Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Hamborgari í brauöi Mikla fjölmiölaathygli vakti þegar Davíö Oddsson brá á leik fyrir Ijósmyndara og boröaöi fyrsta hamborgara MacDonald's á íslandi. Á hinn veginn hafa megrunarkúrar forsætisráöherrans einnig oröiö mjög umræddir meöal þjóöarinnar og umtalaöir í kaffitímum á vinnustööum. Aftur á móti er spurning hvort allt sé þetta Davíð að þakka. í viðtali við DV á fimmtugsafmæli sínu þann 17. janúar 1998 var Davíð Oddsson spurður hverju hann væri stoltastur af að hafa náð fram á vett- vangi stjómmálanna. Þar svaraði hann því til að meginárangurinn væri ósýnilegur. Búið væri að brjóta niður vinnubrögð i stjómmálunum sem áður hefðu tíðkast. „Ég hef tilhneig- ingu til þess að benda frekar á þessa „ósýnilegu" hluti vegna þess að þegar fram í sækir munu þeir kannski skipta mestu. - I sama viðtali sagði Davíð að með vissum hætti mætti segja að pólitísk völd borgarstjóra væru meiri en forsætisráðherra. Síð- amefnda embættið gæti sá sem því gegndi í hvert sinn mótað svolítið í hendi sér. „í samanburði við starf borgarstjóra tekur það lengri tíma að sjá árangur verka sinna sem forsætis- ráðherra." Listamaður í öllu Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sem sat í ríkisstjórnum Davíðs frá 1991 til 1999, segir að hann hafi jafnt og þétt verið að styrkja sig í sessi sem forsætisráðherra og sé í sínum huga einn af merkustu stjómmálamönnum sem ísland hafi átt. Davíð hafi til að mynda haft lag á að leiða ríkisstjóm- ir sínár með öruggum hætti. „Auðvit- að kemur alltaf öðru hverju upp ágreiningur meðal flokka eða manna í stjórnarsamstarfi, en þá reynir á að leiðtogar nái saman og mér finnst samstarf þeirra Halldórs Ásgrímsson- ar hafa verið að styrkjast með árun- um,“ segir Halldór. Um þann árangur sem náðst hefur í forsætisráðherratíð Davíðs segir Halldór Blöndal að efst á blaði hljóti að verða öragg stjórn efna- hagsmála. „Lífskjör hafa batnað meira en áður í sögu lýðveldisins og það þakka ég nýjum tökum í efna- hagsmálum. Hér hefur verið byggð upp stóriðja, frjálsræði í viðskiptum og á fjármálasviði hefur aukist jafnt og þétt og með einkavæðingu banka og ríkisfyrirtækja hefur svigrúm at- vinnulífsins vaxið, sem hefur skapað skilyrði fyrir meiri grósku i efnahags- lífinu en áður. Þess sjást merki á öll- um sviðum þjóðlifsins," segir Halldór. „Davíð Oddsson er listamaður í öllu því sem hann gerir. Mér þykir vænt um smásögurnar hans, sem falla vel að upplestri, ef til vill vegna þess að Davíð er snjall ræðumaður. Mér fellur Davíð vel, bæði sem persóna og stjórnmálamaður. Hann hefur skarpa dómgreind og er gæddur raunsæi," segir Halldór Blöndal. íhalds- og frjálshyggjumaður Forsætisráðherra samfleytt í áratug: Osýnilegur listamaður - elskaður og hataður. Orðheldinn en hömlulaus. Fastur í sessi en á eftir að slá met Hermanns Jónassonar nefnda þar. „Virðulegi forseti. Þetta leikrit Sjálfstfl. hér i þingsalnum er satt að segja orðið mjög ómerkilegt. Og lengi skal manninn reyna, hæstv. forsrh. Að hæstv. forsrh. skuli taka þátt í þessu leikriti með svo ómerki- legum hætti sem hann gerði hér. Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram,“ seg- ir orðrétt í Alþingistíðindum þar sem vitnað er til núverandi forseta ís- lands. Árgæska og ósýnilegir hlutir En hvemig hefur Davíð Oddssyni svo tekist til á sínum langa ferli sem forsætisráðherra? Marga mælikvarða er þar hægt að nota til að svara þeirri spurningu en bestu svörin fást sjálf- sagt með því að athuga hvernig til hef- ur tekist með stjórn efnahagsmál- anna. Árgæska og góðæri hefur ríkt lengst af i valdatíð Daviðs og það hef- ur létt róðurinn, meðal annars svo tekist hefur að snúa rekstri ríkissjóðs úr miklu tapi í góðan hagnað. Verð- bólga hefur haldist í prósentustigum sem telja má á fingram annarrar handar og gott jafnvægi hefur ríkt á flestum sviðum í þjóðarbúskapnum. „Venjulegur maður að mörgu leytl" Það hefur heldur ekki vantað á að stór orð hafi í áranna rás fallið um Davíð Oddsson og það á báða vegu. Góðvinur Davíðs, prófessorinn Hann- es Hólmsteinn Gissurarson, var há- Fornir fjendur Davíö Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræöa saman í vinsemd en margar lotur tóku þeir meöan sá síöarnefndi sat enn á þingi. Ég vona að stjórnarmyndunarviðrœðurnar taki ekki nema fjóra daga. Annars get ég ekki séð að neinar hindranir verði á veginum. Við Jón Baldvin erum búnir að hittast þrisvar sinnum og talast nokkrum sinnum við í síma. í viðrœðum okkar höfum við lagt drög að hinum formlegu viðrœðum. Þannig komst Davíð Oddsson, þá borgarstjóri, þingmaður og nýr for- maður Sjálfstæðisflokksins, að orði í samtali við DV þann 27. apríl 1991 eða fyrir réttum tíu árum. Ný rikisstjórn kennd við stjómarmyndunarviðræð- urnar sem fram fóra í Viðey tók við völdum 30. apríl og sat í fjögur ár. En Davíð hefur verið þaulsætnari. Hann hefur nú verið í forystu þriggja ríkis- stjóma í heflan áratug, fyrst með Al- þýðuflokki frá 1991 til 1995 og síðan þá með Framsóknarflokki. Og virðist fastur í sessi. Elskaöur og hataður Davið Oddsson er einn af umdeild- ustu mönnum þjóðarinnar, ef ekki sá umdeildasti. Hálfvelgja í viðhorfum til mannsins er tæpast til. Þetta hefur glögglega komið fram í könnunum DV á vinsældum og óvinsældum ein- stakra stjómmálamanna. í mars 1991 var Davíð vinsælastur stjórnmála- manna meðal 17% þjóðarinnar, en óvinsælastur meðal 7,5% hennar. í könnunum sem DV hefur gert eftir þetta er athyglisvert að sjá að tölurn- ar í báðar áttir verða sífellt hærri og eftir því sem Davíð er meira elskaður þeim mun meira hataður er hann. Þannig var Davíð vinsælastur meðal 45,5% landsmanna í september 1999 á sama tíma og sá óvinsælasti meðal fjórðungs þjóðarinnar. í könnun DV í janúar sl. setti Davíð svo óvinsælda- met, þá var hann óvinsælasti stjóm- málamaðurinn meðal 45,1% lands- manna. stemmdur mjög í Morgunblaðsgrein um Davíð iimmtugan 17. janúar 1998. „Ein meginskýringin á vinsældum Davíðs Oddssonar með þjóðinni kanrs einmitt að vera, hversu venjulegur maður hann er að mörgu leyti. Með þvi er ekki aðeins átt við það, að hin- ar einfóldu og skýra skoðanir Davíðs á stjórnmálum fara saman við það, sem þorri þjóðarinnar telur eðlilegt og rétt, hvað sem líður skiptingu í flokka. Hitt er rétt, að þjóðin skynjar að hann á sér fleiri áhugamál en valdabráttuna eina. Hann hefur ekki sett sál sína að veði fyrir sigri í stjórn- málabaráttunni." Af umræðum á hinn veginn stend- ur efalítiö upp úr hörð snerra Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar á Alþingi 12. febrúar 1992 þar sem deilt var um auglýsingakostnað fjármálaráðuneytisins í tíð þess síðar- Skáldið og bókln Brosmildur forsætisráöherra heldur á smásagnasafninu Nokkrirgðöir dagar án Guönýjar sem hann gaf út fyrir fáeinum árum. Smásögurnar þóttu góöar og bókin rokseldist. Yfírlit yfir forsætisráðherra íslands frá 1917 Nafn Stúd. Menntun hve lengi v/ð völd Jón Magnússon MR lögfr. 7 ár 170 dagar Slgurður Eggerz MR lögfr. 2 ár 15 dagar. Jón Þorláksson MR verkfr 1 ár 50 dagar Tryggvi Þórhallsson WJif MR guðfr. 4 ár 279 dagar Ásgeir Ásgeirsson MR guðfr. 2 ár 55 dagar Hermann Jónasson MR lögfr. yjp 10 ár 83 dagar Ólafur Thors MR las lögfr. 9 ár 362 dagar Björn Þórðarson MR lögfr. 1 ár 309 dagar Steingrímur Steinþórsson búfræðlngur 3 ár 181 dagur Emil Jónsson MR verkfr. 332 dagar Bjarni Benediktsson MR logfr. 6 ár 238 dagar Jóhann Hafstein MA lögfr. 1 ár 4 dagar Ólafur Jóhannesson MA lögfr. 4 ár 90 dagar Geir Hallgrímsson MR lögfr. 4 ár 3 dagar Benedlkt Gröndal MR sagnfr. 116 dagar Gunnar Thoroddsen MR lögfr. 3 ár 107 dagar Steingrímur Hermannsson MR verkfr. 6 ár 258 dagar Þorstelnn Pálsson Ví lögfr. 1 ár 82 dagar Davíð Oddsson MR lögfr 30 apríl 2001 slétt 10 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.