Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Page 11
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
11
Skoðun
.....................................................................................—-------
manninn, biskupsfrúna og kannski
„Verðbréfabrask er hugtak
sem er tiltölulega nýtt í
veruleika almennings á
íslandi. Þetta er eitthvað
sem menn höfðu fram eft-
ir síðustu öld helst heyrt
af og séð í bíómyndum og
þá ekki síst í tengslum við
verðhrunið mikla og
heimskreppu um miðja
tuttugustu öldina. “
gengið var ekki eins bjart og þeir út-
listuðu fyrir hluthöfum. Ef fjárhags-
staða fyrirtækisins hefur á þeim tíma
og reyndar allar götur fram að gjald-
þroti verið í himnalagi er málið jafn-
vel alvarlegra. Ef sú er raunin er með
öllu óskiljanlegt hvernig það má vera
að fyrirtækið hafi farið á hausinn.
Hafi staðan verið svo góð sem for-
svarsmenn lýstu, hvar eru þá allir
peningarnir sem komu inn í formi
hlutafjár? Á aðalfundi 30. júní í fyrra
kom fram að hluthafar voru þá 250 og
á árinu 1999 voru 11,5 manns starf-
andi hjá félaginu og laun þeirra 25
milljónir króna. Á fyrstu sex mánuð-
um ársins 2000 komu inn í auknu
hlutafé samkvæmt sömu skýrslu 244
milljónir króna fyrir utan það sem
áður var selt. Ofan á það bætast áður
tekin lán upp á tugi milljóna króna.
Samkvæmt heimildum blaðsins var
búið að greiða inn hlutafé og breyta
skuldum í hlutafé að nafnvirði 200
milijónir króna í árslok 2000. Meðal-
sölugengi 1999 var sagt 3,5. Vitað er að
i mörgum tilfellum var selt á tvöfalt
og jafnvel þrefalt eða fjórfalt hærra
verði. Samkvæmt því má álykta að
innborgað hlutafé hafi verið 500 til 700
milljónir króna þegar fyrirtækið fór í
þrot og jafnvel meira. Skuldir voru þá
sagðar um 200 miiljónir króna. Hvað
satt er og hvað logið í þessu máli verð-
ur líklega aldrei að fiiilu upplýst, því
lygin var trúlega sjaldnast færð inn í
bókhaldið.
„Sexí“ fyrirtæki
Rekstur fyrirtækja krefst sterkra
tauga, útsjónarsemi og raunsæi.
Þetta á ekki síst við þegar glimt er
við erfiðleika eða gengið er til nýrra
átaka með stofnun fyrirtækja.
Gildra óraunhæfra væntinga um-
lykur allt starf þeirra sem berjast
við að halda fyrirtæki á floti eða
láta sig dreyma stóra drauma um
landvinninga í nafni ungra fyrir-
tækja. Sumum hefur tekist á undra-
verðan hátt að forðast þessa gildru
en þeir eru fleiri sem hafa fallið í
hana.
Það er alltaf gleðilegt þegar full-
hugar ráðast út í að stofna fyrirtæki
- hefja rekstur nýrra fyrirtækja, oft
vopnaðir nýjum hugmyndum og
nýjum aðferðum. Slíkir fullhugar er
lífsnauðsynlegir í frjálsu þjóðfélagi,
sem byggist á samkeppni og ein-
staklingsframtaki. Sagan hefur
kennt okkur að slíkir menn ryðja
brautina til betri lífskjara og hag-
sældar - við hin njótum verka
þeirra beint og óbeint. í frjálsu þjóð-
félagi er hins vegar fullkomlega
eðlilegt að mönnum verði á mistök
eða takist ekki ætlunarverkið. Ekk-
ert er óeðlilegt við það að fyrirtæki
leggi upp laupana, verði gjaldþrota
eða hætti hreinlega starfsemi. Sé
heiðarlega staðið að verki er alls
ekki hægt að kasta rýrð á þá sem
höfðu hugrekki til að ráðast í rekst-
ur fyrirtækja. Miklu fremur eiga
slíkir menn skilda aðdáun fyrir að
vera tilbúnir að hætta öllu sínu en
verða undir í hörðum heimi við-
skiptanna. Það er óheiðarleikinn -
svik og prettir - sem er undantekn-
ingin en eitrar út frá sér og gerir
þeim, sem heiðarlega hafa staðið að
málum, erfiðara fyrir á ögurstundu
í fyrirtækjarekstri.
Fagurgali
I flestu hefur verið ánægjulegt að
fylgjast með þróun íslensks hluta-
bréíamarkaðar á undanförnum
árum. Virkur hlutabréfamarkaður
hefur opnað almenningi áður ófæra
leið til að taka þátt í atvinnurekstri
með beinum hætti. Tugir þúsunda
íslendinga hafa orðið eigendur
hlutabréfa - oröið kapítalistar í
góðri merkingu þess orðs. En um
leið hafa möguleikar óprúttinna
sölumanna, sem gera sér trúgirni og
gróðavon almennings að féþúfu,
aukist. DV hefur ítrekað varað al-
menning við því að taka þátt í
áhættusömum fjárfestingum. Venju-
legt launafólk á aðra og betri kosti
til að ávaxta sitt pund, en taka um
leið þátt í atvinnurekstri, beint eða
óbeint. Því miður hafa ekki allir
hlustað á slík varnaðarorð.
í leiðara DV nú í vikunni sagði
meðal annars, og það að gefnu til-
efni, eins og lesendur blaðsins eiga
að vita: „Margir einstaklingar hafa
því miður brennt sig alvarlega í
þeim hrunadansi sem stiginn hefur
verið á gráum markaði íslenskra
hlutabréfa. Margir hafa glatað öllu
sínu eftir að hafa tekið trúanlega
fagurgala útsmoginna sölumanna
nýrra hugmynda og fyrirtækja sem
lofað hafa gulli og grænum skógum.
Vonin um stóra happdrættisvinn-
inginn hefur alltaf heillað íslend-
inga og svipt marga heilbrigðri
skynsemi.
í þessum efnum er hver hins veg-
ar sinnar gæfu smiður. Einstakling-
ar geta aldrei gert þá kröfu að ein-
hverjir aðrir hafi vit fyrir þeim þeg-
ar kemur að fjármálum. Ákvörðun
um hvort þeir hætta öllu sínu á
rúllettuborði vafasamra hlutabréfa
er þeirra - afleiðingarnar verða þeir
einir að bera. Hins vegar er ljóst að
hvorki fjölmiðlar né sérfræðingar á
fjármálamarkaði hafa staðið sig i að
upplýsa og vara almenning við sölu-
mönnum gróðavonarinnar. Báðir
aðilar ættu að draga ákveðinn lær-
dóm af reynslu undanfarinna mán-
aða.“
Ný aðferöafræöi
Fyrir nokkrum mánuðum benti
ég á að ný hugmyndafræði hefði
verið að ryðja sér til rúms við fjár-
festingu í hlutabréfum hér á landi.
Vitnaði ég þá meðal annars i Óðin,
sem er huldupenni Viðskiþtablaðs-
ins. Fullyrt var að margir hefðu
hagnast vel á því að beita þessari
nýju aðferðafræði en eitt væri hins
vegar víst að enn fleiri ættu eftir að
tapa stórum fjárhæðum í happaleik
hlutabréfanna. Bent var á að að-
ferðafræðin ætti ekkert skylt við
reglur eða hugmyndir manna um
hvað eigi að ráða við kaup og sölu
hlutabréfa.
Merkilegt er að rifja upp það sem
Óðinn sagði í ljósi nýjustu frétta af
fyrirtæki sem almenningi var talin
trú um að væri töfrafyrirtæki. Óð-
inn benti á að nú skipti mestu að
fyrirtækin væru „sexí“: „Engu eða
litlu skiptir hver rekstrarárangur-
inn er eða hvaða möguleikar eru á
„Tugir þúsunda íslend-
inga hafa orðið eigendur
hlutabréfa - orðið
kapítalistar í góðri merk-
ingu þess orðs. En um
leið hafa möguleikar
óprúttinna sölumanna,
sem gera sér trúgimi og
gróðavon almennings að
féþúfu, aukist. “
framtíðarhagnaði. Eina krafan, sem
er gerð, er að fyrirtækið eigi mögu-
leika á að komast i tísku - verði
sexí í hugum fjárfesta sem á eftir
koma. Þannig er tískan farin að
skipta meira máli en arðsemi
rekstrar. Komist fyrirtæki í tlsku
hækka hlutabréfin upp úr öllu valdi
og þar með er hægt að selja hluta-
bréfin með miklum hagnaði."
Þannig skiptir mestu fyrir for-
ráðamenn fyrirtækja að markaðs-
setja rétt gagnvart fjárfestum og
fjármálamarkaðinum. Tekjur og af-
koma eru talin aukaatriði í hinni
nýju aðferðafræði. Útlitið er fyrir
öllu.
„Óðinn óttast að verið sé að reisa
skýjaborgir sem muni hrynja áður
en langt um líður. En það skiptir
fjárfesta litlu, svo lengi sem þeir eru
búnir að selja sín bréf og koma
þeim fyrir í öðrum og nýjum fyrir-
tækjum sem munu komast í tísku.“
Hlutur fjölmiðla
DV hefur undanfarna daga fjallað
ítarlega um gjaldþrot kælitækja-
verksmiðjunnar Thermo Plus í
Keflavík - töfrafyrirtækis sem
greinilega var markaðssett með
snjöllum hætti. Fyrirtækið var gert
„sexí“ og margir féllu i gildru fagur-
galans. Alvarlegar spurningar hafa
vaknað upp í framhaldi af þessu
gjaldþroti, eins og félagi minn,
Hörður Kristjánsson, rekur í grein
hér til hliðar. En um leið og forráða-
menn „töfrafyrirtækisins" í Kefla-
vík verða að standa reikningsskil
gerða sinna er nauðsynlegt fyrir
fjölmiðlunga að draga réttan lær-
dóm af reynslunni.
Þegar sagan er skoðuð get ég ekki
komist að annarri niðurstöðu en að
við sem vinnum á fjölmiölum höf-
um gengið í sömu gildru fagurgal-
ans og þeir sem hættu jafnvel öllu
sínu með kaupum á hlutabréfum
Thermo Plus. Því miður er það ekki
í fyrsta skipti sem fjölmiðlungar
hafa farið i gervi boðbera háifsann-
leika eða gerst sviðsmenn leiktjalda.
Af allri sanngirni má halda því
fram að fjölmiðlar hafi ekki unnið
heimavinnuna sína þegar tilkynnt
var um stórhuga áform Thermo
Plus. Trúgirni getur verið hættuleg
í blaða- og fréttamennsku.
Vonandi tekst okkur fjölmiðlung-
um að læra af reynslunni, líkt og al-
menningur verður að læra af bit-
urri reynslu og trúa ekki sölumönn-
um grænna skóga. Sölumennirnir
hafa með snjöllum hætti spilað á
báða aðila.
Þau einföldu sannindi eru enn í
fullu gildi að hlutabréf eru í eðli
sinu áhættusöm fjárfesting og fyrir
almenning aðeins fjárfesting til
lengri tíma. Séu menn ekki tilbúnir
að tapa öllu sem lagt er í hlutabréf
henta hlutabréfasjóðir best eða gam-
algróin fyrirtæki sem eru fjárhags-
lega stöndug og skila góðri afkomu
miðað við verð hlutabréfanna.