Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 29
29 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Mikil hl - sveitakonan úr Kinninni sem lærði söng. Er nú búðarkona á Akureyri en syngur öllum lausum stundum en hóf i september það ár störf hjá byggingavörudeild KEA sem nú heitir raunar Húsasmiöjan. Þar er Hildur deildarstjóri í dag. „Eins og ég gat oft sungið i fjósinu fyrir gaef- lyndar kýrnar, sem eru heimsins „Sjálfsagt myndi engum sem ekki þekkir til detta í hug að svona lítil manneskja væri með svona mikil hjóð í búknum eins og raun- in er hjá mér,“ segir Hildur Tryggvadóttir, söngkona og búðar- kona á Akureyri. Við sitjum með þessari litlu og hnellnu konu á kaffistofunni í Húsasmiðjunni á Akureyri en þar á bæ hefur hún starfað undanfarin ár. Hildur lauk fyrir rúmum þremur árum, þá tæplega fertug, áttunda stigs prófi í söng frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri og hefur siðan - rétt eins og hún gerði áður - komið víða fram á Norðurlandi og sungið fyrir fólk, bæði hátt og snjallt. Nú er Hildur meðal þátttakenda í uppfærslu Leikhúskórsins á Akureyri á Sígunabarónum sem nú er sýndur í Samkomuhúsinu. Ég elska náttúruna Hildur Tryggvadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjón- anna Tryggva Þorsteinssonar læknis og Hjördísar Bjömsdóttur. Kveðst Hildur í æsku hafa búið við mikið og gott tónlistaruppeldi frá foreldrum sínum, ekki síst föður sem hún segir hafa mikinn áhuga á sígildri tónlist og spila á hljóð- færi. Um tíu ára aldur fór Hildur til sveitadvalar norður í Þingeyjar- sýslur að bænum Fremstafelli í Köldukinn. Þar var hún á hverju sumri fram til sextán ára aldurs en átján ára kom hún aftur og gerðist bóndakona. Hafði þá kynnst þeim manni sem varð förunautur henn- ar næstu tuttugu árin eða svo og átti með honum þrjár dætur. „Ég finn að rætur mínar liggja austur i Kinn, enda er ég mikill sveitadýrk- andi í mér. Ég elska náttúruna og friðinn í sveitinni, nokkuð sem er ekki að finna hér í bænum,“ segir Hildur, sem 32ja ára venti sínu kvæði í kross og hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Áður en til þess kom hafði hún þó víða sungið. Fimmtán ára göm- ul fór hún í kórskóla Pólýfónkórs Ingólfs Guðbrandssonar og söng með honum uns hún flutti norður í sveitina sælu. Þá söng hún um tvítugt einsöng með karlakórnum Goða í Þingeyjarsýslum, auk þess að starfa með kvennakórnum Lissý og kirkjukórunum í sveit- inni. Það var svo árið 1990 sem Hildur hóf söngnámið, sem tók átta vetur. Kennarar hennar voru Margrét Bóasdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir og loks Már Magn- ússon. „Það var oft slark að kom- ast hingað inn á Akureyri í söng- tíma. Frá Fremstafelli og upp á þjóðveg eru um tveir kílómetrar og þegar sá spotti var ófær labbaði ég stundum upp eftir og húkkaði mér svo far. Oftast keyrði ég þó sjálf, enda þótt færðin væri misjöfn. Ég lenti aldrei í neinum vandræðum en þrisvar sinnum kom fyrir að ég var veðurteppt hér á Akureyri. Og í nokkur skipti komst ég ekki að austan," segir Hildur sem útskrif- aðist frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri vorið 1997. Það gerði hún með láði og kórónaði allt með því að halda útskriftartónleika þar sem hún troðfyllti Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Gæfar kýr heimsins bestu hlustendur „Haustið 1997 skildi ég við manninn minn og þá um áramótin flutti ég hingað inn á Akureyri og hef verið hér síðan,“ sagði Hildur sem byrjaði Akureyrarvistina á því að taka þátt í uppfærslu Leikfé- lags Akureyrar á Söngvaseið þar sem hún lék eina af nunnunum þremur. Um sumarið fór hún út til Nice í Frakklandi á söngnámskeið DV-MYNDIR: BRINK. Búöarkonan Viö afgreiösluboröiö. „Mér hefur líkaö afar vel aö starfa í Húsasmiöjurwi, starf á svona vinnustaö hentar mjög vel konu sem er jafnmikil féiagsvera og ég. “ Fyrir sýningu Hildur komin í búning fyrir sýningu á Sígunabaróninum í Samkomuhúsinu á Akureyri í fyrrakvöid. Hún segir ákaflega gaman aö taka þátt í þessari uppfærslu. Eftir langan vinnudag endurhlaöi hún sig viö þaö aö taka þátt í æfingum og nú sýningum. bestu hlustendur, þá get ég ekki rekið upp rokur hér í versluninni fyrir fólk sem kemur hingað að kaupa verkfæri, nagla, hreinlætis- tæki, málningu, potta eða pönnur. Hér i vinnunni verð ég að láta mér nægja að syngja 1 huganum. Tvisvar sinnum hef ég sungið fyr- ir gesti og gangandi hér þegar vörukynningar hafa verið haldnar og í vetur var árshátíð Húsasmiðj- unnar svo haidin hér fyrir norðan og hófst hún á því að ég steig á stokk og söng fyrir gesti. Undir- leikari á litla rafmagnspíanóið mitt var Ingólfur Jónsson, sem starfar hér í hreinlætistækjadeild- inni. Mér hefur líkað vel að starfa í Húsasmiðjunni því starf á svona vinnustað hentar vel konu sem er jafnmikil félagsvera og ég.“ Tækifæri tónlistarmanna á Norðurlandi eru óneitanlega fá, segir Hildur. „En hér er fjöldinn allur af vel menntuðu og hæfileik- aríku tónlistarfólki sem gengur þó ekki að tækifærum í hverju homi. Það er nánast eins og viðtekin venja meðal Akureyringa að allt sem kemur lengra að sé vinsælla og betra en það heimafengna. Vissulega fæ ég boð og tækifæri um að syngja við ýmsar athafnir hér en er þó ekki að taka áttatíu til hundrað jarðarfarir á ári eins og Óskar Pétursson er að gera.“ Sígunabaróninn og Björn Barðdælingur Það hljóp heldur betur á snærið hjá Hildi þegar henni bauöst að taka þátt í uppfærslu Leikhúskórs- ins á Sígunabaróninum eftir Jo- hann Strauss yngri. Sýningin tek- ur um tvær klukkustundir í sýn- ingu og meðal þátttakenda eru níu einsöngvarar, þar á meðal Hildur sem fer með hlutverk Czipru. „Þetta er ofsalega lífleg sýning og yndislegt að taka þátt í henni,“ seg- ir Hildur sem í vetur hefur farið til æfinga eftir langan og strangan tíu tíma vinnudag í Húsasmiöjunni. „Þetta er auðvitað stembið að standa í þessu en ég læt þetta yfir mig ganga því þetta er svo skemmtilegt. Óft fer ég dauðþreytt á ævingu en þegar þangað er kom- ið fyllist ég einhverjum ólýsanleg- um krafti. Ég endurhleð batteriin algjörlega á æfmgurn og nú sýning- um, sem eru á hverju fimmtudags- og sunnudagskvöldi." En utan þetta hefur Hildur sitt- hvað fleira á prjónunum. Hún er í Kammerkór Noröurlands sem heldur tónleika í nóvemer nk. en einnig hefur Hildur i hyggju að efna til einsöngstónleika næsta haust eða vetur og hefur til liðs við sig fengið Helgu Bryndísi Magnús- dóttur píanóleikara. Segir Hildur að tónleikar af þessum toga með ekki færri en tuttugu lögum þurfi langan undurbúning en slíkt fari þó alltaf eftir efnisskránni. „Ég held mikið upp á Scubert og Scum- an og langar sérstaklega að taka lög eftir þá sem ekki hafa verið mikið flutt áður,“ segir Hiidur sem unir hag sínum vel á Akureyri. Sambýlismaður hennar er Bjöm Jónsson Bárðdælingur sem í heimaranni lumar á 1.600 geisla- diskum og álíka mörgum vínylplöt- um. „Hann syngur ekki sjálfur en finnst gaman að hlusta á mig,“ seg- ir Hildur - og ekki er laust við að bliki bregði á auga hennar þegar Björn Bárðdæling ber á góma. -sbs í litlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.