Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 I>V Ómar Konráðsson lukkulegur með Mallorcaferðina: Það var stjanað við mig í flugvélinni - segir tannlæknirinn stórfrægi og þakkar DV stuðninginn Ómar Konráðsson, tannlæknir- inn og „flugdólgurinn" stórfrægi, er kominn heim úr vel heppnaðri Mallorcaferð. Ekkert varð af því að Flugleiðir bönnuðu honum að fljúga með vélum félagsins eins og hótað var eftir skrautlega Mexíkóferð kappans í fyrra. „Þetta er að stærst- um hluta DV að þakka og ég er blað- inu innilega þakklátur," sagði Ómar í samtali viö DV i gær en hann kom til landsins á miðviku- dag. „Það var stjanað við mig i flug- vélinni báðar leiðir. Ég stóð mig eins og hetja, drakk engan bjór í vél- inni og ekkert annað en ávaxtadjús og líka á leiðinni heim. Svo fékk ég flottasta sætið við neyðarútganginn og gat því teygt úr löpp- - ýsu í raspi.“ - Hvernig var svo á Mallorca? „Ég var á lúxushót- elinu Cristina á Arenal. Kjartan Trausti Sigurðsson, yfirfararstjóri hjá Úr- vali-Útsýn, og sambýl- iskona hans útveguðu mér með flottustu íbúðina á hótelinu. Þetta var algjör lúxus og ég drakk andskot- ann ekkert. Bara sangría með matnum til að vera eins og hitt fólkið. Það Omar Konráösson Hress og kátur meö flugmiða í höndum fyrir brottför i síöasta mánuöi. drakk varla neitt og má segja að þetta hafi verið eins og Elliheimilið Grund. Þegar ég kom svo í tollinn í baka- leiðinni með stóru þungu töskuna mína með öllum sloppunum hlógu tollararnir og sögðu: Vertu velkom- inn, Ómar minn! Svo hleyptu þeir mér umyrðalaust i gegn,“ sagði Ómar, yfir sig ánægður með ferð- ina. -HKr. unum. Það voru þrjú auð umi'rr við hlið- ina á mér og ég gat bara sofið í vél- inni. Þá fékk ég þann besta mat á heimleiðinni sem ég gat hugsað mér Vinnuslys við snjóeftirlit á Patreksfirði: Ríkið dæmt til greiða lögreglu- manni milljónabætur íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða lögreglumanni á Pat- reksfiröi tæplega 3,6 milljónir í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir árið 1997 þegar hann var að sinna starfsskyldum sinum við at- huganir á snjóalögum í fjallinu fyr- ir ofan Patreksfjörð. Lögreglumað- urinn rann til á hálku í fjallinu með þeim afleiðingum að fjarlægja varð hluta af liðþófa í hné og er varanlega örorka hans 10%. Forsaga málsins er sú að árið 1996 samdi Veðurstofa íslands við sýslumanninn á Patreksfirði um að síðamefnda embættið tæki að sér fyrir Veöurstofuna að fylgjast með veðurfarslegum og landfræði- legum aðstæðum á Patreksfirði með tilliti til hættu af snjóflóðum og/eða skriðuföllum. Sýslumaður fól síðan lögreglumönnum að starfa við snjóflóðavamirnar og var enginn samningur gerður vegna þessa heldur var vinnan hluti af starfi þeirra og greitt fyrir það eins og vaktaútkall hjá lög- reglu. Maðurinn krafði því ís- lenska ríkið um bætur vegna slyss- ins þar sem hann taldi sig hafa verið að gegna starfi lögreglu- manns þegar það átti sér stað. Rík- ið hafnaði hins vegar bótakröfunni þar sem það taldi að stefndi hefði orðið fyrir slysi sem snjóeftirlits- maður og þvi starfsmaður Veður- stofu íslands og ætti hann því ekki rétt á bótum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu- maðurinn hefði umræddan dag ver- ið að störfum sem lögreglumaður og hann hefði verið að sinna starfi sem slíkur sem sýslumaður hafði falið honum. Samkvæmt 30. grein lög- reglulaga er rikissjóði skylt að bæta lögreglumönnum likamstjón og munatjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. íslenska ríkið ber því bótaábyrgð á tjóni hans og skal greiða lögreglumanninum 3.588.292 krónur með dráttarvöxtum. ís- lenska ríkið var einnig dæmt til að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðst 550.000 krónur. -MA Reykvíkingur dæmdur: Með barnaklám í vörslu sinni 64 ára Reykvíkingur var í gær dæmdur fyrir kynferðisbrot og þjófnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft i í vörslu sinni á heimili sínu flmmtudag- inn 14. október 1999 samtals 4 tímarit, 72 myndbandsspólur og 111 ljósmyndir á tölvutæku formi sem sýna böm á kynferðislegan og klámfenginn hátt, m.a. í kynferðisathöfnum við önnur böm og fullorðið fólk. Einnig var mað- urinn ákærður fyrir hafa stolið mat- vöram í versluninni Bónus í Holta- görðum. Sannað var í málinu með skýlausri játningu ákærða að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Verjandi hins ákærða gerði kröfu um að refsing hans yrði af heilsufarsástæðum höfð skilorðsbund- in og var orðið við þeirri kröfu en ákærði býr við andlega fótlun. Refsing mannsins var ákveðin fang- elsi i 60 daga en fresta skal fullustu refsingarinnar og hún falla niður að 2 ámm liðnum haldi ákærði almennt skilorð og skal hann greiða allan sak- arkostnað. Þá verða myndabandsspól- ur, ljósmyndir og tímarit, sem lagt var hald á við rannsókn málsins, gerð upp- tæk, sem og tölva mannsins, því sam- kvæmt lögum má gera upptæka með dómi hluti sen hafðir hafa verið til að drýgja með brot. -MA Dæmdur fyrir líkamsárás Karlmaður á tvítugsaldri hefur ver- ið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærð- ur fyrir að hafa veitt karlmanni högg í andlitið fyrir utan veitingahúsið Kaffi Amsterdam þann 13. maí í fyrra. Af- leiðingar árásarinnar urðu þær að fómarlambið hlaut meðal annars brot í höfuðkúpubotn, heilablæðingu og fleiri áverka. Dómurinn taldi brot ákærða vera grófa atlögu sem beindist að höföi brotaþola og hefði ákærði mátt búast við því að meiðsl kynnu að hljótast af. Við ákvörðun refsingar var meðal ann- ars litið tO þess að ákærði hafði ekki réttmæta ástæðu tO að ætla að afleið- tngar atlögu hans yrðu svo afdrifarOc- ar. Einnig var litið tO þess að ákærði hafði ekki náð 18 ára aldri þegar brot- ið var framið, hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, sem og að hann gekkst við broti sínu á staðn- um. Ákvað dómurinn því að fresta bæri ákvörðun refsingar ákærða og að hún skuli faOa niður að liðnum þrem- ur ámm haldi hann skOorð. Ákærði hefúr ákveðið að una dómnum. -MA Vcöriö i kvold Skúrir á suðvesturhorninu Norðaustan 8 til 13 m/s norðvestanlands en hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Skúrir suðvestanlands en víöa dálítil rigning með köflum annars staðar, einum á Suðausturlandi og Vestfjörðum. SoLirfíanRur og sjavarfoll § Veöriö a morjíun REYKJAVIK Sólarlag í kvöld 22.51 23.00 Sólarupprás á morgun 03.57 03.18 Síódegisfló& 16.24 20.57 Árdegisfló& á morgun 04.37 10.10 Skýringar á veöurtáknum ^VINDÁTT 10°4-H'TI i) 15 •VINDSTYRKUR í mctrun! *i scriímdu -io; Nfi LÉTTSKÝJAÐ HALF- SKÝJAÐ RiGNING HEIÐSKÍRT O SKYJAÐ ALSKÝJAÐ SNJÓKOMA © í? ir = ÉUAGANGUR ÞRUNIU- SKAF- VEÐUR RENNINGUR ÞOKA «3 O c 44 Allf eftir v. Enginn er verri þótt hann vökni Þaö veröur nokkuð vætusamt um helgina, aö minnsta kosti á sunnanverðu landinu. Nauðsynlegt er því að hafa regnkápuna og regnfötin við höndina ef menn ætla að njóta helgarinnar utandyra á þessum slóðum. Hins vegar er líka allt í lagi að veröa aðeins blautur því eins og segir í máltækinu góða enginn er verri þó hann vökni. Rigning um landið sunnanvert Á morgun verður austan og suðaustan 8 til 13 m/s og rigning, einkum um landið sunnanvert. Hiti 7 til 12 stig. millllliiít Hiti 8° til 15' Sunnanátt, víða 8 tll 13 m/s, og rlgnlng e&a skúrlr en norðan 10 tll 15 nor&vestanlands. Hltl 8 tll 15 stlg, hlýjast um landlð noröaustanvert. ÞnðJij(laa»J Vindur: , ~ ' O 8-13 m/. \ J Hiti 8° tii 13° Fremur hæg breytlleg átt og vi&a bjart veður en austan 8 tll 13 m/s me& su&urströndlnnl og súld eða dálítll rlgnlng með koflum. Hftl 8 tll 13 stlg. MiOvrkiufa Vindur: 8-13 m/s Hiti 8° til 13» 1& Fremur hæg breytlleg átt og víða bjart veöur, en austan 8 tll 13 m/s með su&urströndlnnl og súld e&a dálítll rlgnlng me& köflum. Hltl 8 tll 13 stlg. AKUREYRI skýjaö 5 BERGSSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK skúrir 2 EGILSSTADIR alskýjað 5 KIRKJUBÆJARKL. skúrir 5 KEFLAVÍK úrkoma 6 RAUFARHÖFN alskýjaö 3 REYKJAVÍK skúrir 4 STÓRHÖFÐI úrkoma 6 BERGEN skúrir 9 HELSINKI þokumóöa 13 KAUPMANNAHÖFN skúrir 10 ÓSLÓ skýjaö 12 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN skýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR rigning 10 ALGARVE skýjaö 24 AMSTERDAM alskýjað 12 BARCELONA skýjaö 16 BERLÍN skýjaö 16 CHICAGO alskýjaö 16 DUBLIN skúrir 13 HALIFAX alskýjaö 9 FRANKFURT alskýjaö 13 HAMBORG skýjaö 13 JAN MAYEN léttskýjað 0 LONDON skýjaö 13 LÚXEMBORG alskýjað 10 MALLORCA skýjaö 22 MONTREAL alskýjað 15 NARSSARSSUAQ snjókoma -1 NEWYORK þokumóða 13 ORLANDO þokumóöa 21 PARÍS skýjaö 15 VÍN skýjaö 18 WASHINGTON þokumóöa 14 WINNIPEG heiðskírt 11 jaBBÉBEaaasaÉaBBKÉ ’OFU iSLAhiPS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.