Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Finnst ég vera kornung - Vala Matt. talar við Kolbrún Bergþórsdóttur um langt líf í fjölmiðlum, opinská viðtöl, vinnuálag og ástina. Valgerður Matthíasdóttir hefur átt lengra líf í Islenskum fjölmiöla- heimi en margur annar. Þar hefur hún verið áberandi í fimmtán ár, sífellt jafn fersk og hugmyndarík. Undanfarið hefur hún verið um- sjónarmaður hins vinsæla þáttar Innlit-Útlit á Skjá einum, þar sem fjallað er um arkitektúr, innan- hússhönnun og fleira og litið inn til þekktra og óþekktra einstaklinga og híbýli þeirra skoðuð. Þegar Vala er spurð hver lykill- inn sé að vinsældum þáttarins seg- ir hún: „Það er nú einu sinni þannig að maður er manns gaman. Það sem er mannlegt og persónu- legt og hægt er að samsama sig við vekur áhuga fólks.“ Vala hefur farið með sjónvarps- vélar inn á heimiii fólks sem ekki er þekkt fyrir að opna híbýli sín fyrir fjölmiölum. „Löng reynsla mín i sjónvarpi nýtist mér í þessari þáttagerð," segir Vala, „fólk veit nokkurn veginn að hverju það gengur. Það veit hvemig ég vinn hlutina, þekkir mínar áherslur og treystir mér kannski þar af leið- andi. Ég held að það sé lykilatriðið þegar fólk samþykkir að koma í þáttinn." - Þú ert alltaf svo jákvæð í þess- um þáttum. Kemurðu ekki stund- um inn á heimili, lítur í kringum þig og hugsar: „Óskaplega er þetta púkalegt," en gerir svo bara gott úr öllu saman af því þú ert í vinn- unni? „Ég er mjög rómantísk, en ég hef undanfarin ár verið föst í munstri sem ég hef átt erfitt með að koma mér út úr. Ég hef leitað í og orðið ástfangin af mönnum sem hafa verið erfiðir og ég greini- lega fengið heilmikið út úr því að kljást við þá. En það er ekki hollt. Allt of miklar sveiflur. “ „Nei, það gerist ekki. Og í þess- ari þáttagerð eins og í öllu sem ég hef unnið í fjölmiðlum vel ég að miðla því sem mér finnst vera fal- legt eða vel gert á hvaða sviði sem það er og læt það sem mér fmnst miður gott eiga sig. Þannig hef ég líklega fengið þennan stimpil að vera alltaf jákvæð. Ég nenni ekki að setja mig í gagnrýnandastöðuna. Það er nóg af slíku „harðlífisliði". Ég er mjög hrifnæm og finnst mjög gefandi að miðla því sem hrífur fólk og heillar og nánasta umhverfi fólks getur verið áhugavert á svo margan hátt. Smekkur okkar er misjafn og það er það sem gerir líf- ið litríkt og skemmtilegt. Svo er það líklega aukabónus fyrir mig að ég hef auga arkitektsins og get því fókuserað á og dregið fram hluti sem ýmsir aðrir koma kannski ekki auga á.“ Vala segist ekki hafa gefið sér mikinn tíma til að vinna sem arki- tekt. „Ég á til dæmis alveg eftir að teikna húsið mitt. Ég er í sömu stöðu og rithöfundur sem hefur lengi gengið með bók í maganum en á eftir að setjast niður og koma orðunum á blað. En ég veit að ég á einhvern tíma eftir að teikna mitt hús.“ A5 miðla því skemmtilega Eftir sex ára mastersnám i húsa- arkitektúr við listaháskólann í Kaupmannahöfn kom Vala heim og starfaði á teiknistofu Guðna Páls- sonar arkitekts en vann einnig við að innrétta Hressingarskálann, áður en honum var breytt i McDon- ald’s. „Það var eins og mér væri ekki ætlað að vinna við arkitektúr- inn um sinn, vegna þess að sama kvöldið og ég lauk við að hanna Hressó hitti ég Jón Óttar Ragnars- son og sogaðist inn í fjölmiðlaheim- inn. Á þessum tíma var Stöð 2 á hugmyndastigi. Ég hafði alveg frá þvi ég var smástelpa haft brenn- andi áhuga á myndlist, leiklist, kvikmyndum, dansi og tónlist og þar sem sjónvarp er miðill þar sem þessar listgreinar allar sameinast varð ég gagntekin af hugmyndinni um Stöð 2. Ég byrjaði á því að hanna stöðina og dróst svo inn i dagskrárgerðina. Sjónvarpsvinnan sameinaði öll mín áhugamál, mitt fag og mína menntun. Ég fékk út- rás fyrir þá sköpunarþörf sem bjó innra með mér. Það má líka segja að miðlun sé mér í blóð borin þar sem ég kem úr mikilli kennarafjöl- skyldu. Þegar ég upplifi eitthvað skemmtilegt fmn ég hjá mér ríka þörf fyrir að koma því til sem flestra og þá finn ég mér leið til þess gegnum fjölmiðla." Mælir með sálfræöiaöstoö Það þarf ekki að tala lengi við Völu til að átta sig á að hún er mjög einlæg manneskja. Á tímabili var hún gagnrýnd fyrir að tala ansi opinskátt um einkalíf sitt í viðtöl- um, og þá sérstaklega ástarsam- band sitt við Jón Óttar Ragnarsson. „Þegar ég kom heim, búin að vera búsett tæpan áratug erlendis fannst mér ekki spennandi að fara í viðtöl eins og þau voru yfirleitt á þeim tíma hér heima, það er að segja, ópersónuleg og svo leiðinleg að maður nennti varla að lesa þau. í erlendum viðtölum talaði fólk um tilfinningar og hvernig það sigrað- ist á erfiðleikum. Mér fannst þau viðtöl oft veita mér hvatningu og innblástur. Þau skildu eitthvað eft- ir. Mig langaði að brjóta upp þetta deyfðarlega islenska viðtalsform og reyndi að gera það, ásamt nokkrum öðrum á þessum tíma. Og eins og alltaf þegar farið er nýjar leiðir rísa upp ákveðnir aðilar og Þegar ég var í beinni út- sendingu fimm kvöld í viku á Stöð 2 lenti ég í því að það leið yfir mig í miðju viðtali úti í bœ. Þegar ég rankaði við mér úr yfirliðinu var kona að nudda á mér fætuma til að fá blóðrásina af stað. Ég heyrði að hún sagðist vera að fara vestur á Reykhóla að vinna sem nuddari á heilsubótar- dögum þar. Mér fannst ég fá þama ákveðin skila- boð. Nú þyrfti ég að fara á heilsubótardaga og byggja mig upp og skoða minn gang. “ reyna að mótmæla. I dag eru viðtöl orðin allt önnur og oft og tíðum áhugaverð og skilja eitthvað eftir hjá lesandanum. Ég man til dæmis hvað ég fékk mikil viðbrögð þegar ég sagði frá því að ég færi iðulega til sálfræðings og fengi stuðning og hjálp við ýmis mál sem ég væri að kljást við. I dag þykir það ekki fréttnæmt að nýta sér sáífræðiað- stoð. Að fara til sálfræðings er eitt af því besta sem ég hef upplifað, þó það sé stundum erfitt. Ég mæli með því, við erum svo lokuð þjóð að við þurfum á því að halda." - Eitt sinn las ég viðtal þar sem þú sagðist hafa gengið fram af þér við vinnuna á Stöð 2? „Já og ekki bara þar. Ég er alltaf að reyna að vinna í því að verða ekki svona heltekin af vinn- unni. Og það má eflaust flokka þetta undir vinnuflkn, það er að segja, ég verð að passa mig á því að keyra mig ekki í kaf og klára öll batteríin og varabatteríin! Ég er búin að vera að skoða þetta vanda- mál mitt og lengi vel setti ég þetta */T " 'Ií * jjjp ' : J '."’J X Á 11 4bUbl ÆgB Bn I fj ijjgBffi Æ8m /f. Valgerður Matthíasdóttir er betur þekkt sem Vala Matt. dvmynd þök „Ég nenni ekki að setja mig í gagnrýnandastöðuna. Þaö er nóg af slíku „harðlífisliði. “ Ég er mjög hrifnæm og finnst mjög gefandi að miðla því sem hrífur fólk og heillar og nánasta umhverfi fólks getur veriö áhugavert á svo margan hátt. “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.