Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
I>V
63
Islendingaþættir
85 ára__________________________
Sigrún Einarsdóttir,
Byggöarenda 17, Reykjavík.
80 ára__________________________
Egill Guömundsson,
Króki, Selfossi.
Guörún S. Gunnarsdóttir,
Sléttuvegi 17, Reykjavík.
Ólöf Eyjólfsdóttir,
Hlíðarhúsum 7, Reykjavík.
Soffía Björnsdóttir,
Smárarima 114, Reykjavík.
75 ára__________________________
Aldína Snæbjört Ellertsdóttir,
Hólavegi 4, Sauðárkróki.
Inga Sigurlaug Erlendsdóttir,
Rauðalæk 55, Reykjavík.
Ragnar Haraldsson,
Álfheimum 36, Reykjavík.
Rolf Markan,
Geitastekk 7, Reykjavík.
70 ára__________________________
Birgir Kristinsson,
Háaleitisbraut 47, Reykjavík.
Sigurbjörn Sörensson,
Geiteyjarströnd 3, Reykjahlíö.
60 ára__________________________
Sigurgeir Þór Jónasson,
Hólabraut 1, Blönduósi.
50 ára__________________________
Hildur Wium,
Hrauntúni 6, Breiödalsvík.
Jóhannes Ólafsson,
Hrafnhólum 8, Reykjavík.
Kristjana Jakobsdóttir,
Hverfisgötu 19b, Hafnarfirði.
Ólafur Vigfússon,
Fjallalind 78, .
Ósk Jósepsdóttir,
Höfðastíg 6, Bolungarvík.
Sigríöur Valdórsdóttir,
Lyngheiði 19, Hverageröi.
Siguröur Garðarsson,
Eyjahrauni 15, Þorlákshöfn.
Siguröur Höskuldsson,
Vallholti 4, Ólafsvík.
Þráinn V. Ragnarsson,
Dalatanga 9, Mosfellsbæ.
40 ára___________________________
Árni Ævarr Steingrímsson,
Asparfelli 10, Reykjavík.
Ásta Breiöfjörö Gunnlaugsdóttir,
Álfhólsvegi 57, Kópavogi.
Brynhildur Björnsdóttir,
Sóleyjargötu 8, Akranesi.
Erla Dís Ólafsdóttir,
Lindarbergi 14, Hafnarfirði.
Friöjón Ólafsson,
Strandgötu 83, Hafnarfirði.
Guömundur Guömundsson,
Hlíöarhaga, Akureyri.
Kolbrún Jónsdóttir,
Breiðvangi 11, Hafnarfiröi.
Már Líndal Finnbogason,
Flúðaseli 91, Reykjavík.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir,
Grundargerði 6e, Akureyri.
Þorbjörg Samsonardóttir,
Unufelli 46, Reykjavík.
/
JJrval
- gott í hægindastólinn
Hreinn Melstaö Jóhannsson gullsmiður,
Espigeröi 6, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánud. 14.5. kl. 15.00.
Steinar Magnússon bóndi, Árnagerði,
Fljótshlíð, verður jarðsunginn frá Breiða-
bólstaðarkirkju laugard. 12.5. kl.
14.00.
Friöfinnur Jósefsson, Háagerði 1, Húsa-
vík, andaöist sunnud. 6.5.. Útförin fer
fram frá Húsavíkurkirkju laugard. 12.5.
kl. 14.00.
Sigrún Bjarnadóttir frá Hesteyri verður
jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugard. 12.5. kl. 14.00.
Vilhjálmur Magnússon frá Hrolllaugs-
stöðum, Grundargaröi 5, Húsavík, verð-
ur jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laug-
ard. 12.5. kl. 11.00.
Guöbjörg María Guöjónsdóttir frá Hliði,
Grindavik, verður jarðsungin frá Grinda-
víkurkirkju laugard. 12.5. kl. 14.00.
Fríöa Guörún Árnadóttir verður jarö-
sungin frá Fossvogskirkju mánud. 14.5.
kl. 13.30.
Sjötugur
MBHBBKSM
H
Sigurður Þór Jörgensson
viðskiptafræðingur
Sigurður Þór Jörgensson við-
skiptafræðingur, Kirkjusandi 1,
Reykjavík, er sjötugur á morgun.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1951 og prófi í við-
skiptafræði frá HÍ 1955.
Sigurður hóf starf hjá Stefáni
Thorarensen hf., síðar Thorarensen-
Lyf ehf., 1955, fyrst sem innkaupa-
stjóri og fulltrúi forstjóra, var for-
stjóri fyrirtækisins um skeið en síð-
ar framkvæmdastjóri innflutnings-
deildar.
Sigurður hefur lengi verið í Góð-
templarareglunni og átt sæti í fram-
kvæmdanefndum Þingstúku
Reykjavíkur, Umdæmisstúku Suð-
urlands, Stórstúku íslands og í hús-
ráði Templarahallar Reykjavíkur.
Hann var formaður undirbúnings-
nefndar að stofnun íslenskra ung-
templara 1957 og í stjórn ÍUT frá
stofnun til 1964, gjaldkeri Barna-
stúkunnar Æskunnar 1954-56 og aft-
ur 1968-88, sat í stjórn Æskulýðs-
sambands íslands og var fulltrúi
þess á - Alþjóðaþingi æskunnar í
Massachusettes í Bandaríkjunum
1964, var formaður Áfengisvarnar-
nefndar Reykjavíkur frá 1972 þar til
hún var lögð niður 1994 og formað-
ur stjómar bókaútgáfu Æskunnar
ehf. frá 2000. Hann situr í stjórn
heildverslunarinnar Satúrnus ehf.
og er stjórnarformaður frá 1997.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 17.5. 1955 Sig-
rúnu Gissurardóttur, f. 17.5. 1937 í
Reykjavík, húsmóður, læknaritara
og verslunarmanni í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gissur Páls-
son, f. 13.12. 1909, d. 17.9. 1994, raf-
virkjameistari og ljósameistari LR,
og k.h., Sigþrúður Pétursdóttir, f.
26.1. 1901, d. 14.5. 1977, húsmóðir.
Börn Sigurðar og Sigrúnar eru
Guðni Þór, f. 6.3. 1967, verslunar-
maður í Reykjavík en sambýliskona
hans er Guðlaug Guðjónsdóttir, f.
24.7. 1969, húsmóðir og skrúðgarð-
yrkjufræðingur og er dóttir þeirra
Sigrún Ása, f. 26.6. 1998; Sigþrúður,
f. 14.6. 1972, launafulltrúi í Reykja-
vík, var i sambúð með Ómari Þór
Júlíussyni, f. 20.4. 1972, vélstjóra, og
er sonur þeirra Sigurður Þór, f. 31.7.
1998.
Bamsmóðir Sigurðar er Sigur-
veig Ásvaldsdóttir, f. 16.8.1931, hús-
móðir á Akureyri. Foreldrar hennar
voru Ásvaldur Jónatansson, f. 6.9.
1894, d. 14.5. 1976, bóndi í Norður-
hlíð og Múla í Aðaldal, og k.h.,
Kristjana Jónsdóttir, f. 2.5. 1893, d.
15.1.1990, húsfreyja.
Dóttir Sigurðar og Sigurveigar
var Kristjana Sigurðardóttir, f. 15.
11. 1953, d. 6.7. 1973, húsmóðir í
Aberdeen í Skotlandi, var gift John
Mutch, f. 1951 í Aberdeen, sonur
þeirra var Jon Mutch, f. 7.12. 1972,
d. 6.7. 1973.
Alsystkini Sigurðar eru Agnar
Jón, f. 15.12. 1925, skipstjóri á Akur-
eyri og síðar verslunarmaður í
Reykjavík, kvæntur Jensey Jörgínu
Stefánsdóttur, f. 19.2. 1929; Svana, f.
28.3. 1934, gift Gunnari Torfasyni
verkfræðingi, f. 18.7. 1932 í Reykja-
vík; Ása, f. 13.8. 1937, gift Einari
Þóri Guðmundssyni, f. 5.6.1931, raf-
virkjameistara.
Hálfsystir Sig-
urðar var Svan-
dís Jörgensdótt-
ir, f. 30.6. 1925, d.
26.5. 1934. Móðir
hennar var Júlí-
ana Jónsdóttir, f.
21.7. 1897, d. 5.9.
1978.
Foreldrar Sig-
urðar: Jörgen
Guðni Þorbergs-
son, f. á Litlu-
Laugum í
Reykjadal 6.12.
1900, d. 16.9. 1986,
tollvörður í
Reykjavík, og
k.h., Laufey
Jónsdóttir, f. í
Georgshúsi á
Akranesi 18.6. 1902, d. 26.11. 1980,
húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Jörgen Guðni var sonur Þor-
bergs, b. á Litlu-Laugum í Reykja-
dai, Davíðssonar, b. á Fljótsbakka,
Daníelssonar. Móðir Þorbergs var
Kristjana Björnsdóttir, b. á Ytri-
Leikskála, Nikulássonar, Buch, for-
stöðumanns brennisteinsverksins á
Húsavik. Móðir Björns var Karen
Magdalena Björnsdóttir Thorlacius,
kaupmanns á Húsavík.
Móðir Jörgens Guðna var Sigur-
veig Jónína, ljósmóðir, Jónatans-
dóttir, b. á Litlu-Gautlöndum, Jóns-
sonar, b. i Hörgsdal, Magnússonar.
Móðir Sigurveigar var Kristín Tóm-
asdóttir, b. í Skógargerði, Magnús-
sonar, og Guðríðar Jónsdóttir, b. í
Hringveri, Sigmundssonar.
Laufey var dóttir Jóns, trésmiðs á
Akranesi og i Reykjavík, Ásmunds-
sonar, b. i Vatnsholti, Ólafssonar, b.
í Vatnsholti, Björgólfssonar. Móðir
Ásmundar var Margrét Ásmunds-
dóttir, b. á Neðra-Apavatni, Jóns-
sonar. Móðir Jóns trésmiðs var
Guðríöur Jónsdóttir, b. á Þórodds-
stöðum í Grímsnesi, Hinrikssonar.
Móðir Jóns var Sólveig Eyleifsdótt-
ir, b. á Úifarsfelli, Þorkelssonar.
Móðir Laufeyjar var Agnes Ei-
ríksdóttir, sjómanns á Breið á Akra-
nesi, Tómassonar, b. á Kalastöðum,
Sigurðarsonar, b. á Ölvaldsstöðum,
Sigurðssonar. Móöir Eiríks var Al-
fifa Þórðardóttir, b. á Hofsstöðum,
Snorrasonar. Móðir Agnesar var
Ingveldur Einarsdóttir, b. á Eystra-
Hóli, Jónssonar og Ingveldar Ein-
arsdóttir, b. á Eystra-Hóli, Jónsson-
ar.
<
Höskuldur Bjarnason,
fyrrv. sjómaður, Hrafn-
istu í Reykjavik, varð ní-
ræður í gær.
Starfsferill
Höskuldur fæddist á
Klúku í Bjarnarfirði og
ólst þar upp til tíu ára ald-
urs er hann missti foður
sinn. Hann fór þá að
Tungugröf í Tungusveit til Ingi-
mundar Ingimundarsonar og k.h.,
Maríu Helgadóttur, og dvaldi þar til
rúmlega sautján ára aldurs.
Höskuldur var læs fimm ára en
naut síðan nokkurrar tilsagnar í
reikningi og skrift í formi far-
kennslu, nokkrar vikur í senn, frá
ellefu til fjórtán ára aldurs.
Höskuldur var á vertíðum suður
með sjó, s.s. í Sandgerði og Junkara-
gerði í Höfnum en stundaði lengst
af sjómennsku frá Drangsnesi. Þá
var hann landformaður hjá Jóhanni
Snæfeld á Pólsstjörnunni um árabO.
Eftir að hann hætti á sjó stundaði
hann almenna verkamannavinnu,
var við fiskvinnslu og beitningu, en
vann auk þess við land-
búnað, byggingavinnu og
i vegagerð.
Höskuldur var einn af
stofnendum Verkalýðsfé-
lags Kaldrananeshrepps
og gjaldkeri þess í mörg
ár, starfaði í ungmanna-
félaginu Neista, Lestrar-
félaginu á Drangsnesi og
var ötull talsmaður og
frumkvöðull við byggingu vatns-
veitu og nýtingu heits vatns á
Drangsnesi.
Fjölskylda
Höskuldur kvæntist 25.10. 1942
Önnu Guðrúnu Halldórsdóttur, f.
11.10. 1922, húsmóður. Foreldrar
hennar voru Halldór Guðmundsson,
bóndi á Bæ, og k.h., Guðrún Petrína
Árnadóttir húsfreyja.
Höskuldur og Anna Guðrún
byggðu húsið Burstafell á Drangs-
nesi og bjuggu þar alla sina búskap-
artíð þar til þau fluttu á dvalar-
heimili í Reykjavík.
Börn Höskuldar og Önnu Guð-
rúnar eru Gunnhildur, f. 24.6. 1941,
saumakona í Reykjavík, maki Er-
ling Birkir Ottósson verslunarmað-
ur og eru synir þeirra Höskuldur
Birkir og Ottó Björn; Jóhanna
Björk, f. 21.2. 1943, hjúkrunarfræð-
ingur í Fredriksværk í Danmörku,
maki Hans John Larsen sótari og
eru börn þeirra Martin Halldór og
Laila Björk; Bjarnveig, f. 5.8. 1946,
þroskaþjálfi í Mosfellsbæ, maki
Ragnar Sigbjörnsson, prófessor við
HÍ, og eru dætur þeirra Anna Birna,
Sólveig og Bryndís; Friðgeir, f. 31.7.
1947, skipstjóri og útgerðarmaður á
Drangsnesi, maki Sigurbjörg Hall-
dóra Halldórsdóttir, sjúkraliði og
verslunarmaður, og eru börn þeirra
Svava Halldóra og Halldór Logi;
Anna Guðrún, f. 4.10. 1949, hár-
greiðslumeistari, búsett í Akurgerði
í Ölfusi, maki Guðmundur Ingvars-
son bóndi og er sonur þeirra Víðir
Freyr auk þess sem sonur hennar er
Hlynur Geir en faðir hans er Hjört-
ur Aðalsteinsson, verslunarmaður í
Reykjavík; Auður, f. 14.9. 1952,
starfsmaður á leikskóla á Drangs-
nesi, maki Jón Anton Magnússon,
skipstjóri og útgerðarmaður og eru
börn þeirra Anna Heiða, Höskuldur
Búi, Elísabet Snædís og Unnur Sæ-
dis; Halldór, f. 30.10. 1958, stýrimað-
ur á Drangsnesi, maki Sunna Jak-
obína Einarsdóttir póstafgreiðslu-
maður og eru börn þeira Jón Eðvald
og Anna Guðrún.
Barnabörn Höskuldar og Önnu
Guðrúnar eru sautján og barna-
barnabörnin eru orðin níu. Alls eru
því afkomendur Höskuldar og Önnu
Guðrúnar orðnir þrjátíu og tveir.
Systkini Höskuldar eru öll látin.
Þau voru Elísabet Ragnhildur, hús-
móðir á Akureyri; Helga Soffia, hús-
móðir á Drangsnesi; Elías, sjómað-
ur á Mýrum á Drangsnesi; Zóphani-
as, sjómaður í Reykjavík; Skúli, sjó-
maður og refaskytta á Drangsnesi;
Sigurður, smiður á Drangsnesi, síð- .
ar á Hvammstanga.
Foreldrar Höskuldar voru Bjarni
Guðmundsson, bóndi á Klúku í
Bjarnarfirði, og k.h., Jóhanna Guð-
mundsdóttir húsmóðir.
Höskuldur og Anna Guðrún taka
á móti ættingjum og vinum í félags-
heimilinu Baldri á Drangsnesi laug-
ard. 12.5. milli kl. 16.00 og 19.00.
Persónulegar gjafir eru afþakkað-
ar en þeim sem vildu gleðja hann er
bent á Sundlaugarsjóðinn á Drangs-
nesi. (Kennitala: 68016-9719, reiknis-
númer; 650151, í Búnaðarbankanum
á Hólmavík).
Níræöur
Höskuldur Bjarnason
fyrrv. sjómaður á Drangsnesi
Sjötug
Sigríður Einarsdóttir
Systkini Sigríðar:
Gunnar, f. 1912, dó sama
ár; Gunnar, f. 1.9. 1913, d.
15.12. 1996, sjómaður í
Reykjavík; Valur, f. 12.6.
1915, d. 17.9. 1986, bílstjóri
í Reykjavík og víðar; Vig-
dís, f. 1917, d. 1924; Sigurð-
ur, f. 21.9.1918, búsettur á
Selfossi; Hjalti, f. 25.8.
1921, d. 24.12.1993, var bú-
talsimavörður á Selfossi
Sigríður Einarsdóttir talsíma-
vörður, Grænumörk 3, Selfossi,
varð sjötug á fimmtudaginn.
Starfsferill
Sigríður fæddist að Gljúfrum í
Ölfusi og ólst þar upp til 1932 er
fjölskyldan flutti að Helli í Ölfusi.
Hún lauk fullnaðarprófi frá Barna-
skólanum á Selfossi og landsprófi í
Hveragerði.
Á sínum yngri árum stundaði
Sigríður framreiðslu- og verslunar-
störf í Reykjavík og austan heiða.
Eftir að hún gifti sig hafa þau
hjónin búið á Selfossi að undan-
skildu einu ári á Laugarvatni.
Auk húsmóðurstarfa vann Sigrún
lengst af hjá Pósti og síma.
Fjölskylda
Sigríður giftist 26.2. 1955 Axel
Magnússyni, f. 2.5. 1929, d. 3.3. 1991,
pípulagningameistara. Hann var
sonur Magnúsar Bjarnasonar og
Þóreyjar Brandsdóttur er voru
verkafólk í Reykjavík.
Sonur Sigríðar og Axels er Bene-
dikt Þór Axelsson, f. 23.10. 1965, raf-
virki og ljósamaður í Reykjavík og á
hann fjögur böm.
Sonur Sigríðar frá því áður er
Gústaf Hörður Karlsson, f. 14.1.
1950, rafvirki í Reykjavík, kvæntur
Guðmundu Guðmundsdóttur og á
hann fimm börn. Gústaf Hörður er
kjörsonur Herdísar Jónsdóttur og
Karls Jónssonar frá Ey í Rangár-
vallasýslu.
settur í Reykjavík; Vigfús, f. 5.9.
1924, búsettur á Selfossi; Valgerður,
f. 19.7. 1926, húsmóðir í Reykjavík;
Álfheiður, f. 1.8. 1928, d. 10.4. 1997,
húsmóðir í Reykjavík; Skafti, f.
13.10. 1929, verkamaður á Selfossi;
Benedikt, f. 17.9. 1932, d. 27.10. 1993,
bílstjóri á Selfossi; Sigtryggur, f.
18.8. 1935, bílstjóri á Selfossi.
Foreldrar Sigríðar voru Einar
Sigurðsson, f. 16.11. 1884, d. 22.7.
1963, verkamaður, sjó-
maður og bóndi að Gljúfr-
um, Einholti við Selfoss
og að Helli, og k.h., Pálína
Benediktsdóttir, f. 28.7.
1890, d. 17.9. 1962, hús-
freyja.
Ætt
Einar var sonur Sig-
urðar Sigurðssonar frá
Hólmi í Landbroti og Valgerðar Ein-
arsdóttur.
Pálína var dóttir Benedikts Krist-
jánssonar, b. í Einholti í Austur-
Skaftafellssýslu, og Álfheiðar Sig-
urðardóttur.
Hægt verður að hitta Sigriði á af-
mælisdaginn í Betri stofunni á Hót-
el Selfossi um kl. 18.00-20.00