Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 46
a*______ Tilvera LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 I>V Silfurbergsnáman á Helgustöðum opnuð fyrir ferðamenn: - Stærstu kristallar í heimi - sá stærsti er sagður hafa vegið 300 kíló Erfiö aökoma Mikill snjór er í botni gjótunnar framan viö námuopið og bráönar hann sjaldn- ast fyrr en í ágúst. Eitt af þeim verkefnum sem á að laða fleiri ferðamenn að Fjarðabyggð er uppbygging og endurreisn gömlu silfurbergsnámunnar við Helgustaði í Reyðarfirði og aðgengi að henni. Úr silfurbergsnámunni komu á sínum tíma stærstu kristallar þessarar teg- undar sem fundist hafa í heiminum. Áreiðanlegar heimildir eru fyrir því -^yHð sá stærsti hafi vegið um 300 kíló og fannst hann um 1870. Þessi steinn er nú á Museum of Natural History London, þangað sem hann var seldur. Eftirsótt í smásjár Fyrst er vitað um töku silfur- bergs úr námunni 1668 en þá sendi Friðrik 3. Danakonungur stein- höggvara til íslands sem átti að starfa við töku silfurbergs á Helgu- stöðum í eitt misseri. Ári síðar uppgötvaði danskur náttúrufræð- ingur og læknir, Rasmus Bartólín, hið einstaka tvöfalda ljósbrot í silf- urberginu sem gerði það eftirsótt og verðmætt í margvísleg tæki til rannsókna, eins og t.d. í smásjár. __ Um 1850 hófst mikil vinnsla við hámuna en það var danskur kaup- maður á Seyðisfirði, Thomsen að nafni, sem fékk leyfi tO vinnslunn- ar. Leiguréttur á námunni var síð- an í höndum nokkurra aðila og er vitað að á árunum 1862 tfi 1872 voru greiddir tO danska ríkisins 100 dalir í ársleigu. Árið 1879 varð jörðin Helgustaðir eign Landssjóðs íslands samkvæmt löggjöf sem sett var til að hindra að útlendingar gætu auðgast á íslenskum auðlind- um. Upp úr 1880 var vinnslan úr --mámunni á kostnað Landssjóðsins en eftir taprekstur nokkurra ára var náman leigð ýmsum athafna- mönnum. Námuverkfræðingur tíl starfa Árið 1920 hófust framkvæmdir við námuna sem stuðluðu að frek- ari vinnslu og nú undir stjórn ís- lensks manns sem lokið hafði námi í námuverkfræði. Byrjað var á því að sprengja lárétt göng inn i berg- ið svo auðveldara væri að komast aö æðum silfurbergsins og jafn- framt tO að fjarlægja önnur jarð- efni. Við þetta mynduðust stórir haugar af grjótmulningi rétt neðan við námuna og var í þeim mikið af sOfurbergsmolum. Gestir og gang- andi tíndu sér þama mola í mörg ár. Sjálf náman var 30-40 metrar að ofan og 10 metra djúp fjallsmegin. Inni i botni námunnar sjávarmeg- in voru 60-70 metra löng göng og eftir botni þeirra lágu jámteinar þar sem efnið var flutt á vögnum úr námunni. Húðað með rosta Síöast var unnið í námunni Mulningsvélin Síöast var unniö í námunni 1947-1948 og var þá tekinn svo- kallaður rosti og hann mulinn niöur í salla á staönum. Eru þarna enn leif- ar af þeim vélþúnaði sem notaöur var viö námuna. 1947-1948 og var þá tekinn svokall- aður rosti og hann mulinn niður í ScOla á staðnum. Eru þama enn leifar af þeim vélbúnaði sem notaö- ur var við námuna. Rosti var m.a. notaður til húðunar á hús ásamt fleiri bergtegundum og er Þjóðleik- húsið m.a. húðað með rosta úr silf- urbergsnámunni á Helgustöðum Hin síðari ár hefur námuholan skemmst vegna hruns og mikið af jarðvegi hefur runnið tO og er nú ekkert sýnOegt af silfurbergsæðun- um sem vom vel sýnOegar fram yfir 1960. Náman var friðlýst árið 1976. Eins og sagt var í upphafi hafa forsvarsmenn Fjarðabyggöar mikinn hug á að opna námuna að nýju. í sumar er fyrirhugað að ganga frá bfiastæöum við veginn neðan námunnar og mun Vega- gerðin sjá um þá hlið málsins og jafnframt að setja upp upplýsinga- skfiti þar sem segir frá námunni. Fjarðabyggö ætlar að ganga frá göngustíg frá þessum bílastæðum og upp að námunni. Miðað er við stíg með hvfidarpöfium með reglu- legu mfilibOi þannig að sem fiest- um ætti að vera fært að ganga upp að námunni. Þá verður komið upp upplýsingaskiltum við námuna með ítarlegri upplýsingum en þeim sem verða við veginn. Einstök saga Stefnt er að því að þessum fram- kvæmdum loknum að fá leyfi Nátt- úruverndar ríkisins tO að opna námuna að nýju og hafa hana tO sýnis og samflétta hana inn í söfn- in í Fjarðabyggð þannig aö þetta verði eitt „útibú“ þeirra og hluti af sýningum hvers árs en í Fjarða- byggð eru náttúrugripascifn í Nes- kaupstað, sjóminjasafn á Eskifirði og stríðsárasafn á Reyðarfirði og í sumar verður byrjað á að setja upp Sögu- og smiðjusafn Jósafats Hin- rikssonar í Neskaupstað. Saga námunnar er einstök í íslandssög- unni og það er þess virði að kynna hana á ný. -EG Freisting skíðamannsins; Austfirsku alparnir Brekkurnar vlö Oddsskarð Skíöamiöstööin í Oddsskaröi hefur aösetur í rúmgóöum skála. Þar er svefnpokaþláss fyrir allt að 35 manns í einu og aö auki þjóöa Austfiröingar upþ á fjölbreytta gistingu á fjöröunum. í skarðinu á mOli Eskifjarðar og Norðfjarðar luma Austfirðingar á skíðaparadís. Þeir hafa ekki hátt um þetta leyndarmál, en leika sér sjálfir daglangt í fiölbreyttum brekkum Oddsskarðs yfir vetrar- tímann og njóta góðrar aðstöðu í •^stórkostlegu austfirsku landslagi. í Oddsskarði hafa menn langa reynslu af rekstri skiðasvæðis því fyrsta lyftan þar var tekin í notkun árið 1979. Greinarhöfundur hélt ásamt fleiri forföllnum skiðamönnum á vit Austfirsku alpanna um páska og kom þessi skíðaparadís þægOega á óvart. Margt gesta var á svæðinu og höfðu menn ýmist aðsetur á fiörð- unum eða á Héraði. Ef ekki viðraði til skíðaiðkunar í Oddsskarði var hægt að bregða sér á skíðasvæði Seyðfirðinga í Stafdal. Ein lengsta skíðabrekkan Frá Eskifirði og Norðfirði er að- - eins nokkurra mínútna akstur upp í Oddsskarð og þar eru þrjár góðar toglyftur. Skíðamiðstööin i Odds- skarði hefur aðsetur í rúmgóðum skála á hægri hönd þegar ekið er í áttina til Norðfiarðar. Þar er hægt Kaupmannahöfn Góð gisting, á besta stað. ^Í^MILY Hor^ *“ Valberg Síml +45 33252519 ísl. símabókanir milli kl. 8 og 14.00. | Fax +45 33252583 www.valberg.dk \é » Net tilboð > — að fá gistingu í svefnpokaplássi fyr- ir áfit að 35 manns í einu og að auki bjóða Austfirðingar upp á fiöl- breytta gistingu á fiörðunum. Tvær toglyftur eru í skarðinu fyr- ir vanari skíðamenn - samfelld tæp- lega 1260 metra lyfta. Farið er af stað með neðri lyftunni úr 513 metra h.y.s. og þegar komið er upp á topp er skíðamaðurinn kominn í 840 metra hæð. Þama er því ein af lengstu samfelldu skíðabrekkum sem völ er á hérlendis fyrir vana skíðamenn og kallast hún Goða- braut. Auk þess er hægt að velja sér auðveldari leiðir eftir Selbraut, nið- ur gil og léttari bakka í skarðinu. Vegna þessa hefur skíðasvæðið i Oddsskarði verið viðurkennt af FÍS, Alþjóða skíðasambandinu, og hefur leyfi til að halda alþjóðleg skiðamót. Hinum megin þjóðvegar er Sól- skinsbraut, löng og aflíðandi brekka þar sem gott er fyrir byrjendur að athafna sig. Þar er líka nýleg lyfta sem tekin var í notkun veturinn 1999. Hægt er að renna sér frá aðal- svæðinu yfir í Sólskinsbraut og ligg- ur sú leiö yfir mynni Oddsskarðs- ganga. Á austfirskum góðviðrisdegi er útsýni úr efstu brekkum engu líkt. Þaðan sést vítt yfir firði og fiöll. Ógleymanlegt er að skíða með slíka fegurð í fangið niður brekkur Odds- skarðs. Páskaeggjamót og þoturall Hörðustu kempur, sem ekki höfðu fengið nóg eftir langan skíða- dag, renndu sér í kvöldsólinni á milli fialla, niður í Oddsdal og út í Norðfiarðarsveit þar sem ferðafélag- ar hirtu þá upp við þjóðveginn. Mikið var um dýrðir hjá aust- firskum skíðamönnum yfir pásk- ana. Hið árlega Oddsskarðsmót var haldið ásamt Austurlandsmóti. Að auki var haldið páskaeggjamót fyrir yngstu kynslóðina í Sólskinsbraut. Yngstu keppendur voru vart meira en tveggja ára gamlir, en tóku þó þátt í samhliðasvigi með dyggri aö- stoð vandamanna og fengu að laun- um páskaegg. Þann dag komu einnig nokkrir skíðamenn spari- klæddir í skarðið og kipptu skiða- kappar sér ekkert upp við að sjá frakkaklædda herramenn með hatta á skíðum eða litla pottorma í strápilsum. Árlegt þoturall var hald- ið í brekkunni fyrir neðan skálann, en þar reyndi á hugmyndaflugið því keppendur máttu renna sér á öllu öðru en hefðbundnum snjóþotum. Vaskaföt, bílaferöakistur og gúmmí- bátar þóttu henta ágætlega í þoturallinu ásamt öðru smálegu sem finna mátti til i bílskúrum og geymslum. Austfirðingar og gestir þeirra tóku líka lagið viö skálann og hljómsveitin Buttercup, sem sá um fiörið i Egilsbúð um páskahelgina, tók létta sveiflu í skarðinu. Selir hafa hamsklpti Aðkomufólk skynjaði sterkt að fyrir Austfirðinga og Héraðsbúa er Oddsskarð meira en skiðastaður um páska. Fjöldi fólks kom saman til þess eins að hittast og njóta veð- urblíðunnar. Stólar og borö voru við annan hvem bíl, kafFibrúsar á lofti og ofurstórir kleinukassar opnir fyrir gesti og gangandi. páskadagskrá Fjaröabyggðar var þéttskipuð. Litlar manneskjur dáð- ust að blöðrusel, flækingsfuglum og merku steinasafni á Náttúru- gripasafninu, fullorðnir skemmtu sér hið besta á Bítlakvöldi í Egils- búð þar sem tónelskir heimamenn fóru í föt fiórmenninganna fræknu með glæsilegum árangri. Kóratón- leikar voru i Eskifiarðarkirkju og klukkan sex á páskadagsmorgun stóð Ferðafélag Fjarðamanna fyrir morgungöngu í Páskahellinn, skammt utan við Neskaupstað. TO- gangur göngunnar var aö sjá sólar- uppkomuna og kannski líka sólar- dansinn - tilkomumikinn undan- fara sólarupprásarinnar þegar sól- in fagnar upprisu frelsarans. Leið- sögumaður sagði sögu Páskahellis- ins sem byggist á þekktri þjóðtrú um seli sem höfðu hamskipti, gengu á land á hátíðum og stofn- uðu til gleðileika. Einu sinni í fyrndinni, á páskadagsmorgun náði bóndasonurinn á Bakka sels- ham svo stúlkan sem átti haminn slapp ekki aftur í sjóinn. Hann kvæntist stúlkunni, átti með henni sjö böm, en svo fann hún selsham- inn og flúði til sins heima. Fjarðabyggð hefur löngum þótt einstakur ferðamannastaður að sumarlagi og Austfirðingar ávallt höfðingjar heim að sækja, og hitt má ljóst vera að þar eystra er sann- kölluð vetrarparadís um páska þegar veðurguðirnir leika við hvum sinn fingur. -KHG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.