Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 59
A Ti/ cr fTUOAQHÁölTÁxI LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 I>V Tilvera Dagur slagverksins í Geröubergi: Búmm, Krass, Bang ,';r a Bamboozled Grafalvarleg kómík Spike Lee hefur 1 gegnum tíðina verið sá leikstjóri sem skotið hefur hvað fóstustum skotum að hvíta kynstofnin- um. Oft á tíðum tekst þetta mjög vel og reiði hans skilj- _____________ anleg. Stundum á hann þó til að fara offari, eins og í Bamboozled, þar sem hann dælir úr vélbyssu sinni á þá sem ráða sjón- varpi og segir óbeinum orðum að þeir hafi gert svarta skemmtikrafta að fifli. Þetta reynir hann að gera á kómískan hátt en í þetta skiptið hitta brandar- arnir ekki í mark og því verður ádeil- an, sem örugglega á að mörgu leyti rétt á sér, frekar þreytandi þegar til lengdar lætur. Myndin gerist á sjónvarpsstöð. Dag- skrárstjórinn (sem að sjálfsögðu er hvítur) er að missa allt niður um sig; enginn horfir á gamanþætti hans. Honum dettur því það snjallræði í hug að fá svörtum aðstoðarmanni sín- um, Pierre, það verkefni að gera gam- anþátt þar sem eingöngu svartir skemmtikraftar koma við sögu. Pierre hefur gengið vel í starfi og þykir snjall. Hann er því fyrst og fremst að hugsa um sinn frama þegar hann fær þá hugmynd að gera grínþátt sem byggður er á gömlum skemmtiþáttum þar sem hvítir voru málaðir svartir og gerðir að aumkunarverðum figúr- um. Breytingin er að nú eiga svartir að gera svarta að fiflum. Eins og nærri má geta eru ekki allir sáttir við þetta og eru afleiðingamar hörmuleg- ar. Spike Lee er mikill fagmaður og hugmyndaríkur og margt er vel gert og leikur allur til fyrirmyndar en þeg- ar á heildina er litið þá er Bamboozled skot yfir markið. -HK Útgetandi: Myndform. Leikstjórn og handrit: Spike Lee. Leikarar: Damon Wa- yans, Savio Glover, Jada Pinkett-Smith. Bandaríkin, 2000. Lengd: 135 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Fist of Legend ★★ f ísr af LEGEIMD Slagsmálasnilld Nýjasta kvik- myndastjarnan frá Hong Kong, sem Hollywood hefur tekið upp á sína arma, er Jet Li sem þegar hefur vakið miklá athygli í tveimur bandarísk- ______________ um kvikmyndum, Lethal Weapon 4 og Romeo Must Die. Li, sem er ekkert unglamb lengur, orðinn fertugur, á að baki glæsilegan feril í kínverskum spennumyndum og er jafnoki Jackie Chan í slagsmálum en var ávallt í skugga hans. Vegna frægðar Lis í dag hefur rykið verið dustað af nokkrum eldri mynda hans. Fist of Legend, sem er frá árinu 1994, er talin með betri Hong Kong-spennu- myndum og er vel þess virði að skoða hana þó hún höfði vissulega ekki til annarra en þeirra sem hafa gaman af slíkum myndum, en auk góðra slags- málaatriði þá býður hún upp á ágæta sögu, er kvikmyndalega faglega gerð og klippingar oft góðar. Um er að ræða endurgerð kvik- myndar sem Bruce Lee lék í árið 1972. Myndin á að gerast í Sjanghæ og Jap- an og segir frá ungum Kínverja sem lært hefur bardagalistir hjá miklum meistara. Þegar meistari hans er myrtur snýst reiöi hans gegn japönsk- um drottnurum (myndin á að gerast þegar Japanar ætluðu að leggja Kína undir sig) og það eina sem kemst að í huga hans er hefnd. Þegar svo kemur að því að hann finnur út hver bar ábyrgð á dauða meistarans er boðið upp á fimmtán mínútna langt slags- málaatriði sem er fullmikið af því góða. -HK Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjórar: Woo-ping Yuen og Gordon Chan. Leikar- ar: Jet Li, Paul Chiang, Siu-hou Chin og Ada Chai. Kínversk, 1994. Lengd: 98 mín.Bönnuö börnum innan 16 ára. „Við erum að þessu fyrir fólk sem hefur þörf fyrir að koma róti á til- finningalíf sitt enda höfum við orð- ið mjög varir við þá þörf!“ segir Pét- ur Grétarsson slagverksleikari glettnislega og bætir við: „Þetta er hin hliðin á slökunartónlistinni!" Hér er hann að vísa til þess að á sunnudaginn gefst almenningi tæki- færi til að kynnast heimi slagverks- ins í sinni fjölbreyttustu mynd í Gerðubergi. Þá er dagur slagverks- ins og yfirskriftin er Búmm, Krass, Bang. Pétur verður í aðalhlutverki á tónleikunum, ásamt þeim Steef van Oosterhout, Eggert Mássyni og Snorra Sigfúsi Birgissyni. „Við erum slagverkshópurinn Benda sem hefur verið hálfgert í felum til þessa,“ segir hann og vill auk þess undirstrika að með Bendu komi fram fleiri valinkunnir listamenn, þau Tena Palmer, Herdís Jóndóttir, Frank Aarnink og Matthías MD Hemstock. Herma eftir rigningu „Slagverkið hefur mikla mögu- leika í -túlkun," segir Pétur og nú hefur gáskinn þokað fyrir alvör- unni. „Það er þessi roknahávaði sem flestir setja í samband við slag- verk og er vissulega einn af notkun- armöguleikum þess en svo er hin hiiðin, þessi þýða og lagræna sem við spilum helling af líka. Við tök- um til dæmis rosalega fallegt jap- anskt verk þar sem verið er að herma eftir rigningu. Það er, eins og krakkarnir segja, „alveg geðveikt.“ Þetta stemmir við lýsingu í frétta- skeyti Gerðubergs þar sem ritað er: „Á efnisskrá má heyra allt frá lág- stemmdum tónum til ærandi fall- byssuskothríðar. Þar munu hljóma ævafornir dúettar fyrir pákur og trommur, nútímaverk fyrir segul- band og slagverk, handtrommur í anda regnskóganna, seiðandi tónar írsku bohdran trommunnar, ærandi keðjusláttur, steinaspil og margt fleira." Dagskráin í Gerðubergi er unnin í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna og er framhald á samstarfsverkefnunum Gítar í Gerðubergi, Dagur flautunnar og Dagur hinna djúpu strengja. Þeim sem áhuga hafa gefst færi á aö prófa trommusett frá Hljóðfærahúsinu í Gerðubergi á sunnudag og verða slagverksleikarar um stund. Hljóðfæri, nótur og fleira tengt slagverkinu verður einnig til sýnis gestum og gangandi. -Gun Karlakór Keflavíkur í Ymi Karlakór Keflavíkur heldur tón- leika i Ými, húsi Karlakórs Reykja- víkur, Skógarhlið 20, á morgun kl. 17. Kórinn mun flytja fjölbreytta og skemmtileg efnisskrá sem sam- anstendur af íslenskum og erlend- um lögum. Má þar nefna hefðbund- in karlakóralög, verk úr óperum, valsasyrpu og dægurlög. Frumflutt verður lagið Heimkoman eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson. Stjórnandi kórsins er Smári Óla- son tónlistarmaður. Smári hefur starfað sem tónlistarkennari og yf- irkennari, organisti, kórstjóri og sjálfstætt sem tónvísindamaður. Undirleik á píanó annast Ester Ólafsdóttir tónlistarmaður. Ein- söngvarar með kórnum eru Steinn Erlingsson, Rúnar Guðmundsson, Smári Ólason og Sveinn Sveins- son. Karlakór Keflavíkur er stofnað- ur 1. des 1953. Á þessum tíma hef- ur kórinn sungið viða um land og fengið góðar viðtökur. Einnig hef- ur kórinn sungið í sjö þjóðlöndum, bæði austanhafs og vestan. Á síð- asta vori var farið í söngferð til Færeyja og fékk kórinn afar góðar móttökur. Framleiðum 50-70 og 100 mm stoðir úr 0,6 og 03 mm þykku efni. Getum framleitt sérlengdir. TIMBUR & STAL HF. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 554 5544 • Fax: 554 5607 DV MYND HILMAR ÞÓR Þeir elska að berja bumbur Pétur Grétarsson, Eggert Másson og Steef van Oosterhout. föstudag og laugardag Sýnum OPEL og ISUZU bíla *»ÝÍa 9i®sllega oPe/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.