Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 8
8 _________________________________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 Útlönd DV Utanríkisráöherra Rússa ígor ívanov ræddi eldflaugaáætlun Bush Bandaríkjaforseta. ívanov og Powell hittust í gær Utanríkisráðherra Bandarikj- anna, Colin Powell, átti í gær fund með kollega sínum frá Rússlandi, ígor ívanov. Fundurinn þótti takast vel en hann er liður í undirbúningi leiðtogafundar Bush Bandaríkjafor- seta og Pútíns Rússlandsforseta í júní næstkomandi. „Þetta voru uppbyggilegar sam- ræður og í umhverfi sem þessu get- um viö rætt mikilvæg málefni," sagði ívanov að fundinum loknum. Þetta er í fyrsta sinn sem ívanov heimsækir Bandaríkin síðan Ge- orge W. Bush tók við embætti í jan- úar á þessu ári. Rússar eru fullir tortryggni vegna áforma Bandaríkjamanna um aö setja upp eldflaugavarnarkerfi. ívanov átti síðan að eiga fund með Condoleezzu Rice öryggisráðgjafa og þingmönnum á Bandaríkjaþingi. Flóðavarnir í Kína: Tímabært að virkja grasrótina DV, KlNA Stjórnvöld i Bejing í Kína leggja nú ofurkapp á að lög um flóðavam- ir séu virk þar sem mesta flóðatíma- bil ársins gengur senn í garð. Flóðvarnargarðar borgarinnar, sem voru reistir árið 1949, þarfnast endurbóta hið fyrsta eigi þeir að standa af sér stórflóð. íbúar borgarinnar eru hvattir til að gefa sig að skógrækt og gróður- setja tré við varnargarðana. Tals- maður stjórnvalda segir enda löngu tímabært að virkja grasrótina og gera fólki grein fyrir hættunni sem að steðjar. -kip Litlu stúlkunnar minnst Ættingjar minnast litlu stúlkunnar, Söruh Payne, sem var myrt á hrottalegan hátt. Kveðst saklaus af morðinu Roy Whiting sem grunaður er um að hafa rænt og myrt Söruh Payne lýsti í gær yfir sakleysi sínu. Whit- ing, sem er 42 ára vélvirki, var leiddur fyrir dómara í Sussex í gær. Hann sagöi til nafns og kvaðst saklaus af ákæruatriðum. Breska þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með leitinni að Söruh litlu Payne, sem hvarf frá heimili sínu þann 16. júlí í fyrra. Sextán dögum síðar fannst lík litlu stúlkunnar og í kjölfariö var Whit- ing handtekinn. Réttarhöld yfir Whiting hefjast í haust en lögreglurannsóknin hefur þegar kostað rúmar 150 milljónir. Átök og ofbeldi fara harðnandi í ísrael: Þyrluárás í kjölfar sjálfsmorðsárásar Að minnsta kosti fimm Palestínu- menn létu lífið i þyrluárás sem gerð var á lögreglustöð í bænum Nablus á Vesturbakkanum síðdegis í gær. Nokkrir slösuöust í árásinni, þar á meöal fangar í nærliggjandi fang- elsi. Heimildir Reutersfréttastof- unnar herma að israelski herinn hafi staðið að árásinni. Talið er að einn þeirra sem létust hafi verið líf- vörður úr svokallaðri Force 17 líf- varðasveit Arafats, leiðtoga Palest- ínumanna. Þyrluárásin kom í kjölfar sjálfs- morðsárásar í gærmorgun þar sem sjö manns létu lífið og tugir manna slösuðust. Sú árás átti sér stað í verslunarmiðstöð i Netanya í Norð- ur-ísrael og lýstu Hamas- skæruliðasamtökin ábyrgð á hendur sér. Sjálfsmorðsárásin er sú mannskæðasta um langan tíma. Gissin, talsmaður Sharons forsætisráöherra, fordæmdi sjálfs- morðsárásina og sagði hana bera Ganga með Hamas Palestínskar stúlkur ganga meö Hamas-skæruliöum um Gaza í gær. vott um hatursáróður Arafats sem komið hefði fram í ræðu hins síðar- nefnda þann 15. maí sl. en á þeim degi minnast Palestínumenn þeirra „hörmungar" að Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Arafat sagði í ræðu sinni aö ísraelar fremdu glæpi gegn mannkyni og að flóttamenn og landlausir hefðu rétt á að snúa heim. Átökin í ísrael virðast færast í aukana. Um hádegisbil i gær var kona af gyðingaættum skotin til bana þar sem hún sat í bíl sínum. Árásarmennirnir voru Palestínu- menn og átti atvikið sér stað nærri Ramalla. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, lýsti yfir áhyggjum af vax- andi ofbeldi fyrir botni Miðjarðar- hafs og sagði brýnt að leiðtogar á svæðinu kæmu til viöræðna og gerðu tilraun til pólitískrar lausnar. Binda yrði enda á ofbeldisverk og stríðsástand í ísrael. Hellakönnuðir komast í hann krappan Ættingjar hellakönnuöanna átta, sem týndust í helli í Gouomois í Austur-Frakkiandi fyrir tveimur dögum, fá fregnir um aö allir séu á lífi. Nokkur hundruö björgunarsveitarmenn frá Frakklandi og Sviss unnu aö þvi hörðum höndum í allan gærdag að ná fólkinu, fimm körlum og þremur konum, upp. Dæla þurfti upp miklu vatni úr hellunum en í gærkvöld haföi ekki veriö staöfest hvort búiö væri aö bjarga fólkinu. Kjarnorkuúrgangur í jörðu Paavo Lipponen og stjórn hans sam- þykkti í gær áætlun um að koma upp „ruslahaug" á 500 metra dýpi fyrir úr- gang úr kjarnorku- verum landsins. Áætlunin hefur ver- ið mjög umdeild i mörg ár en var samþykkt með miklum meirihluta á finnska þinginu í gær. Fjögur kjarn- orkuver eru í Finnlandi og fyrir- hugað að reisa það fimmta vegna orkuskorts í landinu. Múgur leitar apamanns Æstur múgur sjálfboðaliða leitar nú „apamanns" á götum Nýju Delhi, höfuðborgar Indlands. Apamaður- inn er talinn hafa ráðist á og bitið tugi manna. Njósnaflugmenn fá orðu Áhöfn njósnavélarinnar sem rakst á kínverska orrustuþotu suð- ur af Kína í síðasta mánuði verður veitt orða bandaríska flughersins fyrir hetjuskap. Flugmaður kín- versku vélarinnar lést en hefur ver- ið lýstur hetja og píslarvottur í heimalandinu. Kanar kaupi kjöt Evrópusambandið hvetur Banda- ríkjamenn til að aflétta innflutn- ingsbanni á evrópskar kjötvörur sem sett var í kjölfar gin- og klaufa- veikifaraldursins. Forsvarsmenn ESB segja ekki ástæðu til að við- halda banni á ósýkt lönd. Afmæli páfa aafmælisdegi sínum i gær. Hann tók sér þó ekki frí heldur inni dagskrá, tók á móti fólki og hélt ræðu. Jóhannes Páll hefur gegnt páfadómi í 22 ár. Hann stríðir við parkinson-sjúk- dóminn en aðstoðarmenn hans segja hann andlega hressan þótt hann þreytist fyrr en áður. Tólf létust í rútuslysi Tólf manns létu lífið í rútuslysi í Nepal í gær. Rútan lenti utan vegar og hafnaði úti í á, um 150 kílómetra frá Katmandu. Tildrög slyssins eru ókunn. Hague boðar nýja tíma í málefnum innflytjenda Kosningabaráttan í Bretlandi verður fjörugri með hverjum degin- um. I gær gerði William Hague, leið- togi breskra íhaldsmanna, málefni innflytjenda aö umtalsefni í kosn- ingaræðu sem hann hélt í Dover. Á síðasta ári sóttu 110 þúsund innflytjendur um landvistarleyfi í Bretlandi og hefur fjöldinn ekki ver- ið meiri í annan tíma. Líklegt þykir að umæða um þessi mál eigi eftir að verða að heit í kosningaslagnum sem fram undan er. Hague var harðorður í ræðu sinni og sagði Verkamannaflokkinn hafa sýnt allt of mikla linkind í mál- efnum innflytjenda. Kerfið væri ruglingslegt og til þess fallið aö laða að glæpamenn sem hefðu hag af því aö flytja fólk heimshoma á milli og koma því til Bretlands. Hague boöaði nýja tima ef íhalds- menn kæmust til valda á ný. Hann hét því meðal annars að koma upp neti innflytjendaskrifstofa með það William Hague Var í miklum ham þegar hann tók á málefnum innflytjenda. að markmiði að Bretland yrði örugg höfn fyrir þá innflytjendur sem hefðu gilda ástæðu fyrir að flýja heimaland sitt - hinir yrðu sendir heim. „Núverandi kerfi kemur nið- ur á því fólki sem þarfnast landvist- arleyfis strax,“ sagði Hague og bætti við að umsóknarferlinu yrði öllu hraðað. Frjálslyndir demókratar og liðs- menn Verkamannaflokksins andæfa áformum íhaldsmanna í málefnum innflytjenda. Þeir benda meðal annars á að hugmyndir íhaldsmanna um skatta- lækkanir yrðu til þess að starfs- mönnum viö innflytjendaeftirlit myndi fækka um 3000. Niðurstööur skoðanakönnunar The Economist, sem birtar voru í gær, gáfu til kynna að Verkamanna- flokkurinn hlyti 54 prósent atkvæða á móti 25% íhaldsfiokksins. Frjáls- lyndir demókratar hlutu 14 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni. Walesa í megrun Lech Walesa er hættur að borða kjöt og ætlar að láta grænmetið duga í framtíðinni. Hann segist allt of þungur og vonast til að ná af sér aukakílóum með breyttu mataræði. Friðarumleitanir Joseph Kabila, forseti Kongó, á nú í viðræðum við sendinefnd Ör- yggisráðs SÞ um hvernig megi binda enda á stríðið í Kongó. Forsetinn segir frið einungis komast á ef Rúanda, Úganda og Búrundí kalla hersveitir sinar heim frá Kongó. Þá hefur Kabila afnumið bann við pólitísku starfi í heimalandinu. Kabila tók við forsetaembætti af fóður sinum, Laurent Kabila, fyrr á þessu ári. Flóðin þau verstu í öld Rússneskar herflugvélar reyndu í gær að sprengja risavaxna ísjaka sem stífla ár í Austur-Síberíu. Stíflurnar hafa valdið mestu flóðum í eina öld og hafa rúmlega 20 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.