Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 50
í8
Tilvera
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001
:ov
lifiö
Vorfiðringur
4 KLASSÍSKAR halda
söngskemmtun í Ými i
Skógarhlíð í kvöld kl. 20.30. 4
KLASÍSKAR eru hinar
landsþekktu tónlistarkonur
Aðalheiður Þorsteinsdóttir,
Björk Jónsdóttir, Jóhanna V
Þórhallsdóttir og Signý
Sæmundsdóttir.
Söngskemmtunin kalla þær
Vorflðring sem á vel við þennan
indæla árstíma.
Klassík
■ VORTÓNLEIKAR LÖG-
REGLUKORSilNS Lögreglukór
Reykjavíkur heldur sína árlegu vor-
tónleika í Seltjarnarneskirkju klukk-
an 16. Gestir: Kvennakórinn Létt-
sveit Reykjavíkur.
■ ÓLAFUR KJARTAN í EYJUM
Baritónsöngvarinn Olafur Kjartan
Sigurðarson syngur í
Safnaðarheimili Vestmanneyjakirkju
kl. 16 á morgun, sunnudag. Viö
hljóöfæriö er Jónas Ingimundarson
Leikhús ______________________
■ FEÐGAR Á FERÐ Árni Tryggva-
son og Orn Arnason eru höfundar
og leikarar í leikritinu Feðgar á ferð
sem er sýnt kl. 20 í kvöld í lönó.
■ PLATONOF Nemendaleikhúsið
sýnir í kvöld Platonof eftir Anton
Tsjekhov í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
■ SNIGLAVEISLAN Sniglaveislan
eftir Olaf Jóhann veröur sýnd í Loft-
kastalanum klukkan 20 í kvöld.
■ BALL í GÚTTÓ Leikfélag Akureyr-
ar sýnir I kvöld leikritið Ball í Gúttó
eftir Maju Ardal.
■ FÍFL í HÓFI Gamanleikritið Fífl í
hófi verður sýnt klukkan 22 í kvöld í
Gamla bíól.
■ SKÁLDANÓTT Skáldanótt eftir
Hallgrím Helgason veröur sýnd á
Stóra sviði Borgarleikhúsins klukk-
an 19 í kvöld.
Opnanir
■ SÖLUSVNING í LISTASAFNI
KOPAVOGS á um 80 verkum eftir
marga af fremstu listamönnum þjóö-
arinnar veröur opnuö kl. 15 í dag I .
Listasafni Kópavogs.
■FENKE KUILING oonar
Ijósmyndasýningu í Gallerí Geysi,
Hinu húsinu, viö Ingólfstorg, í dag
kl. 16-18.
■ MESSÍANA í HAFNARBORG
Sýning Messíönu Tómasdóttur,
Selló, veröur opnuö í Hafnarborg í
Hafnarfiröi í dag klukkan 16. Þar
eru plexí-skúlptúrar og verk fyrir
barnaóperuna Skuggaleikhús Ófel-
íu.
■ SÝNING i HAFNARBORG í Hafn
arborg eru nú til sýnis hluti þeirra
listaverka sem safniö hefur fengiö
aö gjöf eöa keypt hafa veriö til
safnsins undanfarin ár. Sýningin
stendur til 4. júní.
■ MÓSAÍK 2001 í LISTHÚSI
OFEIGS Hópur kvenna, sem kallar
sig Mósaík 2001, opnar sýningu á
verkum sínum í Llstmunahúsl
Ofeigs viö Skólavöröustíg í dag.
■ NINNÝ í GALLERÍ LIST Jónína
Magnúsdóttir, „Ninný" opnar
sýningu á glænýjum myndum sínum
í Gallerí Ust í Skipholti 50 d á
morgun, sunnudag. Sýninguna
nefnir hún Á lífsins braut.
■ BRÚÐARSÝNING Tíu akureyrsk
fyrirtæki standa aö viöamikilli
brúöarsýningu í
Ketilhúslnu á morgun, sunnudag.
Húsiö opnaö kl. 14.30.
Sjá nánar: Uflð eftlr vinnu á Vísi.is
Körfuboltinn er stór hluti af lífinu
Helga og Teitur berjast um körfuboltann.
Bauð Keflvíkingum eiginhandaráritun sitjandi úti á miðri götu:
Kjóllinn leyndó og
enginn pípuhattur
Þau eru að gifta sig i dag í Njarð-
víkurkirkju brúðhjónin Helga Lisa
Einarsdóttir, starfsmaður hjá Flug-
leiðum á Keflavíkurílugvelli, og
Teitur örlygsson, smiður,
körfuknattleikshetja, leikmaður og
þjálfari Njarðvíkurliðsins í
körfuknattleik.
- Hvað hafið þið verið lengi sam-
an?
„Við byrjuðum saman áriö 1986
og trúlofuðum okkur tveimur árum
seinna, þannig að þessu ætti að vera
orðið óhætt, ég ætti að vera búinn
að kynnast henni,“ segir Teitur og
heldur áfram, „og á þessum árum
höfum við svo eignast tvær dætur 9
og 4ra ára.“
- Hefur verið mikill undirbúning-
ur fyrir brúðkaupið?
„Nei, það hefur ekkert verið of
mikið stress miðað við það sem
þekkist en það er auðvitað alltaf
eitthvert stúss eins og að panta
kirkjuna á réttum tíma og velja föt-
in. Ég veit að sjálfsögðu ekkert um
kjólinn hennar Helgu Lísu en ég
verð i sjakket, þó án pípuhattsins,
því það er svo mikill stærðarmunur
á okkur og hún neitar að ég sé með
hann þvi þá líti hún út eins og
dvergur við hliðina á mér.“
- Eruð þið búin að fara í steggja-
og gæsapartí?
„Já, já, við erum sko búin að
lenda í því bæði tvö. Tíu vinir mín-
ir tóku mig bara óvænt og fóru með
mig í alls konar sprell, þar á meðal
þurfti ég að sitja úti á miðri götu í
Keflavík og bjóða Keflvíkingum eig-
inhandaráritum mina og Helga Lísa
lenti í að fara í kappakstur á Go-
kartbil ásamt ýmsu öðru óvæntu."
- Hvernig á veislan að vera?
„Það er ekkert sérstakt þema en
bróðir minn, Gunnar Öm, verður
veislustjóri. Hann hefur aldrei gert
þetta áður en hann á auðvelt meö að
koma fyrir sig orði og er skemmti-
legur.“
- Á að fara í brúðkaupsferð?
„Það stendur til að fara til Spán-
ar vonandi í næstu viku og eyða þar
svona vikutíma. Annars langar mig
líka til að komast í veiði í Mývatns-
sveitina með félögunum." -W
DV MYNDIR HALLDÓR RÓSMUNDUR
Trúlofuð í 13 ár
„Ég ætti ab vera búinn aö kynnast hennisegir körfuknattleikshetjan
Teitur Örlygsson sem gengur í þaö heilaga í dag meö sinni heitt elskuöu
Helgu Lísu Einarsdóttur.
Strákarnir
í kvöld er lokasýning á Strákun-
um á Borginni. Þeir Helgi Bjöms-
son og Bergþór Pálsson hafa
skemmt landanum alls um 50 sinn-
um í vetur. Nú er komið að lokasýn-
ingu Strákanna. Ætlunin var að
halda áfram í haust en nú lítur út
á Borginni
fyrir að svo verði ekki þannig að nú
er betra að láta vaða ef maður ætlar
ekki að missa af þessari einstöku
skemmtun. Strákarnir fengu af-
henta gullplötu á dögunum fyrir
metsölu á plötu sinni, Strákarnir á
Borginni.
Strákarnir á Borginni
Helgi Björnsson og
Bergþór Pálsson.
Last Night
Síðustu stund-
irnar
★★★■*>
'' Það hafa
ófáar heimsenda-
kvikmyndir litið
dagsins ljós á sið-
ustu árum, stærst-
ar hafa verið
Armageddon og
Deep Impact, dýrar stórmyndir þar
sem jörðinni er bjargað á síðustu
stundu. Last Night er kanadísk kvik-
mynd, gerð með óþekktum leikurum
og fyrir lítinn pening. Hún er samt
langbesta heimsendakvikmyndin og í
henni er engin tilraun gerð til að
bjarga jörðinni, hún er dauðadæmd.
Last Nigth lýsir síðustu sex klukku-
stundunum í lifi nokkurra persóna. Á
miðnætti verður jörðin fyrir stórum
loftsteini sem sprengir hana í loft upp.
Það er búið að búa fólkið undir þetta
og áramótastemning er í gangi: Hvað
eigum við að gera síðustu klukkutim-
ana, eigum við að lifa þar til augna-
blikið skellur á eða eigum við að
fremja sjálfsmorð? Sumir velta þessu
fyrir sér. Aðrir ætla að upplifa eitt-
hvað sem þá hefur dreymt um en
aldrei þorað að gera og þar fram eftir
götunum.
Last Night er ákaflega gefandi kvik-
mynd. Leikarinn og leikstjórinn Don
McKellar byggir myndina upp á kó-
mískan hátt, sýnir okkur í afkima
mannssálarinnar, tekur þá ákvörðun
að láta engan sýna neina hræðslu, sem
virkar dálítið einkennilega í byrjun en
gefúr myndinni gildi þegar líða tekur á
og í ljós kemur að það eru smámunirn-
ir sem fólk er að hugsa um. Ef ekki
væri fyrir það að bjartara verður eftir
því sem líður á kvöldið er fátt sem gef-
ur til kynna að heimsendir er i nánd.
-HK
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Don
McKellar. Leikarar: Don McKellar, Sandra
Oh, Tracy Wright, David Cronenberg og
Sarah Polley. Kanada, 1999. Lengd: 95
mín. Bönnuö börnum innan 12 ára.
Dirty Pictures
List eða
klám
★ ★★
Frank Pier-
son hefur
'^Cgert það að sérgein sinni að
gera kvikmyndir sem byggðar eru á
þekktum persónum, má nefna Truman
og Citizen Cohn. í Dirty Pictures tekur
hann fyrir atburð sem átti sér stað í
Cincinatti árið 1990 þegar bann var
lagt á sýningu á ljósmyndum eftir Ro-
bert Mapplethorpe (hann hafði látist
úr eyðni stuttu áður). Aðalpersóna
myndarinnar er Dennis Barrie (James
Wood), sýningarstjóri Samtímasafns-
ins, sem er ákærður fyrir að sýna
klám. Barrie var venjulegur fjöl-
skyldufaðir og miðað við þá lýsingu
sem er á honum, hefði hann sjálfsagt
aldrei sett sýninguna upp ef hann
hefði vitað afleiðingamar. Það er nú
samt svo að hann verður frægur mað-
ur. Maðurinn sem stendur með listinni
gegn „listalöggunni".
í upphafi og inn á miili er skeytt við-
tölum við ýmsa sem komu nálægt mál-
inu á sínum tima og leitað í fréttir til
að fá álit annarra. Meðal þessa fólks
eru hægrisinnaðir stjómmálamenn
(Jesse Helms), listamenn á borð við
Salman Rushdie og Fran Lebowitz og
fyrirsætur á myndum Mapplethorpe,
en meðal þeirra er Susan Sarandon.
Dirty Pictures er sterkt heimilda-
drama, vel leikin og sérlega vel klippt svo
úr verður trúverðug lýsing. Skilaboðin
em að sigur er ekki alltaf sigur. Einn
galh er við íslensku útgáfuna, nöfnin á
öllum þeim þekktu persónum sem koma
við sögu era neðst á skjánum, á sama
stað og textinn er, þannig að ef andlitið er
ekki því þektara þá er engin leið að vita
við hvem er verið að tala. -HK
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Frank Pier-
son. Leikarar: James Woods, Craig T.
Nelson og Diana Scarwid. Bandarísk,
2000. Lengd: 104 mín. Bönnuö börnum
innan 12 ára.