Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 55
63 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 x>v Tilvera Kafarar í hernum Carl (Cuba Gooding jr.) ræðir við þjálfara sinn, Billy (Robert De Niro). Cuba Gooding og Robert De Niro í Heiðursmenn: Kom til að verða sá besti Vill veröa bestur Cuba Gooding jr. leikur kafarann Carl Brasher sem vill verða besti kafarinn í hernum. Men of Honor, sem frumsýnd var í gær í Regnboganum, Bíóhöll- inni og Borgarbiói á Akureyri, er spennumynd sem fjallar um þrjóskan hermann sem berst fyrir að fá irintöku í sérstaka deild í sjó- her Bandaríkjanna sem hefur að sérgrein að stunda köfun. Um er að ræða sannsögulega kvikmynd um líf og störf og óbilandi baráttuu- vilja Carls Brashears, sem ekki að- eins fékk ingöngu í deildina fyrir náð og miskunn annarra heldur er ákveðinn i að komast á toppinn þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og kynþáttafordóma. í hlutverki Carls Breshers er Cuba Gooding jr. Auk hans leika í myndinni Robert De Niro, Charlize Theron, Hal Holbrook, Powers Boothe, David Keirh, Aunjanue Ellis og Michael Rapaport. Leik- stjóri er George Tillman jr. sem leikstýrði Soul Food, vinsælli kvik- mynd í Bandaríkjunum, fyrir þremur árum. Tillman vakti at- hygli með stuttmyndinni Paulu sem fjallaði um sautján ára ein- stæða móður. Þessa mynd gerði Tillman meðan hann var enn i námi. Cuba Gooding jr. skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék ruðningsleikmanninn Rod Tidwell í Jerry Maguire og fékk ósk- arsverðlaun fyrir vikið sem besti aukaleikari. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikið í síðan má nefna What Dreams May Come og Instinct. Þess dagana er hann að ljúka leik í einn stærstu kvikmynd ársins, Pearl Harbor, sem Michael bay leikstýrir. -HK mmmmsmm The Closer You Get: ★★ Irar í kvenmannsleit Það ætti engum að koma á óvart að það er sami fram- leiðandi sem gerir The Closer You Get og gerði The Full Monty, sá er ítalskur og heitir Uberto Pasolini. Hann fetar dyggi- lega í sömu fótspor sín þegar hann býður upp á fimm karlmenn í smábæ sem taka til sinna ráða þegar kvenmannsleysi hrjáir þá. Nú er sögusviðið írland, nánar tiltek- ið smábær þar sem boðlegt kvenfólk er flutt á brott. Það er að minnsta kosti álit slátrarans Kirean O’Donnagh (Ian Hart), sem með að- stoð bareiganda æsir félaga sína í að auglýsa eftir kvenfólki í dagblaði í Mi- ami. Þeim hefði verið nær að líta sér nær því þetta uppátæki fer að sjálf- sögðu ekki vel í kvenkostinn í bænum sem kemur með mótleik og býður spænskum sjómönnum á dansleik sem haldinn er í bænum. Einn aðalkostur Breta þegar þeir taka sig til og gera myndir um smá- bæjarlíf er skemmtilegar persónur og The Closer You Get er uppfuU af lit- ríkum persónum, þá er hugmyndin að sögunni er góð og handritið er vel skrifað. Það er nú samt svo að mynd- in verður aldrei almennUega fyndin, nær sér aldrei á strik, er mjög fyrir- sjánaleg og hæg. Þessi galli verður að reiknast á leikstjórann Aileen Ritchie, sem greinUega hefur ekki sömu hæfi- leika tU að lyfta góðri sögu upp eins og Peter Cattaneo, leikstjóri The FuU Monty hefur. -HK Útgefandl: Skífan. Leikstjóri: Aileen Ritchie. Leikarar: lan Hart, Sean McG- inley, Niamah Cusack og Ruth McCabe. Bresk, 2000. Lengd: 92 mín. Leyfö öll- um aldurshópum. Entre las piernas: ★★★ Kynlíf og morð imím PIERKÍS Spánski leik- stjórinn Manuel Gomez Pereira er í mynd sinni Entre las piernas undir áhrifum frá Pedro Almodov- ar. Mörg erótísk atriði myndar- innar minna óneitanlega stundum á myndir á borð við Átame og Kika og til að minna okk- ur ennfremur á Almodovar er í öðru aðalhlutverkinu, Victoria Abril, sem var stjarna Almodovars í nokkrum mynda hans, meðal ann- ars þeim tveimur sem hér hafa ver- ið nefndar. Mötleikari Abril er Javier Bardem, sem var í ár til- nefndur til óskarsverðlauna í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í Before Night Falls. I mynd sem bæði fjallar um hættuiegt erótískt samband og er jafnframt sakamálamynd leika Abril og Bardem kynlífsfikla sem hittast á lækninganámskeiði fyrir slíkt fólk. Ólikt hafast þau að, Abril fer með hundinn sinn í almennings- garð og pikkar upp þann fyrsta sem hún sér á meðan Bardiem er í símaklámi við konu, sem hann veit ekki hver er og veit ekki í upphafi að spólur með kynlífssögum hans eru heitasta varan á kynlífsmark- aðnum í Madrid. Hvað gerist þegar fiklarnir fara að stunda kynlíf sam- an er það sem myndin fjallar um auk þess sem myndin er morðsaga. Entre las piernas er áreitinn mynd. Hún er mörgu leyti mjög slungin og býður upp á mjög svo óvæntar fléttur svo ekki sé meira sagt. Pereira heldur áhorfandum við efnið með krassandi atriðum auk þess sem Abril og Bardem hafa sterka nærveru. Mynd sem hægt er að mæla með fyrir þá sem vilja öðruvísi myndir. -HK Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Manu- el Gomez Pereira. Leikarar: Victoria Abril, Javier Bardem og Carmelo Gomez. Spönsk, 1999. Lengd: 117 mín. Bönnuö Kevin Spacey og Helen Hunt í Pay It Forward: I von um betri veröld I Pay It Forward, sem frumsýnd var í gær í Sam-bíóunum og Nýja bíói, Keflavík, leiða saman hesta sína Haley Joel Osment, ungi dreng- urinn sem fékk óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Sixth Sense, Kevin Spacey og Helen Hunt í mynd sem fjallar um dreng sem tekur alvar- lega samþykki kennara síns um að hann megi gera jörðina að betri stað til að lifa á. Kennarinn Eugene Simonet (Kevin Spacey) er mikill reglumað- ur. Allt verður aö vera á sínum Hayley Joel Osment / hlutverki hins unga drengs sem finnur þörf hjá sér til að hjálpa öðr- um endurglaldslaust. stað, hvort sem það er heima hjá honum eða í kennslustofunni. Þetta á einnig við um kennsluna, hann breytir aldrei út frá fyrirfram ákveðnu formi á henni. Þegar hann tekur við nýjum bekk á hann ekki von á öðru en að allt verði eins og áður. Hann heldur sömu ræðuna um að börnin verði að láta gott af sér leiða og veit ekki betur en að enginn taki hann alvarlega. Nú vill svo til að í bekknum er ungur snáði, Trevor (Haley Joel Osment), sem tekur ræðu kennara síns til sín ög ákveður að gera eitthvað í málun- um. Hann kemur frá sundraðri fjöl- skyldu og hefur ekki átt sjö dagana sæla, býr með móður sinni (Helen Hunt) sem vinnur tvö störf til að geta látið enda ná saman. Fyrir hon- um er ræða kennarans opinberun og hann ákveður að það sé hans verk að breyta veröldinni til hins betra. Það er víst óhætt aö segja að kvik- mynd með óskarsverðlaunahafana Kevin Spacey og Helen Hunt ásamt Haley Joel Osment sé vel skipuð leikurum og þegar við bætist Jay Morhr, James Caviezel og Jon Bon Jovi má segja að vel sé skipað i hvert pláss. Og fyrir þá sem muna kvikmyndasöguna þá er hægt að rifja upp kynni sín við Angie Dick- inson, sem ekki hefur sést til lengi, en hún gerði garðinn frægan í Hollywood á sjöunda og áttunda áratugnum. Leikstjóri er Mimi Leder, sem óðum er að vinna sér sess meðal fremstu leikstjóra í Hollywood. Hún hafði starfað við sjónvarpið þegar Dream Works tók hana upp á sína arma við stofnun fyrirtækisins. Og það varð hennar starf að skila til áhorfenda fyrstu stórmyndinni, The Peacemaker, sem Draumasmiðjan frumsýndi. Hún gerði síðan framtið- armyndina Deep Impact. Pay It Forward er hennar þriðja kvik- mynd. -HK — Kennarinn og nemandinn Kevin Spacey leikur kennarann sem gefur nemendum góð ráð og Hayley Joel Osment nemandann sem fer eftir þeim. Frönskunámskeið verða hafdirn 30. apríf fiil 22. júní 2001. Innrifun er hafin. NámskeiS fyrir byrjendur og lengra komna, námskeið fyrir börn og eldri borgara, taltímar, einkakennsla. Kennum í fyrirtækjum. Ferðamannafranska: 10 tíma hraðnámskeið fyrir Frakklandsfara. Stuðningskennsla fyrir skólafólk. Alliance Francaise Hringbraut 121/JL-húsið • Sími 552-3870 • Fax 562-3820 netfang af@ismennt.is • veffang http://af.ismennt.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.