Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 6
6
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
Fréttir DV
Hætta á að skilvirkni dómstóla muni minnka, segir formaður dómarafélagsins:
Heiti potturinn
Málum fjölgar - dóm-
urum fækkar um þrjá
- skipulagsbreyting í kjölfar hæstaréttardóms 1994 dregur dilk á eftir sér
Þriggja ára setning þriggja hér-
aösdómara, tveggja í Reykjavík og
eins á Reykjanesi, mun renna út í
lok júní. „Álag hefur aukist á hér-
aðsdómstóla síðastliðið ár. Þetta
þýðir að óbreyttu meira álag á hér-
aðsdómarana. Það er mjög slæm
þróun þegar litið er til þess aö skil-
virkni dómstóla hefur almennt ver-
iö góð síðastliðin ár. Fyrir liggur að
málastaða Hæstaréttar er nú mjög
góð vegna þeirrar miklu vinnu sem
þar hefur verið unnin á síðastliðn-
um árum. Það getur því stefnt í það
að flöskuhálsinn verði hjá héraös-
dómstólunum," segir Helgi I. Jóns-
son, formaður Dómarafélags ís-
lands.
Mikil aukning hefur verið á
munnlega fluttum einkamálum í
Héraðsdómi Reykjavikur á síðasta
ári og sakamálum hefur einnig
greinilega fjölgað. Svipaö má segja
um næststærsta dómstólinn, Hér-
aðsdóm Reykjaness.
„Ef þrir dómarar hætta eykst
álagið enn meira,“ segir Helgi. „Ef
dómurum verður ekki fjölgað til að
létta undir eru líkur á að mál fari að
dragast. Ástandið hefur verið í góðu
lagi síðustu misseri en nú eru blik-
ur á lofti," segir Helgi.
Ástæða þess að setning dómar-
anna þriggja rennur út í lok júní á
rætur að rekja aftur til ársins 1994
þegar Hæstiréttur komst aö þeirri
niðurstöðu að fulltrúar héraðsdóm-
ara mættu í raun ekki kveða upp
dóma á sama hátt og dómarar. Var
dómskerfið þá endurskipulagt með
hliðsjón af því.
Þeir þrír dómarar sem um er að
ræða, og reyndar einn annar, sem
nú hefur verið skipaður héraðsdóm-
ari, voru síðan settir héraðsdómar-
ar til 30. júní 2001. Var þannig um
að ræða ákveðinn aðlögunartíma
fyrir þá dómarafulltrúa sem lengst
höfðu gegnt þeim störfum. Setning-
artími þremenninganna sem settir
héraðsdómarar er nú senn úti. „Það
er alveg óljóst hvað gerist,“ segir
Helgi.
Umræddir dómarar eru Júlíus
Georgsson hjá Héraðsdómi Reykja-
ness og Þorgerður Erlendsdóttir og
Ragnheiður Bragadóttir i Héraðs-
dómi Reykjavíkur. -Ótt
Samræmd próf:
Unglingar
til sóma
Hvergi kom til vandræða og allir
voru sjálfum sér og öðrum til sóma.
Þetta er mat lögreglu, foreldra og
annarra á því hvernig til tókst í
Reykjavík á fimmtudag eftir lok
samræmdra prófa. Síðasta prófinu,
sem var í stærðfræði, lauk um há-
degi og fljótlega eftir það lögðu
skólanemar og kennarar þeirra upp
í ferðalög. Haldið var til ævintýra
úti á landi, þar sem áhersla var lögð
á að allur skemmtu sér vel á heil-
brigðan hátt. Sumir komu til baka
að kveldi - en aðrir í gær.
Það er mat lögreglu að með sam-
hentu átaki hafi tekist að koma í
veg fyrir ólæti og unglingadrykkju
sem oft var áberandi eftir sam-
ræmdu prófin.
Nú séu hlutir komnir í réttan far-
veg og að það hafi tekist sé mest
réttu hugarfari að þakka. -sbs
Vararaflsstöð í Smáralind:
Ákveðið að taka
tilboði Brimborg-
ar og Genetech
Stjóm Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar hefur lagt til við
borgarráð að tilboði lægstbjóðanda,
Genetech AB í umboði Brimborgar
hf., verði tekið vegna kaupa Orku-
veitu Reykjavíkur á vararafstöö fyr-
ir Smáralind í Kópavogi.
Tilboð Genetech AB hljóðar upp á
79.751.603 krónur en alls bárust 14
tilboð í verkið. Viðhaft var opið út-
boö á EES-svæðinu og voru tilboð
opnuð 4. apríl sl. Var fallist á að
taka áðumefndu tilboði samkvæmt
ráðlegginu Rafteikningar hf. sem
var ráðgjafl Innkaupastofnunar við
mat á tilboðum. -HKr.
Ekki fundað milli
Atlanta og Flugleiða
Ekkert verður af fyrirhuguðum
fundi Atlanta og Flugleiða nú í vik-
unni en um síðustu helgi voru líkur
á að forráðamenn félaganna myndu
hittast með hugsanlegt samstarf í
huga. Samkvæmt heimildum DV er
hugsanlegt að aðilar hittist í næstu
viku en ekkert er afráðið meö það.
Litlar líkur eru aukinheldur sagöar
á því að stórtíðinda yrði að vænta af
slíkum fundi. -gk
Sómafóik
Nemendur sem luku samræmdum prófum á flmmtudag yoru landl og lýö til sóma í hvívetna. Þessar stúlkur í Öldu-
túnsskóla útskrifast á næsta ári. Hér taka þær í spil í frímínútum og áhuginn er óskiptur. Þeirra bíöur á næsta ári
óvissuferö með foreldrum og kennurum þar sem heilbrigö skemmtun veröur í öndvegi.
Óvissa með rafmagns-
öflun til Noröuráls
Landsvirkj-
un á ekki sæti í
nefnd stjórn-
valda sem nú
situr á við-
ræðustóli með
forsvarsmönn-
um Norðuráls
um fyrirhug-
aða stækkun
álversins á
Grundartanga.
Þorsteinn Hilm-
arsson, upplýsingafulltrúi Lands-
virkjunar, segir að ákveðin vinna
eigi sér þó staö hjá fyrirtækinu
vegna óska Norðuráls um stækkun-
ina. Tvöföldun afkastagetu kallar á
gríðarlega orku og til að hún geti
orðið að veruleika þarf að virkja og
eru nokkrir kostir til skoðunar.
„Eiginlegar samningaviðræður
eru ekki hafnar, enda liggur ekki
fyrir hvaða útfærsla verður ofan á,“
segir Þorsteinn, en neitar því þó að
þeir sitji á hliðarlínunni í málinu.
Vatnsfellsvirkjun mun þjóna
stækkun verksmiðjunnar úr 60.000
tonnum í 90.000 í ár og Landsvirkj-
un hefur fengið heimild frá ríkinu
til virkjunar við Búðarháls sem er
milli Hrauneyjafossvirkjunar og
Sultartangavirkjunar. Miklu meiri
orku þarf þó til ef áætlanir um
180.000 tonn árið 2004 eiga að ganga
eftir. Veita við Norðlingaöldu er til
skoðunar sem og 6. áfangi við Kvísl-
arveitu en þessir möguleikar eru
sýnd veiði en ekki gefin.
„Þessir kostir eru viðkvæmir í
umhverfislegu tilliti og ef þeim
verður hafnaö getum við sem fyrir-
tæki ekki afhent það rafmagn sem
þarf fyrir Norðurál fyrr en árið 2006
auk þess sem kostnaöur yrði
hærri,“ segir Þorsteinn.
Á hinn bóginn telur Landsvirkj-
un að Austfirðingar þurfi ekki að
hafa neinar áhyggjur af þróun Norð-
uráls, enda segir Þorsteinn að stór-
iðja á Austurlandi og stækkun
Norðuráls fari mjög vel saman. Tel-
ur hann skynsamlegt að ráðstafa
jafn mikilli raforku og þarf í þessi
tvö fyrirtæki? „Já, já. Við erum að-
eins að nýta um 17-19% af okkar
möguleikum i dag og eigum marga
virkjunarkosti.“ -BÞ
Halldór svarar
„Sóló“
Davíðs Odds-
sonar forsætis-
ráðherra um
Evrópusam-
bandsmálin í
Evrópuferð hans
á dögimum vakti
mikla athygli, en
þar blessaði
hann EES-samninginn og samskipt-
in við Evrópusambandið i hástert
ásamt framkvæmdastjóra og for-
seta Evrópuráðsins. Halldór Ás-
grimsson utanríkisráðherra sat
hljóður hjá enda álita framsóknar-
menn að hlutirnir séu ekki bara
svartir og hvítir og að ýmsu þurfi
að huga varðandi þessi mál. Hall-
dór svaraði svo fyrir sig þegar
hann fékk Jagland starfsbróður
sinn frá Noregi til að koma til ís-
lands i síðustu viku og var sérstak-
lega tekið fram að þeir og þeirra
menn væru að fara yfir „þau
vandamál" sem eru í samskiptum
Islands og Noregs við Evrópusam-
bandið en Davíð og hans menn
segja þau vandamál ekki til.
Ekki líkt Alla
Páll Pét-
ursson félags-
i málaráðherra
upplýsti á Al-
þingi hvaða fyr-
irtæki það eru í
fiskvinnslu sem
hafa sent starfs-
fólk sitt heim
launalaust og
kom ýmsum á óvart að sjá þar á
meðal fyrirtæki Samherjamanna á
Dalvík og ekki síður Hraðfrystihús
Eskifjarðar. Menn hafa talið að það
myndi ek”ki ríða Samherja að fullu
að greiða starfsfólkinu muninn á
milli atvinnuleysisbóta og kaup-
tryggingar, þessu öflugasta útgerð-
ar- og vinnslufyrirtæki landsins.
Þá eru menn á einu máli um að
væri Aðalsteinn Jónsson, eða
Alli ríki eins og hann er jafnan
kallaður, enn við stjórnvölinn hjá
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hefði
annað verklag verið viðhaft i þessu
máli, þetta væri ekki líkt Alla ríka.
Enn er grátið
Atli Eö-
valdsson,
landsliðsþjálfari
í knattspymu, á
ekki sjö dagana
sæla með vælið
í sumum af leik-
mönnum sínum.
Kunnugt er að
Helgi Sigurðs-
son og ekki síð-
ur Tryggvi Guðmundsson hafa
vælt mikið og lengi þegar þeir hafa
ekki verið valdir í byrjunarlið ís-
lands. Nú lét Atli undan þeim og
setti þá báða í byrjunarliðið gegn
Möltu og setti m.a. Þórð Guðjóns-
son á varamannabekkinn. Þórður
var ekki par ánægður með það og
sagði eftir leikinn að hann hefði
lagt sitt af mörkum með landslið-
inu undanfarin ár (!) og því ætti
hann ekki skilið að sitja á vara-
mannabekknum.
Vöfflubakstur
Það hefur
ekki verið
mikil hreyfing
í samningaviö-
ræðum sjó-
manna og út-
vegsmanna að
imdanfornu og
þessir aðilar
sem segjast
verða að semja
sjáifir sýna ekki snefil af tilraun-
um í þá átt, heldur þumbast við
eins og þeir hafa gert undanfarnar
vikur, mánuði og misseri. I síðustu
viku voru tveir samningafundir og
eftir annan þeirra mátti sjá mynd
af Helga Laxdal, formanni Vél-
stjórafélags íslands, við vöfflubakst-
ur í Karphúsinu. Þama er hugsan-
lega komin ein skýringin á hversu
hægt gengur að semja. Eru verka-
lýðsforkólfarnir á matreiðslunám-
skeiðum i Karphúsinu?