Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 64
brother P-touch 1250
Lítil en STÓRmerkileg merkivél
5 leturstæröir
9 leturstillingar:
prentar í 2 Imur
borði 6, 9 og 12 mm
4 geröír af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
SKALMHOLT?
jSöngvakeppnin:
íslendingur
afhendir
^ verðlaunin
’* DV. kaupmannahöfnT
Flestu því sem fram fer á úr-
slitakvöldi evrópsku söngvakeppn-
innar er haldið leyndu likt og um
hernaðarleyndarmál væri að
ræða. Þó hefur DV borist það til
eyrna að íslendingurinn Siggi
Martinsen komi til með að af-
henda sigurvegurunum 2001 sjálf-
an verðlaunagripinn. Siggi þessi
er fararstjóri íslenska hópsins
Two Tricky og hefur verið dugleg-
ur við að kynna þeim undur Kaup-
mannahafnar ásamt því að halda
vel utan um hópinn. Siggi er
danskur í móðurættina og býr í
Kaupmannahöfn og kallar sig því
^igga. En aðspurður um hvort það
^ Væri rétt að hann kæmi til með að
afhenda verðlaunin í kvöld vildi
hann ekki tjá sig og vísaði á
danska sjónvarpið. -MT
Samið um
sjö eyjar
DV. STYKKISHÓLMI: __________
Fyrir nokkru auglýsti Stykkis-
hólmsbær nokkrar eyjar til sölu
sem höfðu verið leigðar til þessa. Á
i*<4úndi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar
í gær voru lögð fram fjögur tilboð
sem borist höfðu í eina eða fleiri
eyjar í eigu Stykkishólmsbæjar eftir
að þær höfðu verið auglýstar til
sölu.
Samþykkt var að selja Friðriki
Jónssyni og Helga Haraldssyni Þor-
móðseyjaklett, Leiðólfsey, Siglu-
grím, Ljótunshólma, Loðinshólma,
Freðinskeggja og Tindasker. Bæjar-
stjóra var faliö að ganga til samn-
inga við Símon Má Sturluson og
Gest Hólm Kristinsson á grundvelli
tilboðs þeirra í Hvítabjarnarey.
-DVÓ
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREISEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 12. MAI 2001
DV-MYND MIKAEL TORFASON
Að duga eöa drepast
ístensku keppendurnir 1 Evróvisjón eru tilbúnir í slaginn í kvöld. Bjartsýnustu spár reikna þeim fjórða sæti en til eru
þeir sem telja þá vera í fallbaráttu. Niðurstaðan verður Ijós í kvöld.
Norðlenskir skipstjórnarmenn sitja ekki fundi Ríkissáttasemjara:
Klofin samtök
skipstjórnarmanna
tilboð í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann
Klofningur virðist vera staðreynd í
röðum yfirmanna á fiskiskipaflotan-
um og ef ekki semst innan mjög
skamms tíma muni sá klofningur
koma fram af fullum þunga. Samn-
ingamenn Skipstjórafélags Norðlend-
inga mættu ekki á samningafundi
Farmanna- og fiskimannasambands
íslands og LÍÚ á fimmtudag og heldur
ekki í gær. Stjórn Skipstjórafélagsins
fundaði bæði á fimmtudag og fóstudag
á Akureyri um stöðu mála og ákvað
að sækja ekki samningsfundi í
Reykjavík. Fram kom megn óánægja
með frammistöðu samninganefnda í
sjómannadeilunni. Þá höföu menn
miklar áhyggjur af erfiðri stöðu for-
seta Farmannasambandsins sem for-
svarsmenn útgerðarmanna hafa lýst
sem óhæfum.
Árni Bjarnason, formaður félags-
ins, segir að verið sé að fara yfir stöð-
una með það í huga hvort sterkara sé
að fara aðrar leiðir, og það sé kalt
mat. Beðið sé niðurstöðu sáttafundar
hjá Ríkissáttasemjara en stöðugt fleiri
hallist að því að ekki sé langur timi til
stefnu og ekki mörg tromp í spilun-
Grétar Mar
Jónsson.
Sævar
Gunnarsson.
um. Arni segir að hvort og hvenær ár-
angur næst ráði því hvort félagið
kljúfi sig út úr samflotinu með FFSÍ
og fari fram á samningaviðræður
beint við Landsamband íslenskra út-
vegsmanna.
DV hefur heimildir fyrir því að
Norðlendingarnir hafi farið fram á
það við Vélstjórafélagið að fá að fylgj-
ast með kynningarfundum þeirra um
samninginn sem þeir gerðu til þess að
fá upplýsingar um vélstjórasamning-
inn frá fyrstu hendi. Þannig sátu tveir
fulltrúar félagsins fund vélstjóra á Ak-
ureyri.
„Við erum þolinmóðir en ekki í það
óendanlega enda orðnir hundleiðir á
þessu. Við viljum fara að sinna okkar
vinnu á sjó. Það er ekki að heyra að
það sé neitt að gerast við samninga-
borðið,“ segir Árni Bjarnason.
Grétar Mar Jónsson, forseti FFSÍ,
sagði síðdegis í gær vona að það væri
að bresta á samningur. Grétar segist
ekki vita hvort heimaseta Norðlend-
inga séu mótmæli við gang mála.
„Árni Bjarnason ætlaði að koma á
þennan samningafund í dag og ég hef
ekki heyrt að þeir séu að kljúfa sig út
úr þessu samstarfi. Við erum enn þá
með samningsumboðið fyrir þá,“
sagði Grétar Mar Jónsson í gær. Und-
ir kvöld lögðu samnínganefndir sjó-
manna fram nýtt tilboð til útgerðar-
manna. Ljóst er að sjómannasamtökin
eru að falla á tima og tilboð þeirra er
örvæntingarfull tilraun til að missa
ekki stjórn á málum. Tilboðið gerir,
samkvæmt heimildum DV, ráð fyrir
mun meiri hækkun en vélstjórar
fengu i sínum samningi.
Takist sjómönnum ekki að semja
blasir við að lög verði sett á deiluna
og samtök þeirra stórskaðist.
-GG
Rico Saccani.
Sinfónían:
Staðgengils
stjórnanda leitað
Að sögn Þrastar Ólafssonar,
framkvæmdastjóra Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands, er Sinfónían í
samningaviðræð-
um við Rico
Saccani, aðal-
stjórnanda hljóm-
sveitarinnar.
Rico hefur
misst af tveimur
siðustu tónleikum
Sinfóníunnar
vegna veikinda og
er nú leitað að
staðgengli fyrir næstu tónleika
hljómsveitarinnar sem verða 7.
júní. Rico er nú erlendis þar sem
hann tekst á við veikindi og per-
sónuleg málefni.
Hann er með blæðandi raddbönd
og því ekki vinnufær sem stjórn-
andi. Þröstur segir ekki verið búið
að taka ákvörðun um hvort samn-
ingurinn við Rico verði framlengd-
ur eftir að hann rennur út að ári
liðnu.
„Það hefur ríkt mikil ánægja
með Rico og við höfum fullan
áhuga á þvi að hann klári samning
sinn hjá Sinfóníunni en hann er að
velta hlutunum fyrir sér. Hins veg-
ar hefur það verið reglan að stjóm-
endur Sinfóníunnar staldra við i 3
tfl 4 ár og það er einungis ein und-
antekning frá því,“ segir hann.
Rico Saccani er fjórtándi aðal-
stjómandi Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands frá stofnun og hefur gegnt
því starfi í rúman áratug.
-jtr
Úthlíð:
Gasbruni í
sumarbústaö
Sumarbústaður í Úthlíð í Bisk-
upstungum brann í gær. Eigandi
bústaðarins hafði verið að tengja
gaskút við ofn og ekki gengiö nógu
vel frá verkinu. Lak gas úr leiðsl-
um og lagði um allan bústaðinn.
Vissi maðurinn ekki fyrr en hús
hans varð skyndilega alelda og átti
hann þá fótum sínum fjör að
launa. Slökkvilið réð niðurlögum
eldsins um siðir en bústaðurinn
mun vera nánast ónýtur. -EIR
Valt í Eldhrauni
Kona og maður slösuðust alvar-
lega þegar bifreið þeirra valt í Eld-
hrauni vestan við Botna í Vestur-
Skaftafellssýslu síðdegis í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
send til móts við sjúkrabifreið, tók
hina slösuðu um borð við Ásólfs-
skála og flutti á sjúkrahús í Reykja-
vík. Ekki er ljóst hvað olli slysinu
en fólkið var ekki talið í lífshættu
við komuna til höfuðborgarinnar.
-EIR
Kirkjuráð veldur ólgu í Skálholti:
Eg er gerður tortryggilegur
- segir Guðmundur Einarsson sem mælt hafði verið með sem rektor
Skilaboðin eru einföld. Ég er
gerður tortryggilegur og það á ber-
sýnileg að losa sig við mig,“ segir
Guðmundur Einarsson sem mælt
hefur verið með sem rektor Skál-
holtsskóla. Kirkjuráð fjallaði um
málið og samþykkti að visa því aft-
ur til skólanefndarinnar og fá aðra
niðurstöðu á þeirri forsendu að Guð-
mundur væri ekki með háskólapróf.
„í auglýsingunni er einungis sagt að
umsækjendur eigi að vera með há-
skólamenntun og hana hef ég því ég
hef lokið kennaraprófi,“ segir Guð-
mundur sem hefur starfað mikið
innan kirkjunnar og var áður fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Hann kennir nú í Reyk-
holtsskóla í Biskupstungum.
Sex sóttu um stöðu rektors Skál-
holtsskóla og meðal umsækjenda
var séra Bernharður Guðmundsson
sem er mágur herra Karls Sigur-
björnssonar biskups. Vegna tengsla
þeirra tveggja vék biskup sæti á
fundi Kirkjuráðs þar sem fjallaö var
um stöðuveitinguna og kom séra
Bolli Gústafsson í hans stað. Víst
Biskup vikur sæti
- »c-ena lenetla \ ið umsa-liUnda
Frétt DV um ólguna í Skálholti.
þykir að Kirkjuráð óski eftir því að
séra Bemharður hreppi hnossið og
því sé málið aftur sent skólanefnd
Skálholtsskóla. Formaður skóla-
nefndarinnar er séra Sigurður Sig-
urðarson,- vlgslubiskup í Skálholti,
en hann er nú staddur í Svíþjóð.
Vígslubiskupsfrúin í Skálholti, Arn-
dís Jónsdóttir, liggur þó ekki á skoð-
unum sínum vegna vinnubragða
Kirkjuráðs: „Sveitin fylgist vel með
þessu máli og Guðmundur Einars-
son hefur dyggan stuðning sveit-
unga sinna. Hér er hann vel kynnt-
ur og við viljum ekki missa hann úr
sveitinni." -EIR