Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 8
8 _________________________________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 Útlönd DV Utanríkisráöherra Rússa ígor ívanov ræddi eldflaugaáætlun Bush Bandaríkjaforseta. ívanov og Powell hittust í gær Utanríkisráðherra Bandarikj- anna, Colin Powell, átti í gær fund með kollega sínum frá Rússlandi, ígor ívanov. Fundurinn þótti takast vel en hann er liður í undirbúningi leiðtogafundar Bush Bandaríkjafor- seta og Pútíns Rússlandsforseta í júní næstkomandi. „Þetta voru uppbyggilegar sam- ræður og í umhverfi sem þessu get- um viö rætt mikilvæg málefni," sagði ívanov að fundinum loknum. Þetta er í fyrsta sinn sem ívanov heimsækir Bandaríkin síðan Ge- orge W. Bush tók við embætti í jan- úar á þessu ári. Rússar eru fullir tortryggni vegna áforma Bandaríkjamanna um aö setja upp eldflaugavarnarkerfi. ívanov átti síðan að eiga fund með Condoleezzu Rice öryggisráðgjafa og þingmönnum á Bandaríkjaþingi. Flóðavarnir í Kína: Tímabært að virkja grasrótina DV, KlNA Stjórnvöld i Bejing í Kína leggja nú ofurkapp á að lög um flóðavam- ir séu virk þar sem mesta flóðatíma- bil ársins gengur senn í garð. Flóðvarnargarðar borgarinnar, sem voru reistir árið 1949, þarfnast endurbóta hið fyrsta eigi þeir að standa af sér stórflóð. íbúar borgarinnar eru hvattir til að gefa sig að skógrækt og gróður- setja tré við varnargarðana. Tals- maður stjórnvalda segir enda löngu tímabært að virkja grasrótina og gera fólki grein fyrir hættunni sem að steðjar. -kip Litlu stúlkunnar minnst Ættingjar minnast litlu stúlkunnar, Söruh Payne, sem var myrt á hrottalegan hátt. Kveðst saklaus af morðinu Roy Whiting sem grunaður er um að hafa rænt og myrt Söruh Payne lýsti í gær yfir sakleysi sínu. Whit- ing, sem er 42 ára vélvirki, var leiddur fyrir dómara í Sussex í gær. Hann sagöi til nafns og kvaðst saklaus af ákæruatriðum. Breska þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með leitinni að Söruh litlu Payne, sem hvarf frá heimili sínu þann 16. júlí í fyrra. Sextán dögum síðar fannst lík litlu stúlkunnar og í kjölfariö var Whit- ing handtekinn. Réttarhöld yfir Whiting hefjast í haust en lögreglurannsóknin hefur þegar kostað rúmar 150 milljónir. Átök og ofbeldi fara harðnandi í ísrael: Þyrluárás í kjölfar sjálfsmorðsárásar Að minnsta kosti fimm Palestínu- menn létu lífið i þyrluárás sem gerð var á lögreglustöð í bænum Nablus á Vesturbakkanum síðdegis í gær. Nokkrir slösuöust í árásinni, þar á meöal fangar í nærliggjandi fang- elsi. Heimildir Reutersfréttastof- unnar herma að israelski herinn hafi staðið að árásinni. Talið er að einn þeirra sem létust hafi verið líf- vörður úr svokallaðri Force 17 líf- varðasveit Arafats, leiðtoga Palest- ínumanna. Þyrluárásin kom í kjölfar sjálfs- morðsárásar í gærmorgun þar sem sjö manns létu lífið og tugir manna slösuðust. Sú árás átti sér stað í verslunarmiðstöð i Netanya í Norð- ur-ísrael og lýstu Hamas- skæruliðasamtökin ábyrgð á hendur sér. Sjálfsmorðsárásin er sú mannskæðasta um langan tíma. Gissin, talsmaður Sharons forsætisráöherra, fordæmdi sjálfs- morðsárásina og sagði hana bera Ganga með Hamas Palestínskar stúlkur ganga meö Hamas-skæruliöum um Gaza í gær. vott um hatursáróður Arafats sem komið hefði fram í ræðu hins síðar- nefnda þann 15. maí sl. en á þeim degi minnast Palestínumenn þeirra „hörmungar" að Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Arafat sagði í ræðu sinni aö ísraelar fremdu glæpi gegn mannkyni og að flóttamenn og landlausir hefðu rétt á að snúa heim. Átökin í ísrael virðast færast í aukana. Um hádegisbil i gær var kona af gyðingaættum skotin til bana þar sem hún sat í bíl sínum. Árásarmennirnir voru Palestínu- menn og átti atvikið sér stað nærri Ramalla. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, lýsti yfir áhyggjum af vax- andi ofbeldi fyrir botni Miðjarðar- hafs og sagði brýnt að leiðtogar á svæðinu kæmu til viöræðna og gerðu tilraun til pólitískrar lausnar. Binda yrði enda á ofbeldisverk og stríðsástand í ísrael. Hellakönnuðir komast í hann krappan Ættingjar hellakönnuöanna átta, sem týndust í helli í Gouomois í Austur-Frakkiandi fyrir tveimur dögum, fá fregnir um aö allir séu á lífi. Nokkur hundruö björgunarsveitarmenn frá Frakklandi og Sviss unnu aö þvi hörðum höndum í allan gærdag að ná fólkinu, fimm körlum og þremur konum, upp. Dæla þurfti upp miklu vatni úr hellunum en í gærkvöld haföi ekki veriö staöfest hvort búiö væri aö bjarga fólkinu. Kjarnorkuúrgangur í jörðu Paavo Lipponen og stjórn hans sam- þykkti í gær áætlun um að koma upp „ruslahaug" á 500 metra dýpi fyrir úr- gang úr kjarnorku- verum landsins. Áætlunin hefur ver- ið mjög umdeild i mörg ár en var samþykkt með miklum meirihluta á finnska þinginu í gær. Fjögur kjarn- orkuver eru í Finnlandi og fyrir- hugað að reisa það fimmta vegna orkuskorts í landinu. Múgur leitar apamanns Æstur múgur sjálfboðaliða leitar nú „apamanns" á götum Nýju Delhi, höfuðborgar Indlands. Apamaður- inn er talinn hafa ráðist á og bitið tugi manna. Njósnaflugmenn fá orðu Áhöfn njósnavélarinnar sem rakst á kínverska orrustuþotu suð- ur af Kína í síðasta mánuði verður veitt orða bandaríska flughersins fyrir hetjuskap. Flugmaður kín- versku vélarinnar lést en hefur ver- ið lýstur hetja og píslarvottur í heimalandinu. Kanar kaupi kjöt Evrópusambandið hvetur Banda- ríkjamenn til að aflétta innflutn- ingsbanni á evrópskar kjötvörur sem sett var í kjölfar gin- og klaufa- veikifaraldursins. Forsvarsmenn ESB segja ekki ástæðu til að við- halda banni á ósýkt lönd. Afmæli páfa aafmælisdegi sínum i gær. Hann tók sér þó ekki frí heldur inni dagskrá, tók á móti fólki og hélt ræðu. Jóhannes Páll hefur gegnt páfadómi í 22 ár. Hann stríðir við parkinson-sjúk- dóminn en aðstoðarmenn hans segja hann andlega hressan þótt hann þreytist fyrr en áður. Tólf létust í rútuslysi Tólf manns létu lífið í rútuslysi í Nepal í gær. Rútan lenti utan vegar og hafnaði úti í á, um 150 kílómetra frá Katmandu. Tildrög slyssins eru ókunn. Hague boðar nýja tíma í málefnum innflytjenda Kosningabaráttan í Bretlandi verður fjörugri með hverjum degin- um. I gær gerði William Hague, leið- togi breskra íhaldsmanna, málefni innflytjenda aö umtalsefni í kosn- ingaræðu sem hann hélt í Dover. Á síðasta ári sóttu 110 þúsund innflytjendur um landvistarleyfi í Bretlandi og hefur fjöldinn ekki ver- ið meiri í annan tíma. Líklegt þykir að umæða um þessi mál eigi eftir að verða að heit í kosningaslagnum sem fram undan er. Hague var harðorður í ræðu sinni og sagði Verkamannaflokkinn hafa sýnt allt of mikla linkind í mál- efnum innflytjenda. Kerfið væri ruglingslegt og til þess fallið aö laða að glæpamenn sem hefðu hag af því aö flytja fólk heimshoma á milli og koma því til Bretlands. Hague boöaði nýja tima ef íhalds- menn kæmust til valda á ný. Hann hét því meðal annars að koma upp neti innflytjendaskrifstofa með það William Hague Var í miklum ham þegar hann tók á málefnum innflytjenda. að markmiði að Bretland yrði örugg höfn fyrir þá innflytjendur sem hefðu gilda ástæðu fyrir að flýja heimaland sitt - hinir yrðu sendir heim. „Núverandi kerfi kemur nið- ur á því fólki sem þarfnast landvist- arleyfis strax,“ sagði Hague og bætti við að umsóknarferlinu yrði öllu hraðað. Frjálslyndir demókratar og liðs- menn Verkamannaflokksins andæfa áformum íhaldsmanna í málefnum innflytjenda. Þeir benda meðal annars á að hugmyndir íhaldsmanna um skatta- lækkanir yrðu til þess að starfs- mönnum viö innflytjendaeftirlit myndi fækka um 3000. Niðurstööur skoðanakönnunar The Economist, sem birtar voru í gær, gáfu til kynna að Verkamanna- flokkurinn hlyti 54 prósent atkvæða á móti 25% íhaldsfiokksins. Frjáls- lyndir demókratar hlutu 14 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni. Walesa í megrun Lech Walesa er hættur að borða kjöt og ætlar að láta grænmetið duga í framtíðinni. Hann segist allt of þungur og vonast til að ná af sér aukakílóum með breyttu mataræði. Friðarumleitanir Joseph Kabila, forseti Kongó, á nú í viðræðum við sendinefnd Ör- yggisráðs SÞ um hvernig megi binda enda á stríðið í Kongó. Forsetinn segir frið einungis komast á ef Rúanda, Úganda og Búrundí kalla hersveitir sinar heim frá Kongó. Þá hefur Kabila afnumið bann við pólitísku starfi í heimalandinu. Kabila tók við forsetaembætti af fóður sinum, Laurent Kabila, fyrr á þessu ári. Flóðin þau verstu í öld Rússneskar herflugvélar reyndu í gær að sprengja risavaxna ísjaka sem stífla ár í Austur-Síberíu. Stíflurnar hafa valdið mestu flóðum í eina öld og hafa rúmlega 20 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.