Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Page 2
2 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 Fréttir X>V Stórbruni í íslenskum matvælum í Hafnarfirði - allt ónýtt: Myrkur um miðjan dag - reykský lagðist yfir Hvaleyrarholtið - verkamaður átti fótum fjör að launa Mikil mildi var að ekki varð mann- tjón þegar eldur gaus upp í húsi og höfuðstöðvum íslenskra matvæla við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um hálfsexleytið í gær. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var þegar sent á vettvang og barðist við eldinn en húsið virtist í fyrstu loga stafna á milli. Mikinn reykjarmökk lagði yfir Hvaleyrarholtið og var víða sem myrkur væri um miðjan dag. „Það voru aðeins þrír starfs- menn i húsinu þegar eldurinn kom upp og það má teljast mildi í sjálfu sér því yfirleitt eru starfsmennirn- ir 30 talsins," sagði Snorri Finn- laugsson, framkvæmdastjóri ís- lenskra matvæla, sem stóð í gær og fylgdist með fyrirtæki sínu brenna. „Það verður ekki unnið meira í þessu húsi eins og útlitið er nú. Mér sýnist allt ónýtt.“ Hús Islenskra matvæla var 1100 fermetrar, á einni hæð, og sam- byggð því er Vélsmiðja Péturs Auðunssonar. Þar var Karl Jóns- son verkamaður að störfum utan- húss þegar eldurinn kom upp: „Ég fann einhverja brælulykt en því er ég reyndar vanur úr þessu húsi og kippti mér því ekki upp við það,“ sagði Karl sem líklega var sá fyrsti sem varð eldsins var. „AUt í einu var eins og reykgusa spryngi upp úr þakinu og reykskýið lagðist yfir mig eins og hula. Ég náði vart andanum og átti fótum fjör að launa,“ sagði Karl sem tók til fót- anna úr úr reykjarmekkinum. Þeg- ar hann náði áttum á ný sá hann að hús íslenskra matvæla var al- elda. Snorri Finnlaugsson fram- kvæmdastjóri telur að bilun í reykofni hafi valdið eldsvoðanum. Verið var að reykja lax eins og svo oft áður og augljóst að eitthvað fór úrskeiðis: „Ég var með ágætar DV-MYND HARI Frammi fyrir vandanum Slökkviliðsmenn á vettvangi á Hvaleyrarholtinu - eldtungurnar stigu til himins og reykurinn var óskaplegur. tryggingar og ég vona bara að þær orðið fyrir. En ég sé nú að þarna dugi fyrir því tjóni sem við höfum verður ekki unnið aftur." -EIR Stolin málverk og skorin „Það var skelfdeg sjón hér í morg- un,“ sagði Friðrik Stefánsson, eigandi listagallerísins Svarthamars við Skólavörðustíg, en hann varð fyrir því óláni að brotist var inn til hans í fyrrinótt og tuttugu og þremur lista- verkum stolið. Fyrir árvekni blaðburðardrengs var lögreglu gert viðvart um dularfull- ar mannaferðir í galleríinu á áttunda timanum í gærmorgun. Lögreglu- menn komu þegar á staðinn og stuttu seinna handsömuðu þeir mann á hlaupum við Hallveigarstíg. Maður- inn reyndist vera með fimm málverk undir hendinni. Friðrik hefur rekið galleríið í einn mánuð og taldi húsakynnin nokkuð örugg. „Þjófurinn fór inn um lítinn glugga baka til og hefur þurft að beita vírklippum því rimlar voru fyrir glugganum," segir Friðrik. Meðal verkanna sem stolið var eru meðal annars myndir eftir meistara á borð við Jón Engilberts, Jóhannes Kjarval, Svavar Guðnason, Gunnlaug Scheving, Ásgrím Jónsson og Svavar Guðnason. Hjá lögreglu fengust þær upplýsing- ar að meintur þjófur væri enn í haldi og hefði verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. -aþ DVA1YND ÞÖK Skemmdarverk í Svarthamri Friðrik Stefánsson, eigandi Svarthamars, með málverk eftir Sigurbjörn Jónsson. Innbrotsþjófurinn hefur haft fyrir því að stórskemma myndina með hnífi. Mekkano reynir að forðast gjaldþrot 15.000 tonnum hent Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra kynnti í dag niður- stöður tveggja kannana á brott- kasti á bolfiski. Talið er að brott- kast á bolfiski nemi 25-30.000 tonnum á ári. Brottkastsnefnd telur brottkast þorsks nema á bilinu 4000 til 16.600 tonn. Rannsókn á matvöruverði Samkeppnisstofnun áætlar að skila eftir helgina niðurstöðum rannsóknar á þvi hvers vegna mat- vöruverð hækkaði á sama tíma og hækkandi gengi krónunnar hefði átt að leiða til verðlækkunar. Sam- kvæmt heimildum fréttastofu Út- varps er orsaka þessara verðhækk- ana að leita hjá stórmörkuðunum. Quarashi hótað Samtök íslamskra rappara i Bandaríkjunum, Nation of Islam, hafa haft í hótunum við íslensku hljómsveitina Quarashi. Ástæðan er að á plötuumslagi óútkominnar plötu hljómsveitarinnar, Jinx, er mynd af trúartákni Islam, grænum hálfmána..RÚV greindi frá. Kröfu hafnað Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu um nálgunarbann á Alsírbúa sem grunaður er um að hafa stungið annan mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Hróa Hött í byrjun janúar. Pétur A. Maack hættur Pétur A. Maack, framk væmdastj óri V erslunarmanna- félags Reykjavíkur, hefur látið af störf- um hjá félaginu og við hann hefur ver- ið gerður starfs- lokasamningur um í samtals 15 mán- Léleg mæting Starfandi forseti Alþingis kvart- aði undan því við upphaf þingfund- ar i morgun hversu illa þingmenn mættu til funda og að dagskrá væri ekki fylgt. Málið verður tekið fyrir í forsætisnefnd eftir helgi. greiðslu launa uði. Auglýsinga- og almannatengsla- fyrirtækið Mekkano ehf. rambar nú á barmi gjaldþrots. Að sögn Gunn- ars Steins Pálssonar, forsvars- manns félagsins, er nú róinn lífróð- ur til að reyna að bjarga því sem bjargað verður en starfseminni verður hætt á mánudag. Gunnar tilkynnti starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í gær að rekst- urinn yrði stöðvaður frá og með mánaðamótum. Sagði hann i sam- tali við DV síðdegis í gær að haldið Mekkano Umtalsverðir fjárhagserfiöleikar steðja nú að fyrirtækinu. yrði áfram að innheimta viðskipta- kröfur. „Við erum að vonast til þess að okkur takist að innheimta nógu mikið til að geta farið í frjálsa nauðasamninga við birgja og þannig komist hjá gjaldþroti." Á fundinum með starfsfólkinu i gær kom einnig fram að stórum hluta þess býðst að ráða sig hjá aug- lýsingastofunni XYZ og er ætlunin að beina viðskiptavinum Mekkanos þangað. „Það hafa verið miklir erfiðleikar í rekstri Mekkanos eftir sameiningu við netlausnafyrirtæki á síðasta ári,“ segir Gunnar Steinn Pálsson. Þvi miður hafa erfiðleikar síðasta árs gert okkur mjög erfitt fyrir á þessu ári. Nú er unnið af miklum krafti til að reyna að fmna leiðir út úr þeim vanda, en hann er umtals- verður." Um 40 manns hafa að undanfómu starfað hjá Mekkano sem er eitt af stærstu fyrirtækjunum á sviði aug- lýsinga og almannatengsla. -HKr. Olíu fór í Sandgerðishöfn Talið er að tugir lítra af svartolíu hafl runnið í Sandgerðishöfn. Neyð- arlínan fékk tilkynningu um oliuna nú síðdegis og var lögreglan kölluð til. deCODE að hressast? Gengi hlutabréfa í deCODE Genetics hefur heldur stigið frá því það fór lægst, niður fyrir sex fyrir skömmu. Um miðjan dag í gær var gengið í 7,18, en byrjunargengi við opnun markaða erlendis var 6,88. Halldór semur við Rússa Halldór Ásgríms- son og Alexander Avdéev, vara- utaníkisráðherra Rússlands, undirrit- uðu í gærmorgun samkomulag um rannsóknir og út- gáfu á skjölum sem varða opinber samskipti Rússlands og íslands. Fundurá sunnudag Nýr fundur í sjómannadeilunni hefur verið boðaður klukkan 13 á sunnudaginn. Fimm tíma fundur á fimmtudag bar lítinn árangur. Blaðið í dag : -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.