Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 DV Að kjörborðmu með mafíunni Saksóknarinn Roberto Scarpinato í Palermo á Sikiley óttast að eftir nokkur ár muni valdhafar á Ítalíu krefjast vinnufriðar á ný fyrir glæpamenn með hvíta flibba. Scarpinato segir í nýlegri grein í ítölsku menningartímariti að valda- klíkan á Ítalíu samanstandi af risa- stóru kerfi stjórnmálamanna, kaup- sýslumanna og fjölmiðlamanna auk annarra úr borgarastéttinni sem séu í samkrulli með mafiunni og pólitiskum öfgamönnum. Klíkan hafi alltaf verið hafin yfir lög og rétt. Stundum hafi þó jafnvægið far- ið úr skorðum, eins og til dæmis 1992 þegar stjórnmálamenn, sem voru að missa áhrif sín, þrjóskuðust við að krefjast allt of hárra mútu- greiðslna frá mönnum í viðskiptalíf- inu. Einnig hafi ójafnvægi komist á þegar morð Cosa Nostra á þjóðhetj- unum og rannsóknardómurunum Falcone og Borsellino leiddi til ólgu meðal þjóðarinnar sem hafði í för með sér áður óþekktan þrýsting á stjórnmálamenn. Við slík tilfelli leyfði valdaklíkan lögreglunni og saksóknaraembætt- inu að grípa inn í og koma lögleys- unni á þolanlegt stig. En um leið og „eðlilegt ástand sé komið á“ sé þess vænst að saksóknaraembættið loki augunum fyrir afbrotum valdhaf- anna og sýni eingöngu smákrimm- um áhuga. Það hafi saksóknarar hins vegar ekki gert eftir 1992. Það er mat Scarpinatos að nú sé þó „vorinu“ að ljúka. Nærbuxnasali og bílstjóri Ejölmiðlakóngurinn Silvio Berlusconi, frambjóðandi mið- og hægrimanna, hefur til dæmis reynt að þagga niður í einu röddinni í flokki sínum, Forza Italia, sem barð- ist gegn mafíunni á Sikiley. Sikileyingurinn Christina Matranga, sem í sjö ár hafði barist gegn Cosa Nostra, heyrði í fréttum í byrjun apríl að hún yrði ekki i framboði fyrir flokkinn í Zisa-kjör- dæminu í Palermo þar sem hún í kosningunum 1996 hlaut næstum 46 þúsund persónubundin atkvæði, rúmlega tvöfalt fleiri atkvæði en sá sem varð i öðru sæti. Sá sem boðinn er fram í hennar stað er Pippo Fall- ica, fyrrverandi nærbuxnakaup- maður og bílstjóri fyrir varakóng mmmm Forza Italia á Sikiley, Gianfranco Micciché. „Pólitíkin og maflan leið- ast eins og bestu vinir. Þegar það hjónaband leysist upp mun maflan tapa,“ segir Cristina Matranga reiðilega. Illa þefjandi menn í heimsókn Hún minnist dagsins í baráttunni fyrir kosningarnar 1994 þegar tveir stórir, grimmilegir og illa þeQandi menn heimsóttu hana á skrifstof- una og spurðu hvort þeir gætu veitt henni aðstoð. Það var maflan sem hafði knúið dyra. Cristina visað þeim strax á dyr. „Ég sagði þeim að þeir skyldu aldrei láta sjá sig aftur. Síðan hef ég haft lífverði á heimili mínu, verði fyrir utan húsið mitt og fylgdarmenn hvert sem ég fer,“ seg- ir hún í nýlegu blaðaviðtali. Fyrir tveimur árum var and- I pólítíkina til aö losna viö dómarana Fjölmiölakóngurinn Silvio Berlusconi á að hafa sagt á flokksfundi aö hann hafi fariö í pólitíkina til aö sleppa viö réttvísina. Sérfræöingar telja velgengni Berlusconis, sem spáö hefur veriö sigri í kosningunum á Ítalíu á morgun, stafi af því aö fát hafi komiö á kjósendur eftir fall gömlu flokkanna. Auk þess sé veldi sjónvarpsins óskaptegt. Beriusconi hafi notaö þaö óspart í áróöursskyni og allir horfi á sjónvarp. rúmsloftið þrungið svo mikilli spennu að hún varð að senda dóttur sína langt í burtu frá Palermo, til leynilegs staðar á N-Ítalíu. Cristina spyr sig hvort barátta hennar hafi verið fórnanna virði. „Þetta er erfitt fyrir mig og ógnvekj- andi fyrir ítaliu. Ég verð vör við skugga, sem áður virtust óraun- verulegir, en sem ég get nú snert með höndunum. Ef til vill hef ég háð rétta baráttu en í röngum flokki. Þetta er ekki rólegt tímabil því að í baráttunni gegn mafiunni er hættulegasta augnablikið alltaf þegar maður stendur einn. Nú hef ég verið einangruð af Forza Italia og ég óttast um líf mitt og framtíð," segir Cristina. Fjáröflun hjá mafiósum Samskipti Forza Italia við mafl- una eru löng og flókin. Flokkurinn var stofnaður á árunum 1992 og 1993 af Marcello Dell’Utri, yfirmanni auglýsingafyrirtækisins Publitalia sem tilheyrir fyrirtækjasamsteypu Berlusconis. Dell’Utri er bæði full- „trúi flokksins á ítalska þinginu og á Evrópuþinginu. Hann hefur á und- anförnum árum setið á sakamanna- bekknum í heimabæ sínum, Pal- ermo, vegna mafíustarfsemi. Það kemur fram í dagbók Marcellos Dell’Utris að þegar hann var að ýta flokknum úr vör átti hann fundi með mafiuforingjanum Vittorio Mangano. Fyrrverandi perluvinur Dell’Utris, Sikileyingur- inn Filippo Alberto Rapisarda, minnist viðræðna sinna við hann í flugferð á milli Catania til Mílanó. í flugferðinni tjáði Dell’Utri honum að hann hefði verið á Sikiley til að afla fjár fyrir nýja flokkinn hans Berlusconis hjá aðilum sem voru í nánum tengslum við mafluna. í frétt frá því tveimur dögum áð- ur en Berlusconi sigraði í kosning- unum 1994 varaði formaður þing- nefndar, er barðist gegn maflunni, Luciano Violante, sem er núverandi þingforseti, þá þegar við því að Forza Italia gengi vísvitandi eða án þess að vita af því erinda mafiunn- ar. Það gerði flokkurinn með því meðal annars að lýsa þvi yfir á kosningafundi í höfuðborg ítölsku maflunnar, Corleone, að stærsta vandamál Corleone væri ekki mafí- an heldur andmaflan, það er að segja allir þeir sem berðust gegn Cosa Nostra, hvort sem um væri að ræða embættismenn eða óbreytta borgara. Síðan hefur fjöldi félaga i Forza Italia verið handtekinn, dæmdur, ákærður eða grunaður um sam- skipti við mafíuna. Efstur á listan- um er formaður flokksins, Silvio Berlusconi sem margir iðrandi mafiósar hafa sakað um að hafa þvegið peninga maflunnar i fjöl- miðlasamsteypu sinni og staðið á bak við morðin á rannsóknardóm- urunum Falcone og Borsellino. Formaður héraðsráðsins i Pal- ermo, lögmaðurinn Francesco Musotto, var handtekinn vegna gruns um að hafa falið mafiuforingj- ann Leoluca Bagarella fyrir yfir- völdum. Lögmanninum var sleppt vegna skorts á sönnunargögnum en bróðir hans, Cesare, var dæmdur fyrir afbrotið í staðinn. Starfsbróðir Musotto i Ragusa, Giovanni Mauro, var ákærður fyrir fjárkúgun fyrir maflufjölskyldu á staðnum. Á listanum eru einnig litlir fiskar eins og þingmaðurinn Gaspare Giu- dice sem er sakaður um að vera í vasanum á einni maflufjölskyldn- anna. Hann slapp við gæsluvarð- hald vegna þinghelgi sinnar. Giuseppe Aquila, einn af leiðtogum Forza Italia, er grunaður um aðild að morði. Borgarfulltrúinn Vito Conticello í Trapani var handtekinn með seðlabúnt á sér sem hann hafði fengið í mútur í tengslum við útboð á sorphreinsun. í mars síðastliðn- um var þingmaður Forza Italia, Amedeo Matacena, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild að mafíu- starfsemi. Boðar dómstól gegn of- sóknardómurunum Það skortir ekki ábendingar um að Forza Italia sé orðinn uppáhalds- flokkur sikileysku mafiunnar eftir upplausn Kristilega demókrata- flokksins og Sósíalistaflokks Bettin- os Craxis. Það er skoðun margra að í öllum öðrum Evrópulöndum hefðu grunsemdirnar um mafiutengslin og öll hneykslismálin kæft flokkinn í fæðingu. En Forza Italia er nú stærsti stjórnmálaflokkurinn á ítal- íu og Berlusconi boðaði ekki alls fyrir löngu að sigraði hann í kosn- ingunum yrði skipaður sérstakur dómstóll sem dæma ætti kommún- ísku dómarana sem hann segir hafa ofsótt sig. Hann hefur einnig velt fyrir sér lagasetningu sem heimilar stjórnvöldum að ákvarða hvaða af- hrot dómarar eigi að fjalla um á ákveðnum árum. Cristinu Matranga er nú ljóst að hún gekk í rangan flokk. „Þeir bjóða fram alla þá sem rannsóknar- dómararnir hafa eitthvað í höndun- um gegn og fleygja mér út. Það er ekki lengur neinn í flokknum sem berst gegn mafíunni. Þetta er ekki eðlilegt,“ leggur Cristina áherslu á. Meðal þeirra sem eru í framboði nú eru stofnandi Forza Italia, Marcello Dell’Utri, sem vegna þing- helgi sinnar slapp við gæsluvarð- hald í apríl 1999 er hann var grun- aður um mafíustarfsemi. í framhoði er einnig Cesare Previti, fyrrver- andi lögmaður Berlusconis og varn- armálaráðherra. Hann var kærður fyrir að hafa mútað dómurum í Róm fyrir hönd Berlusconis. Þing- helgi hans bjargaði honum frá gæsluvarðhaldi 1998 og hann getur eins og Dell’Utri vel hugsað sér þá vernd sem þingmennskan veitir fyr- ir réttarkerfinu. Eini svarti péturinn er þingmað- urinn Amedeo Matacena frá Cali- briu, sá sem nýlega var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir maflustarf- semi. Framboð hans var ekki endur- nýjað frekar en framboð Cristinu. Margir minnast glottsins á honum þegar greitt var atkvæði gegn gæsluvarðhaldi hans á þingi. Hann var sá eini sem klappaði þegar Previti slapp við gæsluvarðhald ár- inu áður. Matacena var greinilega vinur vina sinna en augljóslega ekki í nægu vinfengi við þá. Greiði sem ber að endurgjalda Á grinteikningu í einu stóru dag- blaðanna á Ítalíu er spurt hvers vegna Dell’Utri og Previti séu í framboði en ekki Matacena. „Vegna þess að Berlusconi veit hver Matacena er en Dell’Utri og Previti vita hver Berlusconi er,“ var svar- ið. Ekki er talið útilokað að Berlusconi hafi misreiknað sig. Matacena hafði nefnilega borið vitni gegn Rapisarda, perluvini Dell’Utris, i Palermo-réttarhöldun- um og sagt að Rapisarda hefði við- urkennt fyrir sér að allar ásakanir í garð Dell’Utri væru uppspuni. Og það var varla búið að dæma Matacena í fimm ára fangelsi og fleygja honum út úr kosningabarátt- unni fyrr en hann gaf i skyn að vitnisburðurinn hefði verið greiði sem bæri að endurgjalda. Dómstólar hafa 10 sinnum frá ár- inu 1996 rannsakað viðskipti Berlusconis sjálfs. Hann hefur þrisvar verið dæmdur. Tveir dómanna, sem voru felldir vegna mútugreiðslna til lögreglunnar og ólöglegrar fjármögnunar flokks hans, voru ógiltir þar sem ekki var hægt að ljúka málunum á þeim tíma sem kveðið er á um í lögum. í einu málanna, sem var höfðað vegna bókhaldssvika, var Berlusconi náð- aður. Sjö málum er enn ólokið. Um er að ræða ákærur vegna bókhalds- svika, spillingar og skattsvika. Byggt á Reuter, Politiken o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.