Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Qupperneq 29
28 + 37 Helgarblað LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 DV LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 x>v Helgarblað DV-MYNDIR GVA Baráttukona í ham Birna mótmælir æfingu „Þjóövaröliös- ins“ vi'ö Rockville í júní 1989. Fram að þessu hafa samkyn- hneigðir smitaðir karlmenn verið í formennsku fyrir þeim samtökum. Maður skyldi ætla að slíkum hagsmunasamtökum ætti að veita forystu sá sem á hagsmuna að gæta. Hvað er Birna að gera þarna? „Alnæmissamtökin hafa frá upp- hafi verið opin öllum,“ segir Birna. „Þau voru stofnuð fyrst og fremst af aðstandendum smitaðra og sjúkra en þau sem þá voru smituð og veik voru svo illa haldin að þau gátu ekki sótt sinn rétt sjálf. Ég tók einfaldlega að mér formennskuna vegna þess að ég var beðin um það. Ég hef starfað sem stuðningsaðili innan samtakanna og verið meðlimur í nokkur ár þar sem ég á marga vini meðal smitaðra. Þeg- ar ég var beðin skildi ég beiðnina þannig að það væri gott fyrir samtök- in að fá nýtt andlit út á við og ég lít fyrst og fremst á mig sem talsmann. En ég er náttúrlega ekki ein í stjórn Alnæmissamtakanna, það er af og frá.“ Fjöldamoröingjar í heimsókn Bima segir að enn séu miklir for- dómar gagnvart smituðu fólki á Is- landi og fordómar byggist auðvitað fyrst og fremst á fáfræði. Hún ætli að leggja sitt lóð á vogarskálamar til þess að breyta því. Þarna þykir mér glitta í þá baráttukonu sem Birna Þórðardóttir hefur ætíð verið í huga íslendinga. Manstu hvenær þú fórst aö hugsa um pólitík, hvenær þér blöskraði fyrst og hvenær þig langaði til þess að gera eitthvað í málunum? „Það var veturinn 1967-1968 og ég átti aö halda ræðu i málfundafélagi Mennta- skólans á Akureyri um Víetnamstríðið. Við vorum tvö með fram- sögu og það var reiknað með því að ég væri stuðn- ingsmaður stríðsrekstrar Bandarikja- stjórnar. Ég hafði raunar ekki pælt mikið í pólitík áður en ég fór að lesa mér til og þá sá ég að ég hafði verið að halda fram tómri vitleysu. Ég las meira og ég fann sterkt til þess að ég yrði að standa á fætur og segja að ég hefði haft rangt fyrir mér - og það gerði ég. Vinir mínir á þessum fundi urðu mjög undrandi en glaðir.“ Birna fór til Reykjavíkur eftir stúd- entspróf og lenti strax í fyrstu Kefla- víkurgöngunni. „Sumarið 1968 var Natófundur í Reykjavik þar sem allir forystumenn Nató voru mættir og fullt af fjöldamorðingjum, eins og PipineUis hjá grísku herforingjastjóminni og Kanarnir sem stóðu fyrir stríðsrekstri 1 Víetnam. Ég gekk þá í Fylkinguna - sem á ekkert skylt við Samfylkinguna," segir Birna og hlær. „En það var mikil mik- il ólga í gangi í þjóðfélag- inu á þess- um árum. Víetnam- stríðið hafði geysilega mikil áhrif á þá sem að hugsa um það á annað borð. Þetta var svo svívirðilegt," segir Birna og talar 1 því samhengi um ungt fólk í dag sem kynnir sér ástandið í Mið- austurlöndum - því hljóti að ofbjóða framferði Israelsstjórnar. „Það er til réttlæti og það er til ranglæti," segi'r Birna alvarleg. „Suma hluti er beinlínis rangt að gera. Út frá þessari staðreynd hljóta menn að fara að hugsa og það var al- veg eins með mig. Hvað liggur þarna að baki og hvað veldur? Maður fer að hugsa lengra og tengja öðrum hlutum, eins og pólitískum hagsmunum, hern- aðarhagsmunum og alþjóðlegum hags- munum. Eitt leiðir af öðru í slíkum lestri." Lamin með fánastöng Þegar við tölum um þjóðfélagsá- standið 1968, þegar Birna var að byrja að hugsa um pólitík, segir hún að líka hafi verið mikið at- vinnuleysi á landinu. „Árið 1970 voru mjög hörð verkfallsátök hér, sem ég tók þá þátt í með félögum min- um í Fylkingunni. Þá kynntist ég mjög mörgum í verkalýðshreyfingunni sem kenndu mér margt sem maður lærir aldrei af bók- um. Ég kynntist því þegar eitthvað kemur við kvikuna í manni og maður veit að það er satt og rétt sem verið er að segja og maður tekur mark á því,“ segir Birna og bankar sér á hjartastað. „Þetta voru kallar úr Dagsbrún sem ég lít enn á sem mína lærifeður." - Segðu mér frá fyrstu mótmælun- um. Varstu ekkert hrædd við lögg- una, kornung sveitastúlkan? „Nei, af hverju átti ég að vera hrædd við hana? Ég reikna ekki mannskepnuna þannig að ég búist við því að fólk meiði mig. En auðvit- að er maður hræddur við að vera barinn ef menn hafa tólin og tækin til þess. Eins og Thatcher sagði: Það er til lítils að eiga kjarnorkusprengju ef maður er ekki reiðubúinn að nota hana...“ - Þú varst nú lamin, segi ég og vísa í myndir af Birnu alblóðugri eftir barsmíðar lögreglunnar þegar mót- mælendur á fundi vegna Víetnam- stríðsins voru yfirbugaðir. Birna seg- ir að inn í þau mótmæli hafi blandast mótmæli gegn atvinnuleysinu á ís- landi. „Mótmælin beindust bæði gegn ís- lenskum stjórnvöldum og bandarísk- um - íslenskum sem algjörum hækj- um Bandaríkjastjórnar sem sögðu já og amen við öllu sem þaðan kom. Þetta var tekið fyrir á fundinum og síðan átti að ganga með mótmælayf- irlýsingu upp að sendiráði Banda- ríkjanna en þá byrjaði lögreglan að handtaka fólk um leið og það kom út af fundinum - menn eins og Sigurð A. Magnússon sem ég veit ekki til þess að hafi nokkru sinni gert flugu tnein," segir Birna og bætir við að alls ekki hafl mátt búast við neinu of- aftur ef hann fengi að lifa atburðinn upp aftur. Svona hef ég nú gegndar- lausa trú á mannskepnunni." Greip til byssu Finnst þér þú einhvern tíma hafa unnið sigur? Þegar þú hefur látið í ljósi skoðanir þinar með þessum hætti sem þú lýsir, hefur þú einhvern tíma gengið frá borði sem sigurveg- ari? „Já, kannski eitt augnablik. Mér fannst mjög skemmtilegt þegar við tókum Kanasjónvarpið. Það var slik niðurlæging fyrir þennan her sem sumir segja að eigi að vernda okkur fyrir því að engir óæskilegir aðilar séu hér á sveimi. Að nokkrir einstak- lingar komi þarna inn og hertaki helsta áróðurstækið! Þetta er auðvitað alveg með eindæmum fyndið,“ segir Birna og glottir. - En mótmælin við Árnagarð? Fór ekki William Rogers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, heim með skott- ið á milli lappanna? „Já, það er rétt, en þá lá við að ég yrði hrædd. Ég sá að einn af öryggis- vörðum Rogers var að grípa til byssu. Og ég veit að þessir drengir víla það ekki fyrir sér að nota vopnin sín. Ég hef aldrei litið á einstaklinga í lögreglunni sem einhverja andstæð- inga mína,“ segir Birna. „En stundum eru menn innan þeirra raða fengnir til þess að vinna verk sem mér líka ekki. Og það er mjög slæmt. Þegar ábyrgðaraðilar sitja óínáanlegir ein- hvers staðar annars staðar. Það eru - Fólki flnnst skoðanir róttækra vinstri manna úreltar... „Já. En mér flnnst það svo vitlaust. Margir hafa spurt mig hneykslaðir: Ertu enn á móti hernum? Hvers vegna spyrja menn ekki: „Hvað er herinn, þessi risaeðla, að gera hér? Hvernig getiði enn verið fylgjandi hersetu? Hvernig getiði enn verið fylgjandi þátttöku í hernaðarbandalagi. Sjáið þið ekki hvað þetta hefur leitt af sér? Hvernig getiði verið fylgjandi ein- hverju bandalagi sem er að bombardera hér og þar í heiminum?" - Hvað fmnst þér hersetan hafa leitt af sér? „Áhrifin eru bæði pólitísk og menningarleg. Þau eru pólitísk vegna þeirrar samábyrgðar sem Island hefur tekið á sig í raun. Þar er það fyrst og fremst aðild- in að Nató. Þegar menn fara að líta á það sem eðlilegan og sjálf- sagðan hlut að hafa erlend- an her í land- inu þá er eitt- hvað að. Ég veit ekki um eitt ein- asta Erum engir geirfiiglar Birna Þórðardóttir er vel þekkt sem baráttukona. Hún er friðarsinni og ákafur andstæðingur veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hefur oft komist í kast við lögin vegna mót- mæla sinna. Nú hefur hún fundið nýjan baráttuvettvang þar sem hún hefur nýlega tekið að sér formennsku í Alnæmissam- tökunum, en í henni slær enn hjarta vinstri róttæklingsins. ÍijflSllPll beldi af hálfu fundarmanna, en þannig sé nú lögreglan oft, afskap- lega tæp á tauginni og hafi kannski ekki næga þjálfun í að halda ró sinni. Þá sé alltaf auðveldára að fá útrás með einhverjum vanhugsuðum að- ferðum. - En löggan lamdi þig í höfuðið með brotinni fánastöng, nánast í beinni útsendingu. Urðu engin eftir- mál af því? „Nei, ekki nema þeir að ég hef aldrei getað tekið þátt í fegurðar- samkeppni," segir Birna og sýnir mér gríðarstórt ör á enni. „En annars, ég held að sá sem lamdi mig myndi ekki gera það aldrei þeir sem taka ákvarðanir sem fara og kasta bombunni eða skera börn á háls.“ Komnir í fína stóla Ef maður fer í 1. maí-göngu sér maður þig og Ragnar skjálfta, Trausta veðurfræðing og Svein Rúnar Hauks- son með skilti og í vígahug. Eruð þið þau einu sem eruð eftir af vinstri rót- tæklingum? „Nei, alls ekki!“ segir Birna og gríp- ur andann á lofti. „Við erum nú ekki algjörir geirfuglar! Við erum miklu fleiri þó að við séum kannski mest áberandi. En það er rétt að það eru margir sem hafa hætt að skipta sér af hlutunum og eru jafnvel einhverjir komnir í Seðlabankann og fleiri flna stóla.“ Birna Þóröardóttir t' Staöa verkalýöshreyfingarinnar er mjög slæm. Þessi slæma staöa skapast af mörgum samverkandi þáttum og endurspeglar viöhorf samféiagsins. Sjálfhverfan er ríkjandi: „Ég um mig frá mér til mín og skítt meö hina!“ Fóik klifrar upp bakiö á öörum á leiö- inni upp og þegar þangaö er komiö ergott aö hafa einhvern fyrir neöan til þess aö sparka í. ríki þar sem erlendur her hefur setið - þar sem ekki er viðurkennt að áhrifln séu slæm og leiði t.a.m. af sér spillingu. - Fólk virðist ekki endilega vera á móti hersetu heldur er því alveg sama. ú, £,§ „Fólk er svo hrætt við breytingar. Það þorir ekki að vera án hersins og þorir ekki að vera utan Nató. Það þorir ekki að breyta til. Svo segir fólk að her- stöðvaandstæðingar séu gamaldags!" Kjartan Gunn lét ekki sjá sig Þegar einhverju þarf að mót- mæla - þá ert þú komin á svæðið. Hvort sem það er Lí Peng eða herskip í Reykjavíkurhöfn. En hvað þarf til þess að þú takir þér stöðu? „Ég gæti mótmælt miklu fleiru en ég geri,“ segir Bima. „Fyrir mér er þetta spurning um það að gera rétt og ég verð jafnframt að vera í sátt við sjálfa mig. Ég hef ákveðnar skoðanir og ég verð aö vera sátt við það sem ég geri. Ég nenni ekki að búa með einhverri manneskju sem ég er ósátt við. Það gengur ekki. Ef við tökum dæmi af þessum umtöluðu mót- mælum þegar Lí Peng kom til lands- ins þá voru þar einnig mættir dreng- ir til þess að mót- m | mæla sem aldrei nokkru sinni liafa lyft litlafingri til þess að mótmæla ofbeldisverkum. Ég hugsaði með mér: „Á ég að taka * lVr þátt i þessu?“ Um leið svar- aði ég sjálfri mér: „Að sjálfsögðu fer ég og mótmæli með öðr- um félögum mínum úr Amnesty Intemational vegna þess að ef ég mót- mæli ekki morðunum á Torgi hins himneska frið- ar þá má ég hundur heita. Síðan, þegar Madeleine Albright kom nokkru seinna, átti ég von á því að Kjartan Gunnarsson kæmi og stæði mér við hlið í því að mótmæla þeim ofbeldis- verkum sem hún hafði skipulagt og staðið fyrir sem fulltrúi Bandaríkjastjórnar víða um heim. En Kjartan lét ekki sjá sig það síðdegi." Það skiptir máli hver það er sem drepur... „Já, eða hver er drepinn. Mér hefur alltaf fundist öll mannslif jafn mikilvæg." Ungar konur smitast Nú er það baráttan fyrir hina veiku og þjáðu i Alnæmis- samtökunum. Ég hef séð þig i göngum með samkynhneigðum. Blandarðu þér líka í baráttu samkynhneigðra? „Fyrir mér er þetta einfald- lega mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi hvers og eins að geta verið stoltur af sinni kynhneigð, hver svo sem hún er, og það eru mannréttindi að geta haldið reisn sinni þó að maður veikist. Það eru held- ur ekki endilega þessir hópar sem skilgreina sig minnihlutahópa held- ur er það samfélagið sem skilgrein- ir þá sem „öðruvísi". Við hljótum að spyrja á móti: Hvernig er þessi sjálfsskilgreindi meirihluti sem þjóðfélagið á allt að taka mið af? Er það ungt, gagnkynhneigt fólk á upp- leið?“ Hvað er á döfinni hjá samtökun- um? „Við erum að undirbúa forvarn- arherferð í grunnskólum. Ef af því verður þá verður það í nánu sam- starfi við landlæknisembættið. Markmið Alnæmissamtakanna er að styðja við þá sem eru smitaðir og véikir og aðstandendur þeirra en líka að standa að forvömum. Und- anfarna vetur hefur verið farið í mjög marga grunnskóla og ungling- ar hvattir til að vera ekki með glannaskap í kynlífi." Birna segir að nú séu að smitast ungar, gagnkynhneigðar konur - og karlar líka, en það sé verulegt áhyggjuefni. „Unga fólkið í dag er svo fallegt að það heldur að það verði eilíft. Alltaf fallegt, aldrei veikt. Þetta er mjög hættulegt sjónarmið og nýj- ustu rannsóknir sýna að nýsmitum hefur fjölgað. Þess vegna teljum við mjög mikilvægt að auka forvarnir. Við munum safna fyrir herferðinni hjá fyrirtækjum og einstaklingum og vonum að okkur verði vel tekið.“ - Eru ekki einhverjir sem halda að þetta sé allt í lagi. Það sé hvort eð er komið lyf við þessu...? „Jú, því miður, en það er ekki þannig. Lyfin komu 1996 og þau hafa gert mörgum smituðum kleift að ná aftur fótfestu, komast út á vinnumarkaðinn og lifa nokkum veginn eðlilegu lífi. En það eru ekki allir sem þola lyfln. Það eru mjög margar aukaverkanir og alltaf verið að skipta um lyfjablöndur. Þó að við séum heppin hér að búa við heil- brigðiskerfi sem skaffar sjúkum þessi lyf - öfugt við fátæk ríki, eins og mörg ríki í Afríku til dæmis, þá verðum við fyrst og fremst að gá að okkur.“ Ég um mig frá mér til mín... - Hvað ætlarðu að gera 1. maí? „Ég byrja daginn eins og venju- lega á því að fara i morgunkaffi hjá herstöðvaandstæðingum en það er áratuga hefð hjá okkur að drekka saman kaffi á þessum degi. Síðan göngum við saman niður á Ingólfs- torg þar sem hefst útifundur með tilheyrandi ræðum verkalýðsfélag- anna. - Hvað finnst þér um verkalýðs- hreyfinguna eins og hún starfar í dag? „Staða verkalýðshreyfingarinnar er mjög slæm,“ segir Birna. „Þessi slæma staða skapast af mörgum samverkandi þáttum og endurspegl- ar viðhorf samfélagsins. Sjálfhverf- an er ríkjandi: „Ég um mig frá mér til mín og skítt með hina!“ Fólk klifrar upp bakið á öðrum á leiðinni upp og þegar þangað er komið er gott að hafa einhvem fyrir neðan til þess að sparka í.“ - Úff. En hvað er til ráða? „Það sem mér hefur oft blöskrað er að sömu mennirnir skuli sitja áratugum saman við stjórnvölinn í verkalýðsfélögunum. Þeir eru þá orðnir svo rótfastir í sessi að þeir fara að líta á hreyfinguna sem sína eign og finnst að félagið sé til fyrir þá en ekki að þeir þurfi að gegna þar einhverjum skyldum. Mikilvæg- ast er að koma því þannig fyrir að einstaklingar geti ekki setið við stjórnvölinn í verkalýðsfélögum nema ákveðið árabil. Einnig er það slæmt að sú hreyfing sem á að þjóna fólkinu sé að verða skrifræðinu að bráð. Það er alltaf verið að búa til stærri og stærri einingar og auka fjarlægðina milli forystumanna og almennra félagsmanna. Það verður að þjappa fólkinu saman og skapa einhug um að breyta þessu.“ -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.