Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 DV rieigarblaö 27 1. umferð DV-Sport-torfærunnar: Margir öflugir bílar DV-Sport-torfæran hefst í dag með fyrstu keppninni sem keyrð verður í Jósepsdal en hún hefst kl. 13.00. Síðustu vikurnar hafa kepp- endur verið í óðaönn að búa sig undir keppnina. Sumir þeirra hafa jafnvel dundað í allan vetur við að endurbyggja jeppana sína og betrumbæta þá fyrir keppnistíma- bilið sem er að hefjast. Flestir helstu torfærukappar landsins munu mæta í Jósepsdal- inn í dag og má búast við að keppnin í sumar verði mjög jöfn og spennandi. Þeir sem stóðu fremstir í fyrra mega eiga von á aukinni keppni frá hinum þar sem flestir keppendanna hafa verið að auka afl jeppanna og bæta akst- urseiginleika þeirra. Við tókum hús á keppendunum í vikunni og fræddumst um undir- búning þeirra fyrir sumarið. -JAK Gísli Gunnar Jónsson, á Arctic Trucks, var ís- landsmeistari á síðasta ári en missti naumlega af heimsbikartitl- inum eftir að hafa tapað fyrir Haraldi Péturs- syni. Árið áður hirti Gísli báða titlana og hefur hann lagt áherslu á að byggja sjálf- an sig andlega upp fyrir sumarið til að standast hið mikla álag sem fylg- ir því að vera á toppnum. Gísli hef- ur á síðustu tveimur vikum spaðað Arctic Trucks-bílinn ásamt aðstoð- armönnum sínum og yfírfarið hann allan. Gerðar hafa verið smávægi- legar útlitsbreytingar á Arctic Trucks-Toyotunni og hún létt um nokkur kiló. Gísli Gunnar Jónsson. Rásnúmer 1 Haraldur Pét- ursson, sem varð heimsbikarmeist- ari í fyrra, hefur undirbúið Mus- soinn af kost- gæfni fyrir sum- arið. Vélin í Mus- sonum hrundi í siðustu keppn- inni í fyrra og er búið að endur- byggja hana. Þurfti að skipta um slífar, stimpla og ventla í henni en þetta var allt meira og minna brotið. Þá hefur Haraldur einnig breytt fjöðrunarkerfinu að aftan og styrkt það að framan. Haraldur mætir í keppnina með nánast annan Musso í varahlutum svo að hann á að geta tekist á við flestar bilanir sem upp kunna að koma. Haraldur Pétursson. Rásnúmer 2 Sigurður Þór Jónson var í toppbaráttunni á Toshiba-tröllinu allt síðasta sum- ar þó svo að hon- um hafi ekki tek- ist að sigra í keppni. Hann náði þriðja sæt- inu í báðum mótaröðunum en ætlar sér að gera betur i sumar. Siguröur Þór er bú- inn að setja nýja framhásingu undir Tröllið, er að láta smíða nýjan milli- kassa í jeppann og létta hann um 60 kg. Sigurður Þór Jónson. Rásnúmer 3 DV-MYNDIR JAK Trúðurinn Gunnar Gunnarsson skemmdi Trúðinn töluvert þegar hann endastakk honum í lokaumferð DV-Sport-heimsbikarmótsins í fyrra en þar reyndi hann í örvænt- ingu að komast upp fyrir Ragnar Róbertsson sem hirti af honum titilinn. Ragnar Róbertsson. Rásnúmer 5 Ragnar Ró- bertsson kom verulega á óvart síðasta sumar þegar hann vann heimsbikar- keppnina í götu- bílaflokknum. Pizza 67-Willys- inn hans var langaflminnsti billinn í fyrra. Ragnar ætlar, eins og í fyrra, að mæta í keppnina til að hafa gaman af þessu. Árangur Ragnars síðasta sum- ar má skrifa á lipran akstursstíl hans og þekkingu á því hvað bjóða mátti WiUysnum. Nitro-innspýtingin í Pizza 67-Willysnum bilaði í fyrstu keppninni í fyrra og ók Ragnar allt sumarið án nitrosins. Ragnar er nú búinn að tengja nitroið og ætlar að hafa jeppann aflmeiri i sumar, enda verða sjálfsagt gerðar meiri kröfur til hans þar sem hann er með heimsbik- artitil á bakinu. einnig stytt jeppann, sett nýja yfir- byggingu á hann og skipt um lit á hon- um. Áhugamenn um torfæru ættu þó að verða fljótir að þekkja Gunnar og Öminn á aksturslaginu sem er yfirleitt í djarfara lagi. Bjöm Ingi Jó- hannsson er nú að hefja þriðja keppn- isár sitt í tor- færunni og ætlar hann sér að ná í titla í sumar. Fríða Grace, keppnis- tæki Bjöms Inga, hefur tekið mikl- um breytingum í vetur. Búið er að stytta jeppann töluvert og lækka hann til að bæta stöðugleikann. Þá er nýtt, sérsmíðað stillanlegt ööðrunarkerfi komið í bílinn og getur Bjöm Ingi stillt fjöðrunareiginleika bUsins í samræmi við þrautimar sem hann er að leggja í hveiju sinni. Björn Ingi Jóhannsson. Rásnúmer 9 Gunnar Gunn- arsson á Trúðnum ætlar sér að veija íslandsmeistaratit- Uinn í götubUa- flokki og endur- heimta heimsbik- artitUinn sem hann tapaði naum- lega í Jósepsdal í Gunnar fyrra. Gunnar og Gunnarsson. aðstoðarmenn Rásnúmer 6 hann em að ljúka við að endurbyggja Trúðinn eftir velt- una sem hann fór í síðustu braut loka- keppninnar í fyrra. Þar endastakk Gunnar Trúðnum og eyðUagði grind- ina í jeppanum, afturhásinguna, vatns- kassann, liðhús að framan og felgu og dekk. Gunnar sá mikið eftir heimsbik- artitlinum í fyrra og verður án efa dýr- vitlaus i sumar. „Ég skUdi sætið eftir á grindinni," sagði Gunnar Ás- geirsson þegar hann var spurður hvaða breytingar hann hefði gert á Eminum í sumar. Gunnar er búinn að setja 406 cid SmaU Block Chevy-vél í Öm- inn og þessi nýi bUl er 15 tU 20 sm lægri en sá gamli. Þá hefur Gunnar Gunnar Asgeirsson. Rásnúmer 8 Daníel G. Ingi- mundarson er bú- inn að yfirfara Grænu þrumuna alla og setja nýja vél, 388 cid SmaU Block Chevy, í jeppann. Nýir loft- púðar eru komnir í bílinn og eiga þeir að bæta fjöðr- unina. Daníel hef- ur sett sér það markmið að klára aUar keppnimar í sumar en það tókst hon- um í fyrra þrátt fyrir bUanir. Daníel lenti í mestum vanda þegar hann sprengdi vélina í Grænu þrumunni í æfingarkeppninni í Swindon í fyrra en tókst að redda nýrri vél nóttina fyrir aðalkeppnina. Daníel G. Ingimundarson. Rásnúmer 12 Rafn A. Guð- jónsson er búinn að ljúka breyting- um á Rauða prins- inum sem hann byrjaði á í fyrra. Loftpúðafjöðrun er komin undir bíl- inn og hann hefur lækkað töluvert. Aksturseiginleik- arnir hafa því vafalaust batnað töluvert en Rauði prinsinn var þekkt- ur fyrir að hlaupa út undan sér und- ir Rafhi Amari og velta á toppinn. Rafn A. Guðjónsson. Rásnúmer 13a Páll Antonsson er búinn að setja loftpúðafjöðrun undir Reis-græj- una að aftan. Páll gerði út af við vélina í jeppan- um í síðustu keppninni í fyrra og er að vinna í nýrri 350 cid Chevy-vél sem verður komin í j< ina. Páll Antonsson. Rásnúmer 4 fyrir helg- Gísli G. og aðstoðarmenn Það var bjart yfir Gísla Gunnari Jóns- syni og aöstoðarliöi hans eftir síðustu umferð DV-Sport-ís- landsmeistara- mótsins í Mosfells- bæ í fyrrasumar en þar tryggði Gísli Gunnar sér titilinn eftir harða og tví- sýna keppni. T7.-Y9. mai rúðkauasdaaa Á brúðkaupsdögum bjóða verslaitir og þjónustuaðilar Kringlunnar vörur i sórstökum tengslum vlð brúðkaup. Fjölbreyttar kynningar og sýningar fara fram á göngugötunum, m.a.: ★ Sýning 6 brúðarkjólum fró Monsoon I dag kl. 14:00. ikr Tiskusýning • keppendur i Ungfrú island sýna fatnað fró Nanoq og Collections i dag kl. 15:00. * Auk þosr vorður margt annað ó seyði som við kemur brúðkaupum s.s. kokuskreytingar fró Kökumeistaranum, veisluborð fró NK-kaffl og Café bleu, blómaskreytingar fró Blómabúðinni Krlnglunnl, neer)ngarróðg|öf, brúðarmyndir, dekkuð brúðarborð fró Tékk Kristal og Villery og Boch, snyrtlvörukynnlngor, brúðarskreyttur blll fró Bllabúð Benna og kynnlng ó Isetnlngu demanta fró Demantahúslnu. Brúðkaupslulkurl Verðandi brúðhjón geta sett nöfn sín í pott og unnið vikuferð fyrir tvo til Portúgals með Úrvoli Útsýn, £££ brúðkaupstertu, brúðarvönd, ímM, tvö 3ja múnaða kort í World Class og ítalskan spegil fró Tékk Kristal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.