Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
Fréttir DV
Schengensamningurinn hefur margvísleg áhrif:
Flóttamönnum fjölgar
- tíu hafa beðið um hæli síöastliðnar sex vikur
Flóttamönnum sem biðja um póli-
tískt hæli hér á landi hefur snar-
fjölgað eftir að Schengensamningur-
inn tók gildi í mars sl. Á þeim sex
vikum sem liðnar eru frá því hafa
tiu leitað eftir pólitísku hæli hér. Á
undanförnum árum hafa þeir verið
frá sautján og upp i rúmlega tuttugu
á ári.
Sigríður Guðmundsdóttir skrif-
stofustjóri alþjóðaskrifstofu Rauða
kross íslands sagði, að flóttamenn-
imir kæmu frá löndum fyrrum Sov-
étríkjana, Kosovo, Albaniu,
Afganistan og Afríku, svo dæmi
væru nefnd. Meðal þeirra væri ein
fjölskylda, hjón með tvö lítil born
sem komið hefðu frá Kosovo. Lang-
flestir væru þó ungir karlmenn.
„Ef fólk ferðast innan Schengen-
svæðisins þarf það ekki að sýna
vegabréf við komuna til landsins,"
sagði Sigríður.
„Það er rætt um allt upp i sex til
sjö milljónir flóttamanna innan
svæðisins. Við vitum aö flóttafólk er
að ferðast á milli staða. Það má
leiða líkum að því að nú sé auðveld-
ara fyrir það að ferðast um innan
Schengen en áður var, en erfiðara
fyrir þá sem eru utan þess.“
Sigríður sagði enn fremur að fólk
hefði vissulega óttast þessi áhrif
Schengen og því hefði Rauði kross-
inn undirbúið sér sérstaklega fyrir
að taka á móti hælisleitendum. Ef
viðkomandi væru hins vegar með
mál i gangi i öðru landi þá væru
þeir sendir þangað. Ella færu þeir í
hefðbundið ferli hér sem tæki sex til
níu mánuði.
Sigríður sagði mörg erfið mál
koma upp í tengslum við hælisleit-
endur, einkum ef búið væri að synja
þeim um leyfi hér, en ekki væri
hægt að útvega þeim skilríki og
senda þá heim. Rauði krossinn
hefði verið með allmarga slíka á
sínum snærum siðustu mánuði og
væri að reyna að mjaka málum
þeirra áfram.
-JSS
Evróvisjón í kvöld:
Angel spáð 4. sæti
- í síödegisblaöinu BT
Danska siðdegis-
blaðið BT hefur gert
könnun og reiknað út
hvaða lönd það verða
sem mesta möguleika
eiga á efstu sætunum
í Evróvisjón-söng-
keppninni sem fram
fer í Kaupmannahöfn
í kvöld. Þar tróna
Danir sjálfir efstir á
blaði, Svíar eru í öðru
sæti, Grikkir í því
þriðja og í fjórða sæti
lendir Angel með Two
Tricky.
„Vinnan okkar er
að skila sér. Við höf-
um verið jákvæð og
dugleg við að kynna
okkur,“ sagði Einar
Bárðarson, höfundur
lagsins, í gærkvöld eftir gener-
alprufu sem að sögn tókst frábær-
lega og ekki síst hjá íslenska hópn-
um. Fagnaðarlátum 20 þúsund for-
sýningargesta ætlaði aldrei að linna:
„Þetta var frá-
bært,“ sagði Einar
og Gunnar Ólason,
söngvari hópsins,
var ekki síður
ánægður: „Ég
skemmti mér bara
vel á sviðinu."
Gunnar hefur vakið
mikla athygli ytra
og er af mörgum tal-
inn einn besti
söngvari keppninn-
ar.
Fjörutíu þúsund
áhorfendur verða í
Parken i Kaup-
mannahöfn í kvöld
þegar keppnin fer
fram og er framlag
íslendinga annað í
röðinni. Eru það
viss vonbrigði fyrir hópinn sem
heldur hefði viljað koma fram
seinna í keppninni því reynslan
sýnir að því seinna sem sungið er -
því meiri líkur á sigri. -MT/-EIR
Lokaæfingin
Two Tricky í sveiflu fyrir framan
tugþúsundir áhorfenda á
genaralprufunni í Parken.
Fagnaöarlátum ætlaði aldrei að
linna.
Smábátakvóti:
Sjávarútvegsráð-
herra í klemmu
„Það er ekkert
komið fram um það,“
svaraði Einar Krist-
inn Guðfínnsson, for-
maður sjávarútvegs-
nefndar Alþingis,
þeirri spurningu
hvort í undirbúningi
væri frumvarp sem
gerði ráð fyrir því að
horfíð yrði frá því að
kvótasetja smábáta-
flotann f haust eins og gert er ráð fyrir
í frumvarpi um fiskveiðistjómun sem
væntanlega verður afgreitt frá Alþingi
á næstu dögum.
Einar sagði að engin ákvörðun lægi
fyrir í málinu en sagði að málið væri
vissulega til umræðu og það væri mik-
ið rætt. Ég held að það geri sér allir
grein fyrir alvöru málsins verði frum-
varpið lagt fram óbreytt og þær alvar-
legu afleiðingar sem það myndi hafa
bæði fyrir einstaklinga og ekki síður
fyrir einstaka byggðalög," sagði Einar
og sagði einnig að niðurstaða í málinu
þyrfti að fást á allra næstu dögum. DV
hefur heimildir fyrir þvi að stjómarlið-
ar séu nú undir vemlegum þrýstingi að
kvótasetja ekki smábátana og hafa
sumir þingmenn sem blaðið hefur rætt
við jafnvel talið að ekki væri þing-
meirihluti fyrir óbreyttu frumvarpi.
Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra
er hins vegar milli steins og sleggju í
málinu því þrýstingurinn er ekki síður
mikill aö koma böndum á smábátaveið-
amar, eins og útgerðamenn orða það
gjaman.
-gk
uv-ivitinu nnm
IXdKIIl upp ruiiubllgdllll
Fjöldi manns fylgdist með þegar nöktu viðskiþtavinirnir streymdu inn í versl-
unarmiðstöðina Fjörð sídegis í gær.
Naktir viðskiptavinir
„Það hafa aldrei jafnmargir kom-
ið hingað í verslunarmiðstöðina
Fjörð frá opnun. Svo mikið er víst,“
sagði Gunnar Már Levísson, eigandi
tískuverslunarinnar Herra Hafnar-
fjörður, sem lofaði viðskiptavinum
sínum jakkafötum og bindi kæmu
þeir naktir í verslunina klukkan 16
í gærdag. Margir hlýddu kallinu og
mættu eldsnemma, staðráðnir í að
grípa gæsina á meðan hún gæflst.
„Fólkið hímdi hér í sloppum úti í
bílum sínum og svo var kapphlaup
þegar stundin rann upp,“ sagði
Gunnar Már sem efndi loforð sitt
við tíu fyrstu viðskiptavinina en sex
urðu út undan og stóðu eftir, naktir
með tvær hendur tómar.
„Þetta voru sex stelpur og fjórir
strákar. Öll fengu þau jakkaföt og
bindi og strákarnir klippingu að
auki. Aukavinningur til stúlknanna
var svo demantshringur að verð-
mæti 60 þúsund krónur og hann féll
í hlut stúlku sem dómnefnd valdi
sérstaklega. Hún fékk hringinn
vegna þess að hún var með svo stór
og falleg brjóst. Allar fengu stelp-
urnar ostakörfur og hvítvín og ein
hreppti tvær nætur á svítunni á
Hótel Keflavík en sú var komin sjö
mánuði á leið,“ sagði Gunnar Már
sem taldi að uppátækið hefði kostað
sig um 800 þúsund krónur. „Þetta
margborgaði sig. Þetta er besta aug-
lýsing sem ég hef fengið." -EIR
Berlusconi og
mafían
Erlent fréttaljós
Kona í
karlaveldi
Svana bóndi á
Melum
Mér finnst ég
vera alveg
komung
Matt
Fjórir á
toppnum
Ragnheiöur Eiríksdóttir
Fyndni vekur
fýsnir
Kynþokki karla
Mikið hljóð í
litlum búk
Hildur
Tryggvadóttir
Trlcky
Jónas Kristjánsson
Kynskipti og
ferðalög
Baráttan um
bensínið
Björnsson
Stuttar fréttir
Íslandssími á Veröbréfaþing
Verðbréfaþing
íslands hefur sam-
þykkt að skrá fs-
landssima hf. á að-
allista þingsins að
loknu útboði á
nýju hlutafé enda
hafi félagið upp-
fyllt öll skilyrði
skráningar. Stefnt er að skráningu
í fyrri hluta júnímánaðar.
Ekki meir
Geðhjálp hefur ekki sóst eftir að
samningur um stuðningsþjónustu
við geðfatlaða verði endurnýjaður.
Gert er ráð fyrir að Félagsþjón-
usta Reykjavíkur og Svæðisskrif-
stofa um málefni fatlaðra taki al-
farið við rekstrinum.
Framsal samþykkt
Hollenskur undirréttur hefur
samþykkt framsal á íslenskum
karlmanni á fertugsaldri sem
grunaður er um aðild að umfangs-
miklu fíkniefnasmygli hingað til
lands.
Til Skipulagsstofnunar
Skýrsla Reyðaráls hf. um mat á
umhverfisáhrifum vegna fyrirhug-
aðs álvers við Reyðarfjörð var
send Skipulagsstofnun í gær.
Dýrara fiug
Flugfélag íslands hækkar far-
gjöld sín í innanlandsflugi um
5-6% frá og með 15. maí.
Drukkinn þjófur
Héraðsdómur Norðurlands
eystra dæmdi í gær tvítugan mann
í mánaðar skilorðsbundið fangelsi
og 50 þúsund króna sekt fyrir
nytjastuld og ölvunarakstur.
Klám - ekkert mál
Naumur meirihluti landsmanna
telur klám ekki vandamál á Is-
landi að þvi er fram kemur í könn-
un PricewaterhouseCoopers.
Tölvusameining
Fyrirtækin Álit, Miðheimar,
Nett og Veftorg, sem rekur Torg.is,
eru í samræðum um hugsanlega
sameiningu fyrirtækjanna.
Ósló
Hydro Alumini-
um, Landsvirkjun
og Reyðarál stóðu
fyrir kynningar-
fundi í Ósló í gær
um áform fyrir-
tækjanna um að
reisa virkjun og ál-
ver á Austurlandi.
Breskur Baugur
Baugur hf. hefur eignast 20 pró-
senta hlut í Arcadia-verslanakeðj-
unni í Bretlandi eftir aö hafa
keypt út aðra hluthafa í eignar-
haldsfélaginu A-Holding.
Haldið tii haga
í fimmtudag-
spistli Garra hér í
DV sagði að leik-
konan Ólafía
Hrönn heföi stjórn-
að sjónvarpsþætti
að bandarískri fyr-
irmynd á Stöð 2.
Hið rétta er að það
var starfssystir hennar, Helga
Braga Jónsdóttir, sem stjórnaði
þættinum.
-EIR
Álkynning í