Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 Tilvera r>V 1 í f iö E F T I R V I N M IJ Brúðarsýning á Akureyri Á brúðarsýningu í Toyotahús- inu Akureyri verður sýnt það nýjasta í brúðarvöndum, skreyt- ingum, kjólum, hárgreiðslu og förðxm, jafnframt nýjustu brúð- arbílunum frá Toyota. Sýningin stendur frá kl. 12-18. Klassík ■ SONGTONLÉIKAR T SÁLNÚM Þóra Einarsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda . tónleika í Salnum kl. 17. í ■ VORTÓNLEIKAR VOX ACAPEiyilCA verða I Seltjarnarneskirkju á morgun, 13. maí, kl. 17. Stjórnandi er Hákon Tumi Leifsson. Frumflutt veröur verk eftir Atla Heimi. ■ TÓNLEIKAR í BORGARNESI Viöar Guömundsson píanóleikari og Halldóra Björk Friöjónsdóttir söngkona koma fram á útskriftartónleikum Tónlistarskóla ; Borgarfjarðar í Borgarneskirkju á "j>-morgun, sunnudaginn 13.5., kl. 17. i Leikhús ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJOTI eftir Marie Jones verður sýnt á ' aukasýningu í dag kl. 16 á Stóra ' sviöi Þjóöleikhússins. ■ SKÁLDANÓTT eftir Hallgrim Helgason verður sýnd á Stóra sviöi ' Borgarleikhússlns klukkan 19 í kvöld. Nokkur sæti laus. ■ BALL Í GÚTTÓ Leikfélag Akureyr- ar sýnir í kvöld klukkan 20 leikritið Ball í Gúttó eftir Maju Árdal. f Kabarett } ■ VORHATH) SIÐUSKOLA 2001 Ar s leg Vorhátíö Síöuskóla er í dag og - .hefst kl. 12.30 meö andlitsmálun. Skrúðganga hefst kl. 14.00. ■ FLÓ OG FJÓR Flóamarkaöur veröur í risatjaldi viö íþróttahúsiö > viö Varmá í Mosfellsbæ. í kvöld verður risadansleikur Gildrunnar og rokkarans Eiríks Haukssonar í tjaldinu. ■BARÐSTRENDINGAR SYÐWA Baröstrendingafélagiö heldur skemmtun í Hamraborg 11 (í gamla Þinghól, uppi) kl. 10 í dag. ■ FLÓAMARKAÐUR í BORGARTUNI Rugfrevlur og flugþjónar Fluglelöa halda flóamarkaö aö Borgartúni 22, efstu hæö, frá kl. 10-18 í dag og á « morgun. Ágóöinn rennur til ' krabbameinssjúkra barna. * Opnanir ■ ANNA Þ. I MAN Anna Þ. Guö- jónsdóttir opnar í dag kl. 16 sýningu á málverkum sýnum i Ustasal Man, Skólavörðustíg 14. ■ JÓN GÍSLASON í GAMLA LUNPI Yfirlitssýning á myndlist Jóns Gísla- sonar húsasmiös verður opin í y Gamla Lundi á Akureyri í dag og á s morgun frá kl. 14-18. * ■ SVANAVATN Á SUNNUPÖCUM Lýöur Sigurösson opnar í dag mál- i verkasýningu í baksalnum í Gallerí Fold, Rauöarárstíg 14-16. Sýning- >una kallar hann Svanavatn á sunnu- dögum. ■ ÍSLENSKI HESTURINN í LUNPI Einar Gíslason opnar sýningu á vatnslitamyndum í ash Gallerí Lundi í Varmahlíö í dag kl. 14. Myndefniö er íslenski hesturinn. SJá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Sævar skrifar Skákþátturinn ið er að það gátu engir fengið svona stöðu upp á móti Capa nema Bot- vinnik og það aöeins einu sinni, S.B.) 30. Ba3!!!!! Ég veit að það er ekki hægt að gefa svona margar upphrópanir. (Aðeins þú getur það, Siggi Dan.) 30. - Dxa3 Á hvítur ekki bara að gefa strax? Lék hvítur af sér manni? 31. Rh5+ Þetta er ekki skák fyrir byrjendur, það er víst ábyggilegt. 31. - gxh5 32. Dg5+ Kf8 33. Dxf6+ Kg8 34. e7! AUir aðrir hefðu fallið I gildruna? 34. - Dcl+ Lokadansinn 35. Kf2 Dc2+ 36. Kg3 Dd3+ 37. Kh4 De4+ 38. Kxh5 De2+ 39. Kh4 De4+ 40. g4 Del+ 41. Kh5 1-0. Það er eins gott að hafa hjartað í lagi þegar svona skák er skoðuð. Snillingurinn Capablanca Mig hefur oft langað til að skrifa um snillinginn José Raul Capablanca sem ég hér eftir nefni gælunafni hans, Capa, í þessari grein. Hann fæddist 1888, eða 4 árum áður en þeir Steinitz (fyrsti heimsmeistarinn) og Tchigorin tefldu eitt af einvígjum sinum í Havana um heimsmeistaratitilinn. Faðir Capa var hermaður og segja sagnir að Capa hafi lært að tefla 4 ára með því að horfa á fóður sinn tefla við bróður sinn og leiðrétta þá þegar ann- ar þeirra lék ólöglegum leik. Ekki ætla ég að rengja þessa gömlu þjóð- sögu en líklegt er að heimsmeistara- einvígið 1892 hafi kveikt áhugann á skákinni beint eða óbeint. 1901 þegar Capa var 12 ára vann hann sterkasta skákmann Kúbu, Juan Curzo, í einvígi með 4-3 og 6 jafntefli. 1904 varð hann svo í 4. sæti á sínu fyrsta kúbverska meistara- móti en bróðir Curzo, Enrico, varð efstur. 1904 hélt hann svo tO New York og lauk menntaskólanámi. 1906 innritaðist hann í háskóla og ætlun- in var að læra efnaverkfræði en skákgyðjan hafði náð heljartökum á honum og hann hélt að mestu til í Manhattan Chess Club og tefldi öll- um stundum, m.a. við þáverandi heimsmeistara, Emanuel Lasker sem var heimsmeistari nr. 2. Capa hefur eflaust lært mikið og óneitanlega minnir þessi atgangur á Robert James Fischer 55 árum síðar. 1908 komust velunnarar hans að því að ungi maðurinn sem þeir höfðu kostað í háskóla í New York væri lagstur í skák og hættu öOum fjár- hagslegum stuðningi við hann. Þá var ekki annað að gera fyrir Capa en að gerast atvinnumaður í listinni sér til lífsviðurværis. Hann mátaði Bandaríkjamenn tO hægri og vinstri næstu árin og 1911 vann hann síðan mjög sterkt mót í Mexíkó í San Sebastian og skoraði á Lasker heims- meistara í einvígi. Lasker tók ekki Ola í það en samningar strönduðu á fjölda skáka, Lasker vOdi að sá ynni sem fyrst ynni 6 skákir og vildi ekki hafa þær fleiri en 30. Það gat Capa ómögulega samþykkt. Þeir tefldu svo loks einvígi 1921, tíu árum síöar, en fyrri heimsstyrjöldin setti strik í reikninginn. Giftlst ráherradóttur Eftir þessar samkomulagstOraun- ir 1911 hélt Capa tO Kúbu og festi ráð sitt. Stúlkan var ráðherradóttir og í september 1913 fékk Capa titOinn „Sérstakur ambassador Kúbu um heim allan“, hvorki meira né minna. Þetta hafði aðaUega þau áhrif að fjár- hagsáhyggjur Capa í framtíðinni hurfu eins og dögg fyrir sólu. Upp á trúlofunina var haldið með skákmóti að sjálfsögðu, Capa vann mótið en tapaði einni skák á móti Bandaríkja- manninum skemmtOega, Frank MarshaU. Hann krafðist þess að borgarstjórinn í Havana sæi tO þess að enginn væri í salnum þegar hann gafst upp og fékk það í gegn. Líklega varð borgarstjórinn að loka dyrun- um á eftir sér. 1914 var hann svo kominn tU Sankti Pétursborgar í Rússlandi og tefldi þar í einu sögufrægasta móti allra tíma. Lasker vann mótið eftir að hafa lagt Capa en hann varð í José Raul Capablanca Einn mesti snillingur skáksögunnar. öðru sæti. Keisarinn Nikulás 0 út- nefndi 5 efstu stórmeistara í skák og þannig kom sá titOl tU sögunnar. Þeir Lasker og Capa lögðust í samn- inga um heimsmeistaraeinvígi en stríðið og síðan byltingin 1917 brut- ust út og skákmenn máttu sín litUs gegn faUbyssum og héldu tO síns heima. Lasker hélt tO Berlínar og fjárfesti allar eigur sínar í þýskum stríðsskuldabréfum - svona eftir á séð ekki hyggileg ráðstöfun. Capa hélt tO New York og tók tO við fyrri iðju, að máta Bandaríkjamenn. 1916, í þeirri ágætu borg, tapaði hann svo skák fyrir Chajes nokkrum. Tapaði ekki skák í átta ár Næstu átta árin tapaði hann svo ekki skák og menn voru farnir að trúa því að hann væri ósigrandi - jafnvel að hann hefði gert samkomu- lag við hann í neðra. 1920 gaf Lasker svo eftir heimsmeistaratitOinn í bréfi tO Capa sem hafnaði því auð- vitað! Hann fékk félausan Lasker tU að koma til Havana og 15. mars 1921 hófst einvígið. Verölaunaféð var 25.000 dollarar í guUi og Lasker átti að hljóta 13.000 doUara hvort sem hann tapaði eða vann. Lasker var niðurbrotinn maður eftir stríðið og Capa á hátindi sínum sem eftirlæt- iselskhugi skákgyðjunnar Caissu og vann einvígið örugglega með 4 vinn- ingum á móti engum - 10 jafntefli. Lasker hætti og gaf einvigið vegna þess að hann vissi að þetta var þýð- ingarlaust. Þar með varð Capa þriðji heimsmeistarinn í skák. Einhvers staðar í mUlitíðinni hafði Capa glatað ástum sínum á ráðherradótturinni og taldi óhætt að gifta sig aftur í desember 1921, án þess að eiga það á hættu að afbrýð- isöm kona og stoltur ráðherra á Kúbu biði mikinn hnekki. En ráð- herrann sá við honum og lækkaði hann í tign. Hann var ekki sendi- herra Kúbu um heim aUan heldur var hann gerður að „Commercial Attaché" og þóttist nokkuð hólpinn með þau málalok. Næstu árin voru ár glæstra sigra og það var ekki fyrr en á öðru sögufrægu móti, stórmót- inu í New York 1924, að Capa tapaði skák gegn Tékkanum Richard Reti, miklum snOlingi og hugsuði i skák- inni, og þetta tap varð til þess að Lasker gamli rændi af honum efsta sætinu. En heimsmeistaratitilinn hafði hann og hann lék meira að segja í kvikmynd í Moskvu 1925, „Chess fever“. Það var um það leyti að fögur leikkona bauð honum upp í skák og svarið var nokkuð hroka- fuUt: „Því skyldi ég gefa þér ókeypis auglýsingu?" Hann lenti i 3. sæti á Moskvumótinu - kvikmyndaieikur og skák fara greinUega ekki saman. Einvígi í lokuðu herbergi í september 1927 settist hann svo niður á móti Alexander Aljekin í Bu- enos Aires og heimsmeistaratitUlinn var í veði og verðlaunapotturinn var 10.000 doUarar í gulli. Einvígið á miUi Capa og Aljekin var teflt í lok- uðu herbergi, engir áhorfendur og engir ljósmyndarar (ertu að lesa, Guðmundur G. Þórarinsson?). í lok nóvember lauk einvíginu og Aljekin hafði teflt betur og vann 6-3 og 25 jafntefli. Byrjunin i 32 af 34 skák- anna var hefðbundið drottningar- bragð. (Besta skák Fischers gegn Spasski í Reykjavík 1972 var einmitt hefðbundið drottningarbragð, 6. skákin.) Næstu ár voru að mestu ár sigra því Aljekin tefldi aðeins á örfá- um mótum þar sem Capa var þátt- takandi. Capa reyndi mikið að fá einvígi við Aljekin sem ávallt krafðist 10.000 doUara verðlaunasjóðs í guUi. En heimskreppan gekk í garð 1929 og stuðningsmenn Capa fóru því miöur Ula út úr verðbréfahruninu í WaU Street. Capa fékk aldrei annað tæki- færi þó að hann sýndi og sannaði oft að það átti hann að fá. FerUl hans var einkar glæsUegur, hann tefldi 567 kappskákir í lífi sínu og tapaði aöeins 36 skákum, flestum á móti sterkustu skákmönnum heims. Hann átti aldrei tafl heima hjá sér og hann var mesta náttúrubam í skák sem skákheimurinn hefur eignast!? 1939 tefldi hann á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires þar sem íslendingar unnu sögufrægan sigur í B-riðli. Capa náði besta árangri á fyrsta borði með 7 sigrum og 9 jafnteflum. Síðan kom stríðið og Capa og Lasker héldu tU New York. Lasker dó þar 1941 og Capa fékk hjartaslag í Man- hattan Chess Club 1942 þar sem hann var að fylgjast með hraðskák. Hann dó á sama sjúkrahúsi og Lasker, Mount Sinai-sjúkrahúsinu. Eftirfarandi skák var tefld á miklu stórmeistaramóti í Hollandi skömmu fyrir stríð. Hvitt: Michail Botvinnik Svart: José Raul Capablanca Nimzo-indversk vöm. Sámisch-afbrigðið. Avro-mótið 1938 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 d5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. cxd5 exd5 8. Bd3 0-0 9. Re2 b6 10. 0-0 Ba6 11. Bxa6 Rxa6 12. Bb2 Dd7 13. a4 Hfe8 14. Dd3. Þetta þykir nokkuð hefðbundin taflmennska enn i dag enda ekki leiðum að líkjast. Er einhver að berjast fyrir jafntefli! 14. - c4 15. Dc2 Rb8 16. Hael!! Rc6 17. Rg3 Ra5 18. f3 Rb3 Þvilikur fluttning- ur! Og tímafrekur. 19. e4 Dxa4 Peð er peð. 20. e5 Rd7. Svona leika aðeins gáfnaljós. Hvers vegna? 21. Df2!!! g6 22. f4 f5 23. exf6 Rxf6 24. f5 Vá, vá! 24. - Hxel 25. Hxel He8 26. He6! Hxe6 27. fxe6 Kg7 28. Df4 Hótar hverju? 28. - De8 29. De5 De7. Einhver frægasta staða skáksög- unnar! Was nun, meine Herren? Svona á ekki að vera hægt. (Sumir skákmenn halda því fram að fléttan sé ekki erflð. Kannski, en aðalatrið- Áttræöur á grásleppu DV, AKRANESI:________________________ Mjög góð grásleppuveiði hefur verið hjá veiðimönnum sem stunda veiðar frá Akranesi en um helgina var lítil veiði. Þeir Ríkharður Sæ- mundsson, 80 ára, og Fjalar sonur hans á Sæma AK 13 voru að koma úr róðri þegar DV ræddi við þá. Þeir sögðu að veiðin hefði verið góð að undanförnu en nú væri komin bræla og þari í netin. Þeir voru að- eins með 50 kg af hrognum og sögð- ust hafa tekið upp netin þar sem spáð væri vestanátt en þeir voru ánægðir með afraksturinn hingaö til. Þónokkrir eldri kallar stunda grá- sleppuveiðar á Akranesi, svo sem Skarphéðinn Árnason sem er 77 ára og er kominn með yfir 2 tonn af hrognum og er með 300 net og Gisli Teitur Kristinsson sem verður 80 ára í ágúst. Þeir slá ekki af þó þeir séu hátt á áttræðisaldri. -DVÓ DVA1YND DANÍEL V. ÓLAESSON Lætur ekki deigan síga Ríkharöur Sæmundsson á Sæma Ak 13, áttræöur og í fullu fjöri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.