Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001
JDV
Helgarblað
„Ég er svolítið hallur
undir þá skoðun að ann-
aðhvort séu menn leikar-
ar eða ekki og menn geti
vel starfað við það þrátt
jyrir skólagöngu en ekki
beinlínis vegna hennar.
Ég er í félagi leikara en
menn tuðuðu svolítið
þegar ég var tekinn inn.
Ég hef áreiðanlega gengið
í þúsund gryfjur á svið- /
inu sem lœrðir leikarar
falla í meðan þeir eru
enn í skólanum. “
„Það er hérna blátt reiðhjól..."
Þessi fleygu orð Dúdda rótara í
hljómsveitinni Stuðmenn, þegar
hann gerir örvæntingarfulla til-
raun til að skemmta gestum
þeirra með skyggnilýsingum,
koma ósjálfrátt upp í hugann
þegar maður mætir Eggert Þor-
leifssyni leikara sem fór með
hlutverk hins brjóstumkennan-
lega Dúdda.
Það er eitthvað í senn óvænt
og einkennilegt við tilhugsunina
um framliðið reiðhjól og þótt
Eggert sjálfur minni lítið sem
ekkert á reiðhjól þá hefur hann
oft komið okkur til að hlæja með
þvi óvænta og einkennilega.
Hér er að sjálfsögðu verið að
tala um kvikmyndina Með allt á
hreinu sem 116 þúsund íslending-
ar görguðu af hlátri yfir í upp-
hafi níunda áratugarins og verð-
ur það hláturmet seint slegið.
Hér þarf ekki að rekja frekar efni
eða söguþráð myndarinnar, hvað
þá rifja upp hvað Dúddi segir
næst í hinu fræga skyggnilýsing-
aratriði þvi þetta er eitthvað sem
allir kunna. Fleiri íslendingar
geta farið orðrétt með ræðu
Dúdda en vitnað í Njálu.
Að slá í gegn
Eggert segist ekki muna hvaða
ár myndin var gerð nema vegna
þess að sonur hans fæddist í
miðjum tökum árið 1982. Hann
staðfestir hins vegar allar sög-
urnar um að viö gerð myndarinn-
ar var ekkert skrifað handrit til í
hefðbundnum skilningi heldur
nokkurs konar leiðarlýsing um
ferðir Stuðmanna og Gæranna og
hugmyndir um það hvað myndi
gerast í einstökum atriðum. Sam-
tölin voru að mestu leyti spuni.
„Menn voru afskaplega sveigj-
anlegir, opnir og skapandi, þetta
var stanslaus flaumur sköpunar-
gleði. Það sem hljómsveitin
þurfti að gera í raunveruleikan-
um var síðan fellt inn í handrit-
ið, eins og ferðir til Óslóar og
Kaupmannahafnar,“ segir Eggert
þegar hann rifjar upp þessa tíma
í samtali við DV.
í þvi atriði myndarinnar sem
tekið var fyrst, þar sem Dúddi er
að rogast með hljóðfæri og tösk-
ur í nánd við Holmenkollen í
Noregi, var lagður, að sögn Egg-
erts, grunnurinn að hinni grát-
broslegu persónu Dúdda sem er
neðstur í goggunarröðinni innan
um stjörnurnar í hljómsveitinni.
Læðist í giljadrögum
Eggert varð landsfrægur á
skömmum tíma þegar myndin
var gerð og er að mati margra að-
dáenda skops og gamansemi með-
al fyndnustu leikara á íslandi.
Hann segist hafa byrjað á toppn-
um.
„Þetta var alveg toppurinn og
síðan hefur leiðin legið niður á
við og maður er bara að laumast
i giljadrögum niðri við sjó. Þetta
er í rauninni alveg eins og lífið
sjálft að þessu leyti. Það er mest
gaman fyrst.“
í kjölfar velgengni Með allt á
hreinu lék Eggert í gríðarlega
vinsælum gamanmyndum Þráins
Bertelssonar sem ganga undir
DV-MYNDIR HARI
Eggert sló í gegn í Meö allt á hreinu
„Þaö hefur alloft komiö fyrir aö fólk veitist aö mér á förnum vegi og æpir að mér einhverjar setningar sem ég skil alls
ekki. Ég.hef áttaö mig á því meö tímanum aö sumar þeirra muni vera úr Meö allt á hreinu eöa einhverjum öörum
myndum sem ég hef leikiö í. “
Ekkert grín að
vera fyndinn
- þjóðin hlær að Eggert Þorleifssyni leikara. Hann segir
okkur frá uppskrift Chaplins, depurð trúðsins og
sannleikanum um stór og lítil hlutverk
nafninu Líf-myndirnar og hétu
Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf. Hann
hefur alls leikið í 15 íslenskum
kvikmyndum síðustu 18 árin og
sú síðasta var Villiljós sem var
sýnd árið 2001. Hann segist hafa
verið á frumsýningu Með allt á
hreinu en síöan hefur hann ekki
séð þá umtöluðu mynd.
Stundum æpir fólk eltt-
hvaö
„Það hefur alloft komið fyrir
að fólk veitist að mér á förnum
vegi og æpir að mér einhverjar
setningar sem ég skil alls ekki.
Ég hef áttað mig á því með tím-
„Ég vona að það séu ekki
allir gamanleikarar
þunglyndir en það getur
gert hvem sem er dapran
að vera maður. Niðurinn
í lífinu getur auðveldlega
gert mann dapran og þá
er ekkert sem fróar
manni eins mikið og sak-
laust grín. Það er ekkert
grín að vera fyndinn,
alls ekki. “
anum að sumar þeirra muni vera
úr Með allt á hreinu eða ein-
hverjum öðrum myndum sem ég
hef leikið í.“
Um þessar mundir er Eggert að
leika eitt aðalhlutverkiö i farsan-
um Með vífið í lúkunum eftir
Ray Cooney sem á að frumsýna í
Borgarleikhúsinu 24. maí nk.
Þarna eru margir valinkunnir
gamanleikarar, auk Eggerts, sem
stíga á stokk og má kalla þetta
landsliðið í gríni.
Var þetta svona fyndiö?
„Það er skrýtið hvernig menn
tala stundum um grin sem
keppnisíþrótt og tala um lands-
liðið. Ég hef aldrei heyrt menn
tala um landslið í harmleik," seg-
ir Eggert sem segir að leikritið sé
á erfiðu stigi þegar viðtal okkar
fer fram i einhverju undarlegu
rými baksviðs í Borgarleikhús-
inu sem er víst eins konar setu-
stofa leikara.
„Við erum hætt að hlæja að
bröndurunum og okkur vantar
áhorfandann sem er mikilvæg-
asti mótleikari gamanleikarans.
Þetta gerist alltaf þegar er verið
að setja upp gamanleiki. Svo
hrekkur maður við þegar fólk
hlær og segir við sjálfan sig:
Heyrðu, var þetta svona fyndið?
Það er nefnilega algerlega til-
gangslaust að vera meö eitthvert
grín ef enginn hlær.“
Eggert heldur því fram að leik-
húsið sé að þessu leyti langlíft
listform sem engin samkeppni
geti gengið af dauðu, hvorki
kvikmyndir, myndbönd né neitt
annað.
Áhorfendur eru trampólín
„Áhorfendur verða að vera við-
staddir og ef allt gengur vel
myndast þetta einstaka samband
milli leikarans og áhorfandans
þegar þeir magna upp gleðina
hver í öðrum.
Áhorfendur gegna sama hlut-
verki fyrir leikara og trampólín
fyrir fimleikamann. Þegar allir
vinna saman stekkur leikarinn
hærra og hærra uns hann spring-
ur í tætlur og bomburnar, litirn-
ir og reykurinn fylla loftið. Svo
fellur tjaldið og allir fara glaðir
út i lífið. Þetta tekst auðvitað
ekki alltaf en þegar það tekst þá
er gaman að vera til. Þetta er
markmiðið okkar með þessari
sýningu og ég er að vona að það
verði svolítið gaman. Þetta er
sammannleg reynsla sem ekkert
tekur fram.“
Hver kenndi þér?
Eggert hefur aldrei unnið við
neitt annað en að leika ef frá er
talið að hann sagði börnum til í
klarínettuleik um hríð á sínum
yngri árum. Eggert er samt ekki
lærður leikari en lagði stund á
klarínettuleik og hefur fengist
mikið við tónlist. Raunar lá leið
hans inn í leikhúsið með þeim
hætti að hann var fenginn til
þess að leika á hljóðfæri og vera
statisti að auki. Það eru ekki
mörg dæmi um ómenntaða leik-
ara í íslensku leikhúslífi á okkar
tímum og þarf eiginlega að vitna
í Egil Ólafsson eða Ladda í þessu
sambandi. En hver kenndi Egg-
ert að leika?
„Ég vil nú helst ekkert segja
um það hvort einhver hafi kennt
mér,“ segir Eggert snúðugt.
„Ég er svolítið hallur undir þá
skoðun að annaðhvort séu menn
leikarar eða ekki og menn geti
vel starfað við það þrátt fyrir
skólagöngu en ekki beinlínis
vegna hennar. Ég er í félagi leik-
ara en menn tuðuðu svolítið þeg-
ar ég var tekinn inn. Ég hef
áreiðanlega gengið í þúsund
gryfjur á sviðinu sem lærðir leik-
arar falla í meðan þeir eru enn í
skólanum."
Eggert segist vera alveg stein-
hættur að spila á klarínettið góða
en þegar gengið er á hann rifjast
upp þátttaka í ballettsýningu fyr-
ir þremur árum með hljómsveit-
inni Skárra en ekkert.
„Ég á einhver rör heima en ég
snerti þau eiginlega aldrei," seg-
ir hann og meinar áreiðanlega
klarínettið.
Við þetta má reyndar bæta því
að Eggert gerði ásamt hópi ann-
arra tónlistarmanna og leikara
fræga barnaplötu árið 1978, sem
hét Hrekkjusvínin, og í hópnum
mátti kenna menn eins og Val-
geir Guðjónsson Stuðmann, Leif
Hauksson útvarpsmann, Pétur
Gunnarsson rithöfund og fleiri.
Eggert viðurkennir að næstum
allir núverandi félagar hans í
„Vífinu" hafi verið í pollagöllum
þegar platan kom út og alist upp
með hana í eyrunum.