Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
JOV
Helgarblað
Suzuki DR 350 mótorhjólið.
Triumph-hjólið getur náð 175 km hraða.
Harley Davidson-mótorhjólið hans Óskars hefur unnið til margra
viðurkenninga.
Kannski er þetta bilun
- segir Óskar Þór Kristinsson, mótorhjólasafnari og hátekjusjómaður á Arnari frá Skagaströnd
Óskar Þór Kristinsson við eðalvagninn sinn, Ford Thunderbird 1966.
Óskar Þór Kristinsson vill komast
út á sjó hið fyrsta. Hann hefur sína
skoðun á yfirstandandi verkfalli sjó-
manna og liggur ekkert á henni. „Ég
skal segja þér bara eins og er að há-
tekjumenn eins og við, sjómenn á
frystitogurum, eigum ekki að fá að
fara í verkfall. Það er min skoöun,"
sagði Óskar í samtali við DV. Margir
landsmenn eiga sér áhugamál af ýms-
um toga. Sumir safna pennum, eld-
spýtnastokkum, frímerkjum og öllu
sem nöfnum tjáir að nefna. En það
eru ekki margir sem safna hjólum og
hvað þá mótorhjólum, glæsilegum og
kraftmiklum. Það er nóg að gera hjá
honum Óskari Þór Kristinssyni, Skag-
strendingnum og sjómanninum á
metaflaskipinu og frystitogaranum
Arnari HU 1 frá Skagaströnd í sjó-
mannaverkfallinu, hann sinnir sínum
áhugamálum.
Verkfall sjómanna er búið að
standa í rúman mánuð og Óskar Þór
hefur ekki setið auðum höndum. Þar
sem sumarið er á næsta leiti er nauð-
synlegt að pússa enn betur öll hjólin
sex sem hann á og hafa þau tilbúin.
Þá er gaman að setjast á vélfákinn og
gefa í og þeysa eftir malbikinu eða
keyra á „léttingsferð", eins og Óskar
segir og hlær. Til að forvitnast um
þetta áhugamál Óskars var slegið á
þráðinn til kappans þar sem hann var
í makindum í sumarbústaðnum sín-
um í Vaðlaheiðinni, beint á móti Ak-
ureyri. Bústaðurinn heitir reyndar
því dulúðuga nafni Svörtuloft en ósagt
skal látið hvort hann sækir það nafn
yst út á Snæfellsnes en Óskar var um
tima á sjó í Ólafsvík.
Sex glæsileg mótorhjól
Óskar, sem verið hefur sjómaður
allan sinn aldur, var fyrst spurður
hvenær hann hefði tima fyrir þetta
skemmtilega áhugamál sitt og
hvenær áhuginn vaknaði. „Ég hafði
alltaf gaman af mótorhjólum sem
strákur og svo kom þetta bara eitt af
öðru. Þegar ég var búinn að kaupa
eitt þá langaði mig i annað þannig
að alls eru þau orðin sex hjólin sem
ég á núna. Á Arnari er ég í fríi ann-
an hvern túr og stundum oftar og þá
nota ég hjólin þegar ég hef tíma,“
segir Óskar.
Hjólin sem Óskar á eru hvert öðru
glæsilegra. Það hjól sem hann heldur
mest upp á er af gerðinni Harley Dav-
idson, árgerð 1989, og notar hann það
aðallega á sumrin þegar veður eru
góð. Hann keypti það nýtt og var við-
skiptamaður númer þrjú hjá umboð-
inu sem flutti það inn. Þá á hann Tri-
umph frá árinu 1967, 1981 módel af
Kawazaki, Yamaha 4ZFR1, Suzuki DR
350 og Honda CB 450 frá 1966.
Harleyinn er uppáhaldið
Það er ekki nóg með að Óskar eigi
öll þessi hjól heldur á hann einstakan
bíl, af gerðinni Ford Thunderbird, ár-
gerð 1966. Að sögn Óskars er hann ali-
ur rafdrifinn og óbreyttur síðan hann
kom frá verksmiðjunni, fyrir utan það
að hann var sprautaður fyrir stuttu.
Óskar flutti bilinn inn sjálfur frá Kali-
forníu árið 1996 og notar hann aðeins
á sumrin.
„Ég er mikið í sambandi við fólk
sem hefur þetta áhugamál og ég les
mikið um þetta efni í blöðum og tíma-
ritum,“ segir Óskar.
„Harleyinn er uppáhaldshjólið
mitt,“ segir hann þegar hann fer að
lýsa hjólunum sínum. „Maður greiðir
talsvert meira fyrir það hjól en önnur
en það er alveg grand að sitja svona
hjól.“ Þegar undirritaður hitti Óskar
eitt sinn síðasta sumar á Akureyri
var hann að koma úr „skreppitúr" frá
Skagaströnd. Hann var þá á Yamaha-
hjólinu sinu sem hann segist nota
mest af þeim öllum. Hann sýndi mér
þá Harley Davidson-hjólið og það er
alveg stórkostlegt að sjá. Það er hlað-
ið aukahlutum sem hann hefur keypt
á það og það hlýtur að vera algjört
„möst“ að sitja á því í leðurgalla, stíg-
vélum og öUum græjum og eiga veg-
inn fram undan.
Kannski er þetta bilun
Óskar er með lögheimili á Skaga-
strönd en þar búa foreldrar hans.
Hann er einnig með búsetu á Akur-
eyri. Óskar segir að margir hafi
áhuga á að skoða hjólin hans. Auk
þess er fólk sem óskar eftir að fá
Harleyinn til sýningar þegar eitthvað
stendur til og hann hefur gaman af
því að sýna hjólin ef það gleður ein-
hvern.
„Margir spyrja mig hvort þetta sé
ekki hálfgerð bilun að vera í svona
sporti. Þetta er að sjálfsögðu dýrt en
ég læt mig hafa það og kannski er það
bilun," segir Óskar og brosir. „Ég er
ekkert hættur að kaupa mótorhjól og
geri það ef mér líst vel á það sem ég
sé. Núna er ég til dæmis með hugann
við hjól af gerðinni Indian en það er
farið að framleiða þau aftur,“ segir
þessi bráðhressi sjómaður og mótor-
hjólakappi frá Skagaströnd.
-PSJ
Kynskipti og ferðalög
skrifar
um
Fómarlund ykkar undirritaðrar ríð-
ur ekki við einteyming, svo mikið er
víst.
Á þriðja ár hef ég flakkað um jarð-
kringluna í leit að hvers konar þekk-
ingu. Eina ferðina enn lagði ég á mig
langferð í þágu lesenda og fór út i hinn
stóra heim að safna fróðleik og vísind-
um um kynlíf og skyld málefni. Að
þessu sinni fór ég tii kynlífsnafla al-
heimsins, San Francisco. Borgarinnar
þar sem hippamenningin fæddist, þar
sem ástarsumarið mikla byrjaði 1967 á
horni Height og Ashbury og fólk af-
klæddist og naut ásta meöal blóma í
leit að heimsfriði og einingu. Líkt og
múslíma dreymir um Mekka dreymir
allt almennilegt kynlífsáhugafólk um
að komast til San Fran, þann sjóðheita
kynlífsólgupott þar sem öllu ægir sam-
an. Hvar annars staðar í heiminum er
maður til aö mynda ALLTAF spurður
um kynhneigð áður en einhver fer á
fjörumar við mann. „Can I ask you
about your sexual orientation?" sagði
kurteis maður við mig áður en hann
byrjaði afskaplega gætilega að hrósa
mínum framandi hreim og augnlit. Svo
hélt hann áfram, „Were you bom a
woman?“. Þá kom nú aðeins á mig því
þrátt fyrir skörulega framgöngu og val-
kyrjuhátt hef ég nú alltaf talið mig
fremur kvenlega. Svo rann upp fyrir
mér ljós og ég áttaði mig á að hvergi á
jörðinni er líklega hægt að fmna fjöl-
breyttari samsetningu íbúanna hvað
kynhneigð, kyngerð og kyngerðar-
breytingar varðar. Þú veist aldrei
hvort gæinn meö bringuhárin og gull-
keðjumar byrjaði lif sitt sem kona og
borginni farið í kynskiptiaðgerð og lát-
ið borgina borga brúsann. Þetta þóttu
mikil gleðitíðindi sem hafa gefið hags-
munasamtökum kynskiptinga í San
Fran tilefni tO mikilla hátíðahalda síð-
an kunngjörð vom fyrir fáeinum vik-
um.
Kynhneigð og klæði
Fyrst kynskiptingamir hafa fengið
alla þessa dálksentímetra hjá mér í dag
er ekki úr vegi að halda bara áfram og
útskýra dálitið fleira sem varðar þenn-
an hóp fyrir hjartkæmm lesendum.
Það er nefnilega málið með kynhneigð-
ina. Það er nefnilega útbreiddur mis-
skilningur að allir sem láta breyta sér í
hitt kynið séu samkynhneigðir og á
sama hátt að allir hommar þrái innst
inni að breytast í konur og allar lessur
að breytast í karla. Ég biö samkyn-
hneigða lesendur mína forláts (sem ef-
laust veltast nú rnn af hlátri eða
hneykslan) en bendi á að þessi rang-
hugmynd um samkynhneigða er enn
þá talsvert rótgróin og útbreidd þrátt
fyrir skánandi ástand og þjóðfélagsupp-
ljómun að mörgu öðm leiti varðandi
samkynhneigð.
Flestar „nýju konumar" sem ég hef
spjallað við á ferðum minum um heim-
inn em einmitt lesbíur. Leyflð mér að
úrskýra: „Nýjar konur" em konur sem
byrjuðu líf sitt sem karlmenn, leið
aUtaf illa í karlmannslíkama en bám
þó kynferðislegar tilfmningar og lang-
anir til kvenna, eins og um 90% karl-
manna reyndar gerir. Þegar þeir urðu
svo að konum var líkamanum breytt
en ekki sálinni þ.e. líkamlegar breyt-
ingar valda ekki breytingum á eins
djúpstæðum sálfræðilegum atriðum
eins og kynhneigð. Þar af leiðandi var
skilgreiningin á kynhneigðinni það
eina sem breyttist þ.e. í stað þess að
vera gagnkynhneigðir karlmenn í
röngum líkömum urðu þeir samkyn-
hneigðar „nýjar konur". Þessu dæmi
má svo snúa upp á „nýja karla" sem
eftir kynskiptiaðgerð urðu hommar
samkvæmt skOgreiningunni. Að lokum
vO ég minna á að klæðskiptingur (e.
transvestite) er ekki það sama og kyn-
skiptingur (e. transsexual). Munurinn
er sá að klæðskiptingurinn nýtur þess
að klæðast kvenmannsfótum af og tO
en getur allt eins verið algjörlega sátt-
ur við sinn karlmannslíkama. Hann
þarf heldur ekki aö vera hommi, getur
allt eins verið gagnkynhneigður og gift-
ur þriggja bama faðir, kannski strætó-
bOstjórinn þinn eða klerkurinn i kirkj-
unni.
Á næstu vikum fá lesendur fleiri
safaríkar sögur frá San Fran.
Ragnheióur Eiríksdóttir er hjúkrun-
arfrœdingur og kynlífsráögjafi per-
sona.is
hann gæti aOt eins ver-
ið enn þá með sína
píku þrátt fyrir karl-
mannlegt útlit og al-
gjöran skort á kvenleg-
um útlínum.
Alla leiö eöa
ekki?
Enginn veit hvað undir annars stakki býr.
Þú veist aldrei hvort gæinn með bringuhárin og gull-
keðjurnar byrjaði líf sitt sem kona.
Þeir sem kjósa að
skipta um kyn velja
það oft að ganga ekki
alveg aOa leið því að-
gerðir sem ætlað er
endurbyggja kynfærin
eru því miður
adtaf árangursrfliar og
verða oft tfl þess að sá
sem undir aðgerðina
gengst missir eitthvað
af hæfileikunum tfl
kynlífsnautna, eins og
tfl dæmis hæffleikann
tfl að fá fuflnægingu.
Þess vegna kjósa marg-
ir heldur að gangast
undir aflar aðrar breyt-
ingar sem fylgja kyn-
skiptiaðgerð eins og
hormónatöku,
brjóstaminnkun fyrir
konur, brjóstastækkun fyrir karla og
varanlega fjarlægingu á likamshárum
fyrir karla, svo eitthvað sé nefnt, en
halda sínum upprunalegu kynfærum.
Þegar karl breytir sér í konu valda
kvenhormón og bæling á karlhormón-
um því að typpið visnar og minnkar en
hjá konum sem taka karlhormón verð-
ur stækkun á sníp. Það er sem sagt
margt í mörgu og liklega aflt í öflu í
þessum málum. Sá sem skiptir um kyn
ræður því sjálfur hvort hann gengur
afla leið eða ekki. Nýverið samþykkti
borgarstjóm San Francisco nýjar regl-
ur um greiðsluþátttöku í heflbrigðis-
þjónustu fyrir borgarstarfsmenn ? og
vitiði bara hvað? Nú getur hvaða götu-
sópari, skrifstofublók eða rafvirki í