Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 18
18 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV skipta sér af stjórnmálum. Barbra Streisand: Skrifar um stjórnmál Sönggyðjan nefprúða, Barbra Streisand, hefur hætt að syngja op- inberlega og telur að ferli sinum á því sviði sé lokið. Hún hefur fundið sér nýtt áhugamál í stað söngsins sem eru stjómmál. Barbra er eng- inn sérstakur aðdáandi hins ný- kjörna forseta Bandaríkjanna Georg Bush. Henni finnst að demókratar sofi á verðinum í sinni stjórnarand- stöðu. Til þess að láta ekki sitja við orðin tóm hefur Streisand ákveðið að hvetja menn til dáða og hefur skrifað mörgum helstu leiðtogum demókrata harðort bréf. Þar segir hún að nú sé ekki rétti tíminn til að sitja með hendur í skauti og hafast ekki að heldur verði menn að grípa til vopna og berjast gegn því sem Streisand kallar byltingu repúblik- ana. Streisand segir að Bush sé hættu- legur maður sem muni valda miklu tjóni í amerískum stjórnmálum ef ekki verði brugðist við og hann stöðvaður. Fínullarfé til framtíðar - draumar um slettuskjótt hross og fágætt f é í Viðey Ég stend við girðinguna og virði fyrir mér hóp mæðra. Tvær eru þegar orðnar mæður en fimm vænta sín enn. Þær eru allar frá sama bænum og með þeim í hópn- um er faðir allra afkvæmanna, stoltur en látlaus i framgöngu. DV er ekki statt í sérstæðri kommúnu heldur við sauðfjár- girðinguna í Viðey með Ragnari Sigurjónssyni og Oddnýju Stef- ánsdóttur konu hans, ráðsmönn- um í Viðey. Þau hjón hafa verið í Viðey nær þrjú undanfarin ár og í vetur breyttist stjórnskipan í Viðey nokkuð þegar embætti stað- arhaldara var lagt niður. í Viðey hefur verið mikill bú- skapur um aldir, allt frá klaustur- tíð og má segja að hér hafi oft ver- ið stunduð tilraunastarfsemi á sviði landbúnaðar. Skúli Magnús- son landfógeti, sem lét byggja Við- eyjarstofu, lét rækta kúmen á ís- landi og gerði árangurslausar til- raunir til að rækta tóbak í eynni. Hingað voru fluttir snæhérar á 19. öldinni sem átti að bæta í ís- lenskt lífríki en voru drepnir þeg- ar í ljós kom að þeir voru vondir við æðarfuglinn, gullfugl fslands. Leigumæöurnar góðu Þessar sjö kindur sem Ragnar og Oddný hafa fengið leyfi til þess að halda i eynni eru þarna í alveg sérstökum tilgangi. Þær eiga að verða leigumæður fyrir ræktun á Bændur í Viöey Oddný Stefánsdóttir og Ragnar Sigurjónsson ráöa ríkjum í Viðey. Þau eiga sér mikla drauma um sauðfjárhald sem þegar eru farnir að rætast. Hér halda þau á fyrstu lömbum sem fæddust á 21. öldinni í Viðey. Hallgrímur Helgason Meira! Meira! Sem kunnugt er standa nú yfir í Ríkissjónvarp- inu sýningar á „öllum verkum Samuels Becketts". Sjónvarpsá- horfendur hafa tekið þessum stórgóðu mynd- færslum á leikverkum írska nóbelsskáldsins með opnum huga og hafa þær mælst vel fyrir. Samuel Beckett fædd- ist í Dublin árið 1906 og lést í París þann 22. des- ember árið 1989, eða öllu heldur fannst hann þann dag í leyniíbúð sinni í 16. hverfi borgarinnar, en talið er að hann hafi látist nokkrum dögum eða jafn- vel vikum fyrr. Beckett var vinafár og lagði litla stund á mannleg sam- skipti. Skrifin voru hon- um allt. Hann var ekki maður fjölmiðla og yfir- borðsmennsku. Seinustu árin bjó hann einn og yf- irgaf íbúð sína aðeins einu sinni á ári, á afmælisdegi móður sinnar. Sögur segja að þá hafi Beckett gengiö niður í Les Invalides og bölvað móður sinni við gröf Napóleons. Ég tek þó fram að hér er einungis um sögusagnir að ræða. Það sem ekki hefur þó komið fram í hérlendum blaðagreinum í tilefni Beckett-vorsins á RÚV er sú staðreynd að nýveriö fundust 13 ný örleikrit eftir Samuel Beckett. Frá þessu sagði fyrst í netútgáfu bandaríska bókmennta- tímaritsins „The Infamous Reader“ fyrir rúmum tveimur vik- um. Marcus Gailsworth, prófessor í samtímabókmenntum við Uni- versity of Texas 1 Austin, fann verkin í skjölum sem fjarskyldir ættingjar skáldsins færðu bóka- safninu 1 Trinity College í Dublin að gjöf skömmu eftir andlát þess. Hér er um að ræða mjög stutt ör- leikrit, jafnvel enn styttri en „sið- ustu verk skáldsins", og þykir tal- an 13 bera þess merki að Beckett hafi ætlað þeim líf eftir sinn eigin dauða því sjálfur fæddist hann á föstudaginn langa sem bar upp á 13. apríl. Marcus telur ekki nema eðlilegt að mönnum hafi hingað til sést yfir verkin vegna þess hve örsmá þau eru að formi og gerð. „Hér sjáum við meistara að verki, mann sem hefur eytt allri ævi sinni í að slípa form sitt þar til það nær þeirri fullkomnun sem birt- ist í þessum verkum,“ segir Gailsworth. Aðdáendum skáldsins til fróðleiks birti ég þær um- sagnir sem fylgja verkunum 13 í frétt netmiðilsins. Last Breath Leikverk án orða. Deyj- andi maður liggur í rúmi sínu og deyr í lok verksins. Lengd: 27 mínútur. On Hold Gömul og gráhærð kona, klædd í svart sjal og svart pils, situr í ruggustól og reynir að hringja í dóttur sina en án árangurs. Þaö er á tali. Lengd: 13mínútur. Coming Unglingspiltur situr á rúmi og fróar sér. Að því loknu bölvar hann móður sinni fyrir að hafa fætt sig. Lengd: 3-7 mínútur. Coming II Gamall maður situr á rúmi og fróar sér. Að lokinni fullnægingu horfir hann fram í salinn og segir: „Það hlaut að koma að því.“ Lengd: 20-30 mínútur. Yawn Feitlaginn leikari situr fremst á sviðinu og geispar annað slagiö þar til allir áhorfendur hafa yfir- gefið salinn. Lengd: 2-3 klst. Very Grave Prestur liggur hempuklæddur í opinni gröf og fer með blótsyrði. Lengd: 23 mínútur. Good Bye Leikari liggur nakinn í lokaðri kistu á sviðinu. Annað slagið seg- ir hann svo heyra má í gegnum kistulokið: „Good bye.“ Lengd: 47 mínútur. Judy Eldri maður situr á stól og seg- ir með reglulegu millibili: „Ég er að hugsa um Judy.“ Lengd: 33 mínútur. No Sviðsstjóri segir í gegnum kall- kerfið: „Nei.“ Lengd: 3 sekúndur. (Dr. Gailsworth telur að þetta hljóti að vera stysta leikrit leik- listarsögunnar.) Time Is Up Leikari situr á stól og lítur ann- að slagið á úrið og segir að lokum: „Tíminn er búinn.“ Lengd: 1 klst. Curtain Sviðsmaður dregur tjald fyrir sviðið. Lengd: 1-2 mínútur. Hallgrímur Helgason skrifar God Þjónn kemur inn á tómt sviðið og segir nokkrum sinnum: „Yes Sir, what can I do for you?“ Lengd: 4 mínútur. Fuck Off Skáld situr við skrifborð og skrifar orð á blað. Annað slagið lítur skáldið út í salinn og segir: „Á hvað eruð þið að glápa? Þetta kemur ykkur ekkert við! Fökk off!“ Lengd: Að vild leikarans. Fyrir þá sem fýsir að vita meira er slóðin www.infa- mous.reader.com. Beckett-aðdáend- ur um heim allan hljóta að gleðjast yfir þessum nýfundna fjársjóði og við skulum vona að þessi verk verði einnig kvikmynduð og þau rati um síðir inn I dagskrá Ríkis- sjónvarpsins. Viö fáum aldrei nóg af Beckett. Meira! Meira!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.