Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 42
50 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 I>V Formúla 1 UMMÆU Oi David Coulthard, McLaren Mercedes „Ég hlakka til spœnska kappakstursins þar sem ég vonast til að geta bœtt góðan ór- angur minn það sem af er tímabilinu og haldið stöðu minni ó stigatöflu ökumanna. Við prófum reglulega ö þessari braut svo við þekkjum hana vel." Mika Hakkinen, McLaren Mercedes „Árangurinn hefur ekki verið góður undan- farnar keppnir en heimsmeistarakeppnin er enn opin. Enginn er of langt I burtu og það er enn fullt af stigum í pottinum. Ferill minn ö Barcelona er að ég hef unnið þar síðustu þrjör keppnir." Heinz-Harald Frentzen, Jordan Honda „Ég kann vel við Barcelona en þar sem við prófum bílana svo rosalega oft þar þekki ég brautina mjög vel og er keppnin því minni óskorun. Hún er að vísu mjög krefj- andi og maður þarf að vera í mjög góðu formi til að aka vel. Þetta er ein af hraðari brautunum með hröðum beygjum þar sem loftafl bílanna leikur lykilhlutverk." Ralf Schumacher, BMW-WilliamsFl „Það er erfitt að spö hvar við stöndum, okkur tókst vel upp við prófanir ó Barcelona ó meðan öðrum gekk ekki eins vel. Við eigum enn talsverða vinnu eftir til að bœta gripstýringu bílsins svo við verð- um bara að bíða og sjó hvað kemur til með að gerast." Eddie Irvine, Jaguar Racing „Það sem skiptir mestu móli ó Barcelona eru langar hraðar beygjur þar sem loftaflið og hjólbarðar koma til með að skipta öllu móii. Einnig getur vindurinn spilað stórt hlutverk, sérstaklega þar sem hann skiptir oft um ótt. Einnig er þetta fyrsta keppnin þar sem við keppum með allt rafmagnsdótið í bílunum ó ný." Pedro de la Rosa, Jaguar Racing „Ég trúi þvi varla að jómfrúakstur minn fyrir Jagúar verði ó heimavelli mínum. Fólk ger- ir róð fyrir að ég kunni brautina betur en allir aðrir því ég kem fró Barcelona og ég vildi bara að svo vceri. Ég þekki brautina jafn vel og allir aðrir Fl-ökumenn. Við próf- uðum þarna nýverið og ég geri ekki róð fyrir að verða ofar í rósröðinni en undanfarið." Í MannabreytSngar hjá Jaguar og Prost 1 PEDRO DE LA ROSA Fæddur: 24. febrúar 1971 Fyrsta keppni: Ástralía 1999 Fjöldi keppna: 33 Besti Fl-árangur: 6. sæti 2000: Arrows 1999: Arrows 1998: Jordan, prufuökumaður 1997: Japan Nippon F3000 meistari Hlutirnir gerast hratt í Formúlu 1 og það sannaðist í síðustu viku er Jagúar- og Prost-liðin ákváðu bæði að skipta út öðrum ökumanni sín- um. Allt frá upphafi tímabilsins, er Pedro de la Rosa hafði verið rænt úr greipum Prost-liðsins af Jagúar, voru vangaveltur um að Spánverj- inn kæmi i stað annars ökumanns Jagúar. Pedro er mikils metinn i Formúlu 1 heiminum og var ráð- inn til græna kattarins sem prufu- ökumaöur með loforð um öku- mannssæti fyrir 2002. Báðir öku- menn Jagúar gátu misst sæti sitt og ekki síst Eddie Irvine, sem af mörgum er talinn yfirborgaður peningagrís með þverrifuna á rétt- um stað. Einnig var pressan á Luciano Burti sem hafði aðeins ekið eina keppni áður en tímabilið hófst og var í vandræðum með að heilla yfirmenn liðsins, þá Bobby Rahal og Niki Lauda. En Burti var sannfærður um að hann kæmi til með að aka út árið en var sáttur við að víkja fyrir reyndari öku- manni þegar tímabilinu lyki. Fljótt skipast veður í lofti Það var þó rétt eftir Imola- kappaksturinn að Niki Lauda kom með undarlega yflrlýsingu er hann tilkynnti að ökumannspar Jagúar- liðsins fyrir næsta ár yrðu þeir Eddie Irvine og Pedro de la Rosa. Þetta setti Burti í uppnám og erf- iða aðstöðu. Á fimmtudagsmorgun í síðustu viku hóf Burti prófanir fyrir Jagúar-liðið en seinna sama dag var hann kominn um borð I Prost-bil til aö máta sæti. Sjaldgæft samkomulag milli Jagúar og Prost um skipti á ökumönnum varð að veruleika eftir að Alain Prost sá sig tilneyddan að losa sig við Gast- ón Mazzacane. Argentínumaður- inn hafði sýnt fremur slaka til- burði í þeim íjórum keppnum sem liðnar eru og sóttist Alain stíft eft- ir de la Rosa í hans stað en að lok- um fékk hann Luciano Burti. Aftur á ráslínuna Spánverjinn Pedro de la Rosa verður því við hlið Eddie Irvine í Barcelona um helgina og hefur jómfrúakstur sinn fyrir Jagúar á heimavelli. „Það er ágætt en ég hefði heldur viljað byrja annars staðar en í Spánarkappakstrinum því það verða gerðar til mín mikl- ar væntingar. Ég held að það sé betra að fara rólega af stað,“ sagði kappinn eftir að hann hafði verið færður í tign innan Jagúar. „Það er mjög slæmt ef ökumaður ein- blínir eingöngu á liðsfélaga sinn,“ segir hann um Irvine og saman- burðinn á þeim tveim. „Ég held að mín mesta áskorun snúi að mér sjálfum. Maður þarft helst að vera jafn fljótur eða fljótari en liðsfélag- inn til að halda út i Formúlu 1“ og bætir við að innbyrðiskeppni komi liöinu alltaf til góða. „Ég þekki Eddie vel og hann þekkir mig. Ég er með góðan húmor og ég veit að hann getur einnig átt góða spretti svo það vérða eflaust engin vandamál." Pedro hóf Formúlu 1 feril sinn hjá Jordan sem prufu- ökumaður en færði sig síðan yflr til Arrows þar sem hann vann sitt fyrsta stig í sinni fyrstu keppni. Hann var síðan rekinn þaðan rétt fyrir yflrstandandi tímabil þegar peningadrengurinn Enrique Bernoldi var tekinn inn í hans stað. Hann veit því nákvæmlega hvernig Burti líður þessa dagana en segist ekki hafa neinn móral gagnvart honum. „Þetta kom fyrir mig hjá Arrows, svo veit ég að hann er sáttur. Þetta var best fyr- ir alla.“ -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.