Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 10
10
DV
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11, 105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjðlmiðlun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Gegnsœi og traust
Notalegt er þjóðfélag, þar sem fólk treystir hvert öðru,
embættismönnum sínum og stjórnmálamönnum, svo og
innviðum þjóðfélagsins. Aðgerðir til að efla og tryggja
traust manna á samfélaginu eru brýnni þáttur vestræns
lýðræðis en frjálsar kosningar á fjögurra ára fresti.
Tugir dæma þess eru í þriðja heiminum, að kosningar
séu haldnar reglulega, án þess að vestrænt lýðræði teljist
ríkja. í þessum löndum skortir lög og rétt, frelsi til skoð-
ana, funda og frétta og gegnsæi í innviði þjóðfélagsins.
Sukksamir lýðskrumarar ráða ferðinni.
Sum atriði eru svo sjálfsögð og einföld, að við áttum
okkur ekki á, að þau séu meðal forsenda lýðræðis. Tökum
fasteignaskrána sem dæmi. Með nákvæmri skráningu,
sem er gegnsæ og nýtur trausts, geta menn sannað eigna-
rétt sinn án þess að leita skjóls hjá sterkum aðila.
Einn af einföldu þáttunum er, að til skuli vera flugslysa-
nefnd, sem gefur út skýrslur um orsakir flugslysa. Þar
sem þær eru gefnar út, eru þær gegnsæjar og opnar fyrir
gagnrýni. Líklegt má telja, að slík gagnrýni leiði smám
saman til betri vinnubragða í flugslysanefnd.
Svo alvarlegir annmarkar eru á nýrri skýrslu, að full-
yrða má, að núverandi flugslysanefnd njóti ekki trausts
fólks. Hún er talin skauta léttilega yfir kerfislæg vandræði
í flugmálum landsins. En skýrslan er gegnsæ og vekur
umræðu, sem getur leitt til endurbóta á kerfinu.
Annað þekkt dæmi í nútímanum er umhverfismat, sem
að vestrænni fyrirmynd hefur verið tekið upp við undir-
búning stórframkvæmda á borð við orkuver. Með því ferli
verður málatilbúnaður gegnsærri og auðveldara verður
að koma af stað málefnalegri umræðu.
Hitt er svo líklegt, að í fyrstu umferðum komi í ljós, að
ekki sé nógu vel staðið að umhverfismati, ekki sízt þegar
verið er að renna stoðum undir framkvæmdir, sem í eðli
sínu eru meira pólitiskar en hagkvæmar. Slíkt umhverfis-
mat hagsmunagæzlu mun ekki njóta trausts manna.
Þriðja dæmið um gegnsæi og traust er, að vestræn ríki
leitast við að draga mikilvæg hlutverk úr höndum rétt
kjörinna fulltrúa og fela í hendur embættismanna, sem
ekki þurfa að vera á teppinu hjá ráðherrum. Þannig eru
seðlabankar og þjóðhagsstofnanir gerðar sjálfstæðar.
Það skerðir traust manna á slíkum stofnunum hér á
landi, að ráðamenn skuli vera með nefið niðri í þeim. For-
sætisráðherra amast við gagnrýni í skýrslum Þjóðhags-
stofnunar, þótt slík gagnrýni þyki sjálfsögð og nauðsynleg
hjá þjóðhagsstofnunum nágrannaríkjanna.
Það skerðir líka traust manna á slikum stofnunum, ef
þeim er stjórnað af þreyttum stjórnmálamönnum, sem fá
embættið fyrir að hætta að vera fyrir í pólitíkinni. Slik
misnotkun á Seðlabankanum rýrir traust manna á honum
og spillir getu hans til að valda hlutverkinu.
Einnig er þáttur vestræns lýðræðis, að fólk geti treyst
gjaldmiðlinum. Gengi hans má aðeins breytast hægt á
löngum tíma. Vegna erfiðleika við að standa undir þeirri
kröfu hafa vestrænar þjóðir í auknum mæli farið að nota
öflugar myntir á borð við dollar og evru.
Loks má nefna gegnsæi, sem þarf að vera í fjárreiðum
stjómmálanna, svo að fólk sjái, hvernig pólitikin er fjár-
mögnuð. Lög um opnar fjárreiður eru forsenda gegnsæis,
sem er síðan forsenda umbóta, sem að lokum leiða til
trausts. Þannig er vestræn lýðræðisþróun.
í mörgu erum við aftarlega á merinni í þessu ferli vest-
ræns lýðræðis. Leiðtogar okkar fara sér óþarflega hægt
við að efla gegnsæi og traust í þjóðfélaginu.
Jónas Kristjánsson
Bæði bíll og bílstjóri
Jónas
Haraldsson
aðstoðar-
ritstjóri
Stutt sjómannaverkfall er bara
eins og smálegt fri, tilhlökkun
fyrir alla. Eiginmaðurinn og
pabbinn er heima til tilbreyting-
ar. Hann fagnar því, konan og
börnin líka. Það er hátíð í kotinu.
Langt verkfall sjómanna er hins
vegar böl. Þá fer nýjabrumið af.
Karlinn fer að skipta sér af. Hann
fer inn á verksvið konunnar og
það kann ekki góðri lukku að
stýra. Sjómannskonur hafa þá
sérstöðu að vera bæði bíll og bíl-
stjóri eins og segir í gömlum
dægurlagatexta. Þær eru hús-
bændur á sínu heimili, sjá um
allt sem viðkemur fjárhag og
heimilisrekstri, húsi og bíl og
síðast, en ekki síst, uppeldi barn-
anna. Karlarnir leggja að sjálf-
sögðu til heimilisins líkt og kon-
urnar en hlutverk þeirra er samt
allt annað. Þeir eru í hlutverki
gestsins sem kemur og fer eftir
stuttan tíma.
Stutt hamingja
Þegar ég var í háskóla las ég
fróðlega bók um togarasjómenn í
Fleetwood. Þeir, líkt og margir
þarlendir starfsbræður, höfðu
lifibrauð sitt af veiðum á íslands-
miðum. Líf karlanna var púl á
fjarlægum miðum og langar fjar-
vistir frá heimili. Það var því
mikil tilhlökkun að komast heim
eftir túrinn. Sömu sögu var að
segja af heimilum þeirra. Þar
snerist allt um heimkomu eigin-
manns og foður. Það var skúrað
og skrúbbað svo allt ilmaði af
sápu. Kona og krakkar voru i
sínu finasta pússi þegar skipið
lagðist að. Hátíðarmatur beið,
hjónin áttu sínar yndisstundir og
fjölskyldan var sameinuð.
Þetta hamingjuríka ástand stóð
þó stutt. Þegar á þriðja degi voru
karlarnir farnir að skipta sér af
heimilisrekstrinum og jafnvel
skamma börnin. Konan varð fúl
og börnin grétu. Karlamir fundu
að þeir voru fyrir á heimilinu og
leituðu niður á bryggju þar sem
þeir hittu félaga sína í sömu
stöðu. Þeir urðu því fegnir þegar
þeir komust aftur á sjóinn. Þar
höfðu þeir hlutverk. Sama gilti
um konuna. Hún stjórnaði
öllu sem stjórna þurfti þegar
eiginmaðurinn var farinn og
andaði því léttar þegar hann
sigldi á brott. Þetta breytti engu
um sömu tilhlökkun sjómanns-
ins að komast heim næst eða
konunnar og barnanna að fá
hann heim. Landlegan mátti
bara ekki verða of löng. Þá
ruglaðist mynstrið.
Þótt ekki megi færa
þetta enska ástand beint
yfir á íslenskar sjómanns-
fjölskyldur má þó ætla að
einhver skyldleiki sé.
Því verðum við land-
krabbar, sem viljum að
hjól þjóðarbúsins fari að
snúast á ný, að treysta á
sjómannskonurnar. Þær
verða að reka á eftir sínum
mönnum svo samkomulag ná-
ist. Það verður að koma körlun-
um á sjóinn á ný þó ekki væri
nema til þess að eðlilegt ástand
skapist á ný á heimilum sjó-
mannskvenna. Þar verður af-
skiptum karlanna af því sem
konunum einum kemur við að
linna.
Ósýnilegur heimilismaður
Þessu er öfugt farið á mínu
heimili. í seinni tíð bý ég að kalla
eingöngu með konum. Strákarn-
ir, synir okkar hjóna, eru ýmist
farnir eða að fara að heiman. Því
er ég einn eftir af karlkyni með
konu og dætrum. Frómt frá sagt
láta þær mig ekki trufla sitt dag-
lega líf eða stjórnun á heimilinu.
Ég hef það meira áð segja stund-
um á tilfinningunni að þær taki
alls ekki eftir því að ég er þar
heimilisfastur. Nýlega reyndi ég
að ná sambandi við þessar konur
í lífi mínu og kallaði til þeirra
milli hæða í húsinu. Þær sátu
saman og létu sem þær heyrðu
ekki í mér. Loks gafst yngri dótt-
ir okkar upp og sagði við móður
sína: „Ég held að hann sé eitt-
hvað að reyna að tjá sig.“ Hún
talaði sem sagt um föður sinn í
þriðju persónu. Hvorki móðirin
né eldri dóttirin nenntu að sinna
þessari ábendingu hinnar yngri.
Ég fékk því ekkert svar.
Vantrúin augljós
Frekari staðfesting tilgangs-
leysis míns á heimilinu fékkst á
dögunum. Þá kom í Ijós að hugs-
anlegt var að móðirin yrði að
sinna erindum í útlöndum á
sama tíma og eldri dóttir okkar
Líkur eru
á að lörigu sjó-
mannaverkfalli
Ijúki innan
skamms. Ekki
vegna þess að vél-
stjórar sömdu við út-
gerðarmenn og lögðu
línuna. Ekki vegna þess
að þjóðarbúið engist og
markaðir tapast. Ekki vegna
þess að landverkafólk hangir
heima á bótunum einum.
Allt eru þetta smámunir ein-
ir miðað við það sem skiptir
máli. Sjómannskonurnar eru
orðnar leiðar á að hafa karl-
ana heima. Það er það sem
skiptir sköpum. Þœr ráða
því sem þcer vilja og segja,
hingað og ekki lengra.
Þetta var allt lygi
Illu má venjast svo gott þyki, seg-
ir máltækið og kannski var þaö
þess vegna sem íslendingar gáfust
ekki upp fyrir náttúruöflunum
heldur ákváðu að lifa aldirnar af.
Píning þjóðarinnar hefur verið
samofin sögunni allt fram á síðustu
öld. Landsmenn hafa þurft að láta
margt yfir sig ganga, en tekið með
þegjandi samþykki.
Hundleiöinlegt sjó
Kannski er það þessi áunna að-
lögunarhæfni sem hefur valdið
mikilli og almennri aðsókn íslend-
inga að síendurteknu absúrdleik-
riti olíufélaganna. Landanum hefur
fundist þetta hundleiðinlegt sjó en
samt hafa menn staðið í biðröðum
til að ná í miða. Þetta leikrit er
alltaf eins. I fyrsta þætti stígur ein-
hver ijölmiðlanna fram og flytur
fregnir af þvi að von sé á verð-
hækkun á olíu, ýmist vegna hækk-
andi heimsmarkaðsverðs eða óhag-
stæðrar gengisþróunar. Á miðnætti
sama dag fer annar þáttur leikrits-
ins fram. Þá hækka öll olíufélögin
verðið á bensinlítranum um sömu
auratölu en síðan er hlé. Þriðji
þáttur hefst daginn eftir þegar
fréttamenn spyrja forstjórana af
hverju allir séu með sama verð,
hvort samráð sé í gangi? Nei, nei,
segja furstarnir. Þvert á móti sé
samkeppni mjög hörð í olíubrans-
anum á íslandi. „Við erum að
kaupa inn af sömu aðilum og þeir
selja á sama verði. Það er einfalt
reikningsdæmi að svona verður
þetta bara að vera,“ segia þeir og
þar með lýkur leikritinu.
En aldrei klappaði neinn heldur
tóku menn þessu sem hverju öðru
hundsbiti. Illu má venjast svo gott
þyki, sagði þjóðin - það er vonlaust
að koma böndum á þessa menn.
Senuþjófnaður
í ljósi þessa er ekki skrýtið að
mönnum hafi brugðið í brún þeg-
ar Skeljungur ákvað að stela sen-
unni og gjörbreyta leikritinu.
Þetta var upphaf nýrra tima og
nýs leikrits sem ber yfirskriftina
„Verðstríð". Tímasetningin er at-
hyglisverð og hafa vangaveltur
komið upp hjá viðmælendum
blaðamanna um að Skeljungur
hafi jafnvel ekki staðið einn að
baki senuþjófnaðinum heldur
hafi olíufélögin sameiginlega sett
verðstríðið á svið. Samkeppnisyf-
irvöld hafa undanfarið brýnt