekki stefndu að beinum ákvörðunum. Það er ástæða til aö hafa miklar áhyggjur af þessum andstæðum, öngþveitinu og rónni.“ Úr forystugrein DN 11. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.