Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 27
27 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001_________________ DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað einsemdina. Þessi maður er einn og yfirgefinn, beiskur og gengur illa að ná sambandi við fólk,“ segir Ellert og upplýsir að við rannsóknir á hlut- verkinu hafi verið leitað til sérfræð- inga í kontrabassaleik, enda er þrem- ur kontrabassaleikurum þakkað t leikskránni. „Þeir gáfu okkur mörg ómetanleg ráð og Hávarður Tryggvason, sem er fyrsti bassaleikari Sinfóníuhljóm- sveitar tslands, kom á æfmgu til okk- ar og gaf okkur góðar ábendingar. Sýningarstjórinn okkar, Christopher Astridge, er menntaður lágfiðluleikari og hann var óþreytandi að tína í mig lesefni varðandi tónlistarsögu, tón- skáld og allt sem varðar tónlist sem minnst er á í verkinu. Þetta kom sér mjög vel.“ Ellert stendur einn Ellert stendur einn á sviðinu í fárra metra fjarlægð frá áhorfendum og þarf að læra rúmlega 50 blaðsíður af samfelldum texta. Er ekki erfitt að muna þetta nákvæmlega? „Þetta er með því mesta sem leikari þarf að læra utanbókar. Við tókum þá ákvörðun að hafa ekki hvíslara eða aðstoð af neinu tagi svo ég verð að reiða mig á sjálfan mig eingöngu. Það hefur gengið ágætlega hingað til. Það getur verið að það falli út ein og ein setning en slíkt gerist alltaf, Þetta er frábrugðið hefðbundnum uppsetningum af því maðúr er einn en venjulega getur maður reitt sig á aðstoð meðleikara því i leikhús- inu er maður aldrei einn.“ í leikritinu kemur glöggt fram að bassaleikarinn er beiskur yfir því hve hljóðfæri hans, sem hann telur eðlilega eitt hið mikilvægasta í allri hljómsveitinni, er lítils virt og smáð. Hann er undirstaðan en enginn heyrir í honum. Er eitthvað líkt með starfi hans og starfi leikar- ans? „Það eru margir leikarar sem lenda í því á ferli sínum að leika á þriðja púlti og eru aldrei 1 aðalhlut- verkum alla sína ævi. Það koma svona tímabil og ég hef til dæmis oft leikið á þriðja púlti. Þetta er heimur sem við leikarar þekkjum mjög vel. Bassaleikarinn talar mik- ið um „fastráðningarbrjálæðið" og sú hugmynd var aldrei langt undan þegar við vorum að æfa verkið. Leikarar sækjast mikið eftir fast- ráðningu en þeir vilja líka listrænt frelsi. Þannig má segja að öryggið og frelsið séu andstæðir hlutir sem við viljum samt eiga báða óskerta." Ellert með bassann á sviðinu „Bassaleikarinn talar mikiö um „fastráöning- arbrjálæöiö “ og sú hugmynd var aldrei langt undan þegar viö vorum aö æfa verkiö. Leik- arar sækjast mikiö eftir fastráöningu en þeir vilja líka listrænt freisi. Þannig má segja aö öryggiö og frelsiö séu andstæöir hlutir sem viö viljum samt eiga báöa óskerta. “ Að leika á þriðja púlti - Er ekkert erfitt að leika á þriðja púlti? „Þeir sem eru að selja leikhús ’eggja mikið upp úr stjörnudýrkun en það er ekki eins mikið gert með hana inni í leikhúsinu. Þar ríkir meira jafnræði og skilningur á því eru jafnir. Það er misjafnt á ferli sínum leikarar toppa en þegar það gerist þá er gaman að fá að standa í sviðsljós- þar sem það er skærast." Ellert segir að uppsetning verks- ms hafi verið ákaflega skemmtileg- hann hefur á 19 ára ferli sínum sem leikari unnið með Kjartani Ragnarssyni tvisvar sinn- um áður, fyrst í Evu Lúnu sem var söngleikur og síðan í íslensku mafíunni eftir Einar Kárason en bæði verkin voru sýnd í Borgar- leikhúsinu. Ellert er ekki bara leikari því hann hefur starfað talsvert að fé- lagsmálum leikara, fyrr á árum i Félagi íslenskra leikara en síðan hann kom til starfa í Borgarleik- húsinu fyrir 10 árum hefur hann setið í stjóm Leikfélags Reykjavík- ur og er nú varaformaður þess. Á þessum vetri var gengið frá samn- ingi við Reykjavikurborg um að borgin yfirtæki eignarhluta LR í Borgarleikhúsinu og tryggði félaginu í staðinn fastar tekjur og vist í húsinu næstu 12 ár. Þessi samningur var gerður á 103 ára afmæli félagsins. Er þetta góður samningur? Hvaða draumur er þetta? „Það sem okkur dreymdi alltaf um var Borgarleikhús í þeim skilningi að borgin sæi um rekstur hússins. Þetta var alla tíð draumur Leikfélags Reykjavíkur um nýtt leikhús og þótt borgin styddi okkur við að byggja húsið þá áttum við ekki sama draum. Þetta er góður samningur þvi nú reynir á hvort leikfélagið stendur sig á eigin fótum og eigin forsendum við þessar aðstæður sem samningurinn skapar. Sú hugmynd sem Leikfélag Reykja- víkur byggir á, þar sem allir félags- menn eiga tækifæri til að hafa áhrif á það sem er skapað í leikhúsinu og hverjir standa þar við stjórnvöl, er af- skaplega falleg hugmynd, fallegt form en er deyjandi, og leikhúsrekstur sem hreinræktaður bisness er að taka við. Þessi samningur er okkar tækifæri til að sýna getu okkar á þeim forsend- -PÁÁ VILT ÞU Rými og þægindi, öryggi og sparneytni? Fjórhjóladrif? Gott endursöluverð? Ertu með bíl í skiptum eða viltu gera bein kaup? Suzuki kemur á óvart. Þú færð enn meira fyrir peningana. BALENO TEGUND: VERÐ: 1,6 GLX 4d 1.495.000 KR. 1,6 GLXWAGON 1.545.000 KR. 1,6 GLX WAGON 4x4 1.725.000 KR. IGNIS TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.448.000 KR. Sjálfskiptur 1.548.000 KR. JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.490.000 KR. Sjálfskiptur 1.620.000 KR. SWIFT TEGUND: VERÐ: GLS3d 1.050.000 KR. WAGON R+ TEGUND: VERÐ: WAGONR+GL 1.190.000 KR. WAGON R+ 4X4 1.299.000 KR. GRAND VITARA 3-DYRA TEGUND: VERÐ: GR.VITARA1,6L 1.890.000 KR. GRAND VITARA 5-DYRA TEGUND: VERÐ: GR. VITARA 2,0 L 2.280.000 KR. GR. VTTARA 2,0 L 2.430.000 KR. Sjálfskiptur Suzuki bílar eru alltaf á medal þeirra sparneytnustu Suzuki - 20 ár á íslandi $ SUZUKI ... SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Borgarnes: Bllasala Vesturlands, sími 437 15 77. Isafjörður: Bflagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 22 30. Sauðárkrókur: Bila- og búvélasalan, Borgarröst 5, simi 453 66 70. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bílasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, sími 471 30 05.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.